Fleiri fréttir Leikur Abidal með Eiði hjá Barca? Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru sagðir hafa áhuga á að klófesta franska varnarmanninn Eric Abidal, leikmann Lyon. Fram kemur í spænska blaðinu Marca að viðræður við Lyon séu hafnar 20.4.2007 13:00 Vieri höfðar mál á hendur Inter fyrir njósnir Christian Vieri, leikmaður Atalanta, hyggst höfða mál á hendur Inter sem hann lék áður með fyrir að hafa látið njósna um hann. Vieri sakar forráðamenn Inter um að hafa ráðið einkaspæjara til þess að fylgjast með sér. 20.4.2007 12:30 Adriano dæmdur í tveggja leika bann fyrir leikaraskap Aganefnd ítölsku úrvalsdeildarinnar hefur dæmt brasilíska sóknarmanninn Adriano, leikmann Inter, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap. Adriano létt sig falla í vítateig Roma þegar hann reyndi að leika fram hjá Alexander Doni, markverði Roma, í leik liðanna á miðvikudag. 20.4.2007 11:45 Wenger sagður meta framtíð sína hjá Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður vega og meta framtíð sína hjá félaginu eftir að varaformaður stjórnar félagsins, David Dein, hætti skyndilega á miðvikudaginn vegna ágreinings um stefnu þess. 20.4.2007 11:30 Bikarmót á Akureyri Stjórn KKA á Akureyri ætlar hugsanlega að halda bikarmót í maí. Það er gert vegna breytinga sem hafa orðið á brautinni og verða þeir að halda bikarmót til að geta verið með í umferð til Íslandsmeistara titilsins í motocross í sumar 20.4.2007 11:03 23 ára nýliði með forystu á Zurich Classic Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. 20.4.2007 10:42 Sjö ítalskir dómarar reknir frá störfum Ítalska dómarasambandið tilkynnti í dag að sjö aðaldómarar og tveir aðstoðardómarar hefðu verið reknir úr samtökunum vegna tengsla þeirra við nýtt spillingarmál sem verið hefur í rannsókn á Ítalíu. Þetta voru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sem gerð var á leikjum sem fram fóru í A-deildinni leiktíðina 2004-05. Þessi rannsókn var framkvæmd í framhaldi af þeirri sem varð til þess að Juventus var dæmt niður í B-deildina í sumar. 19.4.2007 22:15 Sannfærandi sigur Sevilla á Deportivo Sevilla er komið með annan fótinn í úrslitaleik spænska konungsbikarsins eftir sannfærandi 3-0 útisigur á slöku liði Deportivo í fyrri undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Freddie Kanoute, Jesús Navas og Luis Fabiano skoruðu mörk gestanna. Síðari leikur liðanna fer fram 9. maí á heimavelli Sevilla og hagstæð úrslit þar skila Andalúsíuliðinu í úrslitin þar sem það mætir Barcelona eða Getafe. 19.4.2007 20:53 Eggert trúir enn Eggert Magnússon segist enn ekki vera búinn að missa trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni þó útlitið sé orðið mjög dökkt í fallbaráttunni. West Ham hefur tapað tveimur leikjum í röð og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið enn fimm stigum frá fallsvæðinu. 19.4.2007 20:45 Vieri sneri aftur í gær Ítalski framherjinn Christian Vieri brosti breitt í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta knattspyrnuleik í meira en ár. Vieri kom inn sem varamaður hjá Atalanta í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Empoli í A-deildinni en þá hafði hann ekki spilað síðan hann lék síðast með Mónakó í mars 2006. 19.4.2007 20:00 Góður sigur Blika á KR Fimm leikir fóru fram í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag. Breiðablik lagði KR 3-0, Fylkir lagði Grindavík 1-0, ÍA vann ÍBV 2-0 og Valur burstaði KA 5-0. FH-ingar eru efstir í riðli 1 með 19 stig og Valur í öðru með 15. Blikar eru efstir í riðli 2 með 21 stig en KR í öðru með 18 stig. FH og Breiðablik eru einu taplausu liðin í keppninni og hafa Blikar unnið alla sjö leiki sína til þessa. 19.4.2007 19:38 Deportivo - Sevilla í beinni Fyrri leikur Deportivo og Sevilla í undanúrslitum spænska konungsbikarsins er nú í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn, en hann hófst klukkan 19. Sevilla er komið í mjög góða stöðu og hefur yfir 2-0 eftir 20 mínútna leik. Barcelona vann Getafe 5-2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöld í vægast sagt eftirminnilegum leik. 19.4.2007 19:31 Beckham verður klár gegn Valencia David Beckham hefur nú að mestu náð sér af meiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarinn mánuð og verður hann væntanlega í leikmannahópi Real Madrid sem mætir Valencia í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:50 á laugardagskvöldið. 19.4.2007 19:15 Kostelic hætt keppni Króatíska skíðadrottningin Janica Kostelic tilkynnti í dag að hún væri hætt keppni, aðeins 25 ára gömul. Kostelic hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarið. Hún á fjögur gullverðlaun í safni sínu, fimm heimsmeistaratitla og þrisvar hefur hún unnið heimsbikarinn. Hún varð fyrsta konan til að vinna þrjú gull í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum. 19.4.2007 18:35 Baptista er að rotna á Englandi Brasilíski landsliðsmaðurinn Julio Baptista hjá Arsenal segir að sér líði ömurlega á Englandi og er tilbúinn að reyna aftur fyrir sér hjá Real Madrid á Spáni. Hann kom sem lánsmaður til Arsenal frá Real í skiptum fyrir Jose Antonio Reyes, en Brasilíumanninum hefur ekki gengið betur að aðlagast enskum siðum og veðurfari frekar en Reyes á sínum tíma. 19.4.2007 18:15 Kahn lætur ekki bugast Þýski markvörðurinn Oliver Kahn ætlar ekki að láta neina strákpjakka slá sig út úr liði Bayern Munchen og segir ekki koma til greina að deila markvarðarstöðunni með hinum unga Michael Rensing. Kahn er 37 ára og er samningsbundinn Bayern út næstu leiktíð. 19.4.2007 17:00 Solskjær ætlar að spila út næstu leiktíð Norski markaskorarinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United hefur gefið það út að hann muni að öllum líkindum leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil. Hann er 34 ára gamall og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2008. 19.4.2007 16:12 Eiður Smári elskar lífið í Barcelona Frank Lampard greindi í dag frá samtölum sem hann hafi átt við fyrrum félaga sinn hjá Chelsea, Eið Smára Guðjohnsen, þar sem Eiður hafi dásamað veru sína í Katalóníu. Lampard viðurkennir að það sé freistandi kostur fyrir knattspyrnumann að spila á Spáni. 19.4.2007 16:01 Pele: Of snemmt að kalla Ronaldo besta leikmann heims Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að enn sé of snemmt að kalla Cristiano Ronaldo hjá Manchester United besta leikmann heims. Pele segir að hann verði að spila tvö til þrjú ár í viðbótar á pari við það sem hann hefur sýnt í vetur til að geta talist einn af þeim bestu. 19.4.2007 15:55 Helmingslíkur á að Owen mæti Chelsea Glenn Roeder, stjóri Newcastle, metur stöðuna þannig að um helmingslíkur séu á því að Michael Owen snúi til baka úr meiðslum og komi við sögu í leik liðsins gegn Chelsea á sunnudaginn. Owen hefur ekki spilað leik í 10 mánuði vegna hnémeiðsla, en á þar að auki við smávægileg nárameiðsli að stríða. 19.4.2007 15:18 Wenger fer ekki frá Arsenal Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að Arsene Wenger muni verða knattspyrnustjóri liðsins áfram þrátt fyrir að David Dein hafi farið frá félaginu í gær vegna samstarfsörðugleika við aðra stjórnarmenn. Dein var ábyrgur fyrir því að ráða Wenger til félagsins árið 1996. 19.4.2007 15:11 Stuðningsmenn West Ham grýttu rútu Chelsea Leikmenn Chelsea fengu óblíðar móttökur í gær þegar þeir mættu á Upton Park til að spila við granna sína í West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Múrsteini var grýtt inn um rúðu bílsins sem flutti Chelsea á svæðið. Frank Lampard, fyrrum leikmaður West Ham, vildi ekki gera mikið úr atvikinu. 19.4.2007 14:19 Messi eða Maradona? (myndband) Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. 19.4.2007 13:56 Deildarkeppnin búin í NBA - Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. 19.4.2007 13:15 Draumamark Leo Messi tilþrif ársins? (myndband) Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona fór hamförum í leik liðsins gegn Getafe í spænska Konungsbikarnum í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt, en annað markið hans er trúlega mark ársins. Tilþrif hans minntu óneitanlega á tilþrif landa hans Diego Maradona gegn Englendingum á HM 1986, en það er almennt talið fallegasta mark allra tíma. Hinn 19 ára gamli Messi hefur oft verið nefndur hinn nýi Maradona og á þessum tilþrifum má glöggt sjá af hverju. 18.4.2007 20:36 Engin úrslitakeppni í handboltanum Ársþing Handknattleikssambands Íslands var haldið í kvöld og voru þar nokkrar áhugaverðar breytingatillögur uppi á borðinu. Tillaga Hafnafjarðarliðanna Hauka og FH um fjölgun liða í deildinni og úrslitakeppni var dregin til baka. Mótinu verður þó breytt nokkuð og nánar verður greint frá því hér á Vísi í fyrramálið. 18.4.2007 22:23 Guðjón með 9 mörk í tapi Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk og Róbert Gunnarsson eitt þegar Íslendingalið Gummersbach tapaði 41-36 fyrir Kronau/Östringen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Minden tapaði heima fyrir Magdeburg 27-24 þar sem Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 8 mörk og Einar Örn Jónsson 2. Lemgo lagði Lubbecke 38-29 þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2 mörk og Logi Geirsson 1. 18.4.2007 21:54 Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. 18.4.2007 21:04 Öruggt hjá Chelsea Chelsea vann í kvöld öruggan 4-1 útisigur á grönnum sínum í West Ham í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði um leið forskot Manchester United niður í þrjú stig á toppnum. West Ham er nú komið í verulega vond mál í botnbaráttunni. Liverpool lagði Middlesbrough 2-0 með mörkum Steven Gerrard og Blackburn vann Watford 3-1. 18.4.2007 20:52 Myndir af nýjasta húðflúri David Beckham Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur verið iðinn við að láta húðflúra sig undanfarin ár. Hann bætti við stóru listaverki á hægri handlegg sinn þegar hann var í Manchester á dögunum og afraksturinn má sjá í hlekk í þessari frétt. 18.4.2007 15:59 Miðvikudagsslúðrið á Englandi Bayern Munchen hefur tilkynnt forráðamönnum Manchester United að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sé falur á 18 milljónir punda í sumar. Daily Mail segir Rafa Benitez vera að undirbúa tilboð í vængmanninn Simao Sabrosa hjá Benfica. 18.4.2007 14:34 Logi Gunnarsson til Spánar Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson sem leikið hefur með finnska körfuboltaliðinu ToPo í Helsinki í vetur, hefur skrifað undir samning við spænska liðið Gijon sem leikur í 1. deildinni þar í landi. Logi mætir á æfingu hjá liðinu annað kvöld og meiningin er að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni strax á föstudag. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í kvöld, en þar er einnig stutt viðtal við kappann. 18.4.2007 22:06 Klinsmann orðaður við Chelsea Jurgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja, er nýjasta nafnið sem orðað hefur verið við knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea ef Jose Mourinho hættir hjá félaginu. Franz Beckenbauer segir að Klinsmann gæti gert góða hluti á Englandi. 18.4.2007 19:45 Real neitar að hafa rætt við Benitez Forráðamenn Real Madrid vísa því á bug í dag að hafa boðið Rafa Benitez hjá Liverpool að taka við liðinu í sumar. Benitez greindi frá því í gær að hann hefði neitað risatilboði frá stórliðinu í heimaborg sinni. 18.4.2007 18:45 Veisluhöldum aflýst í Mílanó Inter Milan náði ekki að tryggja sér ítalska meistaratitilinn í dag eins og til stóð þegar liðið steinlá 3-1 á heimavelli fyrir Roma. Þetta var fyrsta tap Inter á leiktíðinni en liðið hefur þó enn mjög örugga forystu á toppnum. Roma fór langt með að tryggja sér annað sætið í deildinni með sigrinum. AC Milan burstaði Ascoli 5-2 á útivelli og tryggði stöðu sína í fjórða sætinu, sem gefur sæti í Meistaradeildinni. 18.4.2007 18:15 Raikkönen: Hefði átt að vinna allar keppnirnar Finninn Kimi Raikkönen hjá Ferrari segir að slakur árangur sinn í tímatökum hafi einn komið í veg fyrir að hann sigraði í öllum þeim þremur keppnum sem afstaðnar eru á árinu í Formúlu 1. Finninn er í efsta sæti ökuþóra ásamt heimsmeistaranum Fernando Alonso og nýliðanum Lewis Hamilton. 18.4.2007 18:15 David Dein hættur hjá Arsenal David Dein, varastjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hætti störfum hjá félaginu í dag. Félagið hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem fram kemur að þessi ráðstöfun tengist ekki fyrirhuguðu yfirtökutilboði ameríska auðjöfursins Stan Kroenke í félagið. 18.4.2007 17:26 Lewis Hamilton getur orðið sá besti Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. 18.4.2007 17:15 Coleman: Áfall að vera rekinn frá Fulham Chris Coleman segir að það hafi verið sér mikið áfall þegar hann var rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham á dögunum. Hann hafði verið hjá félaginu í áratug, fyrst sem leikmaður, þá þjálfari og loks knattspyrnustjóri. Hann segist ekki vera gramur út í sína fyrrum félaga og vonar að þeir sleppi við fall. 18.4.2007 17:00 Mickelson gefur 17 milljónir þriðja árið í röð Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. 18.4.2007 16:00 63 sigrar í röð á leir hjá Nadal Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann í dag 63. leik sinn í röð á leirvelli þegar hann burstaði Juan Ignacio Chela 6-3 og 6-1 í annari umferð Monte Carlo Masters mótsins í dag. Nadal hefur unnið sigur á mótinu tvö ár í röð og er sem fyrr í öðru sæti heimslistans á eftir Roger Federer. Sigurganga Nadal á leir er sú lengsta í sögunni. 18.4.2007 14:38 Heiðar á fimm yfir pari í Danmörku Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr Kili, lauk leik á fimm höggum yfir pari(+5) í Vejle í Danmörku í dag á móti sem er hluti af Scanplan mótaröðinni.Heiðar Davíð byrjaði illa í dag en svaraði svo með þremur fuglum í röð. 18.4.2007 14:05 EM 2012: Niðurstaðan kom Ítölum ekki á óvart Talsmenn ítalska knattspyrnusambandsins sögðu það ekki koma sér á óvart í dag þegar Ítalir gripu í tómt þegar tilkynnt var hver hreppti Evrópumót landsliða í knattspyrnu árið 2012. Það kom í hlut Pólverja og Úkraínumanna að halda mótið, en áföll sem riðið hafa yfir ítalska knattspyrnu á síðasta ári gerðu það að verkum að þar í landi voru menn ekki sérlega bjartsýnir á að fá að halda mótið. 18.4.2007 13:52 FIFA: Íslenska landsliðið í frjálsu falli Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í morgun og þar kemur ekki á óvart að íslenska landsliðið hefur fallið um 11 sæti síðan listinn var gefinn út síðast. Liðið er nú í 97. sæti listans, sem er sama sæti og það vermdi fyrir ári síðan. Heimsmeistarar Ítala eru í toppsætinu, Argentína í öðru, Brasilía í þriðja og Frakkar í fjórða. Nokkrir áhugaverðir hástökkvarar eru á listanum að þessu sinni. 18.4.2007 13:41 Berlusconi: Við eigum 100 milljónir fyrir Ronaldinho Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hafi þegar lagt til hliðar 100 milljónir evra til að kaupa brasilíska snillinginn Ronaldinho frá Barcelona. Forsetinn lætur í það skína að félagið sé ekki langt frá því að ganga frá kaupum á leikmanninum og umboðsmaður Ronaldinho gerir ekkert til að draga úr þessum orðrómi - þó ekki væri til annars en að bæta stöðu hans í samningaviðræðum við Barcelona. Hann hefur enn ekki framlengt samning sinn við Katalóníurisann. 18.4.2007 13:36 Sjá næstu 50 fréttir
Leikur Abidal með Eiði hjá Barca? Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru sagðir hafa áhuga á að klófesta franska varnarmanninn Eric Abidal, leikmann Lyon. Fram kemur í spænska blaðinu Marca að viðræður við Lyon séu hafnar 20.4.2007 13:00
Vieri höfðar mál á hendur Inter fyrir njósnir Christian Vieri, leikmaður Atalanta, hyggst höfða mál á hendur Inter sem hann lék áður með fyrir að hafa látið njósna um hann. Vieri sakar forráðamenn Inter um að hafa ráðið einkaspæjara til þess að fylgjast með sér. 20.4.2007 12:30
Adriano dæmdur í tveggja leika bann fyrir leikaraskap Aganefnd ítölsku úrvalsdeildarinnar hefur dæmt brasilíska sóknarmanninn Adriano, leikmann Inter, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap. Adriano létt sig falla í vítateig Roma þegar hann reyndi að leika fram hjá Alexander Doni, markverði Roma, í leik liðanna á miðvikudag. 20.4.2007 11:45
Wenger sagður meta framtíð sína hjá Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er sagður vega og meta framtíð sína hjá félaginu eftir að varaformaður stjórnar félagsins, David Dein, hætti skyndilega á miðvikudaginn vegna ágreinings um stefnu þess. 20.4.2007 11:30
Bikarmót á Akureyri Stjórn KKA á Akureyri ætlar hugsanlega að halda bikarmót í maí. Það er gert vegna breytinga sem hafa orðið á brautinni og verða þeir að halda bikarmót til að geta verið með í umferð til Íslandsmeistara titilsins í motocross í sumar 20.4.2007 11:03
23 ára nýliði með forystu á Zurich Classic Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. 20.4.2007 10:42
Sjö ítalskir dómarar reknir frá störfum Ítalska dómarasambandið tilkynnti í dag að sjö aðaldómarar og tveir aðstoðardómarar hefðu verið reknir úr samtökunum vegna tengsla þeirra við nýtt spillingarmál sem verið hefur í rannsókn á Ítalíu. Þetta voru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar sem gerð var á leikjum sem fram fóru í A-deildinni leiktíðina 2004-05. Þessi rannsókn var framkvæmd í framhaldi af þeirri sem varð til þess að Juventus var dæmt niður í B-deildina í sumar. 19.4.2007 22:15
Sannfærandi sigur Sevilla á Deportivo Sevilla er komið með annan fótinn í úrslitaleik spænska konungsbikarsins eftir sannfærandi 3-0 útisigur á slöku liði Deportivo í fyrri undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Freddie Kanoute, Jesús Navas og Luis Fabiano skoruðu mörk gestanna. Síðari leikur liðanna fer fram 9. maí á heimavelli Sevilla og hagstæð úrslit þar skila Andalúsíuliðinu í úrslitin þar sem það mætir Barcelona eða Getafe. 19.4.2007 20:53
Eggert trúir enn Eggert Magnússon segist enn ekki vera búinn að missa trú á liði sínu West Ham í ensku úrvalsdeildinni þó útlitið sé orðið mjög dökkt í fallbaráttunni. West Ham hefur tapað tveimur leikjum í röð og þegar fjórar umferðir eru eftir er liðið enn fimm stigum frá fallsvæðinu. 19.4.2007 20:45
Vieri sneri aftur í gær Ítalski framherjinn Christian Vieri brosti breitt í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta knattspyrnuleik í meira en ár. Vieri kom inn sem varamaður hjá Atalanta í gær þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Empoli í A-deildinni en þá hafði hann ekki spilað síðan hann lék síðast með Mónakó í mars 2006. 19.4.2007 20:00
Góður sigur Blika á KR Fimm leikir fóru fram í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag. Breiðablik lagði KR 3-0, Fylkir lagði Grindavík 1-0, ÍA vann ÍBV 2-0 og Valur burstaði KA 5-0. FH-ingar eru efstir í riðli 1 með 19 stig og Valur í öðru með 15. Blikar eru efstir í riðli 2 með 21 stig en KR í öðru með 18 stig. FH og Breiðablik eru einu taplausu liðin í keppninni og hafa Blikar unnið alla sjö leiki sína til þessa. 19.4.2007 19:38
Deportivo - Sevilla í beinni Fyrri leikur Deportivo og Sevilla í undanúrslitum spænska konungsbikarsins er nú í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn, en hann hófst klukkan 19. Sevilla er komið í mjög góða stöðu og hefur yfir 2-0 eftir 20 mínútna leik. Barcelona vann Getafe 5-2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöld í vægast sagt eftirminnilegum leik. 19.4.2007 19:31
Beckham verður klár gegn Valencia David Beckham hefur nú að mestu náð sér af meiðslum sem hafa hrjáð hann undanfarinn mánuð og verður hann væntanlega í leikmannahópi Real Madrid sem mætir Valencia í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:50 á laugardagskvöldið. 19.4.2007 19:15
Kostelic hætt keppni Króatíska skíðadrottningin Janica Kostelic tilkynnti í dag að hún væri hætt keppni, aðeins 25 ára gömul. Kostelic hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarið. Hún á fjögur gullverðlaun í safni sínu, fimm heimsmeistaratitla og þrisvar hefur hún unnið heimsbikarinn. Hún varð fyrsta konan til að vinna þrjú gull í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum. 19.4.2007 18:35
Baptista er að rotna á Englandi Brasilíski landsliðsmaðurinn Julio Baptista hjá Arsenal segir að sér líði ömurlega á Englandi og er tilbúinn að reyna aftur fyrir sér hjá Real Madrid á Spáni. Hann kom sem lánsmaður til Arsenal frá Real í skiptum fyrir Jose Antonio Reyes, en Brasilíumanninum hefur ekki gengið betur að aðlagast enskum siðum og veðurfari frekar en Reyes á sínum tíma. 19.4.2007 18:15
Kahn lætur ekki bugast Þýski markvörðurinn Oliver Kahn ætlar ekki að láta neina strákpjakka slá sig út úr liði Bayern Munchen og segir ekki koma til greina að deila markvarðarstöðunni með hinum unga Michael Rensing. Kahn er 37 ára og er samningsbundinn Bayern út næstu leiktíð. 19.4.2007 17:00
Solskjær ætlar að spila út næstu leiktíð Norski markaskorarinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United hefur gefið það út að hann muni að öllum líkindum leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil. Hann er 34 ára gamall og samningur hans við félagið rennur út sumarið 2008. 19.4.2007 16:12
Eiður Smári elskar lífið í Barcelona Frank Lampard greindi í dag frá samtölum sem hann hafi átt við fyrrum félaga sinn hjá Chelsea, Eið Smára Guðjohnsen, þar sem Eiður hafi dásamað veru sína í Katalóníu. Lampard viðurkennir að það sé freistandi kostur fyrir knattspyrnumann að spila á Spáni. 19.4.2007 16:01
Pele: Of snemmt að kalla Ronaldo besta leikmann heims Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að enn sé of snemmt að kalla Cristiano Ronaldo hjá Manchester United besta leikmann heims. Pele segir að hann verði að spila tvö til þrjú ár í viðbótar á pari við það sem hann hefur sýnt í vetur til að geta talist einn af þeim bestu. 19.4.2007 15:55
Helmingslíkur á að Owen mæti Chelsea Glenn Roeder, stjóri Newcastle, metur stöðuna þannig að um helmingslíkur séu á því að Michael Owen snúi til baka úr meiðslum og komi við sögu í leik liðsins gegn Chelsea á sunnudaginn. Owen hefur ekki spilað leik í 10 mánuði vegna hnémeiðsla, en á þar að auki við smávægileg nárameiðsli að stríða. 19.4.2007 15:18
Wenger fer ekki frá Arsenal Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að Arsene Wenger muni verða knattspyrnustjóri liðsins áfram þrátt fyrir að David Dein hafi farið frá félaginu í gær vegna samstarfsörðugleika við aðra stjórnarmenn. Dein var ábyrgur fyrir því að ráða Wenger til félagsins árið 1996. 19.4.2007 15:11
Stuðningsmenn West Ham grýttu rútu Chelsea Leikmenn Chelsea fengu óblíðar móttökur í gær þegar þeir mættu á Upton Park til að spila við granna sína í West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Múrsteini var grýtt inn um rúðu bílsins sem flutti Chelsea á svæðið. Frank Lampard, fyrrum leikmaður West Ham, vildi ekki gera mikið úr atvikinu. 19.4.2007 14:19
Messi eða Maradona? (myndband) Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. 19.4.2007 13:56
Deildarkeppnin búin í NBA - Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. 19.4.2007 13:15
Draumamark Leo Messi tilþrif ársins? (myndband) Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona fór hamförum í leik liðsins gegn Getafe í spænska Konungsbikarnum í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt, en annað markið hans er trúlega mark ársins. Tilþrif hans minntu óneitanlega á tilþrif landa hans Diego Maradona gegn Englendingum á HM 1986, en það er almennt talið fallegasta mark allra tíma. Hinn 19 ára gamli Messi hefur oft verið nefndur hinn nýi Maradona og á þessum tilþrifum má glöggt sjá af hverju. 18.4.2007 20:36
Engin úrslitakeppni í handboltanum Ársþing Handknattleikssambands Íslands var haldið í kvöld og voru þar nokkrar áhugaverðar breytingatillögur uppi á borðinu. Tillaga Hafnafjarðarliðanna Hauka og FH um fjölgun liða í deildinni og úrslitakeppni var dregin til baka. Mótinu verður þó breytt nokkuð og nánar verður greint frá því hér á Vísi í fyrramálið. 18.4.2007 22:23
Guðjón með 9 mörk í tapi Gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk og Róbert Gunnarsson eitt þegar Íslendingalið Gummersbach tapaði 41-36 fyrir Kronau/Östringen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Minden tapaði heima fyrir Magdeburg 27-24 þar sem Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 8 mörk og Einar Örn Jónsson 2. Lemgo lagði Lubbecke 38-29 þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2 mörk og Logi Geirsson 1. 18.4.2007 21:54
Eiður Smári skoraði í stórsigri Barcelona Barcelona er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn Getafe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona vann 5-2 og var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Það var hinsvegar Argentínumaðurinn Leo Messi hjá Barcelona sem stal senunni að þessu sinni, en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Mikið má vera ef síðara mark kappans verður ekki mark ársins í Evrópu þegar upp er staðið. 18.4.2007 21:04
Öruggt hjá Chelsea Chelsea vann í kvöld öruggan 4-1 útisigur á grönnum sínum í West Ham í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði um leið forskot Manchester United niður í þrjú stig á toppnum. West Ham er nú komið í verulega vond mál í botnbaráttunni. Liverpool lagði Middlesbrough 2-0 með mörkum Steven Gerrard og Blackburn vann Watford 3-1. 18.4.2007 20:52
Myndir af nýjasta húðflúri David Beckham Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur verið iðinn við að láta húðflúra sig undanfarin ár. Hann bætti við stóru listaverki á hægri handlegg sinn þegar hann var í Manchester á dögunum og afraksturinn má sjá í hlekk í þessari frétt. 18.4.2007 15:59
Miðvikudagsslúðrið á Englandi Bayern Munchen hefur tilkynnt forráðamönnum Manchester United að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sé falur á 18 milljónir punda í sumar. Daily Mail segir Rafa Benitez vera að undirbúa tilboð í vængmanninn Simao Sabrosa hjá Benfica. 18.4.2007 14:34
Logi Gunnarsson til Spánar Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson sem leikið hefur með finnska körfuboltaliðinu ToPo í Helsinki í vetur, hefur skrifað undir samning við spænska liðið Gijon sem leikur í 1. deildinni þar í landi. Logi mætir á æfingu hjá liðinu annað kvöld og meiningin er að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni strax á föstudag. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í kvöld, en þar er einnig stutt viðtal við kappann. 18.4.2007 22:06
Klinsmann orðaður við Chelsea Jurgen Klinsmann, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja, er nýjasta nafnið sem orðað hefur verið við knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea ef Jose Mourinho hættir hjá félaginu. Franz Beckenbauer segir að Klinsmann gæti gert góða hluti á Englandi. 18.4.2007 19:45
Real neitar að hafa rætt við Benitez Forráðamenn Real Madrid vísa því á bug í dag að hafa boðið Rafa Benitez hjá Liverpool að taka við liðinu í sumar. Benitez greindi frá því í gær að hann hefði neitað risatilboði frá stórliðinu í heimaborg sinni. 18.4.2007 18:45
Veisluhöldum aflýst í Mílanó Inter Milan náði ekki að tryggja sér ítalska meistaratitilinn í dag eins og til stóð þegar liðið steinlá 3-1 á heimavelli fyrir Roma. Þetta var fyrsta tap Inter á leiktíðinni en liðið hefur þó enn mjög örugga forystu á toppnum. Roma fór langt með að tryggja sér annað sætið í deildinni með sigrinum. AC Milan burstaði Ascoli 5-2 á útivelli og tryggði stöðu sína í fjórða sætinu, sem gefur sæti í Meistaradeildinni. 18.4.2007 18:15
Raikkönen: Hefði átt að vinna allar keppnirnar Finninn Kimi Raikkönen hjá Ferrari segir að slakur árangur sinn í tímatökum hafi einn komið í veg fyrir að hann sigraði í öllum þeim þremur keppnum sem afstaðnar eru á árinu í Formúlu 1. Finninn er í efsta sæti ökuþóra ásamt heimsmeistaranum Fernando Alonso og nýliðanum Lewis Hamilton. 18.4.2007 18:15
David Dein hættur hjá Arsenal David Dein, varastjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hætti störfum hjá félaginu í dag. Félagið hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem fram kemur að þessi ráðstöfun tengist ekki fyrirhuguðu yfirtökutilboði ameríska auðjöfursins Stan Kroenke í félagið. 18.4.2007 17:26
Lewis Hamilton getur orðið sá besti Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. 18.4.2007 17:15
Coleman: Áfall að vera rekinn frá Fulham Chris Coleman segir að það hafi verið sér mikið áfall þegar hann var rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham á dögunum. Hann hafði verið hjá félaginu í áratug, fyrst sem leikmaður, þá þjálfari og loks knattspyrnustjóri. Hann segist ekki vera gramur út í sína fyrrum félaga og vonar að þeir sleppi við fall. 18.4.2007 17:00
Mickelson gefur 17 milljónir þriðja árið í röð Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. 18.4.2007 16:00
63 sigrar í röð á leir hjá Nadal Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann í dag 63. leik sinn í röð á leirvelli þegar hann burstaði Juan Ignacio Chela 6-3 og 6-1 í annari umferð Monte Carlo Masters mótsins í dag. Nadal hefur unnið sigur á mótinu tvö ár í röð og er sem fyrr í öðru sæti heimslistans á eftir Roger Federer. Sigurganga Nadal á leir er sú lengsta í sögunni. 18.4.2007 14:38
Heiðar á fimm yfir pari í Danmörku Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr Kili, lauk leik á fimm höggum yfir pari(+5) í Vejle í Danmörku í dag á móti sem er hluti af Scanplan mótaröðinni.Heiðar Davíð byrjaði illa í dag en svaraði svo með þremur fuglum í röð. 18.4.2007 14:05
EM 2012: Niðurstaðan kom Ítölum ekki á óvart Talsmenn ítalska knattspyrnusambandsins sögðu það ekki koma sér á óvart í dag þegar Ítalir gripu í tómt þegar tilkynnt var hver hreppti Evrópumót landsliða í knattspyrnu árið 2012. Það kom í hlut Pólverja og Úkraínumanna að halda mótið, en áföll sem riðið hafa yfir ítalska knattspyrnu á síðasta ári gerðu það að verkum að þar í landi voru menn ekki sérlega bjartsýnir á að fá að halda mótið. 18.4.2007 13:52
FIFA: Íslenska landsliðið í frjálsu falli Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í morgun og þar kemur ekki á óvart að íslenska landsliðið hefur fallið um 11 sæti síðan listinn var gefinn út síðast. Liðið er nú í 97. sæti listans, sem er sama sæti og það vermdi fyrir ári síðan. Heimsmeistarar Ítala eru í toppsætinu, Argentína í öðru, Brasilía í þriðja og Frakkar í fjórða. Nokkrir áhugaverðir hástökkvarar eru á listanum að þessu sinni. 18.4.2007 13:41
Berlusconi: Við eigum 100 milljónir fyrir Ronaldinho Silvio Berlusconi, forseti AC Milan á Ítalíu, segir að félagið hafi þegar lagt til hliðar 100 milljónir evra til að kaupa brasilíska snillinginn Ronaldinho frá Barcelona. Forsetinn lætur í það skína að félagið sé ekki langt frá því að ganga frá kaupum á leikmanninum og umboðsmaður Ronaldinho gerir ekkert til að draga úr þessum orðrómi - þó ekki væri til annars en að bæta stöðu hans í samningaviðræðum við Barcelona. Hann hefur enn ekki framlengt samning sinn við Katalóníurisann. 18.4.2007 13:36