Fleiri fréttir Irueta hættur hjá Real Betis Javier Irueta, þjálfari Real Betis í spænska boltanum, sagði í dag starfi sínu lausu aðeins nokkrum vikum eftir að hann fékk stuðningsyfirlýsingu frá stjórn félagsins eftir slæmt gengi. Irueta stýrði áður liði Deportivo la Corunia, en hafði verið atvinnulaus í eitt ár þegar hann tók við Betis í sumar. Engar fréttir hafa borist af hugsanlegum eftirmanni Irueta. 21.12.2006 19:30 Benitez hundfúll yfir jólatörninni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vill að jólatörnin í enska boltanum verði skorin niður um helming því álagið á leikmenn sé glórulaust yfir hátíðarnar. Liðin í úrvalsdeildinni spila fjóra leiki á tíu dögum um jól og áramót. 21.12.2006 19:22 Anthony ætlar ekki að áfrýja Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets hefur ákveðið að áfrýja ekki 15 leikja banninu sem hann var settur í á dögunum eftir slagsmálin sem urðu í leik New York og Denver um síðustu helgi. Anthony gaf þá skýringu að hann vildi ekki gera meira úr þessu leiðinlega máli og taki því refsingu sinni þegjandi. 21.12.2006 18:40 Erfiðleikarnir skrifast að hluta á Dowie Richard Murray, stjórnarformaður Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að hörmulegt gengi liðsins í síðustu leikjum skrifist að hluta til á fyrrum knattspyrnustjórann Ian Dowie sem rekinn var í haust, því það hafi verið hann sem stýrði leikmannakaupum hjá félaginu í sumar. 21.12.2006 18:00 Khan ætlar að verða heimsmeistari á næsta ári Hnefaleikarinn ungi Amir Khan frá Bretlandi hefur lýst því yfir að hann ætli sér að verða heimsmeistari á næsta ári, en hinn tvítugi Khan hefur unnið tíu bardaga í röð síðan hann gerðist atvinnumaður árið 2005. Khan vann sinn fyrsta titil hjá IBF sambandinu á dögunum og ætlar að feta í fótspor Mike Tyson og verða heimsmeistari 20 ára gamall. 21.12.2006 17:15 Félagaskipti Einars gerð opinber Þýska úrvalsdeildarliðið Grosswallstadt tilkynnti í gærkvöldi formlega að íslenski landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson gengi í raðir toppliðsins Flensburg á næsta keppnistímabili. Nokkuð langt er síðan þessi tíðindi láku út, en nú hefur verið staðfest að Einar geri þriggja ára samning við stórliðið. 21.12.2006 16:30 Ronaldinho að fá spænskt vegabréf Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona á von á að fá spænskt vegabréf á næsta ári og mun í kjölfarið búa til pláss fyrir leikmann utan Evrópu í hópi Evrópumeistaranna. Líklegt þykir að það verði mexíkóski táningurinn Giovanni dos Santos, sem nú leikur með B-liði félagsins. 21.12.2006 16:30 Barcelona - Atletico Madrid í beinni á Sýn í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Evrópumeistara Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Atletico Madrid í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50. Þetta er síðasti leikurinn í spænsku deildinni fyrir jólafrí og það verður Hörður Magnússon sem lýsir leik kvöldsins eins og honum einum er lagið. 21.12.2006 15:58 Iverson fór ekki fram á að fara frá Philadelphia Allen Iverson segist ekki hafa farið fram á það að vera skipt frá Philadelphia 76ers á frægum fundi sem hann átti með framkvæmdastjóra félagsins fyrir röskum hálfum mánuði. Þetta sagði Iverson í fyrsta viðtalinu sem hann veitti eftir að ljóst varð að hann gengi til liðs við Denver Nuggets. 21.12.2006 15:21 Rijkaard tekur upp hanskann fyrir félaga sinn Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú tekið upp hanskann fyrir landa sinn og fyrrum liðsfélaga Marco Van Basten, landsliðsþjálfara Hollendinga, eftir að Louis van Gaal fór hörðum orðum um Van Basten í fjölmiðlum á dögunum og sagði hann lélegan þjálfara. Rijkaard lét þann gamla heyra það í gær. 21.12.2006 15:07 Logi skoraði 26 stig í sigri ToPo Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var enn á ný stigahæstur hjá liði sínu ToPo í Helsinki þegar liðið lagði KTP 77-75 í finnsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöld. ToPo er í fjórða sæti deildarinnar. 21.12.2006 15:04 Eriksson ekki á leið til Marseille Jose Anigo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille í Frakklandi, segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum fjölmiðla að félagið ætli að ráða Sven-Göran Eriksson í starf knattspyrnustjóra og segir ekki koma til greina að Svíinn taki við liðinu. 21.12.2006 15:01 Ciudad Real og Portland San Antonio leika til úrslita Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real á Spáni komust í gær í úrslitaleikinn í spænska bikarnum með 33-32 sigri á Barcelona í undanúrslitum. Ólafur Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Ciudad í leiknum og er liðið að leika til úrslita í fjórða skiptið í röð. Sigfús Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Ademar Leon sem tapaði fyrir Portland San Antonio í hinum undanúrslitaleiknum. 21.12.2006 14:53 Flensburg eitt á toppnum Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg tryggðu sér í gær toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið burstaði Wilhelmshavener 35-27 á meðan Kiel tapaði óvænt mjög stórt fyrir Magdeburg á útivelli 39-24. 21.12.2006 14:47 Deilur Nistelrooy og Kuyt halda áfram Hollensku framherjarnir Dirk Kuyt hjá Liverpool og Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid eru litlir vinir og hafa þeir deilt í fjölmiðlum um nokkurt skeið. Nistelrooy sendi landa sínum pillu í gær. 21.12.2006 13:00 Tíu sigrar í röð hjá Inter Ítalíumeistarar Inter Milan unnu í gærkvöld sinn tíunda sigur í ítölsku A-deildinni þegar liðið skellti Lazio á útivelli 2-0 þrátt fyrir að vera manni færri frá miðjum fyrri hálfleik eftir að Zlatan Ibrahimovic var vikið af velli. Esteban Cambiasso og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter í gær. 21.12.2006 12:43 Real Madrid kaupir Gago Spænska stórveldið Real Madrid hefur fengið 13,7 milljón punda tilboð sitt í miðjumanninn Fernando Gago samþykkt frá argentínska félaginu Boca Juniors. Þetta tilkynntu forráðamenn Juniors í dag og mun leikmaðurinn fara til Madrid til að skrifa undir samning í næstu viku. Gago er tvítugur og er talinn mikið efni líkt og framherjinn Gonzalo Higuain sem gekk í raðir Real í síðustu viku. 21.12.2006 12:38 Camara verður frá í sex vikur Enska úrvalsdeildarliðið Wigan verður án framherja síns Henri Camara í jólatörninni og fram á nýja árið eftir að í ljós kom að hann er illa meiddur á hné. Búist er við að kappinn verði frá keppni í sex vikur, en þar fyrir utan er Lee McCulloch að taka út þriggja leikja bann svo liðið á aðeins tvo heila framherja fyrir komandi leikjatörn. 21.12.2006 12:32 Strangari refsingar íhugaðar vegna ofbeldis gagnvart Tennessee Walking hestum Sumir leiðtogar í Tennessee ganghesta iðnaðinum (Tennessee Walking Horse National) hafa lagt til að harðari viðurlög verði sett fyrir þá sem staðnir eru að því að misþyrma hestum í hagnaðarskyni. USDA er að vinna að nýrri reglugerð til að framfylgja lögum um hrossavernd sem sett verða 2007. 21.12.2006 12:13 Mikil dramatík í NBA í nótt Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix. 21.12.2006 12:04 Real Madrid niðurlægt á heimavelli Stórlið Real Madrid var niðurlægt á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í gær þegar smálið Recreativo kom í heimsókn og vann stórsigur 3-0. Leikmenn Real spiluðu hörmulega í leiknum og enginn slakari en nýkjörinn knattspyrnumaður ársins, Fabio Cannavaro. Sevilla er á toppnum eftir auðveldan 4-0 sigur á Deportivo. 21.12.2006 11:51 Hlutafélag um Þrist frá Þorlákshöfn Líklega fjölmennasta hlutafélag landsins um stóðhest var stofnað síðastliðinn sunnudag þegar einkahlutafélagið Hestapil ehf. leit dagsins ljós. Fjölmennur fundur var í Hveragerði þar sem stór hluti af þeim 48 hluthöfum mætti til að ganga endanlega frá stofnun félagsins. Mikill og góður andi var í hópnum sem hittist í hesthúsinu að Hvoli 2 í Ölfusi til að líta Þrist frá Þorlákshöfn augum. 21.12.2006 09:26 Ronaldinho náði einni æfingu Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og náði aðeins einni æfingu fyrir leik Barcelona gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21 og er í beinni útsendingu á Sýn. 21.12.2006 00:01 Ætlar að skáka Tiger Woods Suður-Afríkubúinn Ernie Els hefur sett í gang þriggja ára markmið til að skáka Tiger Woods. Woods er langefstur á heimslista kylfinga þar sem Els situr í fimmta sæti. 21.12.2006 00:01 Murray getur orðið sá besti Sænska tennisgoðsögnin Björn Borg telur að Andy Murray sé sá eini sem getur skákað Roger Federer á næsta ári í tennisheiminum. Borg, fimmfaldur sigurvegari á Wimbledon mótinu telur einnig að hinn 19 ára gamli Murray geti orðið besti tenniskappi heimsins áður en langt um líður. Murray og Rafael Nadal voru þeir einu sem náðu að leggja Federer af velli á árinu 2006. 21.12.2006 00:01 Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í síðasta leik Iceland-Express deildar karla fyrir jól. Leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19.15. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, bæði með fjórtán stig eftir níu leiki, en Skallagrímur, KR og Snæfell verma fyrstu þrjú sætin, öll með sextán stig eftir tíu leiki. 21.12.2006 00:01 Drogba bjargaði Chelsea Framherjinn magnaði Didier Drogba var hetja Chelsea í kvöld þegar hann tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle með glæsilegu marki eftir aukaspyrnu, aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik. Chelsea er því komið í undanúrslit keppninnar. 20.12.2006 21:37 Markalaust í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í viðureign Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum eftir fjörugan fyrri hálfleik. Newcastle hefur átt skot í þverslá og vildu margir meina að skot Obafemi Martins hefði farið inn fyrir marklínuna. Þá hefur Andriy Shevchenko átt skot í stöngina á marki Newcastle. Ekkert mark er komið í leik Southend og Tottenham þegar skammt lifir fyrri hálfleiks. 20.12.2006 20:44 Mourinho hvílir lykilmenn Leikur Newcastle og Chelsea er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 19:45, en athygli vekur að Jose Mourinho hefur ákveðið að hvíla marga af lykilmönnum sínum í leiknum í kvöld. Þeir Frank Lampard, Ashley Cole, Michael Ballack og Didier Drogba sitja allir á bekknum. 20.12.2006 19:36 San Antonio - Memphis í beinni í nótt Leikur San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Staða þessara liða í deildinni er bókstaflega andstæð því San Antonio er á toppi deildarinnar með 19 sigra og 6 töp, en Memphis hefur aðeins unnið 6 leiki og tapað 19. 20.12.2006 19:26 Cassano og Diarra settir út úr hópnum Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra og sóknarmaðurinn Antonio Cassano voru báðir settir út úr leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn gegn Recreativo sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Sjónvarpsupptökur náðust af leikmönnunum um helgina þar sem þeir gagnrýndu þjálfara sinn Fabio Capello. 20.12.2006 17:18 17 leikmannaskipti rannsökuð frekar Lord Stevens tilkynnti á blaðamannafundi í dag að 17 af þeim 362 leikmannaskiptum sem rannsökuð hafa verið í spillingarmálinu í enska boltanum verði rannsökuð enn frekar. Lítið markvert kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var vegna þessa í dag, en þar lýsti Stevens yfir óánægju sinni með óliðlegheit nokkurra stórra umboðsmanna. 20.12.2006 15:19 Dagný Linda í 36. sæti Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri varði í 36. sæti á heimsbikarmóti í bruni í Val d´Isere í dag og fékk fyrir það 50,11 FIS punkta. 20.12.2006 15:13 Gat ekki neitað United Sænski framherjinn Henrik Larsson segir að þegar sér hafi boðist tilboð um að ganga í raðir Manchester Unted sem lánsmaður hafi hann einfaldlega ekki getað sagt nei við svona stórt félag. 20.12.2006 14:45 Saha framlengir við Man Utd Franski framherjinn Louis Saha hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2010. Franski landsliðsmaðurinn er 28 ára gamall og gekk í raðir félagsins árið 2004 fyrir 12,8 milljónir punda. Hann hefur skoraði 12 mörk það sem af er leiktíðinni og er óðum að ná fyrra formi eftir erfiða baráttu við meiðsli. 20.12.2006 14:30 Bikarleiknum frestað fram til 9. janúar Stórleik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum hefur verið frestað fram til 9. janúar eftir að hann gat ekki farið fram á Anfield í gærkvöldi vegna svartaþoku. Það vekur athygli að það verður annar leikur liðanna á þremur dögum, því þau mætast einnig í þriðju umferð enska bikarsins. Leikur Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum verður í beinni á Sýn í kvöld klukkan 19:35. 20.12.2006 13:35 Niðurstöður úr spillingarmálinu birtar í dag Lord Stevens, maðurinn sem rannsakaði meinta spillingu í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttar sem sýndur var í breska sjónvarpinu í sumar, mun í dag afhjúpa skýrslu um ítarlega rannsókn sína í dag. Þar kemur í ljós hvort stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa gerst sekir um að taka við mótugreiðslum frá umboðsmönnum leikmanna og ljóst að mikið fjaðrafok verður í deildinni ef einhverjir verða fundnir sekir. 20.12.2006 13:28 Mourinho biðst afsökunar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, baðst í dag afsökunar á ummælum sem hann lét falla um framherjann Andy Johnson hjá Everton um síðustu helgi, þegar hann hélt því fram að leikmaðurinn hefði reynt að fiska vítaspyrnu í leiknum. Forráðamenn Everton tóku afsökunarbeiðninni vel og segja málið úr sögunni. 20.12.2006 13:15 Félagsmet hjá Phoenix Phoenix Suns vann í nótt 15. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann auðveldan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum 115-98. Chicago Bulls tók á móti LA Lakers og vann 94-89. 20.12.2006 13:01 Alfreð velur 19 manna æfingahóp Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari valdi í dag 19 manna æfingahóp fyrir lokaundirbúininginn fyrir HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næsta mánuði. 16 þessara leikmanna munu svo mynda HM hóp Íslands. Af þessum 19 leikmönnum leika fjórir hérlendis. 20.12.2006 12:48 Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. 20.12.2006 00:01 Íþróttamenn eru meðhöndlaðir eins og glæpamenn Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal segir að íþróttamenn séu höndlaðir eins og glæpamenn í kjölfar þess að hann var tekinn í enn eitt lyfjaprófið á árinu um síðustu helgi og það á heimili sínu. 19.12.2006 21:57 Ótrúlegur sigur Wycombe á Charlton Þriðjudeildarlið Wycombe Wanderers gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Charlton út úr enska deildarbikarnum í kvöld með 1-0 sigri á heimavelli Charlton, The Valley. Þetta eru sannarlega ótrúleg úrslit, en þrjár deildir skilja þessi tvö lið að. Wycombe er því komið í undanúrslit keppninnar en Charlton er í bullandi vandræðum í deildinni. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Charlton í kvöld. 19.12.2006 21:52 Chicago - LA Lakers í beinni í nótt Leikur Chicago Bulls og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. Þetta verður væntanlega hörkuleikur milli þessara gömlu stórliða, en bæði lið hafa verið á ágætu róli undanfarið. 19.12.2006 21:29 Allen Iverson fer til Denver Skorarinn Allen Iverson sem leikið hefur með Philadelphia 76ers síðasta áratug er á leið til Denver Nuggets í skiptum fyrir Andre Miller, Joe Smith og valrétti Denver liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Skiptin hafa ekki verið staðfest formlega en líklega verður gengið frá lausum endum síðar í kvöld. 19.12.2006 20:56 Sjá næstu 50 fréttir
Irueta hættur hjá Real Betis Javier Irueta, þjálfari Real Betis í spænska boltanum, sagði í dag starfi sínu lausu aðeins nokkrum vikum eftir að hann fékk stuðningsyfirlýsingu frá stjórn félagsins eftir slæmt gengi. Irueta stýrði áður liði Deportivo la Corunia, en hafði verið atvinnulaus í eitt ár þegar hann tók við Betis í sumar. Engar fréttir hafa borist af hugsanlegum eftirmanni Irueta. 21.12.2006 19:30
Benitez hundfúll yfir jólatörninni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vill að jólatörnin í enska boltanum verði skorin niður um helming því álagið á leikmenn sé glórulaust yfir hátíðarnar. Liðin í úrvalsdeildinni spila fjóra leiki á tíu dögum um jól og áramót. 21.12.2006 19:22
Anthony ætlar ekki að áfrýja Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets hefur ákveðið að áfrýja ekki 15 leikja banninu sem hann var settur í á dögunum eftir slagsmálin sem urðu í leik New York og Denver um síðustu helgi. Anthony gaf þá skýringu að hann vildi ekki gera meira úr þessu leiðinlega máli og taki því refsingu sinni þegjandi. 21.12.2006 18:40
Erfiðleikarnir skrifast að hluta á Dowie Richard Murray, stjórnarformaður Charlton í ensku úrvalsdeildinni, segir að hörmulegt gengi liðsins í síðustu leikjum skrifist að hluta til á fyrrum knattspyrnustjórann Ian Dowie sem rekinn var í haust, því það hafi verið hann sem stýrði leikmannakaupum hjá félaginu í sumar. 21.12.2006 18:00
Khan ætlar að verða heimsmeistari á næsta ári Hnefaleikarinn ungi Amir Khan frá Bretlandi hefur lýst því yfir að hann ætli sér að verða heimsmeistari á næsta ári, en hinn tvítugi Khan hefur unnið tíu bardaga í röð síðan hann gerðist atvinnumaður árið 2005. Khan vann sinn fyrsta titil hjá IBF sambandinu á dögunum og ætlar að feta í fótspor Mike Tyson og verða heimsmeistari 20 ára gamall. 21.12.2006 17:15
Félagaskipti Einars gerð opinber Þýska úrvalsdeildarliðið Grosswallstadt tilkynnti í gærkvöldi formlega að íslenski landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson gengi í raðir toppliðsins Flensburg á næsta keppnistímabili. Nokkuð langt er síðan þessi tíðindi láku út, en nú hefur verið staðfest að Einar geri þriggja ára samning við stórliðið. 21.12.2006 16:30
Ronaldinho að fá spænskt vegabréf Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona á von á að fá spænskt vegabréf á næsta ári og mun í kjölfarið búa til pláss fyrir leikmann utan Evrópu í hópi Evrópumeistaranna. Líklegt þykir að það verði mexíkóski táningurinn Giovanni dos Santos, sem nú leikur með B-liði félagsins. 21.12.2006 16:30
Barcelona - Atletico Madrid í beinni á Sýn í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Evrópumeistara Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Atletico Madrid í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50. Þetta er síðasti leikurinn í spænsku deildinni fyrir jólafrí og það verður Hörður Magnússon sem lýsir leik kvöldsins eins og honum einum er lagið. 21.12.2006 15:58
Iverson fór ekki fram á að fara frá Philadelphia Allen Iverson segist ekki hafa farið fram á það að vera skipt frá Philadelphia 76ers á frægum fundi sem hann átti með framkvæmdastjóra félagsins fyrir röskum hálfum mánuði. Þetta sagði Iverson í fyrsta viðtalinu sem hann veitti eftir að ljóst varð að hann gengi til liðs við Denver Nuggets. 21.12.2006 15:21
Rijkaard tekur upp hanskann fyrir félaga sinn Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú tekið upp hanskann fyrir landa sinn og fyrrum liðsfélaga Marco Van Basten, landsliðsþjálfara Hollendinga, eftir að Louis van Gaal fór hörðum orðum um Van Basten í fjölmiðlum á dögunum og sagði hann lélegan þjálfara. Rijkaard lét þann gamla heyra það í gær. 21.12.2006 15:07
Logi skoraði 26 stig í sigri ToPo Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var enn á ný stigahæstur hjá liði sínu ToPo í Helsinki þegar liðið lagði KTP 77-75 í finnsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöld. ToPo er í fjórða sæti deildarinnar. 21.12.2006 15:04
Eriksson ekki á leið til Marseille Jose Anigo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Marseille í Frakklandi, segir ekkert hæft í þeim fullyrðingum fjölmiðla að félagið ætli að ráða Sven-Göran Eriksson í starf knattspyrnustjóra og segir ekki koma til greina að Svíinn taki við liðinu. 21.12.2006 15:01
Ciudad Real og Portland San Antonio leika til úrslita Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real á Spáni komust í gær í úrslitaleikinn í spænska bikarnum með 33-32 sigri á Barcelona í undanúrslitum. Ólafur Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Ciudad í leiknum og er liðið að leika til úrslita í fjórða skiptið í röð. Sigfús Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Ademar Leon sem tapaði fyrir Portland San Antonio í hinum undanúrslitaleiknum. 21.12.2006 14:53
Flensburg eitt á toppnum Lærisveinar Viggós Sigurðssonar í Flensburg tryggðu sér í gær toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar liðið burstaði Wilhelmshavener 35-27 á meðan Kiel tapaði óvænt mjög stórt fyrir Magdeburg á útivelli 39-24. 21.12.2006 14:47
Deilur Nistelrooy og Kuyt halda áfram Hollensku framherjarnir Dirk Kuyt hjá Liverpool og Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid eru litlir vinir og hafa þeir deilt í fjölmiðlum um nokkurt skeið. Nistelrooy sendi landa sínum pillu í gær. 21.12.2006 13:00
Tíu sigrar í röð hjá Inter Ítalíumeistarar Inter Milan unnu í gærkvöld sinn tíunda sigur í ítölsku A-deildinni þegar liðið skellti Lazio á útivelli 2-0 þrátt fyrir að vera manni færri frá miðjum fyrri hálfleik eftir að Zlatan Ibrahimovic var vikið af velli. Esteban Cambiasso og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter í gær. 21.12.2006 12:43
Real Madrid kaupir Gago Spænska stórveldið Real Madrid hefur fengið 13,7 milljón punda tilboð sitt í miðjumanninn Fernando Gago samþykkt frá argentínska félaginu Boca Juniors. Þetta tilkynntu forráðamenn Juniors í dag og mun leikmaðurinn fara til Madrid til að skrifa undir samning í næstu viku. Gago er tvítugur og er talinn mikið efni líkt og framherjinn Gonzalo Higuain sem gekk í raðir Real í síðustu viku. 21.12.2006 12:38
Camara verður frá í sex vikur Enska úrvalsdeildarliðið Wigan verður án framherja síns Henri Camara í jólatörninni og fram á nýja árið eftir að í ljós kom að hann er illa meiddur á hné. Búist er við að kappinn verði frá keppni í sex vikur, en þar fyrir utan er Lee McCulloch að taka út þriggja leikja bann svo liðið á aðeins tvo heila framherja fyrir komandi leikjatörn. 21.12.2006 12:32
Strangari refsingar íhugaðar vegna ofbeldis gagnvart Tennessee Walking hestum Sumir leiðtogar í Tennessee ganghesta iðnaðinum (Tennessee Walking Horse National) hafa lagt til að harðari viðurlög verði sett fyrir þá sem staðnir eru að því að misþyrma hestum í hagnaðarskyni. USDA er að vinna að nýrri reglugerð til að framfylgja lögum um hrossavernd sem sett verða 2007. 21.12.2006 12:13
Mikil dramatík í NBA í nótt Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix. 21.12.2006 12:04
Real Madrid niðurlægt á heimavelli Stórlið Real Madrid var niðurlægt á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í gær þegar smálið Recreativo kom í heimsókn og vann stórsigur 3-0. Leikmenn Real spiluðu hörmulega í leiknum og enginn slakari en nýkjörinn knattspyrnumaður ársins, Fabio Cannavaro. Sevilla er á toppnum eftir auðveldan 4-0 sigur á Deportivo. 21.12.2006 11:51
Hlutafélag um Þrist frá Þorlákshöfn Líklega fjölmennasta hlutafélag landsins um stóðhest var stofnað síðastliðinn sunnudag þegar einkahlutafélagið Hestapil ehf. leit dagsins ljós. Fjölmennur fundur var í Hveragerði þar sem stór hluti af þeim 48 hluthöfum mætti til að ganga endanlega frá stofnun félagsins. Mikill og góður andi var í hópnum sem hittist í hesthúsinu að Hvoli 2 í Ölfusi til að líta Þrist frá Þorlákshöfn augum. 21.12.2006 09:26
Ronaldinho náði einni æfingu Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og náði aðeins einni æfingu fyrir leik Barcelona gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21 og er í beinni útsendingu á Sýn. 21.12.2006 00:01
Ætlar að skáka Tiger Woods Suður-Afríkubúinn Ernie Els hefur sett í gang þriggja ára markmið til að skáka Tiger Woods. Woods er langefstur á heimslista kylfinga þar sem Els situr í fimmta sæti. 21.12.2006 00:01
Murray getur orðið sá besti Sænska tennisgoðsögnin Björn Borg telur að Andy Murray sé sá eini sem getur skákað Roger Federer á næsta ári í tennisheiminum. Borg, fimmfaldur sigurvegari á Wimbledon mótinu telur einnig að hinn 19 ára gamli Murray geti orðið besti tenniskappi heimsins áður en langt um líður. Murray og Rafael Nadal voru þeir einu sem náðu að leggja Federer af velli á árinu 2006. 21.12.2006 00:01
Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir Njarðvík og Keflavík mætast í kvöld í síðasta leik Iceland-Express deildar karla fyrir jól. Leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19.15. Liðin eru í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, bæði með fjórtán stig eftir níu leiki, en Skallagrímur, KR og Snæfell verma fyrstu þrjú sætin, öll með sextán stig eftir tíu leiki. 21.12.2006 00:01
Drogba bjargaði Chelsea Framherjinn magnaði Didier Drogba var hetja Chelsea í kvöld þegar hann tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle með glæsilegu marki eftir aukaspyrnu, aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður í síðari hálfleik. Chelsea er því komið í undanúrslit keppninnar. 20.12.2006 21:37
Markalaust í hálfleik Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í viðureign Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum eftir fjörugan fyrri hálfleik. Newcastle hefur átt skot í þverslá og vildu margir meina að skot Obafemi Martins hefði farið inn fyrir marklínuna. Þá hefur Andriy Shevchenko átt skot í stöngina á marki Newcastle. Ekkert mark er komið í leik Southend og Tottenham þegar skammt lifir fyrri hálfleiks. 20.12.2006 20:44
Mourinho hvílir lykilmenn Leikur Newcastle og Chelsea er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 19:45, en athygli vekur að Jose Mourinho hefur ákveðið að hvíla marga af lykilmönnum sínum í leiknum í kvöld. Þeir Frank Lampard, Ashley Cole, Michael Ballack og Didier Drogba sitja allir á bekknum. 20.12.2006 19:36
San Antonio - Memphis í beinni í nótt Leikur San Antonio Spurs og Memphis Grizzlies verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Staða þessara liða í deildinni er bókstaflega andstæð því San Antonio er á toppi deildarinnar með 19 sigra og 6 töp, en Memphis hefur aðeins unnið 6 leiki og tapað 19. 20.12.2006 19:26
Cassano og Diarra settir út úr hópnum Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra og sóknarmaðurinn Antonio Cassano voru báðir settir út úr leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn gegn Recreativo sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Sjónvarpsupptökur náðust af leikmönnunum um helgina þar sem þeir gagnrýndu þjálfara sinn Fabio Capello. 20.12.2006 17:18
17 leikmannaskipti rannsökuð frekar Lord Stevens tilkynnti á blaðamannafundi í dag að 17 af þeim 362 leikmannaskiptum sem rannsökuð hafa verið í spillingarmálinu í enska boltanum verði rannsökuð enn frekar. Lítið markvert kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var vegna þessa í dag, en þar lýsti Stevens yfir óánægju sinni með óliðlegheit nokkurra stórra umboðsmanna. 20.12.2006 15:19
Dagný Linda í 36. sæti Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri varði í 36. sæti á heimsbikarmóti í bruni í Val d´Isere í dag og fékk fyrir það 50,11 FIS punkta. 20.12.2006 15:13
Gat ekki neitað United Sænski framherjinn Henrik Larsson segir að þegar sér hafi boðist tilboð um að ganga í raðir Manchester Unted sem lánsmaður hafi hann einfaldlega ekki getað sagt nei við svona stórt félag. 20.12.2006 14:45
Saha framlengir við Man Utd Franski framherjinn Louis Saha hefur framlengt samning sinn við Manchester United til ársins 2010. Franski landsliðsmaðurinn er 28 ára gamall og gekk í raðir félagsins árið 2004 fyrir 12,8 milljónir punda. Hann hefur skoraði 12 mörk það sem af er leiktíðinni og er óðum að ná fyrra formi eftir erfiða baráttu við meiðsli. 20.12.2006 14:30
Bikarleiknum frestað fram til 9. janúar Stórleik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum hefur verið frestað fram til 9. janúar eftir að hann gat ekki farið fram á Anfield í gærkvöldi vegna svartaþoku. Það vekur athygli að það verður annar leikur liðanna á þremur dögum, því þau mætast einnig í þriðju umferð enska bikarsins. Leikur Newcastle og Chelsea í enska deildarbikarnum verður í beinni á Sýn í kvöld klukkan 19:35. 20.12.2006 13:35
Niðurstöður úr spillingarmálinu birtar í dag Lord Stevens, maðurinn sem rannsakaði meinta spillingu í ensku knattspyrnunni í kjölfar sjónvarpsþáttar sem sýndur var í breska sjónvarpinu í sumar, mun í dag afhjúpa skýrslu um ítarlega rannsókn sína í dag. Þar kemur í ljós hvort stjórar í ensku úrvalsdeildinni hafa gerst sekir um að taka við mótugreiðslum frá umboðsmönnum leikmanna og ljóst að mikið fjaðrafok verður í deildinni ef einhverjir verða fundnir sekir. 20.12.2006 13:28
Mourinho biðst afsökunar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, baðst í dag afsökunar á ummælum sem hann lét falla um framherjann Andy Johnson hjá Everton um síðustu helgi, þegar hann hélt því fram að leikmaðurinn hefði reynt að fiska vítaspyrnu í leiknum. Forráðamenn Everton tóku afsökunarbeiðninni vel og segja málið úr sögunni. 20.12.2006 13:15
Félagsmet hjá Phoenix Phoenix Suns vann í nótt 15. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann auðveldan sigur á Toronto Raptors á heimavelli sínum 115-98. Chicago Bulls tók á móti LA Lakers og vann 94-89. 20.12.2006 13:01
Alfreð velur 19 manna æfingahóp Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari valdi í dag 19 manna æfingahóp fyrir lokaundirbúininginn fyrir HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næsta mánuði. 16 þessara leikmanna munu svo mynda HM hóp Íslands. Af þessum 19 leikmönnum leika fjórir hérlendis. 20.12.2006 12:48
Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. 20.12.2006 00:01
Íþróttamenn eru meðhöndlaðir eins og glæpamenn Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal segir að íþróttamenn séu höndlaðir eins og glæpamenn í kjölfar þess að hann var tekinn í enn eitt lyfjaprófið á árinu um síðustu helgi og það á heimili sínu. 19.12.2006 21:57
Ótrúlegur sigur Wycombe á Charlton Þriðjudeildarlið Wycombe Wanderers gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Charlton út úr enska deildarbikarnum í kvöld með 1-0 sigri á heimavelli Charlton, The Valley. Þetta eru sannarlega ótrúleg úrslit, en þrjár deildir skilja þessi tvö lið að. Wycombe er því komið í undanúrslit keppninnar en Charlton er í bullandi vandræðum í deildinni. Hermann Hreiðarsson lék ekki með Charlton í kvöld. 19.12.2006 21:52
Chicago - LA Lakers í beinni í nótt Leikur Chicago Bulls og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. Þetta verður væntanlega hörkuleikur milli þessara gömlu stórliða, en bæði lið hafa verið á ágætu róli undanfarið. 19.12.2006 21:29
Allen Iverson fer til Denver Skorarinn Allen Iverson sem leikið hefur með Philadelphia 76ers síðasta áratug er á leið til Denver Nuggets í skiptum fyrir Andre Miller, Joe Smith og valrétti Denver liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Skiptin hafa ekki verið staðfest formlega en líklega verður gengið frá lausum endum síðar í kvöld. 19.12.2006 20:56