Fleiri fréttir Annað dauðsfallið í Dakar Carlos Sainz vann í dag fimmtu sérleið sína í Dakar-rallinu en Stephane Peterhansel er enn með rúmlega 7 mínútna forystu á Giniel De Villiers í bílaflokki þegar aðeins ein dagleið er eftir. Vélhjólakappinn Eric Aubijoux frá Frakklandi lét lífið þegar leið skyndilega yfir hann skammt frá markinu, en hann er annar maðurinn sem lætur lífið í þessari mannskæðu keppni í ár. 20.1.2007 18:38 Loeb í góðum málum Aðeins óhapp virðist nú geta komið í veg fyrir að heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen vinni fyrstu rallkeppni ársins í Monte Carlo, en hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á félaga sinn Dani Sordo þegar aðeins ein sérleið er eftir í rallinu. Bæði Loeb og Sordo óku varlega í dag en þeir hafa ágæta forystu á Marcus Grönholm sem er í þriðja sætinu. 20.1.2007 18:33 Frábær árangur hjá íslenska badmintonfólkinu Íslenska badminton landsliðið lagði það svissneska í undanúrslitum evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll nú undir kvöldið og tryggði sér þar með þátttökuréttinn í Evrópukeppni A-þjóða. Enn og aftur var það sigur í lokaleiknum sem réði úrslitum. 20.1.2007 18:23 Miðaverð tífalt hærra á svörtum markaði Stemmingin í Magdeburg var frábær í dag þegar íslenska landsliðið í handbolta spilaði sinn fyrsta leik í riðlakeppni HM. Íslendingarnir gengu skrúðgöngu á leikinn þar sem fánum var veifað og öl var teigað. Uppselt er á alla leiki í riðlinum, en þeir miðar sem enn fást á svörtum markaði hafa tífaldast í verði. 20.1.2007 17:47 Guðjón Valur maður leiksins Íþróttamaður ársins Guðjón Valur Sigurðsson var kjörinn maður leiksins í dag þegar íslenska landsliðið burstaði Ástrala 45-20. Þetta kom ekki sérlega á óvart þar sem Guðjón skoraði hvorki meira né 15 mörk úr aðeins 16 skotum í leiknum og á myndinni hér til hliðar má sjá hann sýna fjölskyldu sinni verðlaunagripinn sem hann fékk að launum. 20.1.2007 17:07 Middlesbrough burstaði Bolton Sjö af átta leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Middlesbrough stal senunni nú síðdegis með því að vinna 5-1 stórsigur á Bolton á heimavelli sínum. West Ham náði aðeins að hanga á 2-2 jafntefli gegn Newcastle eftir að hafa náð 2-0 forystu, en Reading lagði Sheffield United 3-1. Heiðar Helguson var rekinn af velli í liði Fulham þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tottenham. 20.1.2007 16:59 Auðveldur sigur hjá íslenska liðinu í fyrsta leik Íslenska landsliðið vann í dag auðveldan stórsigur á því ástralska 45-20 í fyrsta leik sínum á HM í handbolta, en leikið var í Magdeburg. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 15 mörk úr 16 skotum, Alexander Petersson 8 og þeir Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson 5. 20.1.2007 16:22 Liðið skortir sjálfstraust Jose Mourinho viðurkenndi að sína menn hefði einfaldlega skort sjálfstraust í dag þegar Chelsea tapaði 2-0 fyrir Liverpool. Rafa Benitez var að vonum ánægður með sína menn þegar hann landaði sigri í 100. deildarleik sínum með þá rauðu. 20.1.2007 15:58 Middlesbrough að bursta Bolton Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knatttspyrnu. Middlesbrough hefur 4-1 forskot gegn Bolton á heimavelli sínum og Íslendingalið West Ham hefur yfir 2-1 á St. James Park. Þá hefur Reading yfir 1-0 gegn Sheffield United, en mörkin má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi. 20.1.2007 15:53 Miklir yfirburðir íslenska liðsins Íslenska landsliðið á náðugan dag í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi þar sem það er að rótbursta Ástrala 26-9 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á kostum í hraðaupphlaupunum og er markahæstur með 8 mörk úr 9 skotum. Ísland komst í 7-0 og hefur ekki litið til baka síðan þó ástralska liðið hafi náð að skora nokkur mörk undir lok hálfleiksins. 20.1.2007 15:33 Liverpool lagði Chelsea Liverpool vann í dag mikilvægan 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með mörkum frá Dirk Kuyt og Jermaine Pennant í upphafi leiks. Liverpool styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og hefur liðið nú hlotið 46 stig, fimm stigum minna en Chelsea sem er í öðru sæti. Þetta var 100. deildarleikur liðsins undir stjórn Rafa Benitez knattspyrnustjóra. 20.1.2007 14:34 Veislan að hefjast Þjóðverjar sigruðu Brasilíumenn í opnunarleiknum á HM í handbolta í gær en í dag má segja að mótið fari af stað fyrir alvöru með 11 leikjum. Íslenska landsliðið þreytir frumraun sína nú klukkan 15 þegar liðið mætir Áströlum í Magdeburg. 20.1.2007 14:09 Liverpool 2-0 yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Dirk Kuyt kom heimamönnum yfir eftir 4 mínútur og Jermaine Pennant bætti við öðru marki á 19. mínútu. Petr Cech er kominn í markið hjá Chelsea á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. 20.1.2007 13:43 Hannes spáir 46 – 17 Hannes Jón Jónsson handknattleiksmaður með Ajax í Danmörku mun fylgjast með HM í handbolta eins og flestir Íslendingar. „Þeir ætla alltaf að verða meistarar,“ segir Hannes um Dani og stemmninguna í Danmörku fyrir mótinu. 20.1.2007 13:32 Heitt í kolunum í Minneapolis Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. 20.1.2007 13:23 Ástralar sækja í sig veðrið Ástralska liðið hefur tekið sig saman í andlitinu í síðari hálfleik gegn íslenska landsliðinu og staðan nú um miðjan síðari hálfleik er 35-18 fyrir Ísland. Ljóst er að íslenska liðið fer með sigur af hólmi, en þeir áströlsku ætla þó að bjarga andlitinu áður en flautað verður til leiksloka. 20.1.2007 16:05 Ísland komst í 7-0 Íslenska landsliðið í handbolta á ekki í miklum vandræðum með lið Ástrala í upphafi leiks liðanna í Magdeburg eins og búast mátti við. Íslenska liðið komst í 7-0 eftir tæpar 7 mínútur og staðan um miðjan fyrri hálfleik er orðin 14-3 fyrir Ísland, þar sem Guðjón Valur og Alexander hafa skorað grimmt. 20.1.2007 15:19 Við erum úr leik ef við töpum Arsene Wenger viðurkennir að lið hans sé úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn ef það tapar fyrir Manchester United á heimavelli á sunnudag. Arsenal er þegar 15 stigum á eftir United, en Wenger segir það ekki þýða að hans menn geti ekki unnið sigur á toppliðinu. 19.1.2007 22:00 Milan Baros til Lyon? Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa gengur í raðir Lyon í Frakklandi í næstu viku ef marka má fréttir frá Frakklandi nú undir kvöldið. Baros er sagður hafa hringt í Gerard Houllier persónulega til að biðja hann afsökunar á að hafa neitað að ganga í raðir liðsins fyrir einu og hálfu ári. 19.1.2007 21:00 Kjelling er með indíánahúðflúr Stórskyttan Kristian Kjelling hjá norska landsliðinu í handbolta segist ákveðinn í að spila leikinn gegn Angóla á morgun þó hann hafi átt við þrálát hnémeiðsli að stríða. Kjelling er með sérstakt húðflúr á handleggnum tileinkað æskuvini hans. 19.1.2007 21:00 Gremja í berbúðum Galaxy vegna launa Beckhams Miðjumaðurinn Peter Vagenas hjá knattspyrnuliðinu LA Galaxy, viðurkennir að nokkur gremja sé í leikmönnum liðsins vegna þeirra ofurlauna sem David Beckham muni raka inn þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. 19.1.2007 20:15 Loeb enn í forystu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur aukið forskot sitt í Monte Carlo rallinu í rúmar 25 sekúndur eftir annan keppnisdag. Loeb ekur nýjum Citroen C4 líkt og félagi hans Dani Sordo sem er í öðru sæti. Sordo saxaði vel á forskot Loeb um hádegið í dag, en eftir það ók heimsmeistarinn einstaklega vel og jók forskotið um 20 sekúndur. 19.1.2007 19:30 Dallas - LA Lakers á Sýn í kvöld Stórleikur Dallas Mavericks og LA Lakers sem fram fór í NBA deildinni í gærkvöldi verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 23:30. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum deildarinnar sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. 19.1.2007 18:45 Þjóðverjar lögðu Brasilíumenn Þjóðverjar lögðu Brasilíumenn í opnunarleik HM í handbolta í kvöld 27-22 eftir að hafa verið yfir 12-10 í hálfleik. Ekki er hægt að segja að hafi verið sérstakur glæsibragur á leik heimamanna í Berlín í kvöld, en þeir kláruðu verkefnið. Pascal Hens, Markus Baur og Florian Kehrmann skoruðu sex mörk hvor fyrir þýska liðið fyrir framan 10.000 áhorfendur í Max Schmeling Halle. 19.1.2007 17:56 Greið leið Ástrala á HM Ekki er hægt að segja að leið Ástrala á HM í handbolta hafi verið sérlega grýtt, en liðið lék í riðli með grönnum sínum frá Nýja-Sjálandi og Cook-eyjum í undankeppninni. Það væri vægt til orða tekið að segja að Ástralir hafi haft yfirburði í riðlinum, því liðið lagði Nýja-Sjáland 41-14 og Cook-eyjar 63-5, eftir að hafa verið með 31-1 forystu í hálfleik. 19.1.2007 17:21 Supercrossið í beinni. 19.1.2007 17:15 Opnunarleikurinn í beinni á Fjölvarpinu Opnunarleikur Þjóðverja og Brasilíumanna á HM í handbolta er sýndur beint á ZDF sjónvarpsstöðinni, en hana má sjá á rás 81 á Fjölvarpinu á Digital Ísland. Heimamenn hafa undirtökin framan af leik, stuðningsmönnum sínum í Berlín til mikillar ánægju. Leikurinn hófst klukkan 16:30. 19.1.2007 17:02 Fjórir frá Barcelona í liði ársins hjá UEFA Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú birt niðurstöður úr skoðanakönnum lesenda heimasíðu sambandsins þar sem lið ársins 2006 var valið. Það kemur líklega ekki á óvart að leikmenn Barcelona og landsliðsmenn Ítalíu eru þar áberandi. 19.1.2007 16:41 Feyenoord vísað úr Evrópukepninni Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að hollenska liðinu Feyenoord hafi verið vísað úr keppni í Evrópukeppni félagsliða í kjölfar óláta stuðningsmanna liðsins í leik gegn Nancy þar í landi í nóvember í fyrra. Þá hefur félagið verið sektað um 100 þúsund evrur og bendir allt til þess að Tottenham sitji jafnvel hjá í 32 liða úrslitum UEFA cup. 19.1.2007 16:24 Nikola Karabatic í nærmynd „Þið æfið of lítið“ sagði þá tvítugur Nikola Karabatic við spænska stórliðið Ciudad Real þegar þeir buðu honum samning fyrir tveimur árum. Í stað þess ákvað hann að fara frá Montpellier til Kiel í Þýskalandi, þar sem hann hafði frétt að æfingar væru erfiðari og strangari en annarsstaðar undir stjórn Noka Serdarusic, gamals vinar pabba hans. 19.1.2007 15:45 Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. 19.1.2007 14:48 Juan Garcia í nærmynd Eftir að hafa borið víurnar í hann í mörg ár, tókst stórliðinu Barcelona loksins að lokka hinn eldfljóta hornamann Juan Garcia til sín þegar hann gekk til liðs við þá frá heimaliðinu Ademar Leon árið 2005. 19.1.2007 14:15 Grannaslagur í 8-liða úrslitum Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld. 19.1.2007 14:03 Hatton einbeitir sér að Urango Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist ætla að einbeita sér algjörlega að því að sigra Kólumbíumanninn Juan Urango annað kvöld, en heyrst hefur að menn í herbúðum Hatton séu þegar farnir að huga að næsta bardaga - sem væntanlega yrði gegn Jose Luis Castillo. Castillo verður einmitt í eldlínunni á Sýn annað kvöld eins og Ricky Hatton. 19.1.2007 13:48 Loeb byrjar vel Heimsmeistarinn Sebastien Loeb byrjaði mjög vel í fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri, en það er hinn sögufrægi Monte Carlo kappakstur. Loeb, sem ekur á nýjum Citroen C4, hefur 24 sekúndna forskot á félaga sinn hjá Citroen, Dani Sordo, eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. 19.1.2007 13:43 Sainz vann 13. dagleiðina Gamla brýnið Carlos Sainz er í miklu stuði í Dakar-rallinu þessa dagana og í dag vann hann 13. dagleiðina örugglega. Það var hinsvegar Stephane Peterhansel sem stal senunni þegar hann náði 11 mínútna forskoti á Luc Alphand í heildarkeppninni. Í vélhjólaflokki var það hinsvegar Cyril Despres sem náði forystunni eftir að Marc Coma datt illa og missti af lestinni. 19.1.2007 13:35 Ivano Balic í nærmynd Ivano Balic, sem nú er 27 ára og á hátindi ferils síns sló fyrst í gegn í lokakeppni HM í Portúgal 2003, ekki síst í úrslitaleiknum þar sem hann átti stórleik gegn langt um stærri og sterkari Þjóðverjum. Frábær tækni og framúrskarandi leikskilningur eru það sem gera Balic að einum fremsta handboltamanni í heimi, hann sannar að þeir kostir eru ekki síður mikilvægir en stærð og styrkur. 19.1.2007 13:00 Johnson nappaður við að stela klósettsetu Enski landsliðsmaðurinn Glen Johnson hjá Chelsea, sem leikur nú sem lánsmaður hjá Portsmouth, var á miðvikudaginn handtekinn ásamt félaga sínum eftir að hann reyndi að stela klósettsetu og pípulagnaefni í verslun á Dartford á Englandi. 19.1.2007 12:49 Lua Lua handtekinn Framherjinn Lomana Lua Lua hjá Portsmouth var handtekinn í nótt og er grunaður um líkamsárás. Lua Lua hefur verið meiddur í sex vikur og spilar ekki um helgina, en þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem lögregla þarf að hafa afskipti af Kongómanninum vegna óláta hans. Málið er enn í rannsókn. 19.1.2007 12:45 Klesstum á múrvegg Sir Alex Ferguson segir að Manchester United hafi klesst á múrvegg í janúarglugganum og segir það staðfesta það sem hann hafi alltaf sagt - það sé mjög erfitt að finna góða leikmenn á þessum árstíma. 19.1.2007 12:36 Federer mætir Djokovic Roger Federer mætir hinum unga og efnilega Novak Djokivic í 16 manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Federer vann tvö fyrstu settin gegn Mikhail Youzhny en varð á í messunni og vann að lokum 6-3, 6-3 og 7-6. Djokovic varð fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í fjórðu umferðinni með sigri á Danai Udomchoke 6-3 6-4 5-7 og 6-1. 19.1.2007 11:31 Williams ekki dauð úr öllum æðum Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams sýndi gamalkunna seiglu í nótt þegar hún skellti fimmtu stigahæstu tenniskonu heims, Nadiu Petrovu, 1-6, 7-5 og 6-3 í æsilegum leik á opna ástralska meistaramótinu. Williams er því komin í fjórðu umferð mótsins. 19.1.2007 11:25 Dominikovic verður ekki með Króötum Króatíska landsliðið í handbolta varð fyrir miklu áfalli í dag eftir að upp komst að Davor Dominikovic sem leikur með Portland San Antonio á Spáni hefði fallið á lyfjaprófi í síðasta mánuði. Þetta þýðir að leikmaðurinn fær ekki að taka þátt í HM sem hefst í dag. Verði B-sýni hans jákvætt á hann yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann, en hann er lykilmaður í sterku liði Króata. 19.1.2007 11:15 Lið Þjóðverja klárt Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, valdi 15 manna hóp sinn fyrir opnunarleikinn gegn Brasilíumönnum á allra síðustu stundu í morgun. HM hefst í dag klukkan 16:30 með þessum eina leik, en mótið byrjar svo á fullu á morgun og þar mæta Íslendingar Áströlum. 19.1.2007 11:11 Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu. 19.1.2007 10:45 Sjá næstu 50 fréttir
Annað dauðsfallið í Dakar Carlos Sainz vann í dag fimmtu sérleið sína í Dakar-rallinu en Stephane Peterhansel er enn með rúmlega 7 mínútna forystu á Giniel De Villiers í bílaflokki þegar aðeins ein dagleið er eftir. Vélhjólakappinn Eric Aubijoux frá Frakklandi lét lífið þegar leið skyndilega yfir hann skammt frá markinu, en hann er annar maðurinn sem lætur lífið í þessari mannskæðu keppni í ár. 20.1.2007 18:38
Loeb í góðum málum Aðeins óhapp virðist nú geta komið í veg fyrir að heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen vinni fyrstu rallkeppni ársins í Monte Carlo, en hann hefur rúmlega hálfrar mínútu forskot á félaga sinn Dani Sordo þegar aðeins ein sérleið er eftir í rallinu. Bæði Loeb og Sordo óku varlega í dag en þeir hafa ágæta forystu á Marcus Grönholm sem er í þriðja sætinu. 20.1.2007 18:33
Frábær árangur hjá íslenska badmintonfólkinu Íslenska badminton landsliðið lagði það svissneska í undanúrslitum evrópukeppni B-þjóða í Laugardalshöll nú undir kvöldið og tryggði sér þar með þátttökuréttinn í Evrópukeppni A-þjóða. Enn og aftur var það sigur í lokaleiknum sem réði úrslitum. 20.1.2007 18:23
Miðaverð tífalt hærra á svörtum markaði Stemmingin í Magdeburg var frábær í dag þegar íslenska landsliðið í handbolta spilaði sinn fyrsta leik í riðlakeppni HM. Íslendingarnir gengu skrúðgöngu á leikinn þar sem fánum var veifað og öl var teigað. Uppselt er á alla leiki í riðlinum, en þeir miðar sem enn fást á svörtum markaði hafa tífaldast í verði. 20.1.2007 17:47
Guðjón Valur maður leiksins Íþróttamaður ársins Guðjón Valur Sigurðsson var kjörinn maður leiksins í dag þegar íslenska landsliðið burstaði Ástrala 45-20. Þetta kom ekki sérlega á óvart þar sem Guðjón skoraði hvorki meira né 15 mörk úr aðeins 16 skotum í leiknum og á myndinni hér til hliðar má sjá hann sýna fjölskyldu sinni verðlaunagripinn sem hann fékk að launum. 20.1.2007 17:07
Middlesbrough burstaði Bolton Sjö af átta leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú lokið. Middlesbrough stal senunni nú síðdegis með því að vinna 5-1 stórsigur á Bolton á heimavelli sínum. West Ham náði aðeins að hanga á 2-2 jafntefli gegn Newcastle eftir að hafa náð 2-0 forystu, en Reading lagði Sheffield United 3-1. Heiðar Helguson var rekinn af velli í liði Fulham þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tottenham. 20.1.2007 16:59
Auðveldur sigur hjá íslenska liðinu í fyrsta leik Íslenska landsliðið vann í dag auðveldan stórsigur á því ástralska 45-20 í fyrsta leik sínum á HM í handbolta, en leikið var í Magdeburg. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 15 mörk úr 16 skotum, Alexander Petersson 8 og þeir Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson 5. 20.1.2007 16:22
Liðið skortir sjálfstraust Jose Mourinho viðurkenndi að sína menn hefði einfaldlega skort sjálfstraust í dag þegar Chelsea tapaði 2-0 fyrir Liverpool. Rafa Benitez var að vonum ánægður með sína menn þegar hann landaði sigri í 100. deildarleik sínum með þá rauðu. 20.1.2007 15:58
Middlesbrough að bursta Bolton Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knatttspyrnu. Middlesbrough hefur 4-1 forskot gegn Bolton á heimavelli sínum og Íslendingalið West Ham hefur yfir 2-1 á St. James Park. Þá hefur Reading yfir 1-0 gegn Sheffield United, en mörkin má sjá á Boltavaktinni hér á Vísi. 20.1.2007 15:53
Miklir yfirburðir íslenska liðsins Íslenska landsliðið á náðugan dag í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi þar sem það er að rótbursta Ástrala 26-9 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á kostum í hraðaupphlaupunum og er markahæstur með 8 mörk úr 9 skotum. Ísland komst í 7-0 og hefur ekki litið til baka síðan þó ástralska liðið hafi náð að skora nokkur mörk undir lok hálfleiksins. 20.1.2007 15:33
Liverpool lagði Chelsea Liverpool vann í dag mikilvægan 2-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með mörkum frá Dirk Kuyt og Jermaine Pennant í upphafi leiks. Liverpool styrkti stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og hefur liðið nú hlotið 46 stig, fimm stigum minna en Chelsea sem er í öðru sæti. Þetta var 100. deildarleikur liðsins undir stjórn Rafa Benitez knattspyrnustjóra. 20.1.2007 14:34
Veislan að hefjast Þjóðverjar sigruðu Brasilíumenn í opnunarleiknum á HM í handbolta í gær en í dag má segja að mótið fari af stað fyrir alvöru með 11 leikjum. Íslenska landsliðið þreytir frumraun sína nú klukkan 15 þegar liðið mætir Áströlum í Magdeburg. 20.1.2007 14:09
Liverpool 2-0 yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Dirk Kuyt kom heimamönnum yfir eftir 4 mínútur og Jermaine Pennant bætti við öðru marki á 19. mínútu. Petr Cech er kominn í markið hjá Chelsea á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. 20.1.2007 13:43
Hannes spáir 46 – 17 Hannes Jón Jónsson handknattleiksmaður með Ajax í Danmörku mun fylgjast með HM í handbolta eins og flestir Íslendingar. „Þeir ætla alltaf að verða meistarar,“ segir Hannes um Dani og stemmninguna í Danmörku fyrir mótinu. 20.1.2007 13:32
Heitt í kolunum í Minneapolis Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. 20.1.2007 13:23
Ástralar sækja í sig veðrið Ástralska liðið hefur tekið sig saman í andlitinu í síðari hálfleik gegn íslenska landsliðinu og staðan nú um miðjan síðari hálfleik er 35-18 fyrir Ísland. Ljóst er að íslenska liðið fer með sigur af hólmi, en þeir áströlsku ætla þó að bjarga andlitinu áður en flautað verður til leiksloka. 20.1.2007 16:05
Ísland komst í 7-0 Íslenska landsliðið í handbolta á ekki í miklum vandræðum með lið Ástrala í upphafi leiks liðanna í Magdeburg eins og búast mátti við. Íslenska liðið komst í 7-0 eftir tæpar 7 mínútur og staðan um miðjan fyrri hálfleik er orðin 14-3 fyrir Ísland, þar sem Guðjón Valur og Alexander hafa skorað grimmt. 20.1.2007 15:19
Við erum úr leik ef við töpum Arsene Wenger viðurkennir að lið hans sé úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn ef það tapar fyrir Manchester United á heimavelli á sunnudag. Arsenal er þegar 15 stigum á eftir United, en Wenger segir það ekki þýða að hans menn geti ekki unnið sigur á toppliðinu. 19.1.2007 22:00
Milan Baros til Lyon? Tékkneski framherjinn Milan Baros hjá Aston Villa gengur í raðir Lyon í Frakklandi í næstu viku ef marka má fréttir frá Frakklandi nú undir kvöldið. Baros er sagður hafa hringt í Gerard Houllier persónulega til að biðja hann afsökunar á að hafa neitað að ganga í raðir liðsins fyrir einu og hálfu ári. 19.1.2007 21:00
Kjelling er með indíánahúðflúr Stórskyttan Kristian Kjelling hjá norska landsliðinu í handbolta segist ákveðinn í að spila leikinn gegn Angóla á morgun þó hann hafi átt við þrálát hnémeiðsli að stríða. Kjelling er með sérstakt húðflúr á handleggnum tileinkað æskuvini hans. 19.1.2007 21:00
Gremja í berbúðum Galaxy vegna launa Beckhams Miðjumaðurinn Peter Vagenas hjá knattspyrnuliðinu LA Galaxy, viðurkennir að nokkur gremja sé í leikmönnum liðsins vegna þeirra ofurlauna sem David Beckham muni raka inn þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. 19.1.2007 20:15
Loeb enn í forystu Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur aukið forskot sitt í Monte Carlo rallinu í rúmar 25 sekúndur eftir annan keppnisdag. Loeb ekur nýjum Citroen C4 líkt og félagi hans Dani Sordo sem er í öðru sæti. Sordo saxaði vel á forskot Loeb um hádegið í dag, en eftir það ók heimsmeistarinn einstaklega vel og jók forskotið um 20 sekúndur. 19.1.2007 19:30
Dallas - LA Lakers á Sýn í kvöld Stórleikur Dallas Mavericks og LA Lakers sem fram fór í NBA deildinni í gærkvöldi verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 23:30. Hér eru á ferðinni tvö af bestu liðum deildarinnar sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. 19.1.2007 18:45
Þjóðverjar lögðu Brasilíumenn Þjóðverjar lögðu Brasilíumenn í opnunarleik HM í handbolta í kvöld 27-22 eftir að hafa verið yfir 12-10 í hálfleik. Ekki er hægt að segja að hafi verið sérstakur glæsibragur á leik heimamanna í Berlín í kvöld, en þeir kláruðu verkefnið. Pascal Hens, Markus Baur og Florian Kehrmann skoruðu sex mörk hvor fyrir þýska liðið fyrir framan 10.000 áhorfendur í Max Schmeling Halle. 19.1.2007 17:56
Greið leið Ástrala á HM Ekki er hægt að segja að leið Ástrala á HM í handbolta hafi verið sérlega grýtt, en liðið lék í riðli með grönnum sínum frá Nýja-Sjálandi og Cook-eyjum í undankeppninni. Það væri vægt til orða tekið að segja að Ástralir hafi haft yfirburði í riðlinum, því liðið lagði Nýja-Sjáland 41-14 og Cook-eyjar 63-5, eftir að hafa verið með 31-1 forystu í hálfleik. 19.1.2007 17:21
Opnunarleikurinn í beinni á Fjölvarpinu Opnunarleikur Þjóðverja og Brasilíumanna á HM í handbolta er sýndur beint á ZDF sjónvarpsstöðinni, en hana má sjá á rás 81 á Fjölvarpinu á Digital Ísland. Heimamenn hafa undirtökin framan af leik, stuðningsmönnum sínum í Berlín til mikillar ánægju. Leikurinn hófst klukkan 16:30. 19.1.2007 17:02
Fjórir frá Barcelona í liði ársins hjá UEFA Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú birt niðurstöður úr skoðanakönnum lesenda heimasíðu sambandsins þar sem lið ársins 2006 var valið. Það kemur líklega ekki á óvart að leikmenn Barcelona og landsliðsmenn Ítalíu eru þar áberandi. 19.1.2007 16:41
Feyenoord vísað úr Evrópukepninni Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að hollenska liðinu Feyenoord hafi verið vísað úr keppni í Evrópukeppni félagsliða í kjölfar óláta stuðningsmanna liðsins í leik gegn Nancy þar í landi í nóvember í fyrra. Þá hefur félagið verið sektað um 100 þúsund evrur og bendir allt til þess að Tottenham sitji jafnvel hjá í 32 liða úrslitum UEFA cup. 19.1.2007 16:24
Nikola Karabatic í nærmynd „Þið æfið of lítið“ sagði þá tvítugur Nikola Karabatic við spænska stórliðið Ciudad Real þegar þeir buðu honum samning fyrir tveimur árum. Í stað þess ákvað hann að fara frá Montpellier til Kiel í Þýskalandi, þar sem hann hafði frétt að æfingar væru erfiðari og strangari en annarsstaðar undir stjórn Noka Serdarusic, gamals vinar pabba hans. 19.1.2007 15:45
Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. 19.1.2007 14:48
Juan Garcia í nærmynd Eftir að hafa borið víurnar í hann í mörg ár, tókst stórliðinu Barcelona loksins að lokka hinn eldfljóta hornamann Juan Garcia til sín þegar hann gekk til liðs við þá frá heimaliðinu Ademar Leon árið 2005. 19.1.2007 14:15
Grannaslagur í 8-liða úrslitum Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld. 19.1.2007 14:03
Hatton einbeitir sér að Urango Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist ætla að einbeita sér algjörlega að því að sigra Kólumbíumanninn Juan Urango annað kvöld, en heyrst hefur að menn í herbúðum Hatton séu þegar farnir að huga að næsta bardaga - sem væntanlega yrði gegn Jose Luis Castillo. Castillo verður einmitt í eldlínunni á Sýn annað kvöld eins og Ricky Hatton. 19.1.2007 13:48
Loeb byrjar vel Heimsmeistarinn Sebastien Loeb byrjaði mjög vel í fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri, en það er hinn sögufrægi Monte Carlo kappakstur. Loeb, sem ekur á nýjum Citroen C4, hefur 24 sekúndna forskot á félaga sinn hjá Citroen, Dani Sordo, eftir fyrstu tvær sérleiðirnar. 19.1.2007 13:43
Sainz vann 13. dagleiðina Gamla brýnið Carlos Sainz er í miklu stuði í Dakar-rallinu þessa dagana og í dag vann hann 13. dagleiðina örugglega. Það var hinsvegar Stephane Peterhansel sem stal senunni þegar hann náði 11 mínútna forskoti á Luc Alphand í heildarkeppninni. Í vélhjólaflokki var það hinsvegar Cyril Despres sem náði forystunni eftir að Marc Coma datt illa og missti af lestinni. 19.1.2007 13:35
Ivano Balic í nærmynd Ivano Balic, sem nú er 27 ára og á hátindi ferils síns sló fyrst í gegn í lokakeppni HM í Portúgal 2003, ekki síst í úrslitaleiknum þar sem hann átti stórleik gegn langt um stærri og sterkari Þjóðverjum. Frábær tækni og framúrskarandi leikskilningur eru það sem gera Balic að einum fremsta handboltamanni í heimi, hann sannar að þeir kostir eru ekki síður mikilvægir en stærð og styrkur. 19.1.2007 13:00
Johnson nappaður við að stela klósettsetu Enski landsliðsmaðurinn Glen Johnson hjá Chelsea, sem leikur nú sem lánsmaður hjá Portsmouth, var á miðvikudaginn handtekinn ásamt félaga sínum eftir að hann reyndi að stela klósettsetu og pípulagnaefni í verslun á Dartford á Englandi. 19.1.2007 12:49
Lua Lua handtekinn Framherjinn Lomana Lua Lua hjá Portsmouth var handtekinn í nótt og er grunaður um líkamsárás. Lua Lua hefur verið meiddur í sex vikur og spilar ekki um helgina, en þetta er í annað sinn á þremur mánuðum sem lögregla þarf að hafa afskipti af Kongómanninum vegna óláta hans. Málið er enn í rannsókn. 19.1.2007 12:45
Klesstum á múrvegg Sir Alex Ferguson segir að Manchester United hafi klesst á múrvegg í janúarglugganum og segir það staðfesta það sem hann hafi alltaf sagt - það sé mjög erfitt að finna góða leikmenn á þessum árstíma. 19.1.2007 12:36
Federer mætir Djokovic Roger Federer mætir hinum unga og efnilega Novak Djokivic í 16 manna úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Federer vann tvö fyrstu settin gegn Mikhail Youzhny en varð á í messunni og vann að lokum 6-3, 6-3 og 7-6. Djokovic varð fyrsti maðurinn til að tryggja sér sæti í fjórðu umferðinni með sigri á Danai Udomchoke 6-3 6-4 5-7 og 6-1. 19.1.2007 11:31
Williams ekki dauð úr öllum æðum Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams sýndi gamalkunna seiglu í nótt þegar hún skellti fimmtu stigahæstu tenniskonu heims, Nadiu Petrovu, 1-6, 7-5 og 6-3 í æsilegum leik á opna ástralska meistaramótinu. Williams er því komin í fjórðu umferð mótsins. 19.1.2007 11:25
Dominikovic verður ekki með Króötum Króatíska landsliðið í handbolta varð fyrir miklu áfalli í dag eftir að upp komst að Davor Dominikovic sem leikur með Portland San Antonio á Spáni hefði fallið á lyfjaprófi í síðasta mánuði. Þetta þýðir að leikmaðurinn fær ekki að taka þátt í HM sem hefst í dag. Verði B-sýni hans jákvætt á hann yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann, en hann er lykilmaður í sterku liði Króata. 19.1.2007 11:15
Lið Þjóðverja klárt Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja, valdi 15 manna hóp sinn fyrir opnunarleikinn gegn Brasilíumönnum á allra síðustu stundu í morgun. HM hefst í dag klukkan 16:30 með þessum eina leik, en mótið byrjar svo á fullu á morgun og þar mæta Íslendingar Áströlum. 19.1.2007 11:11
Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu. 19.1.2007 10:45