Fleiri fréttir Fram hafði betur í toppslagnum Framarar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag og lögðu Hauka í toppslag DHL-deildar karla í handbolta, 33-26. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram, þar af 9 úr vítum, en Arnar Pétursson skoraði 6 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum, en varnarleikur Fram skóp sigurinn í dag og greinilegt að liðið er til alls líklegt undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17.12.2005 18:31 Manchester City með örugga forystu Manchester City er að valta yfir lánlaust lið Birmingham á heimavelli sínum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir City. David Sommeil kom liðinu yfir eftir aðeins 24 sekúndur, Joey Barton skoraði annað markið úr víti á 14. mínútu og Antoine Sibierski bætti við þriðja markinu á 39. mínútu. 17.12.2005 18:16 Enn vinnur Reading Ívar Ingimarsson og félagar í Reading unnu góðan útisigur á Milwall í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar lék að venju allan leiktímann í vörn Reading, en Brynjar Björn Gunnarsson kom inná sem varamaður í lokin. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem gerði jafntefli við Crew á heimavelli og þá var Hannes Sigurðsson í liði Stoke sem sem vann Luton 3-2. 17.12.2005 18:15 Grindavík lagði Skallagrím Grindvíkingar lögðu Skallagrím á heimavelli sínum í Grindavík í dag 92-89. Bandaríkjamaðurinn Jeremiah Johnson var stigahæstur í liði heimamanna með 30 stig, en Jovan Zdravevski skoraði 23 stig fyrir gestina. Þetta var því góður dagur í Grindavík, því fyrr um daginn vann kvennaliðið góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík. 17.12.2005 18:00 Þrenna frá Michael Owen Michael Owen skoraði þrennu fyrir Newcastle í dag þegar liðið lagði West Ham á útivelli 4-2 í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer skoraði eitt mark fyrir Newcastle, Marlon Harewood skoraði eitt mark fyrir West Ham, en fyrra mark liðsins var sjálfsmark Nolberto Solano. 17.12.2005 17:40 Heiðar lagði upp sigurmark Fulham Heiðar Helguson kom inná í liði Fulham eftir um hálftíma leik í dag og lagði upp síðara mark liðsins í 2-1 sigri á Blackburn. Bolton burstaði Everton á útivelli 4-0, Portsmouth sigraði West Brom 1-0 og Wigan náði loks í sigur þegar liðið skellti lánlausu liði Charlton 3-0 með þrennu frá Henry Camara. 17.12.2005 16:57 Wigan leiðir gegn Everton í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í fjórum af leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Wigan hefur 1-0 forystu gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton, en það var Henry Camara sem skoraði mark Wigan. 17.12.2005 15:53 Rooney og Van Nistelrooy voru frábærir Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með framgöngu leikmanna sinna í sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir þá hafa brugðist vel við því að falla úr keppni í Meistaradeildinni. Sérstaklega hrósaði hann samvinnu Rooney og Van Nistelrooy. 17.12.2005 15:45 Grindavík hafði betur í grannaslagnum Grindavíkurstúlkur unnu nú áðan góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik 89-83. Grindavík komst upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar með sigrinum, en Keflavík er í þriðja sætinu. Jerica Watson fór á kostum í liði Grindavíkur í dag, skoraði 39 stig og var besti leikmaður vallarins. 17.12.2005 15:18 Auðveldur sigur United Manchester United var ekki í teljandi vandræðum með að leggja Aston Villa á útivelli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. United hafði sigur 2-0 á Villa Park með mörkum frá Ruud Van Nistelrooy og Wayne Rooney. Nú munar sex stigum á United og Chelsea, sem reyndar á leik til góða gegn Arsenal á morgun. 17.12.2005 14:43 Manchester United yfir gegn Villa Manchester United hefur yfir í hálfleik 1-0 gegn Aston Villa í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var hollenska markamaskínan Ruud Van Nistelrooy sem skoraði mark United snemma leiks, en gestirnir hafa mikla yfirburði í leiknum á Villa Park. 17.12.2005 13:37 Íhugar að leggja skóna á hilluna David Moyes, stjóri Everton, segir að framherjinn Duncan Ferguson sé að íhuga að hætta að leika knattspyrnu því hann sé orðinn langþreyttur á fjölda meiðsla sem hafa þjakað hann lengi. 17.12.2005 13:30 Detroit valtaði yfir Chicago Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit Pistons valtaði yfir Chicago Bulls á heimavelli sínum og hefur nú unnið 17 af fyrstu 20 leikjum sínum á tímabilinu. 17.12.2005 12:37 Valur tapaði í Digranesi Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun. 16.12.2005 21:55 Vona að Chelsea og Barcelona hafi þroskast Forráðamenn UEFA segjast vona að ekki sjóði uppúr í aðdraganda viðureignar Barcelona og Chelsea í þetta sinn, en mikið fjaðrafok varð í kring um rimmu liðanna í vor sem endaði með leikbönnum og sektum. "Ég ætla að vona að menn hafi lært af mistökum sínum í fyrra og einbeiti sér að því að leysa málin á knattspyrnuvellinum í þetta sinn," sagði William Gaillard hjá UEFA. 16.12.2005 19:45 Tapaði áfrýjun sinni gegn Chelsea Framherjinn Adrian Mutu tapaði í dag áfrýjun sinni á hendur fyrrum liði sínu Chelsea á Englandi, en hann var rekinn frá félaginu og samningi hans sagt upp í október á síðasta ári, eftir að Rúmeninn varð uppvís að neyslu kókaíns. 16.12.2005 18:45 Ronaldinho spáir öðru klassísku einvígi Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona, sem flestir hallast að því að sé besti knattspyrnumaður í heimi, spáir því að viðureign Chelsea og Barcelona í 16-úrslitum meistaradeildarinnar í ár fari á spjöld sögunnar sem klassísk viðureign, rétt eins og rimma þeirra í fyrra sem var sannarlega ógleymanleg. 16.12.2005 18:30 Við erum með betri hóp en Chelsea Jose Reyes hjá Arsenal er ekki smeykur fyrir grannaslaginn við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og þó heil sautján stig skilji liðin að í töflunni, segir hann að Arsenal sé með jafn góðann eða betri hóp en meistararnir. 16.12.2005 18:00 Vill hafa vetrarfrí í úrvalsdeildinni Mark Hughes, stjóri Blackburn segir að tími sé til kominn að innleiða vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni og segir að álagið á liðin í deildinni sé fáránlegt í kring um hátíðarnar, þar sem hans menn spila meðal annars fjóra leiki á átta dögum. 16.12.2005 17:30 Artest sektaður Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers var í gær sektaður um 10.000 dollara fyrir ummæli sín í Indianapolis Star á dögunum, þar sem hann fór fram á að verða skipt frá liði Indiana og sagði liðið betur komið án sín. 16.12.2005 17:15 Schumacher byrjar vel Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher er byrjaður að æfa á fullu eftir stutt frí og í gær náði hann frábærum tíma á æfingum á Jerez brautinni á Spáni. "Mér finnst ég mjög ferskur um þessar mundir og ég er ákaflega einbeittur," sagði Schumacher, sem vill eflaust gleyma síðasta ári sem fyrst og einbeita sér að því að komast á meðal þeirra bestu á ný. 16.12.2005 16:30 Gæti hjálpað að falla úr Meistaradeildinni Alex Ferguson segir að sú staðreynd að Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni eftir áramótin, gæti átt eftir að hjálpa liðinu í deild og bikar heimafyrir. Það komi þó ekki í endanlega í ljós fyrr en úr því verður skorið hvað hin ensku liðin komast langt í keppninni. 16.12.2005 16:15 Hélt að eldingar kæmu ekki niður á sama stað tvisvar Peter Kenyon sagðist allt eins hafa búist við því að lið hans Chelsea mundi dragast á móti stórliði í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag og hlakkar til að endurtaka leikinn frá í fyrra. 16.12.2005 15:45 Sáttur við að mæta Benfica Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir á heimasíðu félagsins í dag að hann sé sáttur við að mæta Benfica í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar og segir að þó Benfica verði erfiðir mótherjar, hefði Liverpool geta verið óheppnara með andstæðinga á þessu stigi keppninnar. 16.12.2005 15:15 Þrír leikir í kvöld Síðustu umferð fyrir jól í DHL-deild karla í handbolta lýkur um helgina, en hún hefst í kvöld með þremur leikjum. HK tekur á móti Val í Digranesi, Þór Akureyri tekur á móti grönnum sínum í KA og Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Fjórir leikir verða svo á morgun, en þar ber hæst stórleikur Hauka og Fram á Ásvöllum. 16.12.2005 14:45 Ákvörðun Michelin hefur engin áhrif Forráðamenn heimsmeistara Renault segja að ákvörðun Michelin dekkjaframleiðandans að draga sig út úr Formúlu 1 eftir næsta tímabil hafi engin áhrif á áform liðsins um að verja titilinn á næsta ári. 16.12.2005 14:24 Vill vera áfram hjá Liverpool Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hefur nú gefið það út að hann vilji ekki fara frá Liverpool, þrátt fyrir að þurfa oft að sitja á tréverkinu. Cissé sagðist í haust vilja fara frá Liverpool því hann taldi landsliðsferil sinn í hættu af því hann fékk ekki að spila nógu mikið. 16.12.2005 14:15 Verður ekki viðstaddur útför föður síns Faðir knattspyrnustjórans Rafa Benitez hjá Liverpool lést í vikunni, en stjórinn spænski ætlar engu að síður að vera kyrr í Japan og ætlar að stýra liði Liverpool í úrslitaleiknum við Sao Paulo í heimsmeistarakeppni félagsliða um helgina. 16.12.2005 14:00 Dregið í 32-liða úrslitin Í dag var dregið í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Middlesbrough mætir þýska liðinu Stuttgart, Bolton mætir Marseille frá Frakklandi og Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar mæta Betis frá Spáni. 16.12.2005 13:15 Fimmti sigur Houston í röð Houston Rockets vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar liðið skellti Seattle á útivelli, en allt annar bragur hefur verið á liðinu síðan Tracy McGrady sneri aftur úr meiðslum. Þá vann Cleveland góðan sigur á Denver og meistarar San Antonio unnu nauman sigur á Minnesota. 16.12.2005 12:52 Chelsea og Barcelona mætast aftur Nú áðan varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári og félagar í Chelsea fá það erfiða verkefni að mæta Barcelona, en þessi lið háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni í fyrra. Arsenal mætir Real Madrid og Liverpool mætir portúgalska liðinu Benfica. 16.12.2005 11:35 Drátturinn í Meistaradeildinni beint á NFS Í dag klukkan 11:00 verður dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Áhugasömum er bent á að hægt er að sjá dráttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni NFS. Stöðinni er hægt að ná á rás 6 á Digital Ísland hjá 365 eða hér á Vísi VefTV. 16.12.2005 09:45 AZ Alkmaar og Boro á toppnum AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns Steinssonar og Middlesbrough tryggðu sér tvö efstu sætin í D-riðlinum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og eru komin áfram í keppninni. Boro lagði Litex Lovech 2-0 með mörkum frá Massimo Maccarone á síðustu tíu mínútum leiksins. Grétar Rafn var í liði Alkmaar sem sigraði Grasshoppers frá Sviss. 15.12.2005 21:46 Keflvíkingar úr leik Keflvíkingar eru úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta eftir 105-90 tap fyrir Madeira frá Portúgal ytra í kvöld. Madeira vann því báða leikina nokkuð sannfærandi og er komið áfram í átta liða úrslit keppninnar. 15.12.2005 21:43 Njarðvík lagði Fjölni Njarðvíkingar lögðu Fjölni í Grafarvogi í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld í fjörugum og skemmtilegum leik 90-77. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 30 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik, Friðrik Stefánsson skoraði 26 stig og Brenton Birmingham var með 20. Nemanja Sovic skoraði mest hjá Fjölni, 27 stig og Fred Hooks bætti við 22 stigum. 15.12.2005 20:47 Ekki tilbúinn að framlengja samning Cole Stuart Pearce ætlar að bíða þar til í lok leiktíðar með að ákveða hvort samningur framherjans Andy Cole verður framlengdur eða ekki, en hinn 34 ára gamli Cole er sem stendur á eins árs samningi við City og hefur komið nokkuð á óvart í vetur. Cole hefur skorað sjö mörk í þeim þrettán leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu og hefur sýnt gamalkunna takta oft á tíðum. 15.12.2005 19:30 Fær ekki að fara frá West Brom Framherjinn Robert Earnshaw hjá West Brom fór fram á það að vera settur á sölulista hjá félaginu fyrir skömmu, því honum þótti ferill sinn hjá landsliði Wales í hættu því hann fékk lítið að spila með félagsliði sínu. Nú hefur Bryan Robson hinsvegar gefið það út að Earnshaw fari hvergi, enda missir West Brom tvo af sóknarmönnum sínum í Afríkukeppnina innan skamms. 15.12.2005 19:00 Fær tveggja leikja bann Miðjumaðurinn harðskeytti hjá Chelsea, Michael Essien, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA fyrir ljóta tæklingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum. Essien missir því af báðum leikjum Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar. 15.12.2005 17:15 Fær markið gegn Wigan skráð á sig Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool fær markið umdeilda sem Liverpool skoraði gegn Wigan á dögunum skráð á sig, en markið hafði fram að þessu verið skráð sem sjálfsmark. Sérstök nefnd sem sér um slík vafaatriði skilaði frá sér skýrslu í dag og greindi frá þessu. Crouch skoraði sem sagt tvö mörk í leiknum, rétt eins og í morgun gegn Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka. 15.12.2005 16:45 Hér á ég heima Roy Keane var fyrir stundu tilkynntur sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Celtic Park, heimavelli liðisins. Þar sagði hann að það hefði alltaf verið draumur sinn að spila með liðinu. Hann segist ekki búast við því að vaða inn í byrjunarlið Celtic, en lét þó í það skína að hann væri kominn til að láta finna fyrir sér. 15.12.2005 15:45 Wenger er öruggur í starfi Lee Dixon, fyrrum leikmaður Arsenal, fullyrðir að knattspyrnustjóri félagsins, Arsene Wenger, búi við gott starfsöryggi þó árangur liðsins hafi verið langt undir væntingum í vetur. 15.12.2005 15:30 Ajax er stærri klúbbur en Tottenham Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham, sem er í láni hjá Lundúnaliðinu frá Roma, segir að Ajax sé mun stærri klúbbur en Tottenham, en hann lék áður með hollenska liðinu. 15.12.2005 15:15 Neita að hleypa Yakubu í æfingabúðir Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough hafa neitað beiðni nígeríska knattspyrnusambandsins um að hleypa framherjanum sterka Yakubu í æfingabúðir mánuði fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu. 15.12.2005 15:00 Montgomery hættur Bandaríski spretthlauparinn Tim Montgomery hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa eftir að hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar á dögunum. Montgomery hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og kennir læknum sínum um að hafa verið dæmdur í bannið, þrátt fyrir að hafa ekki fallið á lyfjaprófi. 15.12.2005 14:47 Verðum að leika vel á sunnudag Hinn leggjalangi Peter Crouch, sem skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í sigrinum á Deportivo Saprissa í dag, segir að Liverpool verði að leika jafn vel eða betur ef þeir ætli sér að sigra Sao Paulo í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn. 15.12.2005 14:30 Sjá næstu 50 fréttir
Fram hafði betur í toppslagnum Framarar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag og lögðu Hauka í toppslag DHL-deildar karla í handbolta, 33-26. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram, þar af 9 úr vítum, en Arnar Pétursson skoraði 6 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum, en varnarleikur Fram skóp sigurinn í dag og greinilegt að liðið er til alls líklegt undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17.12.2005 18:31
Manchester City með örugga forystu Manchester City er að valta yfir lánlaust lið Birmingham á heimavelli sínum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Staðan í hálfleik er 3-0 fyrir City. David Sommeil kom liðinu yfir eftir aðeins 24 sekúndur, Joey Barton skoraði annað markið úr víti á 14. mínútu og Antoine Sibierski bætti við þriðja markinu á 39. mínútu. 17.12.2005 18:16
Enn vinnur Reading Ívar Ingimarsson og félagar í Reading unnu góðan útisigur á Milwall í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar lék að venju allan leiktímann í vörn Reading, en Brynjar Björn Gunnarsson kom inná sem varamaður í lokin. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem gerði jafntefli við Crew á heimavelli og þá var Hannes Sigurðsson í liði Stoke sem sem vann Luton 3-2. 17.12.2005 18:15
Grindavík lagði Skallagrím Grindvíkingar lögðu Skallagrím á heimavelli sínum í Grindavík í dag 92-89. Bandaríkjamaðurinn Jeremiah Johnson var stigahæstur í liði heimamanna með 30 stig, en Jovan Zdravevski skoraði 23 stig fyrir gestina. Þetta var því góður dagur í Grindavík, því fyrr um daginn vann kvennaliðið góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík. 17.12.2005 18:00
Þrenna frá Michael Owen Michael Owen skoraði þrennu fyrir Newcastle í dag þegar liðið lagði West Ham á útivelli 4-2 í ensku úrvalsdeildinni. Alan Shearer skoraði eitt mark fyrir Newcastle, Marlon Harewood skoraði eitt mark fyrir West Ham, en fyrra mark liðsins var sjálfsmark Nolberto Solano. 17.12.2005 17:40
Heiðar lagði upp sigurmark Fulham Heiðar Helguson kom inná í liði Fulham eftir um hálftíma leik í dag og lagði upp síðara mark liðsins í 2-1 sigri á Blackburn. Bolton burstaði Everton á útivelli 4-0, Portsmouth sigraði West Brom 1-0 og Wigan náði loks í sigur þegar liðið skellti lánlausu liði Charlton 3-0 með þrennu frá Henry Camara. 17.12.2005 16:57
Wigan leiðir gegn Everton í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í fjórum af leikjunum fimm sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Wigan hefur 1-0 forystu gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton, en það var Henry Camara sem skoraði mark Wigan. 17.12.2005 15:53
Rooney og Van Nistelrooy voru frábærir Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með framgöngu leikmanna sinna í sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir þá hafa brugðist vel við því að falla úr keppni í Meistaradeildinni. Sérstaklega hrósaði hann samvinnu Rooney og Van Nistelrooy. 17.12.2005 15:45
Grindavík hafði betur í grannaslagnum Grindavíkurstúlkur unnu nú áðan góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik 89-83. Grindavík komst upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar með sigrinum, en Keflavík er í þriðja sætinu. Jerica Watson fór á kostum í liði Grindavíkur í dag, skoraði 39 stig og var besti leikmaður vallarins. 17.12.2005 15:18
Auðveldur sigur United Manchester United var ekki í teljandi vandræðum með að leggja Aston Villa á útivelli í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. United hafði sigur 2-0 á Villa Park með mörkum frá Ruud Van Nistelrooy og Wayne Rooney. Nú munar sex stigum á United og Chelsea, sem reyndar á leik til góða gegn Arsenal á morgun. 17.12.2005 14:43
Manchester United yfir gegn Villa Manchester United hefur yfir í hálfleik 1-0 gegn Aston Villa í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var hollenska markamaskínan Ruud Van Nistelrooy sem skoraði mark United snemma leiks, en gestirnir hafa mikla yfirburði í leiknum á Villa Park. 17.12.2005 13:37
Íhugar að leggja skóna á hilluna David Moyes, stjóri Everton, segir að framherjinn Duncan Ferguson sé að íhuga að hætta að leika knattspyrnu því hann sé orðinn langþreyttur á fjölda meiðsla sem hafa þjakað hann lengi. 17.12.2005 13:30
Detroit valtaði yfir Chicago Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Detroit Pistons valtaði yfir Chicago Bulls á heimavelli sínum og hefur nú unnið 17 af fyrstu 20 leikjum sínum á tímabilinu. 17.12.2005 12:37
Valur tapaði í Digranesi Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun. 16.12.2005 21:55
Vona að Chelsea og Barcelona hafi þroskast Forráðamenn UEFA segjast vona að ekki sjóði uppúr í aðdraganda viðureignar Barcelona og Chelsea í þetta sinn, en mikið fjaðrafok varð í kring um rimmu liðanna í vor sem endaði með leikbönnum og sektum. "Ég ætla að vona að menn hafi lært af mistökum sínum í fyrra og einbeiti sér að því að leysa málin á knattspyrnuvellinum í þetta sinn," sagði William Gaillard hjá UEFA. 16.12.2005 19:45
Tapaði áfrýjun sinni gegn Chelsea Framherjinn Adrian Mutu tapaði í dag áfrýjun sinni á hendur fyrrum liði sínu Chelsea á Englandi, en hann var rekinn frá félaginu og samningi hans sagt upp í október á síðasta ári, eftir að Rúmeninn varð uppvís að neyslu kókaíns. 16.12.2005 18:45
Ronaldinho spáir öðru klassísku einvígi Framherjinn Ronaldinho hjá Barcelona, sem flestir hallast að því að sé besti knattspyrnumaður í heimi, spáir því að viðureign Chelsea og Barcelona í 16-úrslitum meistaradeildarinnar í ár fari á spjöld sögunnar sem klassísk viðureign, rétt eins og rimma þeirra í fyrra sem var sannarlega ógleymanleg. 16.12.2005 18:30
Við erum með betri hóp en Chelsea Jose Reyes hjá Arsenal er ekki smeykur fyrir grannaslaginn við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og þó heil sautján stig skilji liðin að í töflunni, segir hann að Arsenal sé með jafn góðann eða betri hóp en meistararnir. 16.12.2005 18:00
Vill hafa vetrarfrí í úrvalsdeildinni Mark Hughes, stjóri Blackburn segir að tími sé til kominn að innleiða vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni og segir að álagið á liðin í deildinni sé fáránlegt í kring um hátíðarnar, þar sem hans menn spila meðal annars fjóra leiki á átta dögum. 16.12.2005 17:30
Artest sektaður Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers var í gær sektaður um 10.000 dollara fyrir ummæli sín í Indianapolis Star á dögunum, þar sem hann fór fram á að verða skipt frá liði Indiana og sagði liðið betur komið án sín. 16.12.2005 17:15
Schumacher byrjar vel Fyrrum heimsmeistarinn Michael Schumacher er byrjaður að æfa á fullu eftir stutt frí og í gær náði hann frábærum tíma á æfingum á Jerez brautinni á Spáni. "Mér finnst ég mjög ferskur um þessar mundir og ég er ákaflega einbeittur," sagði Schumacher, sem vill eflaust gleyma síðasta ári sem fyrst og einbeita sér að því að komast á meðal þeirra bestu á ný. 16.12.2005 16:30
Gæti hjálpað að falla úr Meistaradeildinni Alex Ferguson segir að sú staðreynd að Manchester United verður ekki með í Meistaradeildinni eftir áramótin, gæti átt eftir að hjálpa liðinu í deild og bikar heimafyrir. Það komi þó ekki í endanlega í ljós fyrr en úr því verður skorið hvað hin ensku liðin komast langt í keppninni. 16.12.2005 16:15
Hélt að eldingar kæmu ekki niður á sama stað tvisvar Peter Kenyon sagðist allt eins hafa búist við því að lið hans Chelsea mundi dragast á móti stórliði í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag og hlakkar til að endurtaka leikinn frá í fyrra. 16.12.2005 15:45
Sáttur við að mæta Benfica Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir á heimasíðu félagsins í dag að hann sé sáttur við að mæta Benfica í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar og segir að þó Benfica verði erfiðir mótherjar, hefði Liverpool geta verið óheppnara með andstæðinga á þessu stigi keppninnar. 16.12.2005 15:15
Þrír leikir í kvöld Síðustu umferð fyrir jól í DHL-deild karla í handbolta lýkur um helgina, en hún hefst í kvöld með þremur leikjum. HK tekur á móti Val í Digranesi, Þór Akureyri tekur á móti grönnum sínum í KA og Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Fjórir leikir verða svo á morgun, en þar ber hæst stórleikur Hauka og Fram á Ásvöllum. 16.12.2005 14:45
Ákvörðun Michelin hefur engin áhrif Forráðamenn heimsmeistara Renault segja að ákvörðun Michelin dekkjaframleiðandans að draga sig út úr Formúlu 1 eftir næsta tímabil hafi engin áhrif á áform liðsins um að verja titilinn á næsta ári. 16.12.2005 14:24
Vill vera áfram hjá Liverpool Franski sóknarmaðurinn Djibril Cissé hefur nú gefið það út að hann vilji ekki fara frá Liverpool, þrátt fyrir að þurfa oft að sitja á tréverkinu. Cissé sagðist í haust vilja fara frá Liverpool því hann taldi landsliðsferil sinn í hættu af því hann fékk ekki að spila nógu mikið. 16.12.2005 14:15
Verður ekki viðstaddur útför föður síns Faðir knattspyrnustjórans Rafa Benitez hjá Liverpool lést í vikunni, en stjórinn spænski ætlar engu að síður að vera kyrr í Japan og ætlar að stýra liði Liverpool í úrslitaleiknum við Sao Paulo í heimsmeistarakeppni félagsliða um helgina. 16.12.2005 14:00
Dregið í 32-liða úrslitin Í dag var dregið í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Middlesbrough mætir þýska liðinu Stuttgart, Bolton mætir Marseille frá Frakklandi og Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar mæta Betis frá Spáni. 16.12.2005 13:15
Fimmti sigur Houston í röð Houston Rockets vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar liðið skellti Seattle á útivelli, en allt annar bragur hefur verið á liðinu síðan Tracy McGrady sneri aftur úr meiðslum. Þá vann Cleveland góðan sigur á Denver og meistarar San Antonio unnu nauman sigur á Minnesota. 16.12.2005 12:52
Chelsea og Barcelona mætast aftur Nú áðan varð ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eiður Smári og félagar í Chelsea fá það erfiða verkefni að mæta Barcelona, en þessi lið háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni í fyrra. Arsenal mætir Real Madrid og Liverpool mætir portúgalska liðinu Benfica. 16.12.2005 11:35
Drátturinn í Meistaradeildinni beint á NFS Í dag klukkan 11:00 verður dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Áhugasömum er bent á að hægt er að sjá dráttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni NFS. Stöðinni er hægt að ná á rás 6 á Digital Ísland hjá 365 eða hér á Vísi VefTV. 16.12.2005 09:45
AZ Alkmaar og Boro á toppnum AZ Alkmaar, lið Grétars Rafns Steinssonar og Middlesbrough tryggðu sér tvö efstu sætin í D-riðlinum í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og eru komin áfram í keppninni. Boro lagði Litex Lovech 2-0 með mörkum frá Massimo Maccarone á síðustu tíu mínútum leiksins. Grétar Rafn var í liði Alkmaar sem sigraði Grasshoppers frá Sviss. 15.12.2005 21:46
Keflvíkingar úr leik Keflvíkingar eru úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta eftir 105-90 tap fyrir Madeira frá Portúgal ytra í kvöld. Madeira vann því báða leikina nokkuð sannfærandi og er komið áfram í átta liða úrslit keppninnar. 15.12.2005 21:43
Njarðvík lagði Fjölni Njarðvíkingar lögðu Fjölni í Grafarvogi í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld í fjörugum og skemmtilegum leik 90-77. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 30 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik, Friðrik Stefánsson skoraði 26 stig og Brenton Birmingham var með 20. Nemanja Sovic skoraði mest hjá Fjölni, 27 stig og Fred Hooks bætti við 22 stigum. 15.12.2005 20:47
Ekki tilbúinn að framlengja samning Cole Stuart Pearce ætlar að bíða þar til í lok leiktíðar með að ákveða hvort samningur framherjans Andy Cole verður framlengdur eða ekki, en hinn 34 ára gamli Cole er sem stendur á eins árs samningi við City og hefur komið nokkuð á óvart í vetur. Cole hefur skorað sjö mörk í þeim þrettán leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu og hefur sýnt gamalkunna takta oft á tíðum. 15.12.2005 19:30
Fær ekki að fara frá West Brom Framherjinn Robert Earnshaw hjá West Brom fór fram á það að vera settur á sölulista hjá félaginu fyrir skömmu, því honum þótti ferill sinn hjá landsliði Wales í hættu því hann fékk lítið að spila með félagsliði sínu. Nú hefur Bryan Robson hinsvegar gefið það út að Earnshaw fari hvergi, enda missir West Brom tvo af sóknarmönnum sínum í Afríkukeppnina innan skamms. 15.12.2005 19:00
Fær tveggja leikja bann Miðjumaðurinn harðskeytti hjá Chelsea, Michael Essien, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA fyrir ljóta tæklingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum. Essien missir því af báðum leikjum Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar. 15.12.2005 17:15
Fær markið gegn Wigan skráð á sig Framherjinn Peter Crouch hjá Liverpool fær markið umdeilda sem Liverpool skoraði gegn Wigan á dögunum skráð á sig, en markið hafði fram að þessu verið skráð sem sjálfsmark. Sérstök nefnd sem sér um slík vafaatriði skilaði frá sér skýrslu í dag og greindi frá þessu. Crouch skoraði sem sagt tvö mörk í leiknum, rétt eins og í morgun gegn Deportivo Saprissa frá Kosta Ríka. 15.12.2005 16:45
Hér á ég heima Roy Keane var fyrir stundu tilkynntur sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Celtic Park, heimavelli liðisins. Þar sagði hann að það hefði alltaf verið draumur sinn að spila með liðinu. Hann segist ekki búast við því að vaða inn í byrjunarlið Celtic, en lét þó í það skína að hann væri kominn til að láta finna fyrir sér. 15.12.2005 15:45
Wenger er öruggur í starfi Lee Dixon, fyrrum leikmaður Arsenal, fullyrðir að knattspyrnustjóri félagsins, Arsene Wenger, búi við gott starfsöryggi þó árangur liðsins hafi verið langt undir væntingum í vetur. 15.12.2005 15:30
Ajax er stærri klúbbur en Tottenham Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham, sem er í láni hjá Lundúnaliðinu frá Roma, segir að Ajax sé mun stærri klúbbur en Tottenham, en hann lék áður með hollenska liðinu. 15.12.2005 15:15
Neita að hleypa Yakubu í æfingabúðir Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Middlesbrough hafa neitað beiðni nígeríska knattspyrnusambandsins um að hleypa framherjanum sterka Yakubu í æfingabúðir mánuði fyrir Afríkukeppnina í knattspyrnu. 15.12.2005 15:00
Montgomery hættur Bandaríski spretthlauparinn Tim Montgomery hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa eftir að hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar á dögunum. Montgomery hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og kennir læknum sínum um að hafa verið dæmdur í bannið, þrátt fyrir að hafa ekki fallið á lyfjaprófi. 15.12.2005 14:47
Verðum að leika vel á sunnudag Hinn leggjalangi Peter Crouch, sem skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í sigrinum á Deportivo Saprissa í dag, segir að Liverpool verði að leika jafn vel eða betur ef þeir ætli sér að sigra Sao Paulo í úrslitaleik mótsins á sunnudaginn. 15.12.2005 14:30