Fleiri fréttir Logi til Bayeruth Logi Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá þýska 1.deildar liðinu Bayreuth og vonast hann til þess að ganga frá samningum við liðið á næstu dögum. 14.9.2005 00:01 Kristján lágt skrifaður í Noregi Kristján Örn Sigurðsson knattspyrnukappi með Brann í Noregi og íslenska landsliðinu er ekki í miklum metum hjá norskum fjölmiðlamönnum. Hann hefur reyndar átt ágætu gengi að fagna á árinu en hann hefur haldið sæti sínu í byrjunarliði Brann eftir að hafa fengið sitt tækifæri snemma á tímabilinu og hann hefur sömuleiðis átt sitt sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. 14.9.2005 00:01 Framtíð Úlfars óráðin? Miklar væringar eiga sér stað innan herbúða kvennaliðs Breiðabliks þessa dagana. Félagið vann tvöfalt á þessari leiktíð en þrátt fyrir það er ekki víst að Úlfar Hinriksson fái að þjálfa liðið áfram. Reyndar var Úlfar ekki eini aðalþjálfari liðsins í sumar því Björn Kristinn Björnsson var einnig ráðinn sem þjálfari liðsins. 14.9.2005 00:01 Eiður á erfitt uppdráttar Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn. 14.9.2005 00:01 Höttur fær til sín nýja menn Hattarmenn hafa fengið nýjan bandarískan þjálfara til að stjórna liðinu í frumraun sinni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Með honum kemur nýr leikmaður sem meðal annars reyndi fyrir sér í NBA-deildinni í sumar. 14.9.2005 00:01 Stórleikur í Njarðvík í kvöld Það verður stórleikur í Reykjanesmótinu í körfubolta í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Bæði lið vonast til að geta teflt fullskipuðum liðum í leiknum en erlendu leikmenn liðanna eru mættir á klakann og þá hafa landsliðsmenn snúið aftur úr verkefnum tengdum Evrópukeppninni. 14.9.2005 00:01 Erfiður leikur hjá Valsstúlkum Valsstúlkur spila sinn annan leik í 2. umferð Evrópukeppninnar gegn serbneska liðinu Nis í dag en leikurinn hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Valur tapaði fyrsta leiknum gegn sænska liðinu Djurgården/Älvsjö en Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari er ekkert búin að afskrifa það að komast áfram. 14.9.2005 00:01 Lampard spilar vel fyrir mig Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn José Mourinho hrósaði Frank Lampard miðjumanni sínum í viðtali við breska ríkissjónvarpið. Lampard hefur legið undir mikilli gagnrýni frá fjölmiðlum og fylgismönnum Chelsea í upphafi leiktíðar en Mourinho er ánægður með kappann. 13.9.2005 00:01 Dick þjálfar Suður Kóreu Hollendingurinn Dick Advocaat hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu. Liðið hefur þegar tryggt sér farseðilinn á HM á næsta ári í Þýskalandi. 13.9.2005 00:01 Harewood heppinn að fá að byrja Alan Pardew, stjóri West Ham, hefur viðurkennt að hann hafi verið lengi að velta því fyrir sér hvort hann ætti að velja Marlon Harewood í byrjunarlið West Ham fyrir leikinn gegn Aston Villa í gærkvöld, en eins og kom á daginn, átti stjórinn ekki eftir að sjá eftir því. 13.9.2005 00:01 Heiðar fær sitt tækifæri Chris Coleman hefur fullvissað Heiðar Helguson um að hann muni fá sitt tækifæri með liði Fulham áður en langt um líður, en sem stendur eru þeir Brian McBride og Tomasz Radzinski að leika vel og eiga fast sæti í liðinu. 13.9.2005 00:01 O´Leary æfur út í sína menn David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, vandaði leikmönnum sínum ekki kveðjurnar eftir tapið stóra gegn West Ham í úrvalsdeildinni í gærkvöldi og sagði að betra liðið hefði farið með sigur af hólmi. 13.9.2005 00:01 Hver er staðan, Baros? Stuðningsmenn West Ham skemmtu sér konunglega í 4-0 stórsigri liðsins á Aston Villa í gærkvöldi og sérstaklega þótti þeim gaman að stríða Milan Baros hjá Villa, en hann kaus heldur að ganga til liðs við þá en að fara til West Ham á dögunum. 13.9.2005 00:01 Yakubu að finna fjölina sína Framherjinn öflugi Yakubu hjá Middlesbrough er sannfærður um að hann sé nú búinn að vinna bug á markaleysinu sem hefur hrjáð hann að undanförnu og lofar að nú fari mörkin að koma. 13.9.2005 00:01 Mido neitar að gefast upp Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham ætlar ekki að sætta sig við niðurstöður aganefndar enska knattspyrnusambandsins, sem dæmdi hann í þriggja leikja bann í kjölfar þess að hann var rekinn af velli gegn Chelsea á dögunum og fer fram á frekari réttarhöld í málinu. 13.9.2005 00:01 Djurgården eitt á toppnum Djurgården er með þriggja stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Malmö FF í gærkvöldi. Kári Árnason lék allann tímann með Djurgården sem er með 43 stig, IFK Gautaborg er í öðru sæti eftir markalaust jafntefli gegn Sundsvall. 13.9.2005 00:01 Hert lyfjaeftirlit í Meistaradeild Knattspyrnumenn sem leika í Meistaradeildinni geta átt von á því að fá starfsmenn lyfjaeftirlits Knattspyrnusambands Evrópu hvenær sem er í heimsókn. Félögin í Meistaradeildinni samþykktu þetta að sögn talsmanns UEFA fyrir þetta tímabil. Chelsea rak á sínum tíma Adrian Mutu frá félaginu eftir að hann féll á lyfjaprófi og varnarmaður Manchester United, Rio Ferdinand, var dæmdur í átta mánaða keppnisbann eftir að hafa gleymt að mæta í lyfjapróf. 13.9.2005 00:01 Falcons lögðu Eagles Atlanta Falcons lagði Philadelphia Eagles,14-10, í lokaleik fyrstu umferðar ameríska fótboltans í gærkvöldi, en þessi lið mættust í úrslitum þjóðardeildar á síðustu leiktíð. Leikurinn var mjög grófur og tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, voru reknir út af áður en leikurinn hófst. 13.9.2005 00:01 Valsstúlkur í eldlínunni í Svíþjóð Kvennalið Vals í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn 2. umferð Evrópukeppni félagsliða gegn sænsku meisturunum, Djurgården/Älvsjö, sem einnig eru gestgjafar riðilsins. Fyrirfram er sænska liðið talið það sterkasta í riðlinum. 13.9.2005 00:01 Þjálfari Jordan á leið til Íslands Þann 17-18. september næstkomandi mun körfuboltaþjálfarinn Bill Guthridge koma hingað til lands og halda námskeið í húsakynnum körfuboltaakademíunnar í Reykjanesbæ. Guthridge var um árabil þjálfari eins virtasta háskóla Bandaríkjanna, Norður-Karólínu, þar sem hann þjálfaði m.a. sjálfan Michael Jordan á sínum tíma. 13.9.2005 00:01 Ronaldo í hóp United á ný Portúgalski miðjumaðurinn Cristiano Ronaldo er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fráfall föður hans á dögunum, en upphaflega var búist við að hann yrði í leyfi frá leiknum. United verður þó án fyrirliða síns Roy Keane, sem á við meiðsli að stríða. 13.9.2005 00:01 Henry frá í sex vikur? Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að eftir að hafa kynnt sér meiðsli Thierry Henry, sé hann þess fullviss að fyrirliðinn verði frá keppni í allt að sex vikur. 13.9.2005 00:01 Sato þarf til sálfræðings Heimsmeistarinn Michael Schumacher vandaði japanska ökuþórnum Takuma Sato ekki kveðjurnar eftir að sá síðastnefndi ók á hann í keppninni á Spa um helgina og sagði honum að hann þyrfti að fara til sálfræðings. 13.9.2005 00:01 Meistaradeildin í dag Nú klukkan 18:30 verður flautað til leiks í Meistaradeild Evrópu á Sýn og fyrsti leikurinn í beinni útsendingu verður viðureign Real Betis og Liverpool í G-riðli. Síðar um kvöldið, eða klukkan 21:20 fer í loftið leikur Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge. 13.9.2005 00:01 Tevez sektaður fyrir klæðaburð Carlos Tevez, framherji Corinthians í Brasilíu, hefur verið sektaður um sem samsvarar 20% mánaðarlauna sinna, fyrir að mæta á blaðamannafund liðs síns klæddur búningi Manchester United. Þetta þótti forráðamönnum liðsins vera mikil vanvirðing við klúbb sinn, en leikmaðurinn sjálfur skildi hvorki upp né niður í þessum hörðu viðbrögðum. 13.9.2005 00:01 Eiður Smári veikur Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea sem tekur á móti Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld, en þar ber hæst að Eiður Smári er ekki í leikmannahóp Chelsea í kvöld vegna veikinda. 13.9.2005 00:01 Liverpool komið í 2-0 Evrópumeistarar Liverpool byrja titilvörnina með tilþrifum í fyrsta leik riðlakeppninnar, en þeir hafa náð tveggja marka forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik gegn Betis á Spáni. 13.9.2005 00:01 Real Madrid í bullandi vandræðum Stórlið Real Madrid á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og nú eykur enn á ógæfu liðsins, því það er komið undir 3-0 gegn frönsku meisturunum í Lyon. Það voru þeir John Carew, Juninho og Wiltord sem skoruðu fyrir franska liðið. 13.9.2005 00:01 Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er hálfleikur í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeildinni í kvöld. Þar ber hæst að Liverpool er í góðri stöðu gegn Real Betis á Spáni og frönsku meistararnir Lyon eru að kjöldraga Real Madrid í Frakklandi. 13.9.2005 00:01 Gummersbach í efsta sætinu Gummersbach, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar og Róberts Gunnarssonar í þýska handboltanum, vann góðan sigur á Göppingen í kvöld 26-27 á útivelli, eftir að hafa verið undir í hálfleik. 13.9.2005 00:01 Töpuðu á marki í uppbótartíma Valsstúlkur töpuðu fyrsta leik sínum í 2. umferð Evrópukeppni kvenna í fótbolta í kvöld fyrir sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö, 1-2. Sænska liðið skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram í uppbótartíma og markið var mjög umdeilt. Laufey Ólafsdóttir skoraði mark Vals í fyrri hálfleik og jafnaði þá leikinn. 13.9.2005 00:01 Leikjum lokið í Meistaradeildinni Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. 13.9.2005 00:01 Helgi Sigurðsson á leið heim "Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. 13.9.2005 00:01 Betri laun í Keflavík Í dag kemur til landsins Bandaríkjamaðurinn Jason Kalsow en hann er búinn að semja við Íslandsmeistaralið Keflavík í körfubolta. Kalsow var eftirsóttur leikmaður og Keflavík hafði betur í baráttunni við lið frá Þýskalandi og Danmörku um þjónustu hans. 13.9.2005 00:01 Forlan mætir gömlu félögunum Manchester United mætir í kvöld spænska liðinu Villarreal í Meistaradeild Evrópu en Villarreal hefur aldrei áður komist svo langt í Evrópukeppni. Diego Forlan, sem lék með Manchester United áður en hann fór til Villarreal fyrir síðustu leiktíð, ætlar sér að sýna sínar bestu hliðar í kvöld en hann var markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 25 mörk. 13.9.2005 00:01 Federer sigraði á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Andre Agassi í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis sem fram fór í New York í gærkvöldi. Agassi veitti góða mótspyrnu, en Federer undirstrikaði með sigrinum að hann er besti tennisleikari í heiminum í dag. 12.9.2005 00:01 Cole saknar Vieira Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Arsenal segir að leikmenn liðsins sakni fyrirliða síns Patrick Vieira og segir að skarð hans verði ekki fyllt á miðjunni hjá Arsenal, enda sé liðið í bullandi vandræðum það sem af er leiktíðinni. 12.9.2005 00:01 Owen segir mörkin á næsta leiti Michael Owen hjá Newcastle segir að stutt sé í að hann og Alan Shearer fari að raða inn mörkunum í ensku úrvalsdeildinni og spáir því að þeir félagar eigi eftir að verða öflugt framherjapar. 12.9.2005 00:01 Bestir þrátt fyrir tapið Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, var að sjálfsögðu ekki sáttur við það að tapa síðasta heimaleik sumarsins í gær. "Það hefði auðvitað verið gaman að enda þetta á sigri en við getum huggað okkur við það að við erum samt langbestir." 12.9.2005 00:01 Spretturinn kemur of seint KRingar unnu góðan sigur á Valsmönnum á KR-velli í gær, en hann var sá fjórði í röð undir stjórn Sigursteins Gíslasonar sem hefur náð góðum árangri með liðið síðan hann tók við af Magnúsi Gylfasyni á dögunum. 12.9.2005 00:01 Ótrúlegur leikur í Laugardalnum Grindvíkingar verða að sigra lokaleik sinn gegn Keflavík næsta laugardag í Landsbankadeild karla ætli þeir sér að eiga einhvern möguleika á að halda sér uppi. Í gær töpuðu þeir fyrir botnliði Þróttar 3-2 í hreint út sagt ótrúlegum leik. 12.9.2005 00:01 Sama sagan hjá Fram "Ég hefði aldrei sætt mig við jafntefli úr þessum leik. Við fengum aragrúa marktækifæra í fyrri hálfleiknum og áttum að hafa náð að skora fleiri mörk," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir góðan heimasigur á Fram í gær. 12.9.2005 00:01 Góður sigur ÍA í Eyjum "Við hittum ekki á góðan leik í dag hverju sem um er að kenna. Við eigum verðugt verkefni í næstu umferð þar sem við höfum aðeins hlotið 2 stig á útivelli í sumar. Við þurfum að tjasla okkur saman og finna lausn á því hvað við vorum að gera rangt í dag," sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV 12.9.2005 00:01 Áfall fyrir Arsenal Lið Arsenal fékk ekki góðar fréttir í morgun, því þá kom í ljós að framherji þeirra og fyrirliði, Thierry Henry, verður frá keppni í allt að fjórar vikur vegna nárameiðsla sem hrjá hann um þessar mundir og er það mun lengri tími en búist var við í upphafi. 12.9.2005 00:01 Leik Lokeren aflýst í gær Leik Íslendingaliðs Lokeren gegn Lierse í belgísku deildinni í gær var frestað vegna hættuástands sem myndaðist á vellinum í kjölfar ausandi rigningar og þrumuveðurs. 12.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Logi til Bayeruth Logi Gunnarsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá þýska 1.deildar liðinu Bayreuth og vonast hann til þess að ganga frá samningum við liðið á næstu dögum. 14.9.2005 00:01
Kristján lágt skrifaður í Noregi Kristján Örn Sigurðsson knattspyrnukappi með Brann í Noregi og íslenska landsliðinu er ekki í miklum metum hjá norskum fjölmiðlamönnum. Hann hefur reyndar átt ágætu gengi að fagna á árinu en hann hefur haldið sæti sínu í byrjunarliði Brann eftir að hafa fengið sitt tækifæri snemma á tímabilinu og hann hefur sömuleiðis átt sitt sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. 14.9.2005 00:01
Framtíð Úlfars óráðin? Miklar væringar eiga sér stað innan herbúða kvennaliðs Breiðabliks þessa dagana. Félagið vann tvöfalt á þessari leiktíð en þrátt fyrir það er ekki víst að Úlfar Hinriksson fái að þjálfa liðið áfram. Reyndar var Úlfar ekki eini aðalþjálfari liðsins í sumar því Björn Kristinn Björnsson var einnig ráðinn sem þjálfari liðsins. 14.9.2005 00:01
Eiður á erfitt uppdráttar Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn. 14.9.2005 00:01
Höttur fær til sín nýja menn Hattarmenn hafa fengið nýjan bandarískan þjálfara til að stjórna liðinu í frumraun sinni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Með honum kemur nýr leikmaður sem meðal annars reyndi fyrir sér í NBA-deildinni í sumar. 14.9.2005 00:01
Stórleikur í Njarðvík í kvöld Það verður stórleikur í Reykjanesmótinu í körfubolta í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Bæði lið vonast til að geta teflt fullskipuðum liðum í leiknum en erlendu leikmenn liðanna eru mættir á klakann og þá hafa landsliðsmenn snúið aftur úr verkefnum tengdum Evrópukeppninni. 14.9.2005 00:01
Erfiður leikur hjá Valsstúlkum Valsstúlkur spila sinn annan leik í 2. umferð Evrópukeppninnar gegn serbneska liðinu Nis í dag en leikurinn hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Valur tapaði fyrsta leiknum gegn sænska liðinu Djurgården/Älvsjö en Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari er ekkert búin að afskrifa það að komast áfram. 14.9.2005 00:01
Lampard spilar vel fyrir mig Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn José Mourinho hrósaði Frank Lampard miðjumanni sínum í viðtali við breska ríkissjónvarpið. Lampard hefur legið undir mikilli gagnrýni frá fjölmiðlum og fylgismönnum Chelsea í upphafi leiktíðar en Mourinho er ánægður með kappann. 13.9.2005 00:01
Dick þjálfar Suður Kóreu Hollendingurinn Dick Advocaat hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu. Liðið hefur þegar tryggt sér farseðilinn á HM á næsta ári í Þýskalandi. 13.9.2005 00:01
Harewood heppinn að fá að byrja Alan Pardew, stjóri West Ham, hefur viðurkennt að hann hafi verið lengi að velta því fyrir sér hvort hann ætti að velja Marlon Harewood í byrjunarlið West Ham fyrir leikinn gegn Aston Villa í gærkvöld, en eins og kom á daginn, átti stjórinn ekki eftir að sjá eftir því. 13.9.2005 00:01
Heiðar fær sitt tækifæri Chris Coleman hefur fullvissað Heiðar Helguson um að hann muni fá sitt tækifæri með liði Fulham áður en langt um líður, en sem stendur eru þeir Brian McBride og Tomasz Radzinski að leika vel og eiga fast sæti í liðinu. 13.9.2005 00:01
O´Leary æfur út í sína menn David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, vandaði leikmönnum sínum ekki kveðjurnar eftir tapið stóra gegn West Ham í úrvalsdeildinni í gærkvöldi og sagði að betra liðið hefði farið með sigur af hólmi. 13.9.2005 00:01
Hver er staðan, Baros? Stuðningsmenn West Ham skemmtu sér konunglega í 4-0 stórsigri liðsins á Aston Villa í gærkvöldi og sérstaklega þótti þeim gaman að stríða Milan Baros hjá Villa, en hann kaus heldur að ganga til liðs við þá en að fara til West Ham á dögunum. 13.9.2005 00:01
Yakubu að finna fjölina sína Framherjinn öflugi Yakubu hjá Middlesbrough er sannfærður um að hann sé nú búinn að vinna bug á markaleysinu sem hefur hrjáð hann að undanförnu og lofar að nú fari mörkin að koma. 13.9.2005 00:01
Mido neitar að gefast upp Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham ætlar ekki að sætta sig við niðurstöður aganefndar enska knattspyrnusambandsins, sem dæmdi hann í þriggja leikja bann í kjölfar þess að hann var rekinn af velli gegn Chelsea á dögunum og fer fram á frekari réttarhöld í málinu. 13.9.2005 00:01
Djurgården eitt á toppnum Djurgården er með þriggja stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Malmö FF í gærkvöldi. Kári Árnason lék allann tímann með Djurgården sem er með 43 stig, IFK Gautaborg er í öðru sæti eftir markalaust jafntefli gegn Sundsvall. 13.9.2005 00:01
Hert lyfjaeftirlit í Meistaradeild Knattspyrnumenn sem leika í Meistaradeildinni geta átt von á því að fá starfsmenn lyfjaeftirlits Knattspyrnusambands Evrópu hvenær sem er í heimsókn. Félögin í Meistaradeildinni samþykktu þetta að sögn talsmanns UEFA fyrir þetta tímabil. Chelsea rak á sínum tíma Adrian Mutu frá félaginu eftir að hann féll á lyfjaprófi og varnarmaður Manchester United, Rio Ferdinand, var dæmdur í átta mánaða keppnisbann eftir að hafa gleymt að mæta í lyfjapróf. 13.9.2005 00:01
Falcons lögðu Eagles Atlanta Falcons lagði Philadelphia Eagles,14-10, í lokaleik fyrstu umferðar ameríska fótboltans í gærkvöldi, en þessi lið mættust í úrslitum þjóðardeildar á síðustu leiktíð. Leikurinn var mjög grófur og tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, voru reknir út af áður en leikurinn hófst. 13.9.2005 00:01
Valsstúlkur í eldlínunni í Svíþjóð Kvennalið Vals í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn 2. umferð Evrópukeppni félagsliða gegn sænsku meisturunum, Djurgården/Älvsjö, sem einnig eru gestgjafar riðilsins. Fyrirfram er sænska liðið talið það sterkasta í riðlinum. 13.9.2005 00:01
Þjálfari Jordan á leið til Íslands Þann 17-18. september næstkomandi mun körfuboltaþjálfarinn Bill Guthridge koma hingað til lands og halda námskeið í húsakynnum körfuboltaakademíunnar í Reykjanesbæ. Guthridge var um árabil þjálfari eins virtasta háskóla Bandaríkjanna, Norður-Karólínu, þar sem hann þjálfaði m.a. sjálfan Michael Jordan á sínum tíma. 13.9.2005 00:01
Ronaldo í hóp United á ný Portúgalski miðjumaðurinn Cristiano Ronaldo er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fráfall föður hans á dögunum, en upphaflega var búist við að hann yrði í leyfi frá leiknum. United verður þó án fyrirliða síns Roy Keane, sem á við meiðsli að stríða. 13.9.2005 00:01
Henry frá í sex vikur? Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að eftir að hafa kynnt sér meiðsli Thierry Henry, sé hann þess fullviss að fyrirliðinn verði frá keppni í allt að sex vikur. 13.9.2005 00:01
Sato þarf til sálfræðings Heimsmeistarinn Michael Schumacher vandaði japanska ökuþórnum Takuma Sato ekki kveðjurnar eftir að sá síðastnefndi ók á hann í keppninni á Spa um helgina og sagði honum að hann þyrfti að fara til sálfræðings. 13.9.2005 00:01
Meistaradeildin í dag Nú klukkan 18:30 verður flautað til leiks í Meistaradeild Evrópu á Sýn og fyrsti leikurinn í beinni útsendingu verður viðureign Real Betis og Liverpool í G-riðli. Síðar um kvöldið, eða klukkan 21:20 fer í loftið leikur Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge. 13.9.2005 00:01
Tevez sektaður fyrir klæðaburð Carlos Tevez, framherji Corinthians í Brasilíu, hefur verið sektaður um sem samsvarar 20% mánaðarlauna sinna, fyrir að mæta á blaðamannafund liðs síns klæddur búningi Manchester United. Þetta þótti forráðamönnum liðsins vera mikil vanvirðing við klúbb sinn, en leikmaðurinn sjálfur skildi hvorki upp né niður í þessum hörðu viðbrögðum. 13.9.2005 00:01
Eiður Smári veikur Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea sem tekur á móti Anderlecht í Meistaradeildinni í kvöld, en þar ber hæst að Eiður Smári er ekki í leikmannahóp Chelsea í kvöld vegna veikinda. 13.9.2005 00:01
Liverpool komið í 2-0 Evrópumeistarar Liverpool byrja titilvörnina með tilþrifum í fyrsta leik riðlakeppninnar, en þeir hafa náð tveggja marka forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik gegn Betis á Spáni. 13.9.2005 00:01
Real Madrid í bullandi vandræðum Stórlið Real Madrid á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og nú eykur enn á ógæfu liðsins, því það er komið undir 3-0 gegn frönsku meisturunum í Lyon. Það voru þeir John Carew, Juninho og Wiltord sem skoruðu fyrir franska liðið. 13.9.2005 00:01
Hálfleikur í Meistaradeildinni Nú er hálfleikur í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeildinni í kvöld. Þar ber hæst að Liverpool er í góðri stöðu gegn Real Betis á Spáni og frönsku meistararnir Lyon eru að kjöldraga Real Madrid í Frakklandi. 13.9.2005 00:01
Gummersbach í efsta sætinu Gummersbach, lið Guðjóns Vals Sigurðssonar og Róberts Gunnarssonar í þýska handboltanum, vann góðan sigur á Göppingen í kvöld 26-27 á útivelli, eftir að hafa verið undir í hálfleik. 13.9.2005 00:01
Töpuðu á marki í uppbótartíma Valsstúlkur töpuðu fyrsta leik sínum í 2. umferð Evrópukeppni kvenna í fótbolta í kvöld fyrir sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö, 1-2. Sænska liðið skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram í uppbótartíma og markið var mjög umdeilt. Laufey Ólafsdóttir skoraði mark Vals í fyrri hálfleik og jafnaði þá leikinn. 13.9.2005 00:01
Leikjum lokið í Meistaradeildinni Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. 13.9.2005 00:01
Helgi Sigurðsson á leið heim "Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. 13.9.2005 00:01
Betri laun í Keflavík Í dag kemur til landsins Bandaríkjamaðurinn Jason Kalsow en hann er búinn að semja við Íslandsmeistaralið Keflavík í körfubolta. Kalsow var eftirsóttur leikmaður og Keflavík hafði betur í baráttunni við lið frá Þýskalandi og Danmörku um þjónustu hans. 13.9.2005 00:01
Forlan mætir gömlu félögunum Manchester United mætir í kvöld spænska liðinu Villarreal í Meistaradeild Evrópu en Villarreal hefur aldrei áður komist svo langt í Evrópukeppni. Diego Forlan, sem lék með Manchester United áður en hann fór til Villarreal fyrir síðustu leiktíð, ætlar sér að sýna sínar bestu hliðar í kvöld en hann var markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 25 mörk. 13.9.2005 00:01
Federer sigraði á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Andre Agassi í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis sem fram fór í New York í gærkvöldi. Agassi veitti góða mótspyrnu, en Federer undirstrikaði með sigrinum að hann er besti tennisleikari í heiminum í dag. 12.9.2005 00:01
Cole saknar Vieira Varnarmaðurinn Ashley Cole hjá Arsenal segir að leikmenn liðsins sakni fyrirliða síns Patrick Vieira og segir að skarð hans verði ekki fyllt á miðjunni hjá Arsenal, enda sé liðið í bullandi vandræðum það sem af er leiktíðinni. 12.9.2005 00:01
Owen segir mörkin á næsta leiti Michael Owen hjá Newcastle segir að stutt sé í að hann og Alan Shearer fari að raða inn mörkunum í ensku úrvalsdeildinni og spáir því að þeir félagar eigi eftir að verða öflugt framherjapar. 12.9.2005 00:01
Bestir þrátt fyrir tapið Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, var að sjálfsögðu ekki sáttur við það að tapa síðasta heimaleik sumarsins í gær. "Það hefði auðvitað verið gaman að enda þetta á sigri en við getum huggað okkur við það að við erum samt langbestir." 12.9.2005 00:01
Spretturinn kemur of seint KRingar unnu góðan sigur á Valsmönnum á KR-velli í gær, en hann var sá fjórði í röð undir stjórn Sigursteins Gíslasonar sem hefur náð góðum árangri með liðið síðan hann tók við af Magnúsi Gylfasyni á dögunum. 12.9.2005 00:01
Ótrúlegur leikur í Laugardalnum Grindvíkingar verða að sigra lokaleik sinn gegn Keflavík næsta laugardag í Landsbankadeild karla ætli þeir sér að eiga einhvern möguleika á að halda sér uppi. Í gær töpuðu þeir fyrir botnliði Þróttar 3-2 í hreint út sagt ótrúlegum leik. 12.9.2005 00:01
Sama sagan hjá Fram "Ég hefði aldrei sætt mig við jafntefli úr þessum leik. Við fengum aragrúa marktækifæra í fyrri hálfleiknum og áttum að hafa náð að skora fleiri mörk," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir góðan heimasigur á Fram í gær. 12.9.2005 00:01
Góður sigur ÍA í Eyjum "Við hittum ekki á góðan leik í dag hverju sem um er að kenna. Við eigum verðugt verkefni í næstu umferð þar sem við höfum aðeins hlotið 2 stig á útivelli í sumar. Við þurfum að tjasla okkur saman og finna lausn á því hvað við vorum að gera rangt í dag," sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV 12.9.2005 00:01
Áfall fyrir Arsenal Lið Arsenal fékk ekki góðar fréttir í morgun, því þá kom í ljós að framherji þeirra og fyrirliði, Thierry Henry, verður frá keppni í allt að fjórar vikur vegna nárameiðsla sem hrjá hann um þessar mundir og er það mun lengri tími en búist var við í upphafi. 12.9.2005 00:01
Leik Lokeren aflýst í gær Leik Íslendingaliðs Lokeren gegn Lierse í belgísku deildinni í gær var frestað vegna hættuástands sem myndaðist á vellinum í kjölfar ausandi rigningar og þrumuveðurs. 12.9.2005 00:01