Fleiri fréttir

Liverpool-liðið er komið í mark í maraþoninu suður eftir Evrópu

Liverpool-liðið er komið til Madrid og getur nú byrjað formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn á móti Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fer á morgun. Liverpool gat ekki flogið nema allra síðasta hluta ferðarinnar vegna öskufallsins úr eldstöðinni í Eyjafjallajökli.

Magnús Erlendsson valinn besti leikmaðurinn

Magnús Erlendsson markvörður Framara var valinn besti leikmaður þriðja og síðasta hluta N1-deildar karla en valið fyrir umferð 15 til 21 var tilkynnt í hádeginu. Gunnar Magnússon, þjálfari HK, var valinn besti þjálfarinn í þessum síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar.

Mourinho: Kannski á ég bara vin í eldstöðinni í Eyjafjallajökli

Jose Mourinho, þjálfari Inter, kann betur en margur að svara fyrir sig og þar skín oft í skemmtilegan húmor portúgalska þjálfarans. Mourinho hlustaði ekki mikið á kvartanir Barcelona-manna yfir langa rútuferðlaginu til Mílanó en Inter vann eins og kunnugt er 3-1 sigur á Barcelona í Meistaradeildinni í gær.

Ítalska pressan: Sigur Inter eins mikið afrek og að lenda á mars

Ítalskir blaðamenn eiga sjaldnast í vandræðum með að finna myndlíkingar sem eru oft út úr þessum heimi. Luigi Garlando, blaðamaður Gazzetta dello Sport, missti sig algjörlega eftir 3-1 sigur Inter á Evrópumeisturum Barcelona í Meistaradeildinni í gær og líkti leikönnum Inter við marsbúa.

Hamilton harðskeyttur en sigrar ekki

Bretinn Lewis Hamilton hefur verið mjög harðskeyttur í þeim fjórum mótum sem hann hefur keppt í og hefur svifið framúr keppinautum sínum 32 sinnum.

Guardiola ætlar að láta vökva völlinn fyrir síðari leikinn

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur fulla trú á því að Evrópumeistararnir nái að vinna upp 3-1 tap fyrir Inter í Mílanó í gær þegar liðin mætast í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Þurr völlur var eitt af því sem truflaði mikið leik Börsunga í gær.

Dwight Howard valinn besti varnarmaðurinn annað árið í röð

Dwight Howard miðherji Orlando Magic var í gær útnefndur varnarmaður ársins í NBA-deildinni í körfubolta en þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun. Howard varð í vetur fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem er efstur bæði í fráköstum og vörðum skotum tvö ár í röð.

Lest Liverpool-liðsins farin af stað frá París

Breskir fjölmiðlamenn fylgjast vel með ferðalagi Liverpool-liðsins til Madrid á Spáni þar sem liðið spilar við Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á morgun. Liverpool-menn vöknuðu eldsnemma í París í morgun og drifu sig út á lestastöð þar sem þeir fóru upp í lest á leið til Bordeaux.

NBA: Kobe Bryant sá til þess að Los Angeles Lakers er komið í 2-0

Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1.

Tímabilið hjá Essien líklega búið

Líklegt er að Michael Essien spili ekki meira með Chelsea það sem eftir lifir tímabilsins en útilokað er að hann verði með liðinu þegar það mætir Stoke í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Mourinho: Leikmenn gáfu allt í leikinn

Jose Mourinho sagði eftir sigur sinna manna í Inter á Barcelona í kvöld að hann hefði ekki getað farið fram á meira frá sínum leikmönnum í leiknum.

Guardiola: Engar afsakanir

Pep Guardiola segir að rútuferðin sem leikmenn Börsunga þurftu að leggja á sig fyrir leikinn gegn Inter í kvöld sé engin afsökun fyrir að hafa tapað leiknum.

Balotelli grýtti treyjunni í grasið

Mario Balotelli er aftur búinn að koma sér í ónáð hjá Jose Mourinho, stjóra Inter, eftir að hann grýtti treyju sinni í grasið eftir sigur Inter á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Hrafnhildur Skúla: Þetta er allt undir okkur komið

„Þetta var frábært og við ákváðum að koma geðsjúkar til leiks og taka breiðholtið á þetta. Ef að við spilum svona vörn þá vinna þær okkur ekki, þetta er allt undir okkur komið," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir ánægð eftir sannfærandi sigur á Fram í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna en staðan er nú 2-0 Val í vil.

Enn skoraði Gylfi fyrir Reading

Gylfi Sigurðsson var enn og aftur á skotskónum með enska B-deildarliðinu Reading sem gerði 2-2 jafntefli við Scunthorpe í kvöld.

Helgi Már og félagar úr leik

Helgi Már Magnússon og félagar hans í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað fyrir deildarmeisturum Norrköping í kvöld, 111-83.

Ari Freyr sá rautt í tapi Sundsvall

Ari Freyr Skúlason fékk að líta rauða spjaldið þegar að lið hans, GIF Sundsvall, tapaði fyrir Hammarby á útivelli, 2-1, í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Góður sigur Inter á Barcelona

Inter vann í kvöld 3-1 sigur á Evrópumeisturum Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Benayoun: Við ætlum að vinna Evrópudeildina fyrir Torres

Liverpool-maðurinn Yossi Benayoun segir leikmenn liðsins ætla að sýna Fernando Torres þakklæti sitt með því að vinna fyrir hann Evrópudeildina. Fernando Torres er meiddur á hné og verður ekki með Liverpool í undanúrslitaleikjunum á móti Atletico Madrid.

Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við liði Eisenach

Aðalsteinn Eyjólfsson verður næsti þjálfari þýska 2. deildarliðsins ThSV Eisenach en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Aðalsteinn þjálfaði síðast 3. deildarliðið SVH Kassel en tekur nú við liði Eisenach sem var einu sinni í þýsku bundesligunni og þjálfað um tíma af Rúnari Sigtryggssyni.

Zlatan Ibrahimovic: Ég veit ekki hvort ég fæ að spila í kvöld

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er búinn að ná sér af kálfameiðslunum sem hafa hrjáð hann undanfarið og er klár í slaginn í kvöld þegar Barcelona sækir heima hans gömlu félaga í Inter. Þetta er fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Betri en Messi, Rooney, Torres og Ronaldo - tölfræðin segir sína sögu

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain hefur verið í miklu stuði með Real Madrid á þessu tímabili og nú hefur norska Dagbladet reiknað það út að hann er búinn að vera hættulegri sóknarmaður á þessu tímabili heldur en Lionel Messi, Wayne Rooney, Fernando Torres og Cristiano Ronaldo.

Button: Besti tími lífs míns

Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina.

Framkonur búnar að vinna alla leiki síðan Valur kom síðast í heimsókn

Fram og Valur leika í kvöld annan úrslitaleik sinn í N1 deild kvenna en Valur er 1-0 yfir eftir 20-19 sigur í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Leikur kvöldsins fer fram í Framhúsinu í Safamýri og hefst klukkan 19.30. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Aguero væri sáttur við að flytja til London og spila með Chelsea

Argentínski framherjinn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid hefur í fyrsta sinn lýst yfir áhuga sínum á því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er líklegasta félagið til að næla í tengdason landsliðsþjálfarans Diego Maradona en það er vitað að Roman Abramovich er tilbúinn að leyfa Carlo Ancelotti að kaupa nýja leikmenn til liðsins í sumar.

Ósigraður boxari á hraðri uppleið framdi sjálfsmorð

Boxaranum Edwin Valero frá Venúsúela var spáð bjartri framtíð í boxinu en af því verður aldrei eftir að hinn 28 ára gamli Valero framdi sjálfsmorð aðeins 24 tímum eftir að hafa viðurkennt að hafa myrt eiginkonu sína.

Hrannar Hólm valinn þjálfari ársins í Danmörku

Hrannar Hólm var á dögunum valinn besti þjálfarinn í dönsku kvennadeildinni í körfubolta en hann hefur gert frábæra hluti með SISU-liðið síðan hann tók við liðinu á miðju tímabili. Karfan.is segir frá þessu í dag.

Rafael Benítez hrósaði David Ngog fyrir leikinn í gær

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, var ánægður með franska framherjann David Ngog sem leysti af Fernando Torres í 3-0 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. David Ngog skoraði annað mark liðsins en þetta var áttunda markið hans á tímabilinu í öllum keppnum.

Aðeins tvö lið hafa komið til baka eftir stærra tap í fyrsta leik

Keflavík vann 19 stiga sigur á Snæfelli í gær, 97-78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Þetta var níundi stærsti sigur í fyrsta leik lokaúrslita í sögu úrslitakeppninnar og aðeins tveimur liðum hefur tekist að koma til baka eftir stærra tap í fyrsta leik.

Báðir varnarmiðjumenn Chelsea meiddir - Ancelotti í vandræðum

Það er skortur á varnartengiliðum hjá Chelsea eftir að John Obi Mikel bættist við hlið Michael Essien á meiðslalistann. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur því engan náttúrulegan varnartengilið í leiknum á móti Stoke um næstu helgi og þarf að setja óvanan menn í þessa mikilvægu stöðu.

Liverpool-liðið eltir uppi opna flugvelli suður eftir Evrópu

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er allt annað en ánægður með að UEFA hafi skikkað Liverpool-liðið til að ná Evrópudeildarleiknum á móti Atletico Madrid á fimmtudaginn þrátt fyrir flug lægi niðri í Evrópu út af öskufallinu frá Eyjafjallajökli.

James Milner efstur á innkaupalista Manchester City í sumar

James Milner hefur spilað vel fyrir Aston Villa í vetur og það gæti orðið erfitt fyrir stjórann Martin O'Neill að verjast áhuga stóru liðanna. Guardian segir frá því að Milner sé nú efstur á innkaupalista Manchester City í sumar.

NBA: LeBron skoraði 40 stig - Utah jafnaði einvígið gegn Denver

LeBron James skoraði 40 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem vann 112-102 sigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í nótt og er þar með komið í 2-0 í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah Jazz jafnaði hinsvegar metin á móti Denver með 114-111 útisigri í hinum leik næturinnar.

Delph með slitið krossband

Miðvallarleikmaðurinn Fabian Delph hjá Aston Villa verður frá næstu átta mánuðina eftir að kom í ljós að hann er með slitið krossband í vinstra hné.

Myndasyrpa úr Keflavík

Í kvöld hófust lokaúrslitin í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla þegar að Keflavík og Snæfell mættust í fyrsta leik úrslitarimmunnar.

Sjá næstu 50 fréttir