Fleiri fréttir

Barcelona - Getafe í beinni í kvöld

Það verður nóg um að vera í fótboltanum í Evrópu í kvöld. Barcelona tekur á móti Getafe í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Konungsbikarsins á Spáni og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:25. Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni og ber þar hæst Lundúnaslagur West Ham og Chelsea. Liverpool fær Middlesbrough í heimsókn og Blackburn tekur á móti Watford. Þá getur Inter tryggt sér meistaratitilinn á Ítalíu með sigri á Roma í stórleik kvöldsins þar í landi.

Jerry West hættir hjá Memphis

Körfuboltagoðsögnin Jerry West tilkynnti í dag að hann ætlaði að hætta störfum sem framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies í NBA deildinni í sumar. West er einn besti leikmaður í sögu NBA og gerði það gott hjá LA Lakers bæði sem leikmaður og síðar framkvæmdastjóri þar sem hann vann samtals 8 meistaratitla. Hann er 69 ára gamall og sagðist í yfirlýsingu vera orðinn of gamall til að snúast í hringiðu deildarinnar.

Forysta United komin í sex stig á ný

Manchester United náði sex stiga forystu á Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Sheffield United á heimavelli. Michael Carrick kom heimamönnum yfir eftir þrjár mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Cristiano Ronaldo í netið og Wayne Rooney gerði út um leikinn með laglegu marki í upphafi síðari hálfleiks.

Hver fær EM 2012?

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, mun á morgun tilkynna hvaða land hreppir Evrópumót landsliða í knattspyrnu árið 2012. Það verður tilkynnt við hátíðlegt tækifæri í Cardiff í Wales. Þrjú lönd koma til greina sem mótshaldarar en tvö tilboðanna eru frá löndum sem bjóða saman í verkefnið. Þetta eru Króatía/Ungverjaland, Ítalía og svo Pólland/Úkraína.

Sheringham spilar varla meira fyrir West Ham

Framerjinn Teddy Sheringham hjá West Ham segist reikna með því að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann hefur ekki spilað mínútu síðan í janúar og segir stjórann Alan Curbishley hafa tilkynnt sér að hann sé ekki í plönum hans í framtíðinni.

Jafnt á Emirates í hálfleik

Staðan í leik Arsenal og Manchester City er 1-1 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Tomas Rosicky kom Arsenal yfir eftir 12 mínútur en DaMarcus Beasley jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir hlé. Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Sheffield United þar sem Michael Carrick skoraði á fjórðu mínútu. Patrice Evra fór af velli meiddur í fyrri hálfleik og er Kieran Richardson kominn í stöðu vinstri bakvarðar í hans stað.

Shevchenko vill frekar mæta Milan

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist heldur vilja mæta AC Milan en Manchester United ef Chelsea nær að vinna sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu. Svo gæti farið að Manchester United og Chelsea spiluðu þrjá úrslitaleiki á hálfum mánuði í vor.

Kuszczak stendur í marki United

Pólski markvörðurinn Tomasz Kuszczak stendur í marki Manchester United í kvöld þegar liðið tekur á móti Sheffield United. Darren Fletcher er enn í stöðu hægri bakvarðar vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Arsenal tekur á móti Manchester City á Emirates leikvellinum þar sem liðið hefur aðeins tapað einu sinni í 24 leikjum.

NBA: Joey Crawford dómara vikið úr starfi

Joey Crawford, einni reyndasti dómarinn í NBA deildinni í körfubolta, var í dag leystur frá störfum um óákveðinn tíma vegna umdeilds atviks sem átti sér stað í leik Dallas og San Antonio á sunnudagskvöldið. David Stern, forseti deildarinnar, gaf út yfirlýsingu vegna málsins nú síðdegis.

Wenger: Við höfðum áhuga á Drogba

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið hafi haft áhuga á að fá Didier Drogba í sínar raðir þegar hann lék með neðrideildarliðum í Frakklandi á sínum tíma, en ekkert hafi orðið úr því. Hann segir Drogba búa yfir nokkuð sérstakri reynslu sem nýtist honum vel í keppni meðal þeirra bestu.

Benitez neitaði risatilboði frá Real Madrid

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er sagður hafa neitað risatilboði Real Madrid í heimalandi hans um að flytja heim og gerast þjálfari liðsins. Benitez heldur því fram að hann og fjölskylda hans séu ánægði í Liverpool og það hafi úrslitaþýðingu - ekki háar peningaupphæðir.

Angel semur við Red Bulls

Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Angel hefur gengið frá samningi við MLS liðið New York Red Bull í Bandaríkjunum. Angel kom til Aston Villa árið 2001 en hefur ekki átt fast sæti í liðinu að undanförnu. Talið er að Angel muni halda svipuðum launum hjá Red Bulls - um 40.000 pundum í vikulaun.

Frings í viðræðum við Juventus

Þýski miðjumaðurinn Torsten Frings hjá Werder Bremen er nú kominn langt á veg með að semja við ítalska félagið Juventus. Hann er sem stendur á Ítalíu að semja um kaup og kjör og fer væntanlega til Juve í sumar þegar það mun væntanlega vera búið að tryggja sér sæti í A-deildinni á ný. Juve er í toppsæti B-deildarinnar þrátt fyrir að níu stig hafi verið dregin af því í skandalnum fræga í fyrra. Frings er 28 ára gamall landsliðsmaður.

Neuville ætlar að berjast til síðasta manns með Gladbach

Þýski landsliðsmaðurinn Oliver Neuville hjá úrvalsdeildarfélaginu Gladbach gagnrýnir nokkra af félögum sínum í liðinu harðlega og segir þá kæra sig kollótta um það hvort liðið haldi sæti sínu í deildinni í vetur eða ekki. Fátt annað en fall blasir við þessu fornfræga liði sem hefur verið á tómu basli síðasta áratug.

Wenger sektaður

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fékk í dag enn eina áminninguna frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins og var þar að auki sektaður um rúmlega 300 þúsund krónur fyrir framkomu sína í garð dómara á leik Arsenal og Portsmouth í desember. Í sama mánuði var hann sektaður um rúma milljón króna vegna rifrildis síns við Alan Pardew, þáverandi stjóra West Ham.

Dómara bárust morðhótanir

Spænski dómarinn Javier Turienzo Alvarez sem dæmdi tvær umdeildar vítaspyrnur á Real Madrid í 2-1 tapi liðsins gegn Racing Santander um helgina hefur upplýst að sér hafi borist yfir 50 morðhótanir í kjölfarið. Dómarinn vísaði tveimur leikmönnum Real af velli í þessum sama leik, sem kann að hafa kostað stórveldið möguleika á titlinum.

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Daily Mirror segir að Manchester United muni reyna að fá norska landsliðsmanninn Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn í sínar raðir í sumar. Blaðið segir að Pedersen sé með ákvæði í samningi sínum sem losar hann frá félaginu ef 8 milljón punda tilboð berst í hann.

Angel frjálst að fara til Bandaríkjanna

Martin O´Neill, knattspyrnustjóri Aston VIlla, segir að framherjanum Juan Pablo Angel sé frjálst að semja við lið New York Red Bulls í MLS deildinni. Framherjinn kólumbíski er 31 árs gamall og talið er að hann sé að ganga frá tveggja ára samningi við Red Bulls. Hann á eitt ár eftir af samningnum við Villa en honum verður væntanlega rift ef af þessu verður.

Endurkomu Owen seinkar

Michael Owen hjá Newcastle mun ekki snúa aftur með liði sínu í leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn eins og til stóð eftir að í ljós kom að hann var ekki valinn í varaliðshóp félagsins sem mætir Middlesbrough í kvöld. Owen er að ná sér af erfiðum hnémeiðslum sem hann varð fyrir í fyrra.

Dida tæpur fyrir leikinn á Old Trafford

Brasilíski markvörðurinn Dida hjá AC Milan gæti misst af fyrri leik liðsins gegn Manchester United á Old Trafford þann 24. apríl vegna meiðsla á öxl. Hann meiddist í leik gegn Messina á dögunum þegar hann skall ár markstönginni.

Houston tryggði sér heimavöllinn

Houston Rockets tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í nótt þegar liðið vann góðan sigur á Pheonix Suns 120-117 á heimavelli. Miami tapaði fyrir Boston og missti James Posey í meiðsli. Alls voru átta leikir á dagskrá deildarinnar í nótt.

KR-ingar Íslandsmeistarar

KR tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir dramatískan 83-81 sigur á Njarðvík í framlengdum fjórða leik liðanna í vesturbænum . KR hafði aldrei forystu í venjulegum leiktíma, en hafði betur frá fyrstu mínútu í framlengingunni og vann því einvígið 3-1. Tyson Patterson hjá KR var kosinn verðmætasti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu.

Ummæli leikmanna KR eftir sigurinn á Njarðvík

Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu.

Benedikt þakkaði stuðningsmönnunum

"Þetta var auðvitað magnaður leikur og sama uppskrift og í síðustu leikjum þar sem við erum að elta allan tímann en komum svo sterkir inn í lokin. Það gildir að vera yfir þegar flautað er af," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR eftir að hans menn lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.

Skuggahliðar fótboltans (myndband)

Knattspyrnan er gjarnan nefnd hinn fallegi leikur en hann á sér sínar skuggahliðar eins og sést í myndbandinu sem fylgir þessari frétt. Bestu knattspyrnumenn heims sýna okkur frábær tilþrif á degi hverjum, en eiga það svo til að verða sér til skammar inn á milli eins og Zinedine Zidane þegar hann stimplaði sig út á HM í sumar.

Fyrsti sigurinn í húsi hjá Sigurði Jónssyni

Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í sænska liðinu Djurgarden unnu fyrsta sigurinn undir hans stjórn í kvöld þegar liðið lagði Halmstad 2-0. Helsingborg lagði Gefle 3-1 þar sem Ólafur Ingi Skúlason kom inn sem varamaður hjá Helsingborg og markaskorarinn Henrik Larsson skoraði eitt mark.

Njarðvík yfir í hálfleik

Njarðvíkingar mæta grimmir til leiks gegn KR í fjórða leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta og hafa fimm stiga forystu í hálfleik 44-39. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Slitnað upp úr viðræðum Terry og Chelsea

John Terry, fyrirliði Chelsea, segist staðráðinn í að ljúka ferlinum hjá félaginu þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum hans við félagið um framlengingu á samningi hans. "Viðræðum hefur verið hætt í bili, en það kemur oft fyrir og er mjög eðlilegt. Það breytir engu um vilja minn til að vera áfram hjá félaginu og það sama má segja um Frank (Lampard) og knattspyrnustjórann," sagði Terry við Sky í dag.

Verða KR-ingar Íslandsmeistarar í kvöld?

Fjórði leikur KR og Njarðvíkur í úrslitarimmunni í Iceland Express deildinni fer fram í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. KR getur hirt Íslandsmeistaratitilinn af Njarðvíkingum með sigri í kvöld og þurfa þeir sem ekki komast að í húsinu í kvöld ekki að örvænta, því leikurinn er sýndur beint á Sýn klukkan 20.

Metzelder segist vera á leið til Real Madrid

Þýski landsliðsmaðurinn Christoph Metzelder hjá Borussia Dortmund segist vera kominn langt með að semja við spænska félagið Real Madrid og á von á því að ganga í raðir þess í sumar. Dortmund sleit samningaviðræðum við hann snemma í síðasta mánuði og er leikmaðurinn að eigin sögn þegar farinn að læra spænskuna. Metzelder er 26 ára og átti gott heimsmeistaramót með Þjóðverjum í sumar.

Weekley sigraði á Heritage mótinu

Bandaríski kylfingurinn Boo Weekley vann í dag sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi þegar hann sigraði á Heritage mótinu í Suður-Karólínu. Weekley lauk lokahringnum í dag á þremur höggum undir pari og samtals á 13 höggum undir pari - höggi á undan Suður-Afríkumanninum Ernie Els sem átti fínan lokasprett á mótinu.

Raul vill ekki fara frá Real Madrid

Gulldrengurinn Raul hjá Real Madrid segist alls ekki vilja fara frá Real Madrid og ætlar að efna þau þrjú ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkuð hefur verið ritað um Raul í spænskum miðlum undanfarið og því jafnvel haldið fram að hann væri á förum.

Terry dáist að Cristiano Ronaldo

John Terry, fyrirliði Chelsea, segist ekki í nokkrum vafa um að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United verði kosinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum á Englandi síðar í þessum mánuði. Terry segist dást að hæfileikum Portúgalans á vellinum og tippar á að hann hafi betur gegn Didier Drogba í valinu.

Líkir Rooney og Ronaldo við Michael Jordan

Jay DeMerit, leikmaður enska liðsins Watford sem ólst upp í Bandaríkjunum, segir að tilþrif þeirra Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United minni sig á það þegar hann fylgdist með Michael Jordan fara á kostum í NBA deildinni á árum áður. DeMerit segir tvíeykið hjá United gjörsamlega óstöðvandi, en er ekki frá því að Watford sé betra lið en Roma á Ítalíu.

Blatter: Ekki einblína á krikket

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, er nú í þriggja daga heimsókn á Indlandi þar sem hann er að kynna knattspyrnuna fyrir krikket-sinnuðum heimamönnum. Hann skorar á þessa næst fjölmennustu þjóð heims að beina sjónum sínum í auknum mæli að knattspyrnu.

Leaney í forystu á Heritage mótinu

Nú stendur yfir keppni á lokahringnum á Verizon Heritage PGA-mótinu á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínu. Keppni var frestað í gær vegna hvassviðris. Ástralinn Stephen Leaney er með forystu þegar þetta er skrifað, á samtals 15 höggum undir pari, en þeir sem voru í forystu fyrir lokadaginn eru rétt hálfnaðir með hringinn og því staðan óviss.

Schuster vonast eftir kraftaverki gegn Barcelona

Barcelona og Getafe spila fyrri leik sinn í udanúrslitum spænska konungsbikarsins á miðvikudagskvöldið og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18:25. Bernd Schuster, þjálfari smáliðs Getafe, segist vonast eftir kraftaverki á Nou Camp.

Kahn sigursælasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar

Markvörðurinn Oliver Kahn náði tveimur glæsilegum áföngum þegar hann stóð í marki Bayern Munchen í 2-1 sigri liðsins á Leverkusen um helgina. Kahn lék þá sinn 400. leik fyrir meistarana og vann sinn 292. sigur í úrvalsdeildinni á ferlinum. Enginn leikmaður hefur oftar verið í sigurliði í sögu deildarinnar.

Mánudagsslúðrið á Englandi

Bresku blöðin láta ekki sitt eftir liggja í slúðrinu um helgina frekar en aðra daga. Daily Mirror segir að Stuart Pearce stjóri Man City hafi flogið til Spánar til að fylgjast með varnarmanninum Juanito. Þá segir blaðið að Lawrie Sanchez muni reyna að kaupa Steven Davis frá Aston Villa ef honum verður boðið fullt starf hjá Fulham.

Rio Ferdinand í ágætum málum

Í morgun kom í ljós að meiðsli varnarmannsins Rio Ferdinand hjá Manchester United eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Hann meiddist á nára í leiknum við Watford á laugardaginn og óttast var að hann yrði frá keppni út leiktíðina. Hann stefnir á að spila á ný næsta laugardag gegn Middlesbrough, en óvíst er hvort hann nær leiknum við Sheffield United annað kvöld.

Abramovich gaf Mourinho knús

Breskir fjölmiðlar veittu því mikla athygli í dag að Roman Abramovich eigandi og Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea, féllust í faðma eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins í gær. Því hefur verið haldið fram að samband þeirra félaga væri orðið ansi súrt, en Abramovich hefur látið sig vanta inn í búningsklefa hjá liðinu í vetur eins og undanfarin ár.

Duff úr leik hjá Newcastle

Írski landsliðsmaðurinn Damien Duff getur ekki leikið meira með liði Newcastle á leiktíðinni eftir að hann varð fyrir ökklameiðslum í tapinu gegn Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Duff er 28 ára gamall og kom til félagsins frá Chelsea fyrir fimm milljónir punda síðasta sumar.

Leikmannasamtökin tilnefna leikmenn ársins

Nú er búið að tilnefna þá knattspyrnumenn sem koma til greina í valinu á knattspyrnumanni ársins hjá leikmannasamtökunum í ensku úrvalsdeildinni, en valið samanstendur af atkvæðum knattspyrnumannanna sjálfra. Cristiano Ronaldo og Didier Drogba þykja báðir líklegir til að hampa titlinum að þessu sinni.

Stjarnan í deildarbikarinn

Handbolti Stjarnan úr Garðabæ tryggði sér í gær fjórða sæti DHL-deildar karla þegar liðið lagði Akureyri, 35-31, í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið sem tryggir sæti í deildarbikarnum að lokinni deildarkeppninni.

Sjá næstu 50 fréttir