Fleiri fréttir

KSÍ meðal 53 knattspyrnusambanda sem fordæma aðgerðir Sion

Formenn knattspyrnusambandanna 53 sem mynda Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, funda nú á Kýpur og þau hafa tekið sig saman um að fordæma aðgerðir svissneska félagsins Sion. Knattspyrnusamband Íslands er að sjálfsögðu í þessum hópi.

Guðjón Pétur sat á bekknum þegar Helsingborg tapaði toppslagnum

Guðjón Pétur Lýðsson fékk ekki að spreyta sig þegar Helsingborg tapaði 2-3 á móti Elfsborg í toppslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Helsingborg er samt enn með sjö stiga forskot á Elfsborg á toppnum en Elfsborg fór upp fyrir AIK og alla leið í annað sætið með þessum sigri.

Aron: Verður gríðarlega jafn vetur

Aron Kristjánsson er kominn aftur heim frá Þýskalandi og tekinn við stjórnartaumunum hjá Haukum á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann fór út.

Umfjöllun: Tvö töpuð stig gegn Belgíu

Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum.

Eiður Smári kom inn á sem varamaður og skoraði eftir mínútu

Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekknum hjá AEK Aþenu í dag þegar liðið sótti Skoda Xanthi heim í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslenski landsliðsmaðurinn var hinsvegar fljótur að láta til sín taka þegar hann kom inn á 75. mínútu og var búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið mínútu síðar. Eiður Smári lagði einnig upp síðasta mark AEK í leiknum.

Það mun ekki vanta Lýsið í stelpurnar okkar í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Belgum á Laugardalsvellinum í kvöld í undankeppni EM 2013 en þetta er þriðji leikur íslensku stelpnanna í riðlinum. Íslenska liðið hefur unnið Búlgaríu og Noreg í fyrstu tveimur leikjum sínum og markatalan er 9-1 Íslandi í vil.

Noregur fór létt með Ungverjaland

Noregur vann í dag auðveldan 6-0 sigur á Ungverjalandi í riðli Íslands í undankeppni EM 2013. Þær norsku eru því komnar á blað í riðlinum eftir að hafa tapað fyrir Íslandi, 3-1, um síðustu helgi.

Einar: Er greinilega svona slakur þjálfari

Það verður nóg að gera hjá Einari Jónssyni í vetur því hann mun áfram þjálfa kvennalið Fram og hefur svo bætt við sig karlaliði félagsins. Kvennaliðinu var spáð öðru sæti í spánni í dag en karlaliðinu fjórða til fimmta sæti.

Sigurður Ragnar: Leggjum allt í sölurnar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir liðið ætla að leggja allt í sölurnar til að vinna sigur á Belgum í undankeppni EM 2013 í kvöld.

Maradona sagði Mourinho að kaupa Aguero

Diego Maradona segist hafa ráðlagt Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, að semja við Sergio Aguero. Það hafi verið nauðsynlegt svo Real geti keppt við Barcelona.

Kobayashi: Mjög sérstök stemmning í Singapúr

Japaninn Kamui Kobayashi er eini ökumaðurinn sem keppir í Formúlu 1 sem er frá Asíu og hann vill ná góðum árangri í Singapúr um næstu helgi áður en hann keppir í Japan. Næsta mót á eftir keppninni í Singapúr er á Suzuka brautinni í Japan og verða því tvö mót í Asíu á dagskrá á næstunni.

Zlatan og Inzaghi snúa aftur

Læknaliði AC Milan gengur vel að koma Zlatan Ibrahimovic aftur á lappir og svo gæti farið að hann spili um helgina. Það er nokkuð fyrr en búist var við er hann meiddist.

Spá N1-deildar karla: FH ver titilinn

Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og forráðamanna liða í N1-deild karla verður FH Íslandsmeistari annað árið í röð. Það var tilkynnt á kynningarfundi N1-deildarinnar nú í hádeginu.

Owen: Ég er bara 31 árs

Michael Owen minnti hressilega á sig í gær þegar hann skoraði tvö mörk gegn Leeds í deildarbikarnum og lék afar vel. Owen segist eiga mörg góð ár eftir.

Gasperini rekinn frá Inter

Þjálfaraferill Gian Piero Gasperini hjá Inter var stuttur því hann var í morgun rekinn frá félaginu. Inter hefur gengið hörmulega í upphafi leiktíðar.

Kolo snýr aftur í kvöld

Kolo Toure, varnarmaður Man. City, snýr væntanlega aftur á völlinn í kvöld eftir sex mánaða leikbann sem hann fékk fyrir að nota ólögleg efni.

Wenger klár í 14 ár í viðbót hjá Arsenal

Arsenal slapp með skrekkinn gegn Shrewsbury í deildarbikarnum í gær. Arsenal lenti undir í leiknum en hafði sigur að lokum. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, viðurkenndi að hafa orðið skelkaður er Shrewsbury komst yfir en var himinlifandi í leikslok.

Villas-Boas: Er ekki að reyna að hafa áhrif á dómarana

Eins og kunnugt er þá ákvað Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, að senda inn formlega kvörtun til enska knattspyrnusambandsins út af dómgæslunni í leik Man. Utd og Chelsea á dögunum. Villas-Boas segist samt ekki vera að reyna að hafa áhrif á dómgæslu í leikjum Chelsea.

Ísland upp fyrir Færeyjar á FIFA-listanum

Sigurmark Kolbeins Sigþórssonar gegn Kýpur lyfti íslenska landsliðinu upp um 17 sæti á FIFA-listanum. Ísland er nú í 107. sæti á listanum en var í 124. sæti.

Gerum þá kröfu að vinna

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn segir liðið ætla að vinna riðilinn og verði því að vinna í kvöld.

Kobe tilbúinn að lána leikmönnum pening á meðan verkfallinu stendur

Það er lítið að gerast í samningaviðræðum eiganda NBA-liðanna og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það verður líklegra með hverjum deginum að nýtt NBA-tímabil hefjist ekki á réttum tíma. Stór hluti leikmanna NBA-deildarinnar eiga nóg af peningum en það eru aðrir sem gætu lent í vandræðum dragist verkfallið á langinn.

Kristján: Tekur tíma að púsla þessu saman

Kristján Arason, þjálfari FH, var að vonum ánægður eftir sigurinn á Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld. Dramatíkin var allsráðandi en úrslit réðust ekki fyrr en eftir tvær framlengingar og vítakeppni.

Óskar Bjarni: Frábær leikur

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni.

Bjarni Fel lýsti úti í rigningunni

Gamla brýnið Bjarni Felixson hefur upplifað ýmislegt á löngum og farsælum ferli sem íþróttafréttamaður en aðstæðurnar sem mættu honum í Vestmannaeyjum í gær hafa líklega toppað flest það sem Bjarni hefur prófað.

Stoke sló Tottenham út eftir vítakeppni á Britannia

Stoke og Newcastle fögnuðu dramatískum sigri í kvöld þegar það þurfti að framlengja tvo leiki í 3. umferð enska deildarbikarsins. Leikur Stoke og Tottenham fór alla leið í áttundu umferð í vítakeppni.

Gleymir stund og stað við árbakkann

Þegar vorar fer mig strax að klæja í puttana að komast út í náttúruna. Og þegar ég horfi á læki eða vötn langar mig að fara að kasta,“ segir veiðikonan Þórdís Klara Bridde. Hún segir það ómótstæðilega tilfinningu að standa við árbakka með stöng í hönd.

Owen með tvö mörk fyrir Man. United - Bolton sló út Aston Villa

Varalið Manchester United átti ekki í miklum vandræðum með Leeds á Elland Road í kvöld í 3. umferð enska deildarbikarsins. United vann 3-0 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Michael Owen skoraði tvö mörk í kvöld í sínum fyrsta leik í byrjunarliði. Arsenal og Bolton komust einnig áfram í enska deildarbikarnum í kvöld.

Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur

Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara.

Ólafur Már í 30. sæti eftir fyrsta hringinn í Þýskalandi

Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR eru báðir að keppa á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi. 30 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á annað stig úrtökumótsins á Spáni þar sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda.

Gary Martin valinn bestur í 1. deild karla - Jón Daði efnilegastur

Skagamaðurinn Gary Martin var í kvöld valinn besti leikmaður 1. deildar karla í fótbolta í sumar en vefsíðan Fótbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja úrvalslið deildarinnar sem og besta leikmanninn, besta þjálfarann og efnilegasta leikmanninum.

Lék með brákað rifbein og gat á lunga

Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er hálfgerð pissudúkka í augum margra. Hann hefur verið mjög upptekinn af því að lifa ljúfa lífinu og vera í fjölmiðlum en minna gert af því að vinna alvöru leiki sem er víst hans aðalstarf.

Stelpurnar okkar á fullri ferð í Go-kart í dag

Íslenska kvennalandsliðið mætir Belgíu í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum á morgun og liðið hefur verið að undirbúa sig fyrir leikinn frá því að stelpurnar unnu 3-1 sigur á Noregi á laugardaginn.

Button stefnir á sigur í Singapúr

Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti í Formúlu 1 mótinu Ítalíu á dögunum og keppir í Singapúr um næstu helgi, þar sem hann stefnir á sigur. Button er meðal þeirra fimm efstu í stigamóti ökumanna, sem hafa barist á toppnum síðustu mánuði. Sebastian Vettel er eins og staðan er núna með það mikið forskot í stigamótinu að hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í Singapúr.

Sjá næstu 50 fréttir