Fleiri fréttir

Grétar Rafn á bekknum

Grétar Rafn er á bekknum hjá Bolton sem mætir Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 12.45.

LeBron James fór á kostum í New York

LeBron James hefur alltaf liðið vel í Madison Square Garden í New York og það var engin undantekning á því í nótt er Miami Heat vann þar sigur á New York Knicks, 113-91.

Tevez er að slá sér upp með óþekktri ljósku

Svo gæti farið að Carlos Tevez sé til í að búa áfram á Englandi því hann er farinn að slá sér upp með lögulegri ljósku sem breskir fjölmiðlar hafa ekki enn borið kennsl á.

AGK með enn einn stórsigurinn

Danska ofurliðið AGK er sem fyrr með yfirburðastöðu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. AGK vann í kvöld tíu marka útisigur, 23-33, á Nordsjælland.

Ferguson ánægður með dráttinn

Man. Utd dróst gegn franska liðinu Marseille í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ánægður með dráttinn.

GUIF vann frábæran útisigur

Lið Kristjáns Andréssonar, GUIF, í sænska handboltanum er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar eftir sterkan eins marks útisigur, 26-27, á Lugi í kvöld. Lugi er í fjórða sæti deildarinnar.

Stórleikur Loga dugði ekki til sigurs

Tveir Íslendingar voru á ferðinni í sænska körfuboltanum í kvöld og báðir máttu þeir sætta sig við að vera í tapliði að þessu sinni.

Wenger: Barcelona vildi ekki mæta okkur

Stórleikur sextán liða úrslita Meistaradeildar Evrópu er tvímælalaust viðureign Barcelona og Arsenal. Liðin mættust einnig í keppninni í fyrra og þá sló Barcelona sveina Wenger úr keppni, 6-3 samanlagt.

Robben byrjaður að æfa á ný

Holleningurinn Arjen Robben er byrjaður að æfa á ný eftir en hann hefur ekkert spilað síðan á HM í Suður-Afríku í sumar.

Babel ánægður undir stjórn Hodgson

Ryan Babel er ánægður með lífið hjá Liverpool undir stjórn Roy Hodgson og er hrifnari af aðferðum hans en forverans Rafa Benitez.

Hodgson þögull um Gerrard

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, vill ekkert gefa upp um hvort að Steven Gerrard muni spila með liðinu þegar það mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Tekst LeBron og félögum að hemja Stoudemire Madison Square Garden?

Einn af stórleikjum ársins í NBA deildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld í Madison Square Garden í New York þar sem að heimamenn í NY Knicks taka á móti Miami Heat þar sem að þríeykið LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh ráða ríkjum. Leikurinn verður sýndir á Stöð 2 sport og hefst útsending á miðnætti.

Redknapp spenntur fyrir Milan

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist vera spenntur fyrir leikjum liðsins gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun.

Liverpool mætir Sparta Prag

Dregið var í 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA nú í hádeginu og mun Liverpool mæta þar Sparta Prag frá Tékklandi.

Lampard loksins aftur á ferðina

Allt útlit er fyrir að Frank Lampard muni vera í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn síðan í ágúst er liðið mætir Manchester United á sunnudag.

Krísufundur Tevez og Mancini í dag

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, mun funda með fyrirliðanum Carlos Tevez í dag en hann hefur sagst vilja fara frá félaginu.

Jakob Jóhann í 27. sæti

Jakob Jóhann Sveinsson keppti í morgun í 200 m bringusundi á HM í 25 m laug sem nú fer fram í Dúbæ.

Pálmi Freyr: „Það er bara kostur að vera örvhentur“

„Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum.

Hrafn: „Við þurfum allir að líta í eigin barm“

„Við vorum klárlega ekki sannfærandi á móti svæðisvörninni og það leit út fyrir að það væru þreyttir leikmenn inni á vellinum. Við þurfum allir að líta í eigin barm,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 94-80 tap liðsins á útivelli gegn Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.

Vill minnka mörkin og búa til hreint klístur

Hinn umdeildi forseti alþjóða handknattleikssambandsins, Hassan Moustafa, kom handboltaheiminum í uppnám með hugmyndum sínum um framtíð handknattleiksins í viðtali við þýska blaðið Bild.

Ármann: Fátt skemmtilegra en að raða niður þristum

„Það kemur nú ekki oft fyrir að ég sé stigahæstur,“ sagði Ármann Vilbergsson, skytta úr Grindavík, sem var stigahæstur í liði Grindavíkur í sigri liðsins gegn Keflavík, 79-75, í Röstinni í kvöld. Ármann kom sjóðheitur af bekknum og setti niður fimm þrista í leiknum og hitti úr öllum skotunum.

Gunnar Einars.: Drullufúlt að fara í frí með þetta tap á bakinu

„Við komumst með baráttu aftur inn í leikinn en við vorum ekki að hitta neitt af viti. Það gekk lítið upp stóran hluta leiksins og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að við sýndum smá karakter og hlutirnir fóru að falla með okkur,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap liðsins gegn Grindvík, 79-75 í Röstinni í kvöld.

Haraldur: Dómararnir eiga þennan sigur Vals skuldlaust

Haraldur Þorvarðarson átti góðan leik fyrir Fram í kvöld og nýtti öll sex skotin sín í leiknum. Það dugði þó ekki til því Fram þurfti að sætta sig við 29-28 tap á móti Val í Vodafone-höllinni.

Halldór: Áttum að hirða bæði stigin

„Ég hefði viljað fá bæði stigin,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. Haukar gerðu jafntefli við Akureyri ,23-23, í hörkuspennandi leik á Ásvöllum í kvöld, en leikurinn var hluti af 11.umferð N1-deildar karla í handknattleik.

Atli: Gott að vera á toppnum í fríinu

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en hann hefði viljað þau bæði. Akureyri gerði jafntefli ,23-23, gegn Haukum í 11.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin en jafntefli varð niðurstaðan.

FH lagði HK í Krikanum

FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs er þeir lögðu HK, 22-20, í Krikanum í kvöld.

Umfjöllun: Endurfæddir Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Fram

Valsmenn stöðvuðu tíu leikja sigurgöngu Fram með 29-28 sigri í æsispennandi leik í Vodafonehöllinni í kvöld. Sturla Ásgeirsson skoraði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok en Hlynur Morthens varði eins og berserkur á lokamínútum leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir