Fleiri fréttir

Lykilleikur lokaúrslitanna

Njarðvíkingar hafa ekki tapað á heimavelli í sextán mánuði og hafa nú unnið 29 leiki í röð í Ljónagryfjunni. Sagan segir að KR-ingar verða að vinna þar í dag því síðustu þrettán ár hefur ekkert lið komið til baka úr stöðunni 1-2.

Mun sitja áfram með Njarðvíkingum

Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR.

United yfir í hálfleik

Manchester United hefur yfir 2-1 gegn Watford í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem nú stendur yfir. Wayne Rooney kom United yfir eftir 7 mínútur með þrumuskoti en Bouazza jafnaði á 26. mínútu með snyrtilegri afgreiðslu. Cristiano Ronaldo kom United svo aftur yfir tveimur mínútum síðar, en Rio Ferdinand er farinn meiddur af leikvelli hjá United.

Haukar yfir eftir þrjá leikhluta

Haukastúlkur hafa yfir 63-60 gegn Keflavík þegar leiknir hafa verið þrír leikhlutar í fjórða leik liðanna í Keflavík í úrlistaeinvíginu í Iceland Express deildinni. Leikurinn hefur verið sveiflukenndur og bæði lið hafa náð 10 stiga forystu á köflum. Leikurinn fer fram í Keflavík, þar sem heimamenn geta knúið oddaleik í einvíginu með sigri.

Njarðvík yfir eftir þrjá leikhluta

Njarðvíkingar hafa tekið forystuna gegn KR 75-68 eftir þrjá leikhluta eftir að hafa verið undir í hálfleik. KR-ingar skoruðu ekki stig í rúmar þrjár mínútur í upphafi síðari hálfleiks og heimamenn gengu á lagið og náðu mest um 10 stiga forystu. Þetta er þriðji leikur liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar.

KR yfir í hálfleik

KR-ingar hafa enn yfir þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þriðja leik liðsins gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Brenton Birmingham er stigahæstur Njarðvíkinga með 16 stig en Tyson Patterson er kominn með 18 stig hjá KR. Leikurinn er í beinni á Sýn.

KR yfir eftir fyrsta leikhluta

KR-ingar hafa yfir 22-20 eftir fyrsta leikhluta í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar, en leikið er í Njarðvík. Leikurinn hefur verið mjög harður og hátt spennustig einkennir leik beggja. Tyson Patterson hefur verið maður leiksins til þessa og er kominn með 12 stig hjá KR.

Jafnt í hálfleik hjá Arsenal og Bolton

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í leik Arsenal og Bolton er jöfn 1-1 þar sem Rosicky og Anelka skoruðu mörkin. Reading hefur yfir 1-0 gegn Fulham þar sem Brynjar Björn Gunnarsson eru í byrjunarliði Reading og Heiðar Helguson hjá Fulham. Það var Stephen Hunt sem skoraði mark Reading.

Hiddink: Chelsea ekki á dagskrá

Guus Hiddink vísar því alfarið frá að hann sé að taka við Chelsea af Jose Mourinho í sumar. Mikið hefur verið skrifað um það í vetur að Mourinho sé á förum frá félaginu venga deilna við Roman Abramovich eiganda Chelsea.

Dagný og Björgvin sigruðu í stórsvigi

Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri og Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sigruðu í dag í stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli. Önnur í kvennaflokki varð Salome Tómasdóttir og þriðja Tinna Dagbjartsdóttir en þær eru einnig á heimavelli.

Stór Keflavíkursigur á Spáni

Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu dvelja nú á Spáni við æfingar og í gærkvöldi mættu þeir Isla Cristina í æfingaleik sem Keflavík rótburstaði 6-0. Þórarinn Brynjar Kristjánsson gerði tvö mörk í leiknum fyrir Keflavík.

Mounir með Grindavík í Tyrklandi

Sóknarmaðurinn Mounir Ahandour sem leikið hefur með knattspyrnuliði Grindavíkur síðustu tvö ár hitti Grindvíkinga í Tyrklandi á dögunum þar sem Milan Stefán Jankovic, þjálfari þeirra gulu, mun fylgjast með leikmanninum við æfingar og í æfingaleikjum með Grindavík.

Undirbúa sig fyrir golfsumarið

Ungmenni úr golfklúbbnum Leyni skelltu sér í æfingaferð til Novo Santai Petri á Spáni. Það var Karl Ómar Karlsson golfkennari sem var umsjónamaður ferðarinnar. Í hópnum eru 22 strákur og stelpur ásamt tveimur fararstjórum og einu foreldri. Ferðin er liður í undirbúningi þeirra fyrir golfsumarið sem óðum nálgast.

Ítalir herma eftir Englendingum

Ítalir hafa ákveðið að taka upp öryggiskerfi á knattspyrnuleikjum sem byggir á enskri fyrirmynd. Sem stendur sér lögreglan um gæslu á leikjum á Ítalíu en í Englandi sjá sérstakir gæslumenn um öryggisvörslu á leikjum.

Slúðrið í enska í dag

Slúðrið er vinsælt í boltanum og hérna er yfirlit yfir það helsta sem að BBC tíndi til frá hinum ýmsu bresku fjölmiðum í dag.

Ronaldo skrifar undir fimm ára samning

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við liðið. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hins 22 ára Portúgala og var rætt um Real Madrid og Barcelona í því samhengi.

þeir kalla sig viskí og vindlaklúbbinn.

Já þegar fréttaritari Vísi.is var að vafra um veraldarvefinn í gærkveldi, rakst hann á skemmtilega síðu að nafni www.wv-club.com. Þetta eru hressir íslenskir strákar sem eiga það sameiginlegt að vera forfallnir hjólamenn og áhugasamir tónlistarmenn.

Houllier áfram hjá Lyon á næstu leiktíð

Geard Houllier verður áfram knattspyrnustjóri franska liðsins Lyon á næstu leiktíð, að því er stjórnarformaður félagins segir í samtali við franska íþróttablaðinu L'Equipe í dag.

50 stig Bryants dugðu ekki gegn Clippers

Kobe Bryant skoraði 50 stig fyrir LA Lakers gegn nágrannaliðinu LA Clippers í NBA-deildinni í nótt en það dugði ekki til sigurs því Clippers vann 118-110. Corey Magette átti stórleik hjá Clippers og skoraði 39 stig sem er persónlegt met hjá honum í deildinni.

Sola: Við verðum að stela einum í Njarðvík

"Ég var ekki að spila vel í þessum leik," sagði Jeremiah Sola sem var aðeins með 4 stig þegar Benedikt Guðmundsson lét hann sitja á bekknum í nokkrar mínútur á milli þriðja og fjórða leikhluta í leiknum gegn Njarðvík í kvöld.

Pálmi Freyr: Áhorfendurnir voru frábærir

Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur KR-inga í sigrinum á Njarðvík í kvöld með 19 stig. Hann sagði stuðning áhorfenda hafa ráðið miklu fyrir KR í kvöld og vonast til að liðið nái að sigra í þriðja leiknum í Njarðvík á laugardaginn.

Benedikt Guðmunds: Einvígið er rétt að byrja

"Við fórum mjög vel yfir það hvað gerðist hjá okkur í fjórða leikhlutanum í síðasta leik og við vorum einfaldlega ekki nógu beittir. Um leið og menn fara að einbeita sér og gera hlutina sem þeir eiga að vera að gera, gengur þetta allt miklu betur," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR í samtali við Arnar Björnsson á Sýn í kvöld.

Jol: Sevilla greip okkur í bólinu

Martin Jol viðurkenndi að hræðileg byrjun hans manna í Tottenham hefði gert út um vonir þeirra á áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Tottenham lenti undir 2-0 eftir sjö mínútur og eftir það var róðurinn liðinu skiljanlega þungur.

Valsmenn upp að hlið HK

Valur er kominn aftur upp að hlið HK á toppi DHL-deildar karla eftir að liðið burstaði Íslandsmeistara Fram 29-19 í stórleik kvöldsins. Valur og HK hafa 29 stig á toppnum og ljóst að spennan verður gríðarleg í síðustu umferðunum. Fram er með 22 stig í þriðja sæti deildarinnar.

Seiglusigur KR á Njarðvík

KR jafnaði metin í úrslitaeinvíginu við Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld með 82-76 baráttusigri í öðrum leik liðanna. Njarðvík var yfir allan leikinn, en Jeremiah Sola skoraði 7 af 9 stigum KR í mikilli rispu á lokamínútunum og tryggði heimamönnum sigur. Staðan í einvíginu er því jöfn 1-1 og næsti leikur er í Njarðvík á laugardaginn.

Tottenham úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu

Enska liðið Tottenham féll í kvöld úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-2 jafntefli við ríkjandi meistarana í Sevilla. Spænska liðið vann fyrri leikinn á Spáni 2-1. Möguleikar Tottenham voru nánast úr sögunni eftir að liðið lenti undir 2-0 eftir aðeins sjö mínútur. Heimamenn gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn í 2-2 með mörkum frá Aaron Lennon og Jermain Defoe, en auk þess átti liðið ef til vill að fá vítaspyrnu í leiknum og átti stangarskot í fyrri hálfleik.

Aðstoðarþjálfari Keflavíkur í þriggja leikja bann

Aganefnd KKÍ dæmdi í dag Agnar Gunnarsson, aðstoðarþjálfara Keflavíkur, í þriggja leikja bann fyrir að gefa Helenu Sverrisóttur hjá Haukum olnbogaskot undir lok þriðja leiks Keflavíkur og Hauka í úrslitum Iceland Express deildarinnar.

Curbishley: Erfiðara en ég hélt að taka við West Ham

Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hjá West Ham segist ekki hafa búist við því að hans biði jafn erfitt verkefni en raun bar vitni þegar hann tók við liðinu af Alan Pardew á sínum tíma. Liðið vann ekki sigur í fyrstu 11 leikjum sínum undir hans stjórn, en hefur aðeins verið að vakna til lífsins í síðustu leikjum.

Stuðningsmenn United beðnir að draga úr áfengisneyslu

Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið þess á leit við stuðningsmenn Manchester United að stilla áfengisneyslu í hóf þegar liðið sækir AC Milan heim í Meistaradeildinni í byrjun næsta mánaðar. Talsmaður UEFA segir að hluta þeirra vandamála sem komið hafi upp á leikjum undanfarið megi rekja til ofdrykkju.

Hamilton í sögubækurnar?

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren á möguleika á að rita nafn sitt í sögubækur í Barein-kappakstrinum í Formúlu 1 á sunnudaginn. Þar getur hann orðið fyrsti nýliðinn til að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur keppnum sínum á ferlinum.

Bernd Schuster tekur við Real Madrid

Þýski knattspyrnuþjálfarinn Bernd Schuster hefur skrifað undir samning við spænska stórveldið Real Madrid og mun taka við þjálfun þess þann 1. júlí. Þetta fullyrða þýskir fjölmiðlar í dag og segja fulltrúa Schusters hafa staðfest tíðindin. Schuster er þjálfari Getafe í dag en fyrir hjá Real Madrid er ítalski þjálfarinn Fabio Capello.

Bellamy stefnir á að ná leiknum við Chelsea

Meiðsli framherjans Craig Bellamy hjá Liverpool eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu og segist hann vongóður um að verða orðinn heill þegar Liverpool mætir Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þann 25. apríl. Bellamy var borinn af velli gegn PSV í gærkvöldi meiddur á hné.

Real tilbúið að borga 7 milljarða fyrir Ronaldo

Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag að forráðamenn Real Madrid á Spáni hafi átt fund með forráðamönnum Manchester United þar sem þeir hafi boðist til að gera enska félaginu kauptilboð í Cristiano Ronaldo upp á ríflega 7 milljarða íslenskra króna. Ef af þessum viðskiptum verður, er ljóst að Ronaldo yrði dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

Mourinho: Ég þarf á Crespo að halda

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa mikinn áhuga á að fá argentínska framherjann Hernan Crespo aftur til félagsins í sumar. Crespo hefur verið á flóknum lánssamningi hjá Ítalíumeisturum Inter og segist yfir sig ánægður að vera kominn aftur til Ítalíu. Hann hefur skorað 10 mörk í deildinni í vetur og hefur lýst því yfir að hann vilji aldrei fara aftur til Englands.

Sanchez verður áfram með Norður-Íra

Forseti norður-írska knattspyrnusambandsins segist fullviss um að Lawrie Sanchez muni virða samning sinn við sambandið þó hann hafi samþykkt að taka við enska úrvalsdeildarliðinu Fulham til loka leiktíðar. Bresku blöðin greina hinsvegar frá því í dag að Fulham hafi boðið honum að sjöfalda laun hans ef hann samþykki að flytja sig formlega til Lundúna.

Eiður Smári kannast ekki við áhuga Man Utd

Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki kannast við meintan áhuga Manchester United um að fá hann í sínar raðir og segist reikna með að verða áfram hjá Spánarmeisturum Barcelona. Þetta segir hann í einkaviðtali við Sky sjónvarpsstöðina í dag.

Einn leikfær varnarmaður hjá Tottenham

Miðvörðurinn Ledley King mun væntanlega verða í byrjunarliði Tottenham í fyrsta skipti síðan um jólin þegar liðið tekur á móti Sevilla í síðari leiknum í 8-liða úrslitum UEFA keppninnar í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:45 en spænska liðið vann fyrri leikinn 2-1.

Detroit hirti efsta sæti Austurdeildar

Detroit Pistons tryggði sér í nótt efsta sæti Austurdeildarinnar í NBA og verður liðið því með heimavallarrétt alla leið í úrslitin. Miami tryggði sér sigur í Suðaustur deildinni með sigri á Washington.

Njarðvík leiðir eftir þrjá leikhluta

Njarðvíkingar eru fjórum stigum yfir 62-58 þegar einn leikhluti er eftir af leiknum við KR í DHL-Höllinni. KR náði að jafna strax í upphafi leikhlutans en vörn gestanna hefur verið mjög sterk. Stemmingin í vesturbænum er frábær og syngja stuðningsmenn fullum hálsi á pöllunum.

Njarðvík yfir í hálfleik

Njarðvíkingar eru enn yfir 46-40 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í öðrum leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Gestirnir hafa verið skrefinu á undan allan leikinn og er Jóhann Ólafsson þeirra atkvæðamestur með 15 stig og Jeb Ivey 10, en hjá KR er Tyson Patterson með 11 stig og Pálmi Sigurgeirsson með 10. Leikurinn er í beinni á Sýn.

Njarðvík leiðir eftir fyrsta leikhluta

Njarðvíkingar hafa yfir 30-26 gegn KR þegar einum leikhluta er lokið í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar. Leikurinn hefur verið sveiflukenndur og mjög fjörugur í byrjun en gestirnir verið skrefinu á undan. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sevilla leiðir í hálfleik

Sevilla hefur yfir 2-0 gegn Tottenham þegar flautað hefur verið til leikhlés í síðari leikjunum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Sevilla komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur með sjálfsmarki og marki frá Freddie Kanoute og nú þurfa heimamenn fjögur mörk í síðari hálfleik til að komast í undanúrslitin. Leikurinn er í beinni á Sýn Extra.

Sevilla komst í 2-0 eftir sjö mínútur

Sevilla er komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða eftir sannkallaða draumabyrjun í síðari leiknum gegn Tottenham á White Hart Lane. Spænska liðið komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik og leiðir 4-1 samanlagt. Fyrra markið var sjálfsmark á þriðju mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, skoraði það síðara.

Sjá næstu 50 fréttir