Umfjöllun: Grindavík lagði Keflavík í hörkuleik Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. desember 2010 22:30 Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Grindvíkingar höfðu misst niður góða forystu og hleypt Keflvíkingum yfir þegar skammt var eftir að leiknum. Með sigrinum situr Grindavík eitt í öðru sæti deildarinnar með 18 stig og er tveimur stigum á eftir Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem tróna á toppnum Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu frábæra vörn fyrstu mínúturnar. Keflvíkingum tókst aðeins að skora tvö stig á fyrstu fjórum mínútunum leiksins og náðu heimamenn um leið yfirhöndinni í leiknum. Eftir að Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé varð meira jafnræði með liðunum og aðeins munaði þremur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-17, Grindvíkingum í vil. Heimamenn hrukku heldur betur í gang fyrir utan þriggja stiga línuna í öðrum leikhluta. Ármann Vilbergsson átti magnaða innkomu og setti niður fjóra þrista í röð og Grindvíkingar fóru inn í hálfleik með tólf stiga forystu, 43-31. Nýkringdur troðslumeistari, Ólafur Ólafsson sá um að áhorfendur fengju eitthvað fyrir peninginn þegar hann tróð meistaralega eftir frábæra stoðsendingu frá Þorleifi bróður sínum. Grindvíkingar náðu mest 17 stiga forskoti í þegar skammt var eftir að þriðja leikhluta og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir þá gulklæddu. Keflvíkingar stigu upp á lokamínútum þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í tólf stig fyrir lokaleikhlutann. Keflvíkingar fóru loksins að sýna sitt rétta andlit í lokaleikhlutanum og söxuðu niður forskotið jafnt og þétt. Þriggja stiga skotin hrukku niður hvert af öðru og Þröstur Leó Jóhannsson kom gestunum yfir þegar aðeins um tvær mínútur voru eftir af leiknum, 71-72. Upphófst þá mikil barátta á milli liðanna um sigurinn en Grindvíkingar voru sterkari þegar á hólminn var komið og fögnuðu mikilvægum sigri. Ármann Vilbergsson var óvænt stigahæstur í liði Grindvíkinga, setti niður 15 stig og nýtti öll þriggja stiga skot sín í leiknum. Páll Axel Vilbergsson, Ryan Pettinella og Ólafur Ólafsson komu næstir með 14 stig. Hjá Keflavík átti Hörður Axel Vilbergsson ágætan leik og skoraði 18 stig og Lazar Trifunovic var með 16 stig. Grindavík-Keflavík 79-75 (20-17, 23-14, 20-20, 16-24)Grindavík: Ármann Vilbergsson 15, Ryan Pettinella 14/16 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14, Ólafur Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 10, Jeremy Kelly 8, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst. Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 18, Lazar Trifunovic 16/9 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Valentino Maxwell 9, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 8, Almar Stefán Guðbrandsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira