Deildarkeppnin búin í NBA - Allt klárt fyrir úrslitakeppnina 19. apríl 2007 13:15 Leikmenn Golden State stigu stríðsdans í búningsklefanum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 13 ár NordicPhotos/GettyImages Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Síðasta umferðin í deildarkeppni NBA fór fram í nótt og þar réðist hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. Segja má að ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað í síðustu umferðinni, því nokkur lið höfðu sætaskipti á lokasprettinum. Cleveland lagði Milwaukee 109-96 þar sem LeBron James skoraði 24 stig fyrir Cleveland en Earl Boykins var með 28 stig hjá Milwaukee. Sigur Cleveland (á meðan Chicago tapaði) þýddi að liðið náði öðru sæti Austurdeildar með góðum lokaspretti. Orlando lagði Miami auðveldlega 94-68 þar sem Miami hvíldi sína bestu menn. Bæði lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Philadlephia lagði Toronto 122-119, en Toronto var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. New York lagði Charlotte og þar með tapaði Bernie Bickerstaff síðasta leik sínum sem þjálfari Charlotte. Eddy Curry var stigahæstur hjá New York með 28 stig og þar á meðal sigurkörfuna í blálokin. Detroit lagði Boston 91-89 þar sem Flip Murray skoraði sigurkörfu Detroit um leið og lokaflautið gall - og lét það ekki á sig fá að skotárás var gerð á heimili hans kvöldið áður (?) Minnesota tryggði sér á vafasaman hátt sæti í lotteríinu í nýliðavalinu með því að tapa fyrir 116-94 Memphis, en sigur hefði þýtt að liðið hefði ekki komist í lotteríið. Washington lagði Indiana 98-95 og fékk 7. sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Indiana lauk þar með sínu lélegasta tímabili í háa herrans tíð og hafa stjórnarmenn félagsins boðið mikla tiltekt í herbúðum liðsins í sumar. Varalið Denver lagði varalið San Antonio 100-77 í einstaklega óeftirminnilegum leik, en allar helstu stjörnur liðanna sátu á bekknum þar sem liðin höfðu þegar tryggt sér föst sæti í úrslitakeppninni og mætast þar í fyrstu umferð um helgina. Sömu sögu var að segja af Utah og Houston. Utah vann sigur 101-91 í Salt Lake City og þessi lið munu mætast í fyrstu umferð Vesturdeildar sem liðin í fjórða og fimmta sæti - en Houston er þar með heimavallarréttinn þar sem liðið var með einum leik betri árangur. Golden State tryggði sér áttunda sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland 120-98 á útivelli, en liðið var reyndar þegar orðið öruggt með sætið því að helstu keppinautar þess LA Clippers tapaði fyrir New Orleans 86-83 og missir af úrslitakeppninni - eins og til að kóróna ömurlegt keppnistímabil. Golden State hafði ekki tryggt sér sæti í úrslitakeppninni í 13 ár í röð - sem var lengsta gúrkutíð sinnar tegundar í NBA. Þess má geta að síðast þegar liðið komst í úrslitakeppnina, var það í síðustu stjórnartíð Don Nelson þjálfara sem tók aftur við liðinu í haust. Loks vann lið deildarkeppninnar Dallas auðveldan útisigur á Seattle 106-75 þar sem Dallas tefldi fram lykilmönnum sínum á ný. Sigurinn tryggði Dallas 67. sigurinn í vetur sem er einstakur árangur en Seattle vann aðeins 31 leik og er það versti árangur liðsins í tvo áratugi. Það er því ljóst að úrslitakeppni Austur- og Vesturdeildar raðast upp eins og hér segir, en úrslitakeppnin byrjar á fullu á laugardagskvöldið: Austurdeild: 1 Detroit - 8 Orlando 2 Cleveland - 7 Washington 3 Toronto - 6 New Jersey 4 Miami - 5 Chicago*Vesturdeild: 1 Dallas - 8 Golden State 2 Phoenix - 7 LA Lakers 3 San Antonio - 6 Denver 4 Utah - 5 Houston* *Chicago og Houston hafa heimavallarréttinn vegna betri árangurs.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira