Fleiri fréttir

Fylkir lagði Hauka

Fylkir vann afar mikilvægan 26-24 sigur á Haukum í fallbaráttunni í DHL-deild karla í handbolta í dag. Þá vann botnlið ÍR óvæntan útisigur á Stjörnunni 26-25 og fyrr í dag vann Fram sigur á Akureyri 29-27.

Ensku leikmennirnir voru skelfingu lostnir

Enski landsliðsmaðurinn Luke Young segir að nokkrir af leikmönnum liðsins sem ekki tóku þátt í leiknum við Andorra á dögunum hafi óttast um öryggi sitt á leiknum við Andorra á miðvikudaginn.

Tottenham í sjötta sæti eftir fimmta sigurinn í röð

Tottenham vann í dag verðskuldaðan sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni 1-0 með marki Robbie Keane úr vítaspyrnu. Hafi vítaspyrnudómurinn verið umdeildur, voru heimamenn sterkari aðilinn í leiknum og fóru að venju illa með fjölda dauðafæra. Tottenham er komið í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar eftir fimm sigra í röð og mætir Chelsea í næstu umferð. Ívar Ingimarsson var fyrirliði Reading í dag en Brynjar Björn Gunnarsson var allan tímann á varamannabekknum.

Loeb vann öruggan sigur í Portúgal

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb vann í dag öruggan sigur í portúgalska rallinu þegar hann kom í mark rúmum 37 sekúndum á undan finnska ökuþórnum Marcus Grönholm. Frakkinn magnaði vann 10 af 18 sérleiðum í rallinu og hefur nú unnið 31 keppni á ferlinum - fleiri en nokkur annar ökumaður í sögu HM í ralli. Grönholm hefur þó enn tveggja stiga forystu á heimsmeistaramótinu í byrjun keppnistímabils.

Ívar byrjar gegn Tottenham

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem sækir Tottenham heim á White Hart Lane klukkan 15. Brynjar Björn Gunnarsson er á varamannabekk Reading.

Laporta: Ronaldinho verður áfram hjá Barcelona

Forseti Barcelona segir að brasilíski snillingurinn Ronaldinho sé ánægður hjá félaginu og segir að honum sé frjálst að leika með liði Barcelona eins lengi og hann vill. Laporta forseti átti fund með umboðsmanni leikmannsins um helgina og fullvissar stuðningsmenn Barcelona að ekkert sé til í því að hann sé á leið til AC Milan eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum undanfarið.

Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld

Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld.

Íslendingaslagur í beinni á DR1

Stórleikur helgarinnar í danska handboltanum er án efa viðureign FCK og GOG en hann hefst nú klukkan 14 og er sýndur beint á DR1 sem er rás 70 á fjölvarpinu. Með FCK leika þeir Arnór Atlason og Gísli Kristjánsson, en landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson gengur til liðs við GOG á næsta keppnistímabili. Liðin eru í 1. og 3. sæti deildarinnar.

Frábær dagskrá á Sýn í dag

Það verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og jafnan um helgar. Dagskráin hefst á spænska boltanum, þá verður stórleikur í NBA deildinni og svo verður bein útsending frá PGA mótaröðinni í golfi í kvöld.

McClaren: Ég læt ekki flæma mig burt

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist ekki ætla að láta neikvæða gagnrýni og hatursfulla stuðningsmenn flæma sig á brott úr starfi. Hann segir að aldrei hafi komið til greina að segja starfi sínu lausu á erfiðri síðustu viku.

Góður sigur hjá Minden

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Íslendingalið Minden lagði Hildesheim 27-21 þar sem Einar Örn Jónsson skoraði 5 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson 2. Þá tapaði Wilhelmshavener stórt fyrir Balingen á útivelli 35-20 þar sem Gylfi Gylfason skoraði 1 mark fyrir gestina. Wilhelmshavener er í 11. sæti deildarinnar en Minden í sætinu á eftir.

Barcelona á toppnum

Barcelona vann í gærkvöld mikilvægan sigur á Deportivo 2-1 í spænsku deildinni í knattspyrnu og náði þar með þriggja stiga forystu á Sevilla sem er í öðru sætinu, en á leik til góða.

Hughes: United verður ekki stöðvað

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að liðið verði ekki stöðvað á leið sinni að enska meistaratitlinum eftir stórsigur á lærisveinum hans í gær, 4-1.

NBA - Tveir leikir í framlengingu

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda.

Svekkjandi fyrir Skjern

Danska handboltafélagið Skjern, sem Aron Kristjánsson stýrir og Íslendingarnir Vignir Svavarsson, Vilhjálmur Ingi Halldórsson og Jón Þorbjörn Jóhannesson leika með, féll úr leik á grátlegan hátt í undanúrslitum EHF-bikarsins í gær. Þá tapaði liðið gegn spænska liðinu Aragon, 29-24, og því samanlagt með einu marki, 55-54. Vignir skoraði þrjú mörk fyrir Skjern en hinir Íslendingarnir voru með eitt mark hvor.

Tottenham yfir í hálfleik

Tottenham hefur yfir 1-0 í hálfleik gegn Reading í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Keane skoraði mark heimamanna úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé en vítaspyrnudómurinn var nokkuð loðinn. Leikurinn hefur verið fjörlegur og ættu bæði lið með öllu að hafa skorað 2-3 mörk hvort.

Loeb í lykilstöðu í Portúgal

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur mjög góða stöðu fyrir lokadaginn í portúgalska rallinu sem lýkur í dag. Loeb vann allar sex sérleiðirnar í gær og hefur meira en 40 sekúndna forskot á Finnann Marcus Grönholm á Ford. Mikko Hirvonen er í þriðja sæti tæpri mínútu á eftir heimsmeistaranum.

Þorvaldur Árni sigraði Ístölt 2007

Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigraði Ístöltið í gærkveldi á Rökkva frá Hárlaugsstöðum fyrir fullu húsi í Skautahöllinni í Laugardal. Það sem kom á óvart var að hestar á borð við Þórodd frá Þóroddsstöðum, Markús frá Langholtsparti og Leikni frá Vakurstöðum voru allir í B-úrslitum.

AZ saxaði á forskot PSV

AZ Alkmaar saxaði í dag á forskot PSV Eindhoven á toppi hollensku deildarinnar í knattspyrnu. AZ vann 2-0 sigur á Waalwijk þar sem Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliðinu, en PSV gerði 1-1 jafntefli við NAC Breda. PSV er með 68 stig á toppnum, AZ hefur 63 og Ajax 62 og á leik til góða á morgun. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hollensku deildinni.

Valencia lagði Espanyol

Valencia skaust í þriðja sætið í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið lagði Espanyol 3-2 í hörkuleik þar sem David Villa, Miguel Angulo og Vicente skoruðu mörk heimamanna á Mestalla. Luis Garcia og Alberto Riera skoruðu mörk gestanna. Real Madrid getur náð þriðja sætinu á ný með sigri á Osasuna á morgun.

Roma tapaði stigum

Roma tapaði dýrmætum stigum í titilbaráttunni á Ítalíu í kvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við AC Milan. Rómverjar náðu forystu í leiknum með marki Philippe Mexes á fjórðu mínútu, en mjög vafasamt mark Alberto Gilardino jafnaði fyrir Milan. Markið kom í kjölfar umdeildrar aukaspyrnu sem dæmd var á Rómverja, sem eru nú 17 stigum á eftir Inter sem á leik til góða.

United var tveimur mínútum frá titlinum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi að líklega hafi Manchester United verið tveimur mínútum frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn í dag. Chelsea tryggði sér sigur á Watford á elleftu stundu með marki Salomon Kalou og stjórinn sagði að líklega hefði jafntefli þýtt að lið sitt hefði ekki geta náð United að stigum.

Ferguson: Einn besti leikur okkar í vetur

Sir Alex Ferguson var skiljanlega ánægður með frammistöðu sinna manna í Manchester United í síðari hálfleik í dag þegar liðið burstaði Blackburn 4-1 eftir að fara 1-0 undir til búningsherbergja í hálfleik.

KR-ingar voru ekki með sjálfum sér

"Þetta var furðulegur leikur og það hefur örugglega ekki verið gaman að horfa á hann," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn dýrmæta á KR í kvöld og þakkaði KR-ingum að hafa leyft Justin Shouse að skora sigurkörfuna með sniðskoti í lokin.

Brynjar var frábær

"Það er orðið ansi hart að tapa tveimur leikjum í röð með þessum hætti. Brynjar skoraði meira en helming stiga liðsins í dag og hann var eini maðurinn sem var í lagi hjá okkur í sóknarleiknum," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir tap hans manna gegn Snæfelli í dag.

Kalou tryggði Chelsea sigur á elleftu stundu

Framherjinn Salomon Kalou var hetja Chelsea í dag þegar liðið vann 1-0 útisigur á botnliði Watford í ensku úrvalsdeildinni. Kalou skoraði sigurmark meistaranna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og því er munurinn á Chelsea og Man Utd enn sex stig eftir leiki dagsins.

HK vann öruggan sigur á Val

HK komst í dag upp að hlið Vals á toppi DHL-deildar karla með 29-22 sigri á heimavelli í einvígi liðanna. Liðin hafa bæði hlotið 27 stig. Jafnt var á með liðunum í hálfleik en heimamenn stungu af í þeim síðari og unnu öruggan sigur.

Haukar í úrslit

Haukastúlkur tryggðu sér í dag sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna með öruggum sigri á Stúdínum í oddaleik 81-59. Haukar unnu því einvígið 3-2 og mæta Keflavík í úrslitum mótsins.

Snæfell lagði KR

Snæfell hefur náð lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir dramatískan 63-61 í vesturbænum í dag. Snæfell var yfir lengst af í síðari hálfleik en Brynjar Björnsson hélt KR inni í leiknum með skotsýningu. Það var Justin Shouse sem tryggði gestunum sigurinn með sniðskoti skömmu fyrir leikslok og Snæfell leiðir því 2-1 og getur klárað einvígið á heimavelli í fjórða leiknum.

HK lagði Hauka

Tveir leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag. HK vann góðan sigur á Haukum í Digranesi 29-25 og ÍBV burstaði FH 37-17 í Eyjum. Stjarnan hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og hefur 35 stig á toppnum, Grótta hefur 31 stig í öðru sæti, Valur 28 í þriðja og Haukar 27 í fjórða.

Bayern heldur í vonina

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eiga enn veika von um að verja titilinn í vor eftir góðan 2-0 sigur á toppliði Schalke í dag. Bayern er nú taplaust í átta heimaleikjum í röð og er í fjórða sæti. Schalke hefur sex stiga forystu á meistarana en hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Bremen náði aðeins jafntefli gegn Cottbus og er í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir Schalke.

Vidic frá í mánuð

Manchester United varð fyrir miklu áfalli í dag þegar varnarmaðurinn sterki Nemanja Vidic datt illa í leiknum gegn Blackburn og fór úr axlarlið. Hann verður frá í einar fjórar vikur vegna þessa og verður því væntanlega ekki mikið meira með liði United á mikilvægum lokasprettinum í vor.

United hrökk í gang í síðari hálfleik

Manchester United heldur stöðu sinni á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að liðið burstaði Blackburn 4-1 í dag eftir að hafa verið undir á heimavelli í hálfleik. West Ham vann gríðarlega mikilvægan sigur á Middlesbrough á heimavelli 2-0 og Hermann Hreiðarsson fiskaði vítaspyrnu sem tryggði Charlton mikivæg 3 stig í botnbaráttunni.

West Ham í góðum málum - United undir

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. West Ham er í góðum málum gegn Middlesbrough og hefur yfir 2-0 gegn Middlesbrough. Manchester United er undir 1-0 á heimavelli gegn Blackburn og Portsmouth er yfir 1-0 á útivelli gegn Fulham. Markaskorara má finna á boltavaktinni.

Eggert Magnússon: Lækkum ekki miðaverð

Eggert Magnússon segir að ekki komi til greina að lækka miðaverð á leiki West Ham þó nokkur önnur lið í ensku úrvalsdeildinni hafi gripið til þess ráðs að undanförnu. Nokkur félög hafa þar að auki ákveðið að frysta miðaverð fyrir næstu leiktíð, en Eggert segir stuðningsmenn West Ham vera með næst hæstu meðaltekjur stuðninsmanna í ensku úrvalsdeildinni og því sjái hann ekki ástæðu til að lækka verðið.

Ólíklegt að West Ham verði refsað

Að öllum lílindum verða ekki dregin stig í refsiskyni af West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eins og gefið hefur verið í skyn. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur undanfarið rannsakað leikmannaskipti Argentínumannanna Javier Mascherano og Carlos Tevez frá Brasilíu til West Ham í ágúst síðastliðnum en þar þykir ekki allt með felldu.

Crouch með þrennu í stórsigri Liverpool

Peter Crouch sneri aftur í lið Liverpool með tilþrifum í dag þegar hann skoraði þrennu í stórsigri liðsins á Arsenal á Anfield 4-1. Daniel Agger var einnig á skotskónum fyrir heimamenn en William Gallas minnkaði muninn fyrir Arsenal.

Þjálfari Letta hættur

Jurijs Andrejevs, þjálfari lettneska landsliðsins, sagði starfi sínu lausu í gær í kjölfar ósigurs liðs hans gegn lægra skrifuðum grönnunum í Liechtenstein í undankeppni EM á dögunum. Liðin leika með Íslendingum í riðli í undankeppninni og hafa 3 stig líkt og íslenska liðið.

Sex efstir og jafnir á Shell mótinu

Sex kylfingar deila efsta sætinu að loknum tveimur hringjum á Opna Shell Houston mótinu í golfi sem er liður í PGA mótaröðinni. Sýn verður með beina útsendingu frá mótinu annað kvöld.

Grótta burstaði Val og færði Stjörnunni titilinn

Valsstúlkur voru fyrir leikinn í gærkvöld eina liðið í deilidnni sem gat komist upp fyrir Stjörnuna í deildinni þó líkurnar væru afar litlar. En Valsstúlkur steinlágu fyrir Seltirningum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi með 9 marka mun, 29-20.

Robben í hnéuppskurð

Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben verður tæplega meira með Chelsea á leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í uppskurð á hné. Ákveðið var að hann færi undir hnífinn eftir að hann kom úr landsleikjunum með Hollendingum á föstudaginn. Þessi tíðindi hafa skiljanlega vakið litla hrifningu hjá knattspyrnustjóra Chelsea, sem þykir blóðugt að fá hann meiddan heim eftir að hann spilaði 90 mínútur fyrir þjóð sína á miðvikudag.

Birgir Leifur úr leik í Portúgal

Enski kylfingurinn Ross McGowan er í forystu á opna portúgalska golfmótinu eftir annan daginn en hann er á sex höggum undir pari eftir að hafa leikið á -3 báða fyrstu dagana. Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegn um niðurskurð þrátt fyrir ágætan hring í gær þar sem hann lauk keppni á höggi undir pari.

Sjöttu gullverðlaunin hjá Phelps

Bandaríski sundkappinn Michael Phelps vann í nótt sjöttu gullverðlaunin sín á HM í sundi í Melbourne þegar hann sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 50,77 sekúndum. Heimsmeistarinn og landi hans Ian Crocker varð annar á 50,82 sekúndum.

Ragnheiður í 34. sæti

Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR varð í nótt í 34. sæti í 50 metra skriðsundi á HM í Melbourne í nótt. Ragnheiður kom í mark á tímanum 26,67 sekúndum og var hársbreidd frá Íslandsmeti sínu en náði ekki í undanúrslitin.

Sjá næstu 50 fréttir