Fleiri fréttir Úrslitin í NBA hefjast í nótt - James í sviðsljósinu Fyrsti leikur San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í nótt klukkan eitt og verður sýndur beint á Sýn. Einvígið hefur verið teiknað upp sem einvígi reynslu og hungurs. Þrefaldir NBA meistarar San Antonio falla algjörlega í skuggann af ofurstjörnunni LeBron James í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. 7.6.2007 17:36 Skráning hafin á FM 07 Skráning fyrir FM07 hefur verið opnuð í Mótafeng. Þar er hægt að skrá í gæðinga- ungmenna- unglinga og barnakeppni, töltkeppni og 100 m skeið. Formenn aðildarfélaganna eru ábyrgir fyrir skráningu sinna félagsmanna. 7.6.2007 22:30 Gæðingamót Harðar Gæðingakeppni Harðar byrjaði í dag á Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Mótið stendur til 10. júní. Dagana 7.-10. Forkeppni í A flokk var að ljúka og er Súsanna Ólafsdóttir og Garpur frá Torfastöðum II efst með 8,28. 7.6.2007 22:28 Dómstörf hafin á Sörlastöðum Seinni kynbótasýning á Sörlastöðum í Hafnafirði byrjaði í morgun. Dómar standa yfir til 13 júní og eru tæplega 400 hross sem koma þar í dóm. 7.6.2007 22:24 1 af 27 hrossum yfir 8 á Stekkhólma Ekki var mikið um sprengingar og stórsýningar á kynbótasýningu á Stekkhólma í dag. Af 27 sýndum hrossum var aðeins eitt hross sem komst yfir 8, en það var Hekla frá Eskifirði sem sýnd var af Hans Kjerúlf og fékk hún 8.30 í aðaleinkunn. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar. 7.6.2007 22:22 Úrslit í 100m skeiði á Skeiðleikum Skeiðfélagsins Keppni í 100m skeiði á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis er lokið. Þetta var jafnframt síðasta keppnisgrein mótsins í kvöld. Sigurður Sigurðarson sigraði á Drífu frá Hafsteinsstöðum á tímanum 7,59. 7.6.2007 22:20 Íslandsmót yngri flokka í Glaðheimum Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir börn, unglinga og ungmenni fer fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 21. -24. júní nk. Skráning fer fram hjá hestamannafélögunum sem sjá um að skila inn skráningargjöldum og skrá keppendur til leiks í gegnum Mótafeng. 7.6.2007 22:18 Auðveldur sigur á Mónakó Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann í kvöld þriðja sigur sinn í röð á Smáþjóðaleiknum í Mónakó þegar það skellti liði heimamanna 86-65. Brenton Birmingham skoraði 19 stig á aðeins 22 mínútum fyrir íslenska liðið og Páll Axel Vilbergsson hitti úr 5 af 8 þristum sínum og skoraði 17 stig. Sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu eftir að það náði 21-0 rispu í fyrsta leikhlutanum. 7.6.2007 21:04 Forráðamenn Real hafa áhyggjur af meiðslum Beckham Forráðamenn Real Madrid hafa nú staðfest að David Beckham verði mjög tæpur fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku deildinni um helgina eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik Eista og Englendinga í gærkvöld. Beckham á nú góða möguleika á að vinna sinn fyrsta og eina titil með Real síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2003. 7.6.2007 21:00 Aldrei fleiri útlendingar í úrslitum NBA Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum. 7.6.2007 19:02 Birgir Leifur í 44. sæti eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á Opna BA CA mótinu í Austurríki á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Mótið er haldið í Vínarborg og er liður í Evrópumótaröðinni. Birgir er því í 44. sæti á mótinu en það er enski kylfingurinn Graeme Storm sem er í fyrsta sætinu eftir að hann lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða 8 undir pari. 7.6.2007 18:43 Slúðrið á Englandi í dag Miðjumaðurinn Florent Malouda hjá Lyon er heitasta nafnið í slúðrinu á Englandi í dag. Þessi sterki miðjumaður var kjörinn leikmaður ársins í Frakklandi fyrir skömmu og er nú orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal. Leikmaðurinn sjálfur lýsti því yfir í dag að hann væri heitur fyrir því að ganga í raðir Liverpool. 7.6.2007 16:36 Klose ætlar til Bayern Þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen staðfesti endanlega í dag að hann ætlaði sér að ganga í raðir Bayern Munchen í sumar. Klose er 28 ára en á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Bremen og það kemur til með að flækja málið nokkuð. "Ég hef ákveðið að spila fyrir Bayern á næstu leiktíð, en ég mun engu að síður leggja mig allan fram með Bremen ef ekkert verður af félagaskiptunum," sagði Klose. 7.6.2007 16:30 Stjóri McLaren vorkennir Raikkönen Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segist vorkenna fyrrum ökumanni sínum Kimi Raikkönen sem gekk í raðir Ferrari fyrir tímabilið. Finninn byrjaði vel og náði sigri í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari, en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá honum. 7.6.2007 16:02 Ribery semur við Bayern Munchen Bayern Munchen festi í dag kaup á franska landsliðsmanninum Franck Ribery frá Marseille í Frakklandi fyrir 26 milljónir evra og hefur hann þegar undirritað fjögurra ára samning við þýska stórveldið. Því er svo haldið fram að fjórar milljónir evra muni bætast við kaupverðið ef Bayern nær að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ribery sló í gegn með Frökkum á HM í fyrra og hefur verið mjög eftirsóttur - meðal annar af Arsenal. Hann er 24 ára gamall og á að baki 18 landsleiki. 7.6.2007 15:49 Eto´o neitar að hafa rætt við Benitez Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona neitar að hafa rætt við Rafa Benitez knattspyrnustjóra Liverpool um að ganga í raðir enska félagsins. Eto´o og umboðsmaður hans segja ekkert til í þeim orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Liverpool eða AC Milan á Ítalíu. 7.6.2007 15:43 Viduka gerði tveggja ára samning við Newcastle Mark Viduka er formlega genginn í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og nú síðdegis skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa staðist læknisskoðun. Hann er 31 árs gamall og hefur verið einn fremsti markaskorari úrvalsdeildarinnar á síðustu árum. Hann mun keppa um sæti í framlínu Newcastle við þá Michael Owen, Shola Ameobi og Obafemi Martins. 7.6.2007 15:39 Owen ánægður með markametið Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle og enska landsliðinu var að vonum kátur í gærkvöldi þegar hann skoraði þriðja mark Englendinga í 3-0 sigri liðsins á Eistum í undankeppni EM. Þetta var 23. mark hans fyrir landsliðið í alvöru landsleik og fór hann þar með einu marki fram úr markamaskínunni Gary Lineker. 7.6.2007 15:34 Chelsea ætlar að klaga Real Madrid Ummæli forseta Real Madrid í dag varðandi áhuga félagsins á Arjen Robben hafa vakið hörð viðbrögð forráðamanna Chelsea. Félagið hefur í hyggju að kæra Real Madrid til FIFA fyrir að hafa ólöglegt samband við samningsbundinn leikmann. 7.6.2007 15:28 Eggert bjartsýnn á að halda Tevez Eggert Magnússon, stjórnaformaður West Ham, segir félagið staðráðið í að reyna að halda argentínska framherjanum Carlos Tevez í sínum röðum og minnir á að hann sé samningsbundinn félaginu til þriggja ára. 7.6.2007 15:24 Henin og Ivanovic í úrslit opna franska Justine Henin lék frábæran tennis í dag þegar hún tryggði sér sæti í úrslitaleik opna franska meistaramótsins með sigri á Jelenu Jankovic 6-2 og 6-2. Þar mætir hún serbnesku stúlkunni Ana Ivanovic sem tryggði sér sæti í úrslitum á stórmóti í fyrsta sinn með því að leggja Mariu Sharapovu 6-2 og 6-1. Ivanovic er í 6. sæti styrkleikalistans og er aðeins 19 ára gömul, en Henin sigraði á opna franska í fyrra. 7.6.2007 15:06 Skorað fyrir gott málefni Í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna verður skorað fyrir gott málefni. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna. 7.6.2007 14:57 Viduka í læknisskoðun hjá Newcastle Ástralski framherjinn Mark Viduka er nú í læknisskoðun hjá Newcastle þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning fljótlega. Hann er með lausa samninga hjá Middlesbrough og hefur til þessa neitað að framlengja samning sinn við félagið. 7.6.2007 14:41 Real Madrid í viðræðum við Arjen Robben Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Chelsea um kaup á hollenska landsliðsmanninum Arjen Robben. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Chelsea frá PSV Eindhoven fyrir 12 milljónir punda og sló í gegn, en erfið meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. 7.6.2007 14:36 Reina framlengir við Liverpool Spænski markvörðurinn Jose Manuel Reina hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2012. Reina er 24 ára gamall og hefur átt fast sæti í liðinu undanfarna mánuði. Hann gekk til liðs við rauða herinn árið 2005 frá Villarreal á Spáni og hefur leikið sex leiki fyrir spænska landsliðið þar sem hann er varamaður Iker Casillas hjá Real Madrid. 7.6.2007 14:32 Stan Van Gundy tekur við Orlando Stan Van Gundy hefur verið ráðinn þjálfari Orlando Magic í NBA deildinni. Van Gundy var síðast þjálfari Miami Heat í tvö ár en sagði af sér árið 2006. Hann hafði einnig verið í viðræðum við Sacramento Kings, en skrifaði undir hjá Orlando um leið og félagið náði að losa sig út úr samningnum sem það gerði við Billy Donovan á dögunum. 7.6.2007 14:25 Myndband af skrípamarki Svía í kvöld Fimmta mark Svía gegn Íslendingum á Råsunda leikvanginum í kvöld var í meira lagi slysalegt og ekki á hverjum degi sem svona klúður sést í landsleik. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá markið sem segja má að hafi kórónað niðurlægingu íslenska liðsins í lýsingu Harðar Magnússonar á Sýn. 6.6.2007 20:53 Allbäck hló að skrípamarkinu Framherjinn Marcus Allbäck hjá sænska landsliðinu gat ekki annað en hlegið þegar sænsk sjónvarpsstöð spurði hann út í síðara mark hans gegn Íslendingum í kvöld. Boltinn barst þá til hans í vítateignum þar sem íslensku varnarmennirnir horfðu á hann skora því þeir héldu að dómarinn hefði verið búinn að dæma aukaspyrnu. 6.6.2007 21:38 Eyjólfur Sverrisson íhugar ekki að segja af sér "Þetta er gríðarlega svekkjandi og við töpuðum leiknum á 11 mínútum þar sem við fáum á okkur fjögur mörk og svo óskemmtilegt mark þarna í lokin. Strákarnir eru virkilega niðurlútir og miður sín," sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í viðtali á Sýn eftir stórtap íslenska liðsins fyrir Svíum ytra. 6.6.2007 21:20 Niðurlæging á Råsunda leikvanginum Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins. 6.6.2007 20:03 Níu marka tap gegn þjóðverjum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld 26-35 fyrir þjóðverjum í vináttulandsleik í Framheimilinu. Úrslitin voru ráðin í hálfleik en þá höfðu þjóðverjar yfir 11-21. 6.6.2007 22:17 EM: Úrslit úr B-riðli Þrír leikir fóru fram í kvöld í B-riðli í undankeppni fyrir EM. Færeyingar tóku á móti Skotum en biðu lægri hlut 0-2. Frakkar unnu nauman sigur á Georgíu á heimavelli, 1-0 og að lokum sigruðu Ítalir 0-2 í Litháen. 6.6.2007 21:38 EM: Úrslit úr F-riðli Þrír leikir fóru fram í F-riðli í undankeppni EM í kvöld. Ber þar helst að nefna stórtap Íslands gegn Svíum, 5-0. Danir unnu góðan 0-2 útisigur á Litháen og Spánn sigraði Liechtenstein einnig 0-2 á útivelli. 6.6.2007 20:33 Skyldusigur hjá Englendingum Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga getur varpað öndinni léttar í kvöld eftir að hans menn lögðu Eista 3-0 í Tallin í kvöld í undankeppni EM. Joe Cole, Peter Crouch og Michael Owen skoruðu mörk enska liðsins og það var enginn annar en David Beckham sem var maðurinn á bak við þau tvö síðustu. 6.6.2007 20:27 Auðveldur sigur á Lúxemburg Íslenska landsliðið í körfuknattleik burstaði Lúxemburg 92-63 í öðrum leik sínum á smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Þetta var annar stórsigur liðsins í röð á mótinu en það mætir heimamönnum á morgun. Íslenska liðið stakk af um miðjan fyrsta leikhlutann í leiknum í dag og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 6.6.2007 19:12 Annar sigur á Tékkum Íslenska A-landsliðið í handbolta lagði Tékka 26-25 í æfingaleik í Tékklandi í kvöld. Þetta var annar sigur íslenska liðsins á því tékkneska á tveimur dögum en fyrri leik liðanna lauk einnig með eins mark sigri í gærkvöld. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir íslenska liðið í kvöld og Róbert Gunnarsson 5. Leikirnir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina við Serba síðar í þessum mánuði. 6.6.2007 18:58 Óvænt úrslit í A-riðli Það voru heldur betur óvænt úrslit í A-riðli í dag þar sem Pólland beið lægri hlut fyrir Armeníu á útivelli. Leikurinn endaði 0-1 og var það Mkhitaryan sem skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. 6.6.2007 17:31 Villeneuve: Hamilton er of ákafur Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, gagnrýnir nýliðann Lewis Hamilton hjá McLaren harðlega og segir hann allt of ákafan. Hann segir Bretann unga vera farinn að minna sig óþægilega mikið á Michael Schumacher - og það á versta mögulega hátt. 6.6.2007 16:58 Figo hefur ekki áhuga á Tottenham Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan segist ekki vilja spila annarsstaðar í Evrópu og hafnar slúðri sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. "Ef ég held áfram að spila í Evrópu, verður það aðeins fyrir Inter og ég er ekki á leið til Portúgal eða Englands," sagði Figo, sem einnig hefur verið orðaður við lið í Saudi Arabíu. 6.6.2007 16:51 Ísland mætir Þýskalandi í Framheimilinu Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því þýska í kvöld í vináttuleik. Leikurinn fer fram klukkan 20:00 og verður leikinn í Framheimilinu. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í Vestmannaeyjum en því var breytt. 6.6.2007 16:50 James gæti misst af fæðingu sonar síns Ofurstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hefur í nægu að snúast þessa dagana. Lið hans mætir San Antonio Spurs í fyrsta leik lokaúrslitanna annað kvöld, en þar að auki eiga hann og kona hans von á barni á þjóðhátíðardag Íslendinga. 6.6.2007 16:37 England mætir Eistlandi í E-riðli England mætir Eistlandi í Tallin í undankeppni EM klukkan 18:30 í kvöld. Mikil pressa er á enska liðinu um að ná úrslitum þar sem liðið hefur ekki riðið feitum hesti í keppninni. Liðið situr í 4 sæti riðilsins með 11 stig eftir 6 leiki. 6.6.2007 15:44 Nadal í undanúrslit opna franska Spænski tenniskappinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á landa sínum Carlos Moya í 8-manna úrslitum í dag. Nadal á titil að verja á mótinu og sigraði 6-4, 6-3 og 6-0. Hann mætir Novak Djokovic í næstu umferð. Sjónvarpsstöðin Eurosport er með beina útsendingu frá mótinu í dag. 6.6.2007 15:28 Nani stóðst læknisskoðun Portúgalski leikmaðurinn Nani hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United og þar með ætti ekkert að koma í veg fyrir að hann skrifi undir samning við liðið á næstu dögum. 6.6.2007 15:28 West Ham fær Parker West Ham var rétt í þessu að ganga frá kaupum á Scott Parker frá Newcastle. Parker spilaði eitt tímabil með Newcastle, en var áður hjá Charlton þar Alan Curbishley var í brúnni. 6.6.2007 14:49 Sjá næstu 50 fréttir
Úrslitin í NBA hefjast í nótt - James í sviðsljósinu Fyrsti leikur San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í nótt klukkan eitt og verður sýndur beint á Sýn. Einvígið hefur verið teiknað upp sem einvígi reynslu og hungurs. Þrefaldir NBA meistarar San Antonio falla algjörlega í skuggann af ofurstjörnunni LeBron James í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. 7.6.2007 17:36
Skráning hafin á FM 07 Skráning fyrir FM07 hefur verið opnuð í Mótafeng. Þar er hægt að skrá í gæðinga- ungmenna- unglinga og barnakeppni, töltkeppni og 100 m skeið. Formenn aðildarfélaganna eru ábyrgir fyrir skráningu sinna félagsmanna. 7.6.2007 22:30
Gæðingamót Harðar Gæðingakeppni Harðar byrjaði í dag á Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Mótið stendur til 10. júní. Dagana 7.-10. Forkeppni í A flokk var að ljúka og er Súsanna Ólafsdóttir og Garpur frá Torfastöðum II efst með 8,28. 7.6.2007 22:28
Dómstörf hafin á Sörlastöðum Seinni kynbótasýning á Sörlastöðum í Hafnafirði byrjaði í morgun. Dómar standa yfir til 13 júní og eru tæplega 400 hross sem koma þar í dóm. 7.6.2007 22:24
1 af 27 hrossum yfir 8 á Stekkhólma Ekki var mikið um sprengingar og stórsýningar á kynbótasýningu á Stekkhólma í dag. Af 27 sýndum hrossum var aðeins eitt hross sem komst yfir 8, en það var Hekla frá Eskifirði sem sýnd var af Hans Kjerúlf og fékk hún 8.30 í aðaleinkunn. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar. 7.6.2007 22:22
Úrslit í 100m skeiði á Skeiðleikum Skeiðfélagsins Keppni í 100m skeiði á Skeiðleikum Skeiðfélagsins og Glitnis er lokið. Þetta var jafnframt síðasta keppnisgrein mótsins í kvöld. Sigurður Sigurðarson sigraði á Drífu frá Hafsteinsstöðum á tímanum 7,59. 7.6.2007 22:20
Íslandsmót yngri flokka í Glaðheimum Íslandsmót í hestaíþróttum fyrir börn, unglinga og ungmenni fer fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 21. -24. júní nk. Skráning fer fram hjá hestamannafélögunum sem sjá um að skila inn skráningargjöldum og skrá keppendur til leiks í gegnum Mótafeng. 7.6.2007 22:18
Auðveldur sigur á Mónakó Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann í kvöld þriðja sigur sinn í röð á Smáþjóðaleiknum í Mónakó þegar það skellti liði heimamanna 86-65. Brenton Birmingham skoraði 19 stig á aðeins 22 mínútum fyrir íslenska liðið og Páll Axel Vilbergsson hitti úr 5 af 8 þristum sínum og skoraði 17 stig. Sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu eftir að það náði 21-0 rispu í fyrsta leikhlutanum. 7.6.2007 21:04
Forráðamenn Real hafa áhyggjur af meiðslum Beckham Forráðamenn Real Madrid hafa nú staðfest að David Beckham verði mjög tæpur fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku deildinni um helgina eftir að hann meiddist á ökkla í landsleik Eista og Englendinga í gærkvöld. Beckham á nú góða möguleika á að vinna sinn fyrsta og eina titil með Real síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2003. 7.6.2007 21:00
Aldrei fleiri útlendingar í úrslitum NBA Úrslitaeinvígið í NBA deildinni hefst með látum klukkan eitt eftir miðnætti í nótt þegar San Antonio tekur á móti Cleveland Cavaliers. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Aldrei hafa fleiri útlendingar verið í liðunum tveimur sem spila til úrslita og verður leikjunum lýst beint í 205 löndum á 46 tungumálum. 7.6.2007 19:02
Birgir Leifur í 44. sæti eftir fyrsta hring Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á Opna BA CA mótinu í Austurríki á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Mótið er haldið í Vínarborg og er liður í Evrópumótaröðinni. Birgir er því í 44. sæti á mótinu en það er enski kylfingurinn Graeme Storm sem er í fyrsta sætinu eftir að hann lék fyrsta hringinn á 63 höggum eða 8 undir pari. 7.6.2007 18:43
Slúðrið á Englandi í dag Miðjumaðurinn Florent Malouda hjá Lyon er heitasta nafnið í slúðrinu á Englandi í dag. Þessi sterki miðjumaður var kjörinn leikmaður ársins í Frakklandi fyrir skömmu og er nú orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal. Leikmaðurinn sjálfur lýsti því yfir í dag að hann væri heitur fyrir því að ganga í raðir Liverpool. 7.6.2007 16:36
Klose ætlar til Bayern Þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen staðfesti endanlega í dag að hann ætlaði sér að ganga í raðir Bayern Munchen í sumar. Klose er 28 ára en á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Bremen og það kemur til með að flækja málið nokkuð. "Ég hef ákveðið að spila fyrir Bayern á næstu leiktíð, en ég mun engu að síður leggja mig allan fram með Bremen ef ekkert verður af félagaskiptunum," sagði Klose. 7.6.2007 16:30
Stjóri McLaren vorkennir Raikkönen Ron Dennis, stjóri McLaren liðsins í Formúlu 1, segist vorkenna fyrrum ökumanni sínum Kimi Raikkönen sem gekk í raðir Ferrari fyrir tímabilið. Finninn byrjaði vel og náði sigri í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari, en síðan hefur heldur hallað undan fæti hjá honum. 7.6.2007 16:02
Ribery semur við Bayern Munchen Bayern Munchen festi í dag kaup á franska landsliðsmanninum Franck Ribery frá Marseille í Frakklandi fyrir 26 milljónir evra og hefur hann þegar undirritað fjögurra ára samning við þýska stórveldið. Því er svo haldið fram að fjórar milljónir evra muni bætast við kaupverðið ef Bayern nær að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ribery sló í gegn með Frökkum á HM í fyrra og hefur verið mjög eftirsóttur - meðal annar af Arsenal. Hann er 24 ára gamall og á að baki 18 landsleiki. 7.6.2007 15:49
Eto´o neitar að hafa rætt við Benitez Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona neitar að hafa rætt við Rafa Benitez knattspyrnustjóra Liverpool um að ganga í raðir enska félagsins. Eto´o og umboðsmaður hans segja ekkert til í þeim orðrómi sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Liverpool eða AC Milan á Ítalíu. 7.6.2007 15:43
Viduka gerði tveggja ára samning við Newcastle Mark Viduka er formlega genginn í raðir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og nú síðdegis skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið eftir að hafa staðist læknisskoðun. Hann er 31 árs gamall og hefur verið einn fremsti markaskorari úrvalsdeildarinnar á síðustu árum. Hann mun keppa um sæti í framlínu Newcastle við þá Michael Owen, Shola Ameobi og Obafemi Martins. 7.6.2007 15:39
Owen ánægður með markametið Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle og enska landsliðinu var að vonum kátur í gærkvöldi þegar hann skoraði þriðja mark Englendinga í 3-0 sigri liðsins á Eistum í undankeppni EM. Þetta var 23. mark hans fyrir landsliðið í alvöru landsleik og fór hann þar með einu marki fram úr markamaskínunni Gary Lineker. 7.6.2007 15:34
Chelsea ætlar að klaga Real Madrid Ummæli forseta Real Madrid í dag varðandi áhuga félagsins á Arjen Robben hafa vakið hörð viðbrögð forráðamanna Chelsea. Félagið hefur í hyggju að kæra Real Madrid til FIFA fyrir að hafa ólöglegt samband við samningsbundinn leikmann. 7.6.2007 15:28
Eggert bjartsýnn á að halda Tevez Eggert Magnússon, stjórnaformaður West Ham, segir félagið staðráðið í að reyna að halda argentínska framherjanum Carlos Tevez í sínum röðum og minnir á að hann sé samningsbundinn félaginu til þriggja ára. 7.6.2007 15:24
Henin og Ivanovic í úrslit opna franska Justine Henin lék frábæran tennis í dag þegar hún tryggði sér sæti í úrslitaleik opna franska meistaramótsins með sigri á Jelenu Jankovic 6-2 og 6-2. Þar mætir hún serbnesku stúlkunni Ana Ivanovic sem tryggði sér sæti í úrslitum á stórmóti í fyrsta sinn með því að leggja Mariu Sharapovu 6-2 og 6-1. Ivanovic er í 6. sæti styrkleikalistans og er aðeins 19 ára gömul, en Henin sigraði á opna franska í fyrra. 7.6.2007 15:06
Skorað fyrir gott málefni Í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna verður skorað fyrir gott málefni. Landsbankinn heitir 30.000 kr. fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna skora í 5. umferð karla og 4. umferð kvenna. 7.6.2007 14:57
Viduka í læknisskoðun hjá Newcastle Ástralski framherjinn Mark Viduka er nú í læknisskoðun hjá Newcastle þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning fljótlega. Hann er með lausa samninga hjá Middlesbrough og hefur til þessa neitað að framlengja samning sinn við félagið. 7.6.2007 14:41
Real Madrid í viðræðum við Arjen Robben Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Chelsea um kaup á hollenska landsliðsmanninum Arjen Robben. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Chelsea frá PSV Eindhoven fyrir 12 milljónir punda og sló í gegn, en erfið meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan. 7.6.2007 14:36
Reina framlengir við Liverpool Spænski markvörðurinn Jose Manuel Reina hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2012. Reina er 24 ára gamall og hefur átt fast sæti í liðinu undanfarna mánuði. Hann gekk til liðs við rauða herinn árið 2005 frá Villarreal á Spáni og hefur leikið sex leiki fyrir spænska landsliðið þar sem hann er varamaður Iker Casillas hjá Real Madrid. 7.6.2007 14:32
Stan Van Gundy tekur við Orlando Stan Van Gundy hefur verið ráðinn þjálfari Orlando Magic í NBA deildinni. Van Gundy var síðast þjálfari Miami Heat í tvö ár en sagði af sér árið 2006. Hann hafði einnig verið í viðræðum við Sacramento Kings, en skrifaði undir hjá Orlando um leið og félagið náði að losa sig út úr samningnum sem það gerði við Billy Donovan á dögunum. 7.6.2007 14:25
Myndband af skrípamarki Svía í kvöld Fimmta mark Svía gegn Íslendingum á Råsunda leikvanginum í kvöld var í meira lagi slysalegt og ekki á hverjum degi sem svona klúður sést í landsleik. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá markið sem segja má að hafi kórónað niðurlægingu íslenska liðsins í lýsingu Harðar Magnússonar á Sýn. 6.6.2007 20:53
Allbäck hló að skrípamarkinu Framherjinn Marcus Allbäck hjá sænska landsliðinu gat ekki annað en hlegið þegar sænsk sjónvarpsstöð spurði hann út í síðara mark hans gegn Íslendingum í kvöld. Boltinn barst þá til hans í vítateignum þar sem íslensku varnarmennirnir horfðu á hann skora því þeir héldu að dómarinn hefði verið búinn að dæma aukaspyrnu. 6.6.2007 21:38
Eyjólfur Sverrisson íhugar ekki að segja af sér "Þetta er gríðarlega svekkjandi og við töpuðum leiknum á 11 mínútum þar sem við fáum á okkur fjögur mörk og svo óskemmtilegt mark þarna í lokin. Strákarnir eru virkilega niðurlútir og miður sín," sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í viðtali á Sýn eftir stórtap íslenska liðsins fyrir Svíum ytra. 6.6.2007 21:20
Niðurlæging á Råsunda leikvanginum Leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM var að ljúka og er óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi verið niðurlægt af frændum okkur frá Svíþjóð. Svíar unnu 5-0 stórsigur og ljóst að eitthvað róttækt þarf að gerast til að snúa við gengi íslenska liðsins. 6.6.2007 20:03
Níu marka tap gegn þjóðverjum Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld 26-35 fyrir þjóðverjum í vináttulandsleik í Framheimilinu. Úrslitin voru ráðin í hálfleik en þá höfðu þjóðverjar yfir 11-21. 6.6.2007 22:17
EM: Úrslit úr B-riðli Þrír leikir fóru fram í kvöld í B-riðli í undankeppni fyrir EM. Færeyingar tóku á móti Skotum en biðu lægri hlut 0-2. Frakkar unnu nauman sigur á Georgíu á heimavelli, 1-0 og að lokum sigruðu Ítalir 0-2 í Litháen. 6.6.2007 21:38
EM: Úrslit úr F-riðli Þrír leikir fóru fram í F-riðli í undankeppni EM í kvöld. Ber þar helst að nefna stórtap Íslands gegn Svíum, 5-0. Danir unnu góðan 0-2 útisigur á Litháen og Spánn sigraði Liechtenstein einnig 0-2 á útivelli. 6.6.2007 20:33
Skyldusigur hjá Englendingum Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga getur varpað öndinni léttar í kvöld eftir að hans menn lögðu Eista 3-0 í Tallin í kvöld í undankeppni EM. Joe Cole, Peter Crouch og Michael Owen skoruðu mörk enska liðsins og það var enginn annar en David Beckham sem var maðurinn á bak við þau tvö síðustu. 6.6.2007 20:27
Auðveldur sigur á Lúxemburg Íslenska landsliðið í körfuknattleik burstaði Lúxemburg 92-63 í öðrum leik sínum á smáþjóðaleikunum í Mónakó í dag. Þetta var annar stórsigur liðsins í röð á mótinu en það mætir heimamönnum á morgun. Íslenska liðið stakk af um miðjan fyrsta leikhlutann í leiknum í dag og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. 6.6.2007 19:12
Annar sigur á Tékkum Íslenska A-landsliðið í handbolta lagði Tékka 26-25 í æfingaleik í Tékklandi í kvöld. Þetta var annar sigur íslenska liðsins á því tékkneska á tveimur dögum en fyrri leik liðanna lauk einnig með eins mark sigri í gærkvöld. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir íslenska liðið í kvöld og Róbert Gunnarsson 5. Leikirnir voru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir umspilsleikina við Serba síðar í þessum mánuði. 6.6.2007 18:58
Óvænt úrslit í A-riðli Það voru heldur betur óvænt úrslit í A-riðli í dag þar sem Pólland beið lægri hlut fyrir Armeníu á útivelli. Leikurinn endaði 0-1 og var það Mkhitaryan sem skoraði sigurmarkið á 66. mínútu. 6.6.2007 17:31
Villeneuve: Hamilton er of ákafur Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jacques Villeneuve, gagnrýnir nýliðann Lewis Hamilton hjá McLaren harðlega og segir hann allt of ákafan. Hann segir Bretann unga vera farinn að minna sig óþægilega mikið á Michael Schumacher - og það á versta mögulega hátt. 6.6.2007 16:58
Figo hefur ekki áhuga á Tottenham Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan segist ekki vilja spila annarsstaðar í Evrópu og hafnar slúðri sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. "Ef ég held áfram að spila í Evrópu, verður það aðeins fyrir Inter og ég er ekki á leið til Portúgal eða Englands," sagði Figo, sem einnig hefur verið orðaður við lið í Saudi Arabíu. 6.6.2007 16:51
Ísland mætir Þýskalandi í Framheimilinu Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því þýska í kvöld í vináttuleik. Leikurinn fer fram klukkan 20:00 og verður leikinn í Framheimilinu. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í Vestmannaeyjum en því var breytt. 6.6.2007 16:50
James gæti misst af fæðingu sonar síns Ofurstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hefur í nægu að snúast þessa dagana. Lið hans mætir San Antonio Spurs í fyrsta leik lokaúrslitanna annað kvöld, en þar að auki eiga hann og kona hans von á barni á þjóðhátíðardag Íslendinga. 6.6.2007 16:37
England mætir Eistlandi í E-riðli England mætir Eistlandi í Tallin í undankeppni EM klukkan 18:30 í kvöld. Mikil pressa er á enska liðinu um að ná úrslitum þar sem liðið hefur ekki riðið feitum hesti í keppninni. Liðið situr í 4 sæti riðilsins með 11 stig eftir 6 leiki. 6.6.2007 15:44
Nadal í undanúrslit opna franska Spænski tenniskappinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis með því að vinna öruggan sigur á landa sínum Carlos Moya í 8-manna úrslitum í dag. Nadal á titil að verja á mótinu og sigraði 6-4, 6-3 og 6-0. Hann mætir Novak Djokovic í næstu umferð. Sjónvarpsstöðin Eurosport er með beina útsendingu frá mótinu í dag. 6.6.2007 15:28
Nani stóðst læknisskoðun Portúgalski leikmaðurinn Nani hefur staðist læknisskoðun hjá Manchester United og þar með ætti ekkert að koma í veg fyrir að hann skrifi undir samning við liðið á næstu dögum. 6.6.2007 15:28
West Ham fær Parker West Ham var rétt í þessu að ganga frá kaupum á Scott Parker frá Newcastle. Parker spilaði eitt tímabil með Newcastle, en var áður hjá Charlton þar Alan Curbishley var í brúnni. 6.6.2007 14:49
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti