Fleiri fréttir Dida fer ekki til Barcelona Brasilíski markvörðurinn Dida hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið sitt AC Milan á Ítalíu og bundið þannig enda á vangaveltur um framtíð sína. Dida hafði sterklega verið orðaður við Barcelona, til að leysa hinn mistæka Victor Valdés af á næstu leiktíð. 10.3.2007 18:45 Mourinho viðurkennir deilur við Abramovich Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hafa lent í deilu við eiganda félagsins, rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich, en bætir við að sú deila hafi verið leyst á tiltölulega skömmum tíma. Í dag sé allt í himnalagi á milli þeirra og segist Mourinho ekki vera á leið frá Chelsea í nánustu framtíð. 10.3.2007 18:15 Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot. 10.3.2007 17:29 Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt. 10.3.2007 17:17 Eradze fer á kostum í Höllinni Stjarnan er með örugga forystu, 16-9, í hálfleik gegn Fram í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Ljóst er að það bíður Frömurum verðugt verkefni í síðari hálfleik að vinna upp muninn en Roland Valur Eradze í marki Stjörnunnar hefur reynst leikmönnum liðsins erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Eradze hefur varið alls 14 skot. 10.3.2007 16:42 Eiður Smári segir Barcelona verða að rífa sig upp Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona megi ekki hengja haus þrátt fyrir að vera fallnir úr leik í Meistaradeild Evrópu og sér hann stórleikinn gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld sem kjörið tækifæri til að rífa menn upp. Eiður Smári er í hópnum hjá Barcelona fyrir leikinn í kvöld, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 21. 10.3.2007 16:14 Mourinho hefur litlar áhyggjur af samningamálum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur litlar áhyggjur af samningaviðræðum nokkurra sinna lykilmanna við stjórn félagsins og heldur fast í þá trú að hann muni halda öllum sínum bestu mönnum. Stjórnarformaður Chelsea segist ekki á þeim buxunum að sleppa hendinni af Frank Lampard. 10.3.2007 15:39 Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar. 10.3.2007 15:01 Þorey Edda kominn í gang á ný Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni. 10.3.2007 14:36 Jol ætlar að vinna titla með Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. 10.3.2007 14:21 Haukar í góðri stöðu í hálfleik Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni. 10.3.2007 13:57 Fegursti gæðingur 20. aldarinnar á Íslandi Hrímnir frá Hrafnagili á Vef TV Hestafrétta. Í maí árið 2001 var haldin stórsýningin Sunnlenskir - Norðlenskir hestadagar í reiðhöllinni í Víðidal og var Hrímnir frá Hrafnagili heiðursgestur þar. Björn Sveinsson eigandi Hrímnis var fenginn til að fara með hann suður, þá orðinn 26 vetra, var hann heiðraður sem ókrýndur konungur klárhestana. 10.3.2007 13:51 Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar. 10.3.2007 13:20 Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili. 10.3.2007 12:53 Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. 10.3.2007 12:47 Jafntefli við Íra Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við það írska í keppni um Algarve-bikarinn í Portúgal í kvöld. Það var Rakel Logadóttir sem kom Íslandi yfir á 36. mínútu en þær írsku jöfnuðu á 72. mínútu. Íslenska liðið er með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki en mæta Portúgölum á mánudag. 9.3.2007 22:14 Leiktímabilinu lokið hjá Henry Franski knattspyrnumaðurinn Thierry Henry leikur ekki meira með enska liðinu Arsenal á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann hefði meiðst á nára og í magavöðvum í leik gegn PEV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 9.3.2007 16:55 Crouch í nefaðgerð Peter Crouch, leikmaður Liverpool, fór í dag í aðgerð vegna nefbrots sem hann hlaut í sigurleik gegn Sheffield United fyrir tæpum tveim vikum og missir því að landsleikjum Englands gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM. 9.3.2007 16:28 Grant Langston verður á Daytona Yamaha ökumaðurinn Grant Langston verður með í Daytona supercrossinu nú um helgina. Langston braut á sér viðbeinið í Anaheim og hefur ekki verið með í síðastliðnum keppnum. 9.3.2007 16:11 Gillet og Hicks að ganga frá yfirtöku á Liverpool Bandarísku milljarðamæringarnir George Gillett og Tom Hicks hafa gengið frá yfirtöku á enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. 9.3.2007 16:09 Getum ekki leyft okkur að vanmeta Roma Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist virða andstæðinga sína í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, Roma, en liðin voru dregin saman í dag. 9.3.2007 15:14 Ensk rimma í úrslitaleik Meistaradeildar? Hugsanlegt er að ensk lið leiki til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en þau voru ekki dregin saman í átta liða úrslitum í dag. 9.3.2007 15:02 Shevchenko neitar að hafa rætt við þýskan fréttamann Úkraínski skóknarmaðurinn Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, neitar því að hafa rætt við fréttamann hjá netmiðli þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD en í viðtali við hann á Shevchenko að hafa ráðist gegn Jose Mourinho, þjálfara Chelsea. 9.3.2007 13:45 Ístölt á morgun á Svínavatni Það má búast við hörku keppni á ístöltinu sem haldið verður á Svínavatni á morgun laugardag. Það stefnir í eitt af stærstu ísmótum sem haldin hafa verið hér á landi, en um 170 skráningar eru á mótið. Ráslitinn er prýddur bestu knöpum og hrossum landsins, má þar nefna Hans Kjerúlf sem mætir með Júpíter frá Egilsstaðabæ, Þórður Þorgeirsson er skráður til leiks með Tígul frá Gýgjarhóli í B flokk og Ás frá Ármóti í A flokk. 9.3.2007 11:25 Liverpool mætir PSV og Man Utd leikur við Roma Liverpool mætir hollenska liðinu PSV og Manchester United leikur við Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í þau í Aþenu í morgun. Þá mætir Chelsea spænska liðinu Valencia en auk þess eigast stórliðin AC Milan og Bayern München við í átta liða úrslitum. 9.3.2007 11:09 Dregið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Dregið verður klukkan 11 í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en drátturinn fer fram í Aþenu þar sem úrslitaleikur keppninnar fer fram þann 23. maí. 9.3.2007 10:29 Ellefu sigrar í röð hjá Spurs í NBA-deildinni Manu Ginobili skoraði 31 stig, þar af fimm þriggja stiga kröfur, þegar San Antonio Spurs vann Sacramento Kings 100-93 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var ellefti sigur Spurs í röð í deildinni. 9.3.2007 10:21 Supercross í kvöld Kl. 21:35 í kvöld verður sýnt frá Supercrosskeppninni sem fram fór um síðustu helgi í ST.LOUIS. Spennandi keppni framundann.... 9.3.2007 10:20 Roberto Carlos hættir með Real Madríd í vor Brasilíski knattspyrnumaðurnn Roberto Carlos hyggst hætta að leika með spænska liðinu Real Madrid í vor eftir ellefu ára dvöl hjá konungsliðinu. Þetta kemur fram í viðtali við hann í spænska íþróttadagblaðinu Marca í dag. 9.3.2007 09:16 Philadelphia - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. 9.3.2007 08:30 Varanlega skaddaður eftir árás lukkudýrs Maður nokkur í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur höfðað skaðabótamál á hendur NBA liði Indiana Pacers. Hann segist búa við varanlegt líkamstjón eftir að hann varð fyrir árás lukkudýrs liðsins á leik fyrir ári, en það er sex feta há og blálit fígúra af kattarætt sem nefnist Boomer. 9.3.2007 04:03 UEFA Cup: Góður sigur Tottenham í Portúgal Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. 8.3.2007 23:51 Cannavaro og Carlos meiddir Varnarmennirnir Fabio Cannavaro og Roberto Carlos geta ekki leikið með liði Real Madrid þegar það mætir Barcelona í leik ársins á Spáni, en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða. Cannavaro verður frá í tvær vikur en Carlos í mánuð. Þá er Ronaldinho tæpur hjá Barcelona vegna meiðsla, en þessi stórslagur verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið. 8.3.2007 23:30 Dwight Yorke hættur með landsliðinu Framherjinn skæði Dwight Yorke hjá Trinidad og Tobago hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með landsliðinu. Yorke er 35 ára gamall og var fyrirliði þess þegar það vann sér óvænt sæti á HM í sumar. Yorke segist ætla að einbeita sér að því að spila með liði Sunderland í vetur þar sem stefnan er sett á að komast í úrvalsdeildina. 8.3.2007 23:00 Newcastle lagði AZ - Grétar skoraði sjálfsmark Newcastle lagði AZ Alkmaar 4-2 í æsilegum fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Grétar Rafn Steinsson kom enska liðinu á bragðið á 8. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark og þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer tryggðu Newcastle 4-1 stöðu í hálfleik. Shota Arveladze og Danny Koervermans (víti) skoruðu mörk AZ sem gætu reynst dýrmæt fyrir síðari leikinn. 8.3.2007 21:43 Fjölnismenn sluppu við fallið Lokaumferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór frá Þorlákshöfn féll í 1. deild ásamt Haukum eftir að liðið tapaði 91-86 á heimavelli fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur í kvöld. Á sama tíma unnu Fjölnismenn góðan sigur á Tindastól á heimavelli 94-87. Liðin urðu jöfn að stigum en Fjölnir vann innbyrðisviðureignir liðanna í vetur. 8.3.2007 21:12 Beckham spáir þrennu hjá Manchester United David Beckham hjá Real Madrid segir að fyrrum félagar hans í Manchester United hafi það sem til þarf til að endurtaka þrennuna glæsilegu frá því árið 1999 þegar liðið vann sigur í deild, bikar og Meistaradeildinni. 8.3.2007 20:08 Grétar Rafn skoraði sjálfsmark Það er ekki hægt að segja að Grétar Rafn Steinsson byrji vel með AZ Alkmaar í leiknum gegn Newcastle í Evrópukeppni félagsliða sem sýndur er beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Grétar skoraði sjálfsmark á áttundu mínútu leiksins og því hefur enska liðið fengið draumabyrjun. 8.3.2007 19:41 Sjö breytingar á íslenska liðinu Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert sjö breytingar á byrjunarliði kvennalandsliðsins sem leikur við Íra í Algarve Cup æfingamótinu í Portúgal á morgun. Þar ber hæst að Anna Björg Björnsdóttir verður í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-4-2 og hefst leikurinn klukkan 18 að íslenskum tíma á morgun. 8.3.2007 19:27 David Platt: Kampavínsbolti Arsenal skilar ekki titlum Fyrrum landsliðsmaðurinn David Platt segir að þó Arsenal spili fallega og skemmtilega knattspyrnu, verði liðið að fórna hluta af þeirri stefnu sinni ef það ætli sér að vinna fleiri titla. Hann segir liðið líka skorta markaskorara við hlið Thierry Henry. 8.3.2007 19:15 Grétar Rafn í byrjunarliði AZ gegn Newcastle Grétar Rafn Steinsson verður í byrjunarliði AZ Alkmaar á ný þegar liðið sækir Newcastle heim á St. James Park í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. Grétar gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla þegar það mætti Utrecht um helgina, en er nú klár í slaginn. 8.3.2007 19:01 Ronaldo ætlar að sitja fyrir nakinn Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan og fyrrum leikmaður Real Madrid, segir að leikmenn spænska liðsins vantreysti þjálfara sínum Fabio Capello. Ronaldo gagnrýnir vinnuaðferðir Ítalans harðlega, en þeir tveir áttu sem kunnugt er litla samleið hjá Real fyrr í vetur. Hann segist líka vera orðinn hundleiður á því að fólk kalli hann feitan. 8.3.2007 18:01 Ziege kominn á skrifstofuna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Christian Ziege hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gladbach. Ziege spilaði á sínum tíma 68 landsleiki fyrir Þjóðverja og spilaði með liðum eins og Liverpool, Tottenham og AC Milan. Gladbach er í mikilli fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þetta fornfræga félag verið í vandræðum síðustu ár. 8.3.2007 17:54 Lucas Neill: Allt í sóma hjá West Ham Ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill segir ekkert til í fréttaflutningi undanfarið sem lýst hefur upplausn í herbúðum West Ham. Neill segir að það eina sem skorti í liðið sé sjálfstraust, því margir af leikmönnum liðsins séu ungir og óreyndir. 8.3.2007 15:38 Ronaldinho tæpur fyrir stórleikinn á laugardag Brasilíumaðurinn Ronaldinho mætti ekki á æfingu hjá Barcelona í dag vegna tognunar í vinstri fæti. Hann mun gangast undir frekari læknisrannsóknir, en óttast er að hann missi af stórleiknum við Real Madrid á laugardagskvöldið. Endanleg ákvörðun um þáttöku leikstjórnandans verður líklega ekki tekin fyrr en á laugardag, en ljóst er að mikið er í húfi í leiknum. 8.3.2007 14:54 Sjá næstu 50 fréttir
Dida fer ekki til Barcelona Brasilíski markvörðurinn Dida hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið sitt AC Milan á Ítalíu og bundið þannig enda á vangaveltur um framtíð sína. Dida hafði sterklega verið orðaður við Barcelona, til að leysa hinn mistæka Victor Valdés af á næstu leiktíð. 10.3.2007 18:45
Mourinho viðurkennir deilur við Abramovich Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hafa lent í deilu við eiganda félagsins, rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich, en bætir við að sú deila hafi verið leyst á tiltölulega skömmum tíma. Í dag sé allt í himnalagi á milli þeirra og segist Mourinho ekki vera á leið frá Chelsea í nánustu framtíð. 10.3.2007 18:15
Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot. 10.3.2007 17:29
Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt. 10.3.2007 17:17
Eradze fer á kostum í Höllinni Stjarnan er með örugga forystu, 16-9, í hálfleik gegn Fram í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Ljóst er að það bíður Frömurum verðugt verkefni í síðari hálfleik að vinna upp muninn en Roland Valur Eradze í marki Stjörnunnar hefur reynst leikmönnum liðsins erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Eradze hefur varið alls 14 skot. 10.3.2007 16:42
Eiður Smári segir Barcelona verða að rífa sig upp Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona megi ekki hengja haus þrátt fyrir að vera fallnir úr leik í Meistaradeild Evrópu og sér hann stórleikinn gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld sem kjörið tækifæri til að rífa menn upp. Eiður Smári er í hópnum hjá Barcelona fyrir leikinn í kvöld, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 21. 10.3.2007 16:14
Mourinho hefur litlar áhyggjur af samningamálum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur litlar áhyggjur af samningaviðræðum nokkurra sinna lykilmanna við stjórn félagsins og heldur fast í þá trú að hann muni halda öllum sínum bestu mönnum. Stjórnarformaður Chelsea segist ekki á þeim buxunum að sleppa hendinni af Frank Lampard. 10.3.2007 15:39
Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar. 10.3.2007 15:01
Þorey Edda kominn í gang á ný Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni. 10.3.2007 14:36
Jol ætlar að vinna titla með Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. 10.3.2007 14:21
Haukar í góðri stöðu í hálfleik Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni. 10.3.2007 13:57
Fegursti gæðingur 20. aldarinnar á Íslandi Hrímnir frá Hrafnagili á Vef TV Hestafrétta. Í maí árið 2001 var haldin stórsýningin Sunnlenskir - Norðlenskir hestadagar í reiðhöllinni í Víðidal og var Hrímnir frá Hrafnagili heiðursgestur þar. Björn Sveinsson eigandi Hrímnis var fenginn til að fara með hann suður, þá orðinn 26 vetra, var hann heiðraður sem ókrýndur konungur klárhestana. 10.3.2007 13:51
Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar. 10.3.2007 13:20
Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili. 10.3.2007 12:53
Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. 10.3.2007 12:47
Jafntefli við Íra Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við það írska í keppni um Algarve-bikarinn í Portúgal í kvöld. Það var Rakel Logadóttir sem kom Íslandi yfir á 36. mínútu en þær írsku jöfnuðu á 72. mínútu. Íslenska liðið er með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki en mæta Portúgölum á mánudag. 9.3.2007 22:14
Leiktímabilinu lokið hjá Henry Franski knattspyrnumaðurinn Thierry Henry leikur ekki meira með enska liðinu Arsenal á þessu tímabili eftir að í ljós kom að hann hefði meiðst á nára og í magavöðvum í leik gegn PEV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. 9.3.2007 16:55
Crouch í nefaðgerð Peter Crouch, leikmaður Liverpool, fór í dag í aðgerð vegna nefbrots sem hann hlaut í sigurleik gegn Sheffield United fyrir tæpum tveim vikum og missir því að landsleikjum Englands gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM. 9.3.2007 16:28
Grant Langston verður á Daytona Yamaha ökumaðurinn Grant Langston verður með í Daytona supercrossinu nú um helgina. Langston braut á sér viðbeinið í Anaheim og hefur ekki verið með í síðastliðnum keppnum. 9.3.2007 16:11
Gillet og Hicks að ganga frá yfirtöku á Liverpool Bandarísku milljarðamæringarnir George Gillett og Tom Hicks hafa gengið frá yfirtöku á enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. 9.3.2007 16:09
Getum ekki leyft okkur að vanmeta Roma Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist virða andstæðinga sína í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, Roma, en liðin voru dregin saman í dag. 9.3.2007 15:14
Ensk rimma í úrslitaleik Meistaradeildar? Hugsanlegt er að ensk lið leiki til úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en þau voru ekki dregin saman í átta liða úrslitum í dag. 9.3.2007 15:02
Shevchenko neitar að hafa rætt við þýskan fréttamann Úkraínski skóknarmaðurinn Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, neitar því að hafa rætt við fréttamann hjá netmiðli þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD en í viðtali við hann á Shevchenko að hafa ráðist gegn Jose Mourinho, þjálfara Chelsea. 9.3.2007 13:45
Ístölt á morgun á Svínavatni Það má búast við hörku keppni á ístöltinu sem haldið verður á Svínavatni á morgun laugardag. Það stefnir í eitt af stærstu ísmótum sem haldin hafa verið hér á landi, en um 170 skráningar eru á mótið. Ráslitinn er prýddur bestu knöpum og hrossum landsins, má þar nefna Hans Kjerúlf sem mætir með Júpíter frá Egilsstaðabæ, Þórður Þorgeirsson er skráður til leiks með Tígul frá Gýgjarhóli í B flokk og Ás frá Ármóti í A flokk. 9.3.2007 11:25
Liverpool mætir PSV og Man Utd leikur við Roma Liverpool mætir hollenska liðinu PSV og Manchester United leikur við Roma í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í þau í Aþenu í morgun. Þá mætir Chelsea spænska liðinu Valencia en auk þess eigast stórliðin AC Milan og Bayern München við í átta liða úrslitum. 9.3.2007 11:09
Dregið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar Dregið verður klukkan 11 í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en drátturinn fer fram í Aþenu þar sem úrslitaleikur keppninnar fer fram þann 23. maí. 9.3.2007 10:29
Ellefu sigrar í röð hjá Spurs í NBA-deildinni Manu Ginobili skoraði 31 stig, þar af fimm þriggja stiga kröfur, þegar San Antonio Spurs vann Sacramento Kings 100-93 í NBA-deildinni í nótt. Þetta var ellefti sigur Spurs í röð í deildinni. 9.3.2007 10:21
Supercross í kvöld Kl. 21:35 í kvöld verður sýnt frá Supercrosskeppninni sem fram fór um síðustu helgi í ST.LOUIS. Spennandi keppni framundann.... 9.3.2007 10:20
Roberto Carlos hættir með Real Madríd í vor Brasilíski knattspyrnumaðurnn Roberto Carlos hyggst hætta að leika með spænska liðinu Real Madrid í vor eftir ellefu ára dvöl hjá konungsliðinu. Þetta kemur fram í viðtali við hann í spænska íþróttadagblaðinu Marca í dag. 9.3.2007 09:16
Philadelphia - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. 9.3.2007 08:30
Varanlega skaddaður eftir árás lukkudýrs Maður nokkur í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur höfðað skaðabótamál á hendur NBA liði Indiana Pacers. Hann segist búa við varanlegt líkamstjón eftir að hann varð fyrir árás lukkudýrs liðsins á leik fyrir ári, en það er sex feta há og blálit fígúra af kattarætt sem nefnist Boomer. 9.3.2007 04:03
UEFA Cup: Góður sigur Tottenham í Portúgal Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. 8.3.2007 23:51
Cannavaro og Carlos meiddir Varnarmennirnir Fabio Cannavaro og Roberto Carlos geta ekki leikið með liði Real Madrid þegar það mætir Barcelona í leik ársins á Spáni, en þeir eiga báðir við meiðsli að stríða. Cannavaro verður frá í tvær vikur en Carlos í mánuð. Þá er Ronaldinho tæpur hjá Barcelona vegna meiðsla, en þessi stórslagur verður sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið. 8.3.2007 23:30
Dwight Yorke hættur með landsliðinu Framherjinn skæði Dwight Yorke hjá Trinidad og Tobago hefur tilkynnt að hann sé hættur að spila með landsliðinu. Yorke er 35 ára gamall og var fyrirliði þess þegar það vann sér óvænt sæti á HM í sumar. Yorke segist ætla að einbeita sér að því að spila með liði Sunderland í vetur þar sem stefnan er sett á að komast í úrvalsdeildina. 8.3.2007 23:00
Newcastle lagði AZ - Grétar skoraði sjálfsmark Newcastle lagði AZ Alkmaar 4-2 í æsilegum fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Grétar Rafn Steinsson kom enska liðinu á bragðið á 8. mínútu þegar hann skoraði sjálfsmark og þeir Obafemi Martins (2) og Kieron Dyer tryggðu Newcastle 4-1 stöðu í hálfleik. Shota Arveladze og Danny Koervermans (víti) skoruðu mörk AZ sem gætu reynst dýrmæt fyrir síðari leikinn. 8.3.2007 21:43
Fjölnismenn sluppu við fallið Lokaumferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór frá Þorlákshöfn féll í 1. deild ásamt Haukum eftir að liðið tapaði 91-86 á heimavelli fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur í kvöld. Á sama tíma unnu Fjölnismenn góðan sigur á Tindastól á heimavelli 94-87. Liðin urðu jöfn að stigum en Fjölnir vann innbyrðisviðureignir liðanna í vetur. 8.3.2007 21:12
Beckham spáir þrennu hjá Manchester United David Beckham hjá Real Madrid segir að fyrrum félagar hans í Manchester United hafi það sem til þarf til að endurtaka þrennuna glæsilegu frá því árið 1999 þegar liðið vann sigur í deild, bikar og Meistaradeildinni. 8.3.2007 20:08
Grétar Rafn skoraði sjálfsmark Það er ekki hægt að segja að Grétar Rafn Steinsson byrji vel með AZ Alkmaar í leiknum gegn Newcastle í Evrópukeppni félagsliða sem sýndur er beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Grétar skoraði sjálfsmark á áttundu mínútu leiksins og því hefur enska liðið fengið draumabyrjun. 8.3.2007 19:41
Sjö breytingar á íslenska liðinu Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert sjö breytingar á byrjunarliði kvennalandsliðsins sem leikur við Íra í Algarve Cup æfingamótinu í Portúgal á morgun. Þar ber hæst að Anna Björg Björnsdóttir verður í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik. Íslenska liðið spilar leikaðferðina 4-4-2 og hefst leikurinn klukkan 18 að íslenskum tíma á morgun. 8.3.2007 19:27
David Platt: Kampavínsbolti Arsenal skilar ekki titlum Fyrrum landsliðsmaðurinn David Platt segir að þó Arsenal spili fallega og skemmtilega knattspyrnu, verði liðið að fórna hluta af þeirri stefnu sinni ef það ætli sér að vinna fleiri titla. Hann segir liðið líka skorta markaskorara við hlið Thierry Henry. 8.3.2007 19:15
Grétar Rafn í byrjunarliði AZ gegn Newcastle Grétar Rafn Steinsson verður í byrjunarliði AZ Alkmaar á ný þegar liðið sækir Newcastle heim á St. James Park í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Þetta er fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 19:30. Grétar gat ekki spilað með liðinu vegna meiðsla þegar það mætti Utrecht um helgina, en er nú klár í slaginn. 8.3.2007 19:01
Ronaldo ætlar að sitja fyrir nakinn Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá AC Milan og fyrrum leikmaður Real Madrid, segir að leikmenn spænska liðsins vantreysti þjálfara sínum Fabio Capello. Ronaldo gagnrýnir vinnuaðferðir Ítalans harðlega, en þeir tveir áttu sem kunnugt er litla samleið hjá Real fyrr í vetur. Hann segist líka vera orðinn hundleiður á því að fólk kalli hann feitan. 8.3.2007 18:01
Ziege kominn á skrifstofuna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Christian Ziege hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gladbach. Ziege spilaði á sínum tíma 68 landsleiki fyrir Þjóðverja og spilaði með liðum eins og Liverpool, Tottenham og AC Milan. Gladbach er í mikilli fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þetta fornfræga félag verið í vandræðum síðustu ár. 8.3.2007 17:54
Lucas Neill: Allt í sóma hjá West Ham Ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill segir ekkert til í fréttaflutningi undanfarið sem lýst hefur upplausn í herbúðum West Ham. Neill segir að það eina sem skorti í liðið sé sjálfstraust, því margir af leikmönnum liðsins séu ungir og óreyndir. 8.3.2007 15:38
Ronaldinho tæpur fyrir stórleikinn á laugardag Brasilíumaðurinn Ronaldinho mætti ekki á æfingu hjá Barcelona í dag vegna tognunar í vinstri fæti. Hann mun gangast undir frekari læknisrannsóknir, en óttast er að hann missi af stórleiknum við Real Madrid á laugardagskvöldið. Endanleg ákvörðun um þáttöku leikstjórnandans verður líklega ekki tekin fyrr en á laugardag, en ljóst er að mikið er í húfi í leiknum. 8.3.2007 14:54