Fleiri fréttir

KR hefur yfir í hálfleik

KR-ingar hafa yfir 43-37 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í stórleik liðanna í Iceland Express deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en hér er um að ræða einvígi liðanna sem léku til úrslita um titilinn í vor.

Odom fékk heilahristing eftir árekstur

Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers lenti í árekstri í gærkvöldi þegar hann var á leið á opnunarleik liðsins gegn Houston í gærkvöld. Benz-birfreið hans gjöreyðilagðist í árekstrinum og þurfti að klippa ökumann hinnar bifreiðarinnar út úr bílflakinu.

Haukar upp að hlið Stjörnunnar

Haukar eru komnir upp að hlið Stjörnunnar á toppi N1 deildar karla í handbolta eftir 26-23 sigur á HK í kvöld. Þá vann Akureyri öruggan útisigur á ÍBV í uppgjöri botnliðanna 35-26. Nánar verður fjallað um leikina í fyrramálið.

Real Madrid valtaði yfir Valencia

Real Madrid styrkti stöðu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með því að rótbursta Valencia 5-1 á útivelli í kvöld þegar nokkrir leikir voru á dagskrá.

Roma vann grannaslaginn

Roma hafði betur í grannaslagnum gegn Lazio í ítölsku A-deildinni í kvöld og AC Milan rétti úr kútnum eftir dapurt gengi með 5-0 útisigri á Sampdoria. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem steinlá heima 3-1 fyrir Livorno. Honum var skipt af velli á 58. mínútu.

Chelsea áfram eftir æsilegan leik

Chelsea tryggði sér naumlega áframhaldandi þáttöku í enska deildarbikarnum í kvöld með 4-3 sigri á Leicester í æsilegum leik á Stamford Bridge. Arsenal, Blackburn, Tottenham og Liverpool eru líka komin áfram eftir sigra í kvöld.

Stjarnan á toppnum í N1 deild kvenna

Tveir leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Valur vann nauman sigur á Haukum 26-25 í Vodafone höllinni og Stjarnan lagði Gróttu 22-20 á útivelli. Valur og Fram eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með 12 stig, stigi minna en topplið Stjörnunnar. Grótta er svo í fjórða sætinu með 9 stig og Haukar hafa 6 stig í fimmta sætinu.

Lampard í stuði

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sjö sem standa yfir í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Arsenal hefur yfir 1-0 á útivelli gegn Sheffield United í sjónvarpsleiknum á Sýn þar sem Króatinn Eduardo skoraði laglegt mark í upphafi leiks.

Koeman samþykkir að taka við Valencia

Hollendingurinn Ronald Koeman segist hafa samþykkt að skrifa undir tveggja og hálfsárs samning við spænska félagið Valencia eftir að hafa hætt hjá PSV í Hollandi.

Diouf skiptir um skoðun

Vængmaðurinn El Hadji Diouf hjá Bolton er hættur við að hætta með landsliði Senegal og hefur gefið kost á sér í leik liðsins við Malí í París. Diouf sagðist í byrjun mánaðarins vera hættur með landsliðinu því hann hefði fengið nóg af viðvaningslegum vinnubrögðum knattspyrnusambandsins í heimalandinu.

Tvær beinar útsendingar á NBA TV í nótt

Það verður mikil körfuboltaveisla á NBA TV í nótt þegar tveir leikir verða sýndir beint frá miðnætti. Meistarar San Antonio sækja Memphis heim og þá tekur Denver á móti Seattle um klukkan hálf þrjú í nótt.

Dunga velur landsliðshóp Brassa

Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu í knattspyrnu, hefur valið leikmannahóp sinn sem mætir Perú og Úrúgvæ í undankeppni HM í næsta mánuði.

Magic: Kobe fer ekki til Chicago

Magic Johnson, varaforseti LA Lakers í NBA deildinni, segir að ekkert geti orðið af því að Kobe Bryant fari til Chicago Bulls eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu vikurnar.

Launaseðill Riise veldur fjaðrafoki

Liverpool hefur hrundið af stað rannsókn eftir að meintur launaseðill norska landsliðsmannsins John Arne Riise rataði í rangar hendur og er nú til sýnis á netinu.

Englendingar sækja um HM 2018

Enska knattspyrnusambandið hefur nú tilkynnt formlega að það muni leggja fram beiðni um að halda HM í knattspyrnu árið 2018. Englendingar sóttu síðast um að halda keppnina sem fram fór í fyrra en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Þjóðverjum.

Pétur Pétursson aðstoðar Ólaf

Pétur Pétursson hefur gengið að boði Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara að gerast aðstoðarlandsliðsþjálfari. Pétur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag.

Ágúst fer frá KR en hættir ekki

Ágúst Gylfason verður ekki áfram hjá KR en það staðfesti hann í samtali við Vísi. Hann mun þó ekki leggja skóna á hilluna enn sem komið er.

Ólafur: Pétur kemur til greina

„Pétur Pétursson er einn þeirra sem koma til greina,“ sagði Ólafur Jóhannesson, nýráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu í samtali við Vísi.

Valencia í viðræðum við Koeman

Talið er líklegt að Hollendingurinn Ronald Koeman taki við knattspyrnustjórn Valencia eftir að Quique Sanchez Flores var látinn fara eftir að liðið tapaði fyrir Sevilla um helgina.

Ramos stýrir sínum fyrsta leik í kvöld

Juande Ramos verður í fyrsta skipti við stjórnvölinn hjá Tottenham þegar liðið mætir 1. deildarliðinu Blackpool í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Helena er fjölhæfur leikmaður

Jeff Mittie, þjálfari körfuboltaliðs TCU-háskóalns í Bandaríkjunum segir að Helena Sverrisdóttir sé fjölhæfur leikmaður sem komi til með að nýtast liðinu vel á leiktíðinni.

Henry ekki með Börsungum á morgun

Thierry Henry verður ekki með Barcelona sem mætir Valladolid annað kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi liðsins.

Sigurður bestur í Stokkhólmi

Svenska Dagbladet segir að Sigurður Jónsson og aðstoðarmaður hans hjá Djurgården, Paul Lindholm, séu þjálfarar ársins í Stokkhólmi.

Thylin: Ragnar er leikmaður ársins

Knattspyrnuspekingurinn Stefan Thylin segir að Ragnar Sigurðsson sé besti leikmaður ársins í Svíþjóð. Henrik Larsson er næstbestur.

Kobe með 45 stig en Lakers tapaði

LA Lakers tapaði í nótt fyrsta leik sínum á tímabilinu fyrir Houston Rockets, 95-93, á heimavelli. Kobe Bryant skoraði 45 stig í leiknum en brenndi af níu vítaskotum. Það var þar að auki púað á hann fyrir leik.

Howard kominn aftur til Dallas

NBA lið Dallas Mavericks fékk góðan liðstyrk í nótt þegar liðið gekk frá samningi við framherjann reynda Juwan Howard sem keyptur var út úr samningi sínum hjá Minnesota á dögunum.

Hefur engar áhyggjur

Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, er handviss um að Micah Richards muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Núgildandi samningur leikmannsins er reyndar til ársins 2010.

West Ham vann Coventry naumlega

Sextán liða úrslit enska deildabikarsins hófust í kvöld með viðureign Coventry og West Ham. Carlton Cole skoraði sigurmark West Ham í uppbótartíma og komast Hamrarnir áfram með 2-1 sigri.

Valssigur í Safamýri

Valsmenn lögðu Framara á útivelli í kvöld 27-25 í stórleik í N1 deildinni. Góð stemning var í Safamýrinni og leikurinn fjörugur og skemmtilegur.

Neitar deilum við Gilberto

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, blæs á þær sögusagnir að ósætti sé milli hans og miðjumannsins Gilberto Silva.

Coco aftur í boltann

Francesco Coco hefur komið öllum á óvart með því að tilkynna að hann hyggist taka skóna úr hillunni. Þessi þrítugi leikmaður hætti knattspyrnuiðkun í sumar eftir að hafa glímt við erfið meiðsli hjá Inter.

Duncan að framlengja við Spurs

Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio er búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár ef marka má fréttaskot ESPN sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld.

Webb dæmir á laugardag

„Bestu dómararnir fá bestu leikina," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins þegar hann var spurður út í það hvers vegna Howard Webb ætti að dæma leik Arsenal og Manchester United næsta laugardag.

Gary Neville að verða klár

Reikna má með því að Gary Neville, fyrirliði Manchester United, muni leika með varaliði félagsins í vikunni. Þessi 32 ára hægri bakvörður hefur ekki leikið neitt á þessu tímabili vegna meiðsla.

Savage undir hnífinn

Robbie Savage fór í aðgerð á hné og er ekki væntanlegur aftur til leiks fyrr en um miðjan desember. Savager hefur verið lykilmaður á miðju Blackburn Rovers.

NBA deildin hefst í nótt

Í kvöld hefst deildarkeppnin í NBA deildinni í körfubolta með þremur leikjum og verður leikur Golden State Warriors og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV rásinni á fjölvarpinu klukkan hálf þrjú eftir miðnætti.

England skortir liðsanda

Franz Beckenbauer telur að helsta vandamál enska landsliðsins sé skortur á liðsanda. Það sé helsta ástæðan fyrir því að liðið eigi á hættu að komast ekki á lokakeppni Evrópumótsins.

Ramos biður um þolinmæði

Juande Ramos, nýráðinn knattspyrnustjóri Tottenham, biður stuðningsmenn liðsins um að sýna sér þolinmæði meðan hann vinnur í að koma liðinu í fremstu röð.

Sjá næstu 50 fréttir