Fleiri fréttir

Dylan: Spiluðum upp á stoltið

„Leikurinn í Noregi var mikil vonbrigði en við ákváðum að spila fyrir stoltinu í kvöld,“ sagði Dylan McAllister, markaskorari Blika, eftir sigurinn.

Ólafur: Menn tóku vel til í eigin þankagangi

„Ég er stoltur af strákunum, en við settum okkur það markmið að vinna leik í Evrópukeppni á þessu ári og það tókst,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld.

Fara í mál við NFL-deildina

75 fyrrverandi leikmenn í NFL-deildinni hafa ákveðið að fara í mál þar sem þeir segja að forráðamenn deildarinnar hafi viljandi haldið því leyndu í 90 ár hversu hættulegt sé að fá heilahristing.

Shaq móðgar Chris Bosh í fyrsta sjónvarpsinnslaginu

Frumraun Shaquille O´Neal sem NBA-sérfræðings í sjónvarpi hefur vakið óskipta athygli. Í fyrsta þættinum talaði Shaq um stjörnurnar tvær hjá Miami en ekki stjörnurnar þrjár. Shaq setur Chris Bosh ekki í sama hóp og LeBron James og Dwayne Wade.

TV2: Vålerenga búið að bjóða í Veigar Pál

TV2 í Noregi hefur heimildir fyrir því að Vålerenga er búið að gera tilboð í Veigar Pál Gunnarsson sem hefur farið á kostum með Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í sumar.

Hlynur: Fáum að sjá hvað við getum á þessu Norðurlandamóti

Hlynur Bæringsson hefur tekið við fyrirliðabandinu í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta og verður í aðalhlutverki með liðnu á komandi Norðurlandamóti í Sundsvall í Svíþjóð. Hlynur var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni íþróttafréttamanni á Stöð 2.

Neuer má ekki kyssa merki Bayern

Philipp Lahm, fyrirliði Bayern Munchen, segir að leikmenn félagsins skilji ekki af hverju ákveðnir stuðningsmannahópar félagsins neiti að taka markvörðurinn Manuel Neuer í sátt.

Umfjöllun: Blikar sigruðu Rosenborg og féllu úr leik með sæmd

Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld.

Bjarnólfur: Leikmenn fá þessa viku til þess að sýna sig og sanna

Bjarnólfur Lárusson tók í dag við þjálfun meistaraflokks karla hjá Víkingi og hann gaf blaðamannamönnum kost á viðtali rétt fyrir fyrstu æfingu sína með liðinu nú seinni partinn. Hann tekur við liðinu af Andra Marteinssyni en liðið situr eins og er í fallsæti deildarinnar.

Melo á förum frá Juventus

Brasilíski landsliðsmaðurinn Felipe Melo er á förum frá Juventus. Hann er ekki inn í áætlunum nýja þjálfarans, Antonio Conte, og fær því að róa á önnur mið.

Plankað við bakkann

Allt "plank" æðið hefur ekki farið framhjá neinum sem er tengdur við rafmagn síðustu vikurnar og veiðimenn hafa greinilega ekki farið varhluta af því. Við fengum þessa mynd lánaða frá Jón Þór Júlíussyni hjá Hreggnasa þar sem hann plankar við óþekktan veiðistað.

Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun

Gott skot hefur komið í Svalbarðsá í morgun og það má því ætla að áin sé að vakna. Það virðist sem straumurinn síðast liðinn laugardag hafi gert sitt því fréttir eru að berast víða að um auknar laxagöngur og það verður gaman að sjá munin á veiðinni milli vikna. Það verða birtar nýjar tölur á morgun og þá sést best hvaða ár eru að skila sínu hingað til.

Arnar tekur við af Sebastian á Selfossi

Arnar Gunnarsson mun þjálfa meistaraflokk karla og 2.flokk karla hjá Selfossi næstu tvö árin en liðið féll úr N1 deildinni síðasta vetur. Arnar tekur við af Sebastian Alexanderssyni sem hefur verið með liðið undanfarin ár.

Mokveiði í Mývatnssveit

Þrátt fyrir norðanátt er mokveiði í Laxá í Laxárdal og í Mývatnssveit. Meðalþungi silungsins er einnig með besta móti.

Ming leggur skóna á hilluna

Stærsta íþróttastjarna Kínverja, Yao Ming, hefur tilkynnt að hann sé hættur í körfubolta. Þrálát meiðsli gerðu það að verkum að Ming neyðist til þess að leggja skóna á hilluna.

Terry langar að þjálfa Chelsea

Varnarmaðurinn John Terry hjá Chelsea hefur áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri er ferlinum lýkur. Það sem meira er þá stefnir hann á að stýra liði Chelsea.

Bjarnólfur ráðinn þjálfari Víkings

Knattspyrnudeild Víkings réð í dag Bjarnólf Lárusson sem þjálfara liðsins. Hann tekur við starfinu af Andra Marteinssyni sem hætti í gær. Tómas Ingi Tómasson, sem var rekinn frá HK á dögunum, verður aðstoðarmaður Bjarnólfs.

Sjálfstraustið er í fínu lagi

Hinn 35 ára gamli markvörður, Shay Given, fær loksins að spila aftur fótbolta í vetur eftir að hafa samið við Aston Villa. Hann mátti gera sér það að góðu að fylgjast með leikjum af bekknum hjá Man. City.

Barcelona búið að kaupa Sanchez

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Alexis Sanchez gangi í raðir Barcelona eftir að Börsungar náðu samkomulagi við Udinese um kaupverð á leikmanninum. Sanchez verður því væntanlega orðinn leikmaður Barcelona á næstu dögum.

Flottur lax úr Svartá

"Það var með eftirvæntingu sem ég fór í Svartá þar sem ég tók Maríulaxin minn á flugu fyrir hartnær 10 árum. Þessi á sem er svo falleg og krefjandi en alltaf skemmtileg og gefandi tók á móti okkur í glaða sólskyni og fallegu veðri en fáum fiskum hafði hugnast að ganga ennþá.

Redknapp vill fá Adebayor

Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur nú beint spjótum sínum að framherjanum Emmanuel Adebayor. Hann vill fá leikmanninn frá Man. City og útilokar ekki lánssamning.

Tevez fer ekki til Corinthians

Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað er nú orðið ljóst að ekkert verður af því Carlos Tevez gangi í raðir brasilíska liðsins Corinthians.

Suarez skaut Úrúgvæ í úrslit

Úrúgvæ tryggði sér í nótt sæti í úrslitaleik Copa America. Úrúgvæar lögðu þá Perú, 2-0, í undanúrslitaleik.

Fyrirliðinn fór fyrir Stjörnuliðinu - myndir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 4-1 útisigri á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Stjarnan hélt því áfram sigurgöngu sinni og er áfram með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar.

Verður refsað fyrir að taka vítaspyrnu með hælnum

Awana Diab landsliðsmaður Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sló í gegn á YouTube, eftir að hann tók vítaspyrnu með hælnum en mótherjar og samherjar hans voru allt annað en hrifnir. Awana tók vítið í 7-2 sigri Sameinuðu arabísku furstadæmanna í vináttulandsleik gegn Líbanon og það er hægt að sjá spyrnuna hér fyrir ofan.

Þær japönsku hafa nú sett stefnuna á Ólympíugullið

Homare Sawa, fyrirliði Heimsmeistara Japans í kvennafótbolta, var yfirlýsingaglöð á blaðamannafundi í Tókýó þegar japanska landsliðið snéri heim eftir sigurinn á HM í Þýskalandi. Sawa segir að nú ætli liðið sér að vinna gullið á Ólympíuleikunum í London á næsta ári.

Skagamenn komnir með tólf stiga forskot í 1. deildinni

Skagamenn unnu 6-0 stórsigur á Þrótti, liðinu í 4. sæti, á Valbjarnarvelli í fyrsta leik 13. umferðar 1. deildar karla í kvöld og náðu með því tólf stiga forskoti á Selfoss og 17 stiga forskoti á liðin í 3. og 4. sæti.

Sumir eru bjartsýnir - NBA gefur út leikjadagskránna fyrir næsta tímabil

Forráðamenn NBA-deildarinnar gáfu í kvöld út leikjadagskrána fyrir tímabilið 2011-2012 þrátt fyrir að allt bendi til þess að verkfall komi í veg fyrir að leikirnir fari yfir höfuð fram. Það hefur lítið gengið í samningaviðræðum eigenda og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það er því ólíklegt að fyrrnefnd leikjadagskrá muni halda í óbreyttri mynd.

Íslenskir tvíburar til liðs við dönsku meistarana

Blaklandsliðsmennirnir og tvíburarnir, Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir, hafa gengið til liðs við dönsku meistarana í Marienlyst. Bræðurnir hafa undanfarin tvö ár leikið með danska liðinu Aalborg en þar áður léku þeir með KA á Íslandi.

Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar

Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti.

Peter Öqvist: Viljum nýta hraðann og fjölhæfnina í liðinu

Peter Öqvist, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, tilkynnti í dag tólf manna hóp sinn fyrir komandi Norðurlandamót sem fer fram í Sundsvall í Svíþjóð og hefst um næstu helgi. Peter var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni íþróttafréttamanni á Stöð 2.

Ferguson ætlar ekki að færa Rooney á miðjuna

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir það ekki koma til greina að færa Wayne Rooney á miðjuna til þess að fylla skarðið sem Paul Scholes skilur eftir sig. Ferguson segir að leikmennirnir séu einfaldlega of ólíkir.

Blatter óvinsælli en Osama Bin Laden

Sepp Blatter, forseti FIFA, er skúrkur síðasta áratugar samkvæmt skoðanakönnun SyFy-sjónvarpsstöðvarinnar. Blatter sló Osama Bin Laden við í könnuninni.

Sjá næstu 50 fréttir