Fleiri fréttir

Framarar misstigu sig fyrir norðan

Efsta lið DHL-deildarinnar, Fram, tapaði dýrmætu stigi fyrir norðan í kvöld þegar liðið náði aðeins jafntefli við Þór á Akureyri 28-28. Þá vann Fylkir góðan útisigur á Selfyssingum 32-26. Jafnteflið hjá Fram þýðir að Haukar geta komist upp fyrir Safamýrarliðið á morgun þegar þeir mæta HK í Digranesi.

Njarðvík lagði KR

Njarðvíkingar eru komnir með forystu í einvígi sínu við KR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 91-80 sigur í þriðja leik liðanna í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar geta því tryggt sér farseðilinn í úrslitin með sigri í fjórða leiknum sem fer fram á heimavelli KR.

Rivaldo framlengir

Brasilíski leikstjórnandinn Rivaldo hefur framlengt samning sinn við gríska liðið Olympiakos um eitt ár, en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan árið 2004. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra og hefur góða forystu á toppi deildarinnar í ár. Forráðamenn félagsins líta á framlenginguna sem virðingarvott við besta leikmann í sögu félagsins. Rivaldo var kjörinn besti leikmaður heims árið 1999 þegar hann spilaði með Barcelona.

Tveir leikir í kvöld

Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 19:00 taka Þórsarar á móti toppliði Fram norður á Akureyri, og klukkan 20 mætast svo Selfoss og Fylkir á Selfossi.

Þriðji leikur Njarðvíkur og KR í kvöld

Njarðvík og KR eigast við í Njarðvík í kvöld í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Liðin hafa unnið hvort sinn leikinn og munu KRingar eflaust vilja velgja heimamönnum undir uggum í Njarðvík í kvöld eftir góðan sigur á heimavelli sínum í síðasta leik. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Graham Poll fulltrúi enskra dómara

Nú er búið að birta lista yfir þá 23 dómara sem valdir hafa verið til að dæma á HM í Þýskalandi í sumar og verður Graham Poll fulltrúi ensku úrvalsdeildarinnar í keppninni. Auk Poll verða á mótinu dómarar eins og Eric Poulat frá Frakklandi,Markus Merk frá Þýskalandi, hinn spænski Enrique Mejuto Gonzalez og Massimo De Santis frá Ítalíu svo einhverjir séu nefndir.

Davidson fljótastur á æfingum

Anthony Davidson hjá Honda náði bestum tíma allra á æfingum fyrir Melbourne-kappaksturinn í Formúlu 1 sem háður verður í Ástralíu um helgina. Alex Wurz hjá Williams náði öðrum besta tímanum og Robert Kubica hjá BMW Sauber náði þriðja besta tímanum.

Allardyce mjög líklegur landsliðsþjálfari

Sir Alex Ferguson segir að Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, sé mjög líklegur til að verða valinn eftirmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu. Þetta sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag fyrir viðureign Bolton og Manchester United á morgun.

Ákveður sig fyrir HM

Franski framherjinn Thierry Henry hefur nú gefið það út að hann muni tilkynna hvort hann verði áfram hjá Arsenal eða ekki fyrir upphaf heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þann 9. júní nk. Henry hefur verið orðaður við spænsku risana Barcelona og Real Madrid, en hann virðist vera búinn að gleyma því að hann lofaði stuðningsmönnum Arsenal fyrir nokkru að hann ætlaði að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við félagið.

Fortune verður látinn fara

Sir Alex Ferguson segir að líklega verði miðjumaðurinn Quinton Fortune látinn fara frá Manchester United fljótlega, en Suður-Afríkumaðurinn hefur átt við erfið meiðsli að stríða lengi. Fortune er með lausa samninga í sumar og þykja þessi tíðindi benda til þess að United ætli að taka nokkuð til á miðjunni hjá sér í sumar.

Reggie Miller heiðraður í Indiana

Skotbakvörðurinn Reggie Miller var í nótt heiðraður sérstaklega Indiana Pacers þegar númerið hans var hengt upp í rjáfur í höll félagsins. Miller lagði skóna á hilluna í fyrra eftir að hafa spilað í 18 ár með liði Indiana, en hann hefur meðal annars skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar leikmaður í sögu deildarinnar. Hann var fimm sinnum valinn í stjörnuliðið á ferlinum er minnst sem einnar bestu skyttu í sögu NBA.

Pogatetz frá út leiktíðina

Varnarmaðurinn Emanuel Pogatetz hjá Middlesbrough leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsli í viðureign Middlesbrough og svissneska liðsins Basel í Uefa-bikarnum í gærkvöldi. Pogatetz brákaðist á kjálkabeini og nefbrotnaði í hörðu samstuði við leikmann Basel.

Solskjær skrifar undir

Norski sóknarmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United hefur nú framlengt samning sinn við félagið um tvö ár og verður því samningsbundinn United fram í júní 2008. Solskjær er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna liðsins, en hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli að undanförnu og er nú að jafna sig eftir kinnbeinsbrot.

San Antonio lagði Lakers

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu LA Lakers á útivelli 96-85. Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir San Antonio en Kobe Bryant var að venju stigahæstur í liði Los Angeles með 23 stig. Þá vann Phoenix sigur á Indiana 114-104 á útivelli. Shawn Marion skoraði 29 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 15 stig og 13 stoðsendingar, en Peja Stojakovic skoraði 25 stig fyrir Indiana.

Íslandsmeistarabragur á Keflavík

Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1.

Ekkert spilað á Wembley fyrr en 2007

Breska sjónvarpsstöðin BBC greindi frá því seint í gærkvöld að það hefði heimildir fyrir því að opnun nýja Wembley-leikvangsins yrði frestað það lengi að ekkert verði nú spilað á nýja vellinum fyrr en á næsta ári. Fyrirhugað var að spila nokkra landsleiki á vellinum í haust auk þess sem völlurinn átti að hýsa leikinn um samfélagsskjöldinn, en nú þykir ljóst að ekkert verði af því.

Keflavík valtaði yfir Skallagrím

Keflvíkingar hafa náð forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Skallagrím 2-1 eftir 129-79 sigur á heimavelli sínum í þriðja leiknum í kvöld. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík en Jovan Zdravevski skoraði 19 stig fyrir Skallagrím. Keflvíkingar skoruðu 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi og þar geta Keflvíkingar tryggt sér sæti í úrslitunum.

Boro í vondum málum

Enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough tapaði fyrri leik sínum við svissneska liðið Basel 2-0 á útivelli í 8-liða úrslitum Uefa-bikarsins í kvöld og þarf því að eiga toppleik til að eiga möguleika á að komast áfram í keppninni. Sevilla vann auðveldan sigur á Zenit Pétursborg 4-1, Schalke vann Levski Sofia 3-1 á útivelli og grannliðin Rapid og Steua í Búkarest gerðu 1-1 jafntefli.

Keflavík yfir í hálfleik

Keflvíkingar hafa yfir 63-43 í hálfleik í þriðja leik sínum gegn Skallagrími í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik, en leikurinn fer fram í Keflavík. Jafnræði var á með liðunum eftir fyrsta leikhlutann, en pressuvörn Keflvíkinganna virtist slá gestina út af laginu í öðrum leikhlutanum. AJ Moye hjá Keflavík hefur verið besti leikmaður vallarins og er kominn með yfir 20 stig í fyrri hálfleiknum.

Bolton kaupir Ísraela

Úrvalsdeildarfélagið Bolton gekk í dag frá samningi við ísraelska miðjunanninn Idan Tal frá Maccabi Haifa og mun hann ganga til liðs við enska liðið í júlí í sumar. Tal þessi spilaði með Everton á árunum 2000-2002 og á að baki 58 landsleiki fyrir Ísrael.

Ronaldinho verðmætasti leikmaður heims

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hefur verið útnefndur verðmætasti knattspyrnumaður heims í ítarlegri könnun sem gerð var á dögunum og skýtur þar köppum á borð við David Beckham og Wayne Rooney ref fyrir rass.

Óttast frekari seinkanir á Wembley

Breska sjónvarpsstöðin BBC greinir frá því í dag að ýmis teikn séu á lofti um að nýi Wembley leikvangurinn verði jafnvel ekki tilbúinn fyrir leikinn um samfélagsskjöldinn síðaripart sumars, eftir að í ljós kom að rúgbýleikur sem halda átti á vellinum þann 26. ágúst gæti orðið færður annað - en leikurinn um samfélagsskjöldinn á að fara fram enn fyrr, eða þann 13. ágúst.

LeBron James loksins í úrslitakeppnina

Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð.

Óvæntur sigur Stephen Ames

Kanadamaðurinn Stephen Ames sigraði örugglega á Players meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld á TPC Sawgrass vellinum en mótið var í beinni útsendingu á Sýn. Ames lék hringina fjóra á fjórtán höggum undir pari og lokahringinn lék hann á 5 höggum undir pari, 67 höggum samtals.

Haukar elta Fram eins og skugginn

Haukar unnu góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Þar með narta þeir enn í hælana á Safamýrarpiltunum í Fram sem hafa 36 stig á toppi deildarinnar en Hafnfirðingarnir koma næstir, stigi á eftir.

Bjarni og Hörður í tapliði Silkeborg

Bjarni Ólafur Eiríksson og Hörður Sveinsson léku báðir allan leikinn fyrir danska liðið Silkeborg sem tapaði fyrir Bröndby. Með sigrinum tyllti Bröndby sér í efsta sæti deildarinnar með 51 stig, en FCK í Kaupmannahöfn kemur næst með 50 stig en þeir eioga einn leik til góða. Silkeborg er í svo 9. sæti með 23 stig.

Celtic einum sigri frá titlinum

Celtic getur tryggt sér Skotlandsmeistaratitilinn eftir tíu daga en það þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Leikurinn er þann 5. apríl gegn Hearts, sem er í öðru sæti deildarinnar en fastlega má gera ráð fyrir því að Celtic vinni þann leik eftir frábæra leiki undanfarið.

Real Madrid burstaði Deportivo

Real Madrid vann öruggan sigur á Deportivo La Coruna í La Liga á Spáni í dag. Madrídingar færast þar með nær erkifjendum sínum í Barcelona sem verma toppsæti deildarinnar en þeir náðu þó aðeins markalausu jafntefli gegn Malaga í gær.

Bruce lætur deigann ekki síga

Steve Bruce er enn ákveðnari að draga Birmingham upp úr ruglinu sem liðið er í þessa stundina. Lið hans er í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar og hefur leikur liðsins að undanförnu aldeilis ekki verið burðugur.

Ólafur með fjögur mörk í sigri Ciudad

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið bar sigurorð af þýska liðinu Flensborg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Flensborg sá aldrei til sólar í leiknum og Ciudad fór með öruggan níu marka sigur af hólmi, 31-22.

Öruggur sigur Manchester United

Manchester United sáu til þess að vikan sem er að renna sitt skeið á enda er eins sú versta sem Steve Bruce, fyrrum United maður, hefur séð. Lið hans fékk á sig tíu mörk í vikunni en það tapaði 3-0 fyrir United í dag og 7-0 gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni í vikunni.

KR-ingar teknir í karphúsið

Njarðvík vann öruggan sigur á KR í fyrsta leik þeirra í undanúrslitaeinvíginu í Iceland-Express deild karla en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. Herbert Guðmundsson þjálfari KR baðst afsökunar á slakri frammistöðu sinna manna sem töpuðu stórt, 101-65.

Man Utd yfir í hálfleik

Manchester United er 2-0 yfir gegn döpru liði Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ryan Giggs skoraði bæði mörkin, það fyrra með glæsilegri aukaspyrnu en hið seinna eftir lipra sókn og góða sendingu frá Wayne Rooney. Ruud Van Nistelrooy er ekki í byrjunarliði United sem hefur verið miklu mun betra í leiknum og á að vera komið lengra yfir í leiknum.

Njarðvík langt yfir í hálfleik

Njarðvíkingar eru á góðri leið með að tryggja sér sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins gegn KR í Iceland Express deild karla. Þeir hafa átján stigum fyrir í hálfleik, 47-29, og hafa borið höfuð og herðar yfir KR-inga sem þurfa að spýta verulega í lófana ef þeir ætla sér að stela sigrinum í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Öruggur sigur Loeb

Franski ökuþórinn Sébastien Loeb sigraði örugglega í Katalóníurallinu sem fór fram um helgina á Spáni. Loeb ekur Citroën Xsara fyrir Kronos-liðið en hann endaði 48,2 sekúndum á undan Spánverjanum Dani Sordo, sem einnig ekur um á Citroën Xsara. Í þriðja sæti varð Finninn Marcus Grönholm á Ford Focus, 1,45 mínútum á eftir Loeb.

Charlton vann Newcastle

Charlton bar sigurorð af Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton og átti skínandi dag í hjarta varnarinnar, líkt og endranær.

Frábær sigur Boro á Bolton

Middlesbrough vann frábæran 4-3 sigur á Bolton í stórskemmtilegum leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir tilraunir Howard Webb dómara til að vera hvað mest í sviðsljósinu var það skemmtanagildi leiksins sem stóð uppúr í lokin.

Njarðvík-KR í beinni á Sýn klukkan 15

Vísir.is minnir alla á beina útsendingu Sýnar frá stórleik Njarðvík og KR í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsending Sýnar skömmu áður. Keflavík vann í gær góðan sigur á Skallagrímsmönnum í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Allir vilja enskan landsliðseinvald

Sam Allardyce stjóri Bolton telur að allir Englendingar vilji sá Englending stýra enska landsliðinu þegar Sven Göran Eriksson hættir með liðið eftir HM í sumar. Allardyce hefur verið sterklega orðaður við starfið sem hann hefur aldrei farið dult með aðdáun sinni á.

Vilja breyta Meistaradeildinni

G-14 hópurinn, þar sem saman eru komin átján af stærstu knattspyrnuliðum heims, vilja breyta Meistaradeildinni í knattspyrnu á nýjan leik til að fá sautján leikdaga í stað þrettán eins og staðan er í dag.

Línurnar að skýrast í Vesturdeildinni

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Góður sigur Lemgo

Lemgo vann í dag mikilvægan sigur á Gummersbach á útivelli 29-27 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir heimamenn og Róbert Gunnarsson 1, en Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo, sem er nú með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn.

Þetta var hendi

Framherjinn Didier Drogba viðurkenndi að hann hefði fengið knöttinn í höndina þegar hann skoraði annað mark Chelsea í sigrinum á Manchester City í dag, en Sylvain Distin leikmanni City var vikið af leikvelli fyrir kröftug mótmæli sín vegna atviksins.

Stúdínur lögðu Hauka

Lið ÍS náði að jafna metin í 1-1 í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag með góðum sigri í Kennaraháskólanum 83-71. Liðin þurfa því að mætast að Ásvöllum í oddaleik um hvort liðið mætir Keflavík í úrslitunum.

Gerrard lærir af mistökunum

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard muni læra af mistökum sínum í dag þegar hann lét reka sig af velli í leiknum gegn Everton eftir aðeins 18 mínútna leik. Benitez var þó ánægður með að sínir menn skyldu ná að vinna leikinn þrátt fyrir að vera manni færri lengst af.

Sjá næstu 50 fréttir