Fleiri fréttir Lyon ætlar að sigra Real Madrid Forsvarsmenn frönsku meistaranna í Lyon ætlast til sigurs þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu annað kvöld, en það eykur vonir Frakkanna að spænska liðið verður án þeirra Zinedine Zidane og Ronaldo í leiknum. 12.9.2005 00:01 Landsbankinn áfram bakhjarl Landsbankinn verður bakhjarl efstu deildar karla og kvenna í knattspyrnu. Samningurinn er til næstu fjögurra ára eða til og með til ársins 2009. Samkomulag um áramhaldandi samstarf KSÍ og Landsbankans var undirritað í aðalbanka Landsbankans við Austurstræti í dag. Landsbankinn hefur síðastliðin þrjú ár verið bakhjarl efstu deildar karla og kvenna. 12.9.2005 00:01 Calcavecchia sigraði í Kanada Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia vann fyrsta sigur sinn í fjögur ár í bandarísku mótaröðinni í golfi þegar hann hrósaði sigri á Opna kanadíska mótinu sem lauk í gærkvöldi. Calcavecchia lék samtals á 275 höggum, fimm undir pari, en landar hans, Ben Crane og Ryan Moore, voru jafnir í öðru sæti aðeins einu höggi á eftir. 12.9.2005 00:01 Bandaríkin sigruðu í Solheim-bikar Kvennalið Bandaríkjanna í golfi endurheimti Solheim-bikarinn af Evrópuúrvalinu í gærkvöld. Jafnt var fyrir lokadaginn, 8-8, en bandarísku stúlkurnar voru sterkari og unnu með 15 og hálfum vinningi gegn 12 og hálfum. Þetta var sjötti sigur Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum en liðið hefur aldrei tapað á heimavelli. 12.9.2005 00:01 Shaq lét hnefana tala Shaquille O´Neal, leikmaður Miami Heat, lét hnefana tala um helgina þegar hann var staddur í veislu í New York ef marka má fréttir úr New York Post í gær. Ölvaður maður er sagður hafa stjakað við konu hans í veislunni, með þeim afleiðingum að hann fékk íturvaxinn hnefa tröllsins í andlitið og stóð skiljanlega ekki upp aftur eftir það. 12.9.2005 00:01 Ásgeir með tvö í stórsigri Lemgo Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo þegar liðið kjöldró Nordhorn með 40 mörkum gegn 28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Düsseldorf og Magdeburg skildu jöfn, 30-30, Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf og sama gerði Sigfús Sigurðsson fyrir Magdeburg. 12.9.2005 00:01 Barcelona lagði Real Mallorca Barcelona bar sigurorð af Real Mallorca með tveimur gegn engu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Samuel Eto´o skoraði bæði mörk meistaranna gegn sínum gömlu félögum. Celta Vigo, sem vann Real Madrid á laugardag, og Deportivo La Coruna eru efst og jöfn með sex stig eftir tvær umferðir. 12.9.2005 00:01 Juventust burstaði Empoli Juventus, Livorno og Udinese eru einu liðin með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Juve burstaði Empoli 4-0 í gær. Frakkinn Patrick Viera skoraði fyrsta mark sitt fyrir Juve og landi hans, David Trezeguet, skoraði tvívegis. 12.9.2005 00:01 Vieira hefur ekki trú á Arsenal Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Juventus á Ítalíu, hefur ekki mikla trú á sínum gömlu félögum í Lundúnum og segist fagna því að eiga miklu betri möguleika á því að vinna Meistaradeildina í röðum þeirra. 12.9.2005 00:01 Rúlluðu upp Íslandsmeisturunum Kvennalið Grindavíkur lofar vissulega góðu fyrir veturinn en liðið hefur fengið til sín tvo mjög sterka leikmenn, endurheimt tvær uppaldar stelpur og æft gríðarlega vel undir stjórn nýja þjálfara síns Unndórs Sigurðssonar. Nú síðast vann Grindavík Íslandsmeistaralið Keflavíkur með 24 stiga mun, 70-46, í æfingaleik í Grindavík. 12.9.2005 00:01 Makaay klár með Bayern Hollenska markamaskínan Roy Makaay verður í liði Bayern Munchen sem sækir Rapid Vín heim í Meistaradeildinni á miðvikudag. Makaay varð fyrir því óláni að meiðast á hné fyrir nokkru og missti af leik liðsins í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. 12.9.2005 00:01 Reid hefur ekki áhuga á Plymouth Fyrrum knattspyrnustjórinn Peter Reid segist ekki vera rétti maðurinn til að taka við liði Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, en hann er einn þeirra sem orðaður er við stöðu knattspyrnustjóra félagsins. 12.9.2005 00:01 Kári og félagar í góðum málum Kári Árnason lék allan leikinn með Djurgårdens IF sem vann 2-0 sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og náði þar með þriggja stiga forskot á toppnum þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Djurgårdens IF hefur 43 stig, þremur stigum meira IFK Göteborg sem gerði markalaust jafntefli í kvöld. 12.9.2005 00:01 Þrenna frá Marlon Harewood Marlon Harewood skoraði þrennu í kvöld fyrir West ham í 4-0 sigri á Aston Villa í lokaleik 5. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komust nýliðarnir upp í 7. sæti deildarinnar. Harewood skoraði mörkin á 25 mínútna kafla, tvö á stuttum tíma um miðjan fyrri hálfleik og það síðasta á upphafsmínútum þess seinni. 12.9.2005 00:01 Mæta sænsku meisturunum í dag Valsstúlkur mæta í dag sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö í fyrsta leik sínum í 2. umferð í evrópukeppni félagsliða en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Sænska liðið er fyrirfram talið það sterkasta í riðlinum og státar auk þess af því að vera á heimavelli í öllum leikjum sínum. 12.9.2005 00:01 Clijsters vann opna bandaríska Belgíska tenniskonan Kim Clijsters vann í nótt auðveldan sigur á frönsku stúlkunni Mary Pierce í úrslitaleiknum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York. Clijsters sigraði 6-3 og 6-1, en þetta var fyrsti sigur hennar á stórmóti. 11.9.2005 00:01 Tvöfaldur sigur Hauka Karla- og kvennalið Hauka gerðu það gott í Evrópukeppninni í handknattleik í gær, en karlaliðið er komið í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan sigur á austurríska liðinu Berchem. Kvennaliðið tapaði síðari leik sínum við ítalska liðið Pelplast með sex marka mun ytra, en er samt komið áfram eftir stórsigur í fyrri leiknum. 11.9.2005 00:01 Tilkynnt um ráðningu Teits til KR KR-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 13.30 en þar verður tilkynnt um ráðningu á Teiti Þórðarsyni sem þjálfara karlaliðs félagsins. 11.9.2005 00:01 Mikil spenna á botninum Næst síðasta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu verður háð í dag. Leikirnir byrja klukkan 14. Viðureign Kelfavíkur og Fram verður í beinni útsendingu á Sýn en á meðan leikurinn fer fram verða sýnd atvik úr leikjum FH og Fylkis og Þróttar og Grindavíkur. 11.9.2005 00:01 Frjálsíþróttamenn ársins Í gær tilkynnti alþjóða frjálsíþróttasambandið um val sitt á frjálsíþróttamönnum ársins. Það voru langhlauparinn Kenenisa Bekele og stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva sem urðu fyrir valinu í karla- og kvennaflokki og þarf það ekki að koma á óvart í ljósi góðrar frammistöðu heimsmetshafanna á árinu. 11.9.2005 00:01 Del Horno meiddur Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno, sem nýverið gekk í raðir Chelsea, meiddist á læri í leiknum við Sunderland í gær og verður ekki með liðinu á næstunni. Jose Mourinho segir að menn verði að sætta sig við að mikið álag í kring um landsleiki verði til þess að menn lendi í meiðslum. 11.9.2005 00:01 Tindastóll féll úr 2. deild Tindastóll féll í gær úr 2. deild eftir 1-2 ósigur gegn Leiftri/Dalvík sem þegar var fallið. Reynir Sandgerði og Sindri Hornafirði taka sæti þeirra í 2. deild en Reynir tryggði sér sigur í 3. deild með því að vinna Sindra 4-1 í gær. 11.9.2005 00:01 Ísland vann Rúmeníu í körfunni Íslenska landsliðið í körfuknattleik sigraði Rúmena með 80 stigum gegn 72 í Rúmeníu í gær. Magnús Gunnarsson var stigahæstur, skoraði 22 stig þar af 15 í síðari hálfleik. Logi Gunnarsson kom næstur með 13 stig. Íslendingar urðu í öðru sæti í riðlinum á eftir Dönum. 11.9.2005 00:01 Lokahóf golfara í gær Íslenskir kylfingar fögnuðu uppskeru ársins 2005 á lokahófi á Broadway í gærkvöldi. Heiðar Davíð Bragason Kili og Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hlutu flest stig í Toyota-mótaröð ársins. 11.9.2005 00:01 Óvænt úrslit á Spáni og Ítalíu Óvænt úrslit urðu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær þegar Real Madríd tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Celta de Vigo. Þá mátti Internazionale þola ósigur gegn Palermo á Ítalíu. 11.9.2005 00:01 Grétar Rafn spilaði ekki Grétar Rafn Steinsson lék ekki með AZ Alkmar þegar liðið burstaði Roosendaal 7-0 í hollensku 1. deildinni í gær. Alkmarliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína og er í fyrsta sæti með 12 stig. 11.9.2005 00:01 Lyon leiðir í Frakklandi Í 1. deild í Frakklandi hefur Lyon forystu eftir 2-1 sigur á Monakó. 21 árs Brasilíumaður, Fred að nafni, lék fyrsta leik sinn fyrir Lyon og skoraði bæði mörk liðsins. Lyon er með 16 stig en Paris St. Germain, sem vann Strassborg 1-0, er í öðru sæti með 13 stig. 11.9.2005 00:01 Árni og félagar í efsta sæti Árni Gautur Arason og félagar í Våleringa komust í gær í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Våleringa sigraði Molde 3-1. Viking Stavanger sigraði Noregsmeistarana í Rosenborg 3-2. Daninn Allan Borgvardt kom inn á í lið Vikings þegar staðan var 2-1 fyrir Rosenborg. 11.9.2005 00:01 Jafnt í Solheim-bikarkeppninni Staðan í Solheim-bikarkeppni kvenna í golfi er jöfn fyrir síðasta daginn. Úrvalslið Bandaríkjanna jafnaði metin gegn Evrópuúrvalinu í gærkvöldi. Bæði lið eru því með átta vinninga. 11.9.2005 00:01 Best vill reka Eriksson Knattspyrnugoðsögnin George Best, sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United á sínum tíma, liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að málum enska landsliðsins í knattspyrnu og segir að reka ætti Eriksson úr starfi hið snarasta. 11.9.2005 00:01 Áform KR heilluðu Teit Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR í knattspyrnu, sagði að ekki hefði staðið til að koma strax aftur heim til Íslands, en sagði tilboð KR hafa freistað sín vegna þeirra áætlana sem þeir hafi uppi um uppbyggingarstarf á næstu árum. 11.9.2005 00:01 Hálfleikur í Landsbankadeildinni Nú er búið að flauta til hálfleiks í leikjunum fimm sem eru á dagskrá í næst síðustu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Ekki hafa verið skoruð mörg mörk í leikjunum það sem af er, en það er þó helst sjónvarpsleikur Keflavíkur og Fram sem stendur undir væntingum, en þar er staðan 2-1 fyrir heimamenn. 11.9.2005 00:01 Jenas vill Evrópusæti Jermaine Jenas, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham Hotspurs í jafntefli liðsins við Liverpool í gær, segir að liðið eigi raunhæfa möguleika á að ná Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni í ár. 11.9.2005 00:01 Benitez vill skerpa sóknina Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með leik sinna manna það sem af er leiktíðinni, en segist þó vilja skerpa á sóknarleik liðsins, sem hefur ekki verið upp á marga fiska í undanförnum leikjum. 11.9.2005 00:01 Dramatík í Landsbankadeildinni Það gekk á ýmsu í síðari hálfleik í leikjunum fimm í Landsbankadeildinni nú áðan og fjöldi marka leit dagsins ljós á lokamínútunum. Mesta fjörið var á Laugardalsvelli, þar sem Grindvíkingar sóttu Þróttara heim og þurftu á sigri að halda. 11.9.2005 00:01 Raikkönen sigraði á Spa Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen heldur enn í vonina um að verða heimsmeistari í Formúlu 1 eftir góðan sigur á Spa brautinni í Belgíu í dag. Félagi hans Juan Pablo Montoya leiddi kappaksturinn lengst af, en lenti í óhappi og þurfti að hætta keppni. 11.9.2005 00:01 Luque frá í sex vikur Sóknarmaðurinn Alberto Luque hjá Newcastle verður frá keppni í allt að sex vikur eftir að hann var borin af velli í leik liðsins gegn Fulham í gær, en hann er meiddur á læri. 11.9.2005 00:01 Bolton og Blackburn skildu jöfn Nú rétt í þessu lauk sunnudagsleiknum í enska boltanum, en það var viðureign Bolton og Blackburn á Reebok Stadium í Bolton. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og fyrir vikið er Bolton í 5. sæti deildarinnar með átta stig úr fimm leikjum, en Blackburn, sem fékk sitt fyrsta stig á útivelli í dag, er með fimm stig í 12. sætinu. 11.9.2005 00:01 Hartley skaut Hearts á toppinn Markahrókurinn Paul Hartley skoraði tvívegis þegar lið hans Hearts frá Edinborg lagði botnliði Livingston 4-1 í skosku úrvalsdeildinni í dag og því hefur liðið nú fimm stiga forystu á Glasgow Celtic á toppi úrvalsdeildarinnar þegar sex umferðir hafa verið leiknar. 11.9.2005 00:01 Gunnar Heiðar tryggði sigurinn Íslenski landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að minna á sig í sænska boltanum, en nú fyrir stundu var að ljúka leik Hacken og Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-0 sigri Halmstad og það var Gunnar Heiðar sem skoraði sigurmarkið á 70. mínútu leiksins. 11.9.2005 00:01 Auerbach sagður á batavegi Red Auerbach, forseti Boston Celtics er sagður á batavegi eftir að hann var fluttur þungt haldinn á sjúkrahús fyrir helgina. Fregnir herma að hann hafi verið í dái og verið mjög illa á sig kominn, en nú segir talsmaður Boston að sá gamli sé að ná sér hægt og bítandi. 11.9.2005 00:01 Geta ekki leikið í New Orleans George Shinn, eigandi NBA liðs New Orleans Hornets, segir að þó allir myndu helst vilja að liðið léki áfram í borginni, sé það einfaldlega ekki fræðilegur möguleiki. Fjöldi borga í Bandaríkjunum hefur boðið fram aðstoð sína og fljótlega mun liggja fyrir hvar liðið leikur heimaleiki sína í vetur. 11.9.2005 00:01 Annar stórsigur Vals á Tbilisi Handknattleikslið Vals var ekki í teljandi vandræðum í síðari leik sínum gegn HC Tbilisi frá Georgíu í EHF bikarnum í dag og rótburstuðu andstæðinga sína aftur, nú með 47 mörkum gegn aðeins 13. 11.9.2005 00:01 Ronaldo fær frí á miðvikudag Ungstirnið Cristiano Ronaldo fær frí frá leik Manchester United og Villareal á Spáni á miðvikudagskvöldið, vegna fráfalls föður hans á dögunum. Ronaldo var ekki með liði sínu í jafnteflinu gegn grannaliðinu Manchester City á laugardaginn og Alex Ferguson ætlar að gefa honum lengri tíma til að jafna sig. 11.9.2005 00:01 Guðjón æfur út í dómara Guðjón Þórðarson lét dómarann sem dæmdi leik Notts County og Chester City í gær, hafa það óþvegið í viðtali við heimasíðu Notts County eftir leikinn, sem endaði 1-1. Guðjón sagði sorglegt að jafn óreyndur dómari fengi að dæma leiki af þessu tagi. 11.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Lyon ætlar að sigra Real Madrid Forsvarsmenn frönsku meistaranna í Lyon ætlast til sigurs þegar liðið mætir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu annað kvöld, en það eykur vonir Frakkanna að spænska liðið verður án þeirra Zinedine Zidane og Ronaldo í leiknum. 12.9.2005 00:01
Landsbankinn áfram bakhjarl Landsbankinn verður bakhjarl efstu deildar karla og kvenna í knattspyrnu. Samningurinn er til næstu fjögurra ára eða til og með til ársins 2009. Samkomulag um áramhaldandi samstarf KSÍ og Landsbankans var undirritað í aðalbanka Landsbankans við Austurstræti í dag. Landsbankinn hefur síðastliðin þrjú ár verið bakhjarl efstu deildar karla og kvenna. 12.9.2005 00:01
Calcavecchia sigraði í Kanada Bandaríkjamaðurinn Mark Calcavecchia vann fyrsta sigur sinn í fjögur ár í bandarísku mótaröðinni í golfi þegar hann hrósaði sigri á Opna kanadíska mótinu sem lauk í gærkvöldi. Calcavecchia lék samtals á 275 höggum, fimm undir pari, en landar hans, Ben Crane og Ryan Moore, voru jafnir í öðru sæti aðeins einu höggi á eftir. 12.9.2005 00:01
Bandaríkin sigruðu í Solheim-bikar Kvennalið Bandaríkjanna í golfi endurheimti Solheim-bikarinn af Evrópuúrvalinu í gærkvöld. Jafnt var fyrir lokadaginn, 8-8, en bandarísku stúlkurnar voru sterkari og unnu með 15 og hálfum vinningi gegn 12 og hálfum. Þetta var sjötti sigur Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum en liðið hefur aldrei tapað á heimavelli. 12.9.2005 00:01
Shaq lét hnefana tala Shaquille O´Neal, leikmaður Miami Heat, lét hnefana tala um helgina þegar hann var staddur í veislu í New York ef marka má fréttir úr New York Post í gær. Ölvaður maður er sagður hafa stjakað við konu hans í veislunni, með þeim afleiðingum að hann fékk íturvaxinn hnefa tröllsins í andlitið og stóð skiljanlega ekki upp aftur eftir það. 12.9.2005 00:01
Ásgeir með tvö í stórsigri Lemgo Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo þegar liðið kjöldró Nordhorn með 40 mörkum gegn 28 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Düsseldorf og Magdeburg skildu jöfn, 30-30, Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf og sama gerði Sigfús Sigurðsson fyrir Magdeburg. 12.9.2005 00:01
Barcelona lagði Real Mallorca Barcelona bar sigurorð af Real Mallorca með tveimur gegn engu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Samuel Eto´o skoraði bæði mörk meistaranna gegn sínum gömlu félögum. Celta Vigo, sem vann Real Madrid á laugardag, og Deportivo La Coruna eru efst og jöfn með sex stig eftir tvær umferðir. 12.9.2005 00:01
Juventust burstaði Empoli Juventus, Livorno og Udinese eru einu liðin með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Juve burstaði Empoli 4-0 í gær. Frakkinn Patrick Viera skoraði fyrsta mark sitt fyrir Juve og landi hans, David Trezeguet, skoraði tvívegis. 12.9.2005 00:01
Vieira hefur ekki trú á Arsenal Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Juventus á Ítalíu, hefur ekki mikla trú á sínum gömlu félögum í Lundúnum og segist fagna því að eiga miklu betri möguleika á því að vinna Meistaradeildina í röðum þeirra. 12.9.2005 00:01
Rúlluðu upp Íslandsmeisturunum Kvennalið Grindavíkur lofar vissulega góðu fyrir veturinn en liðið hefur fengið til sín tvo mjög sterka leikmenn, endurheimt tvær uppaldar stelpur og æft gríðarlega vel undir stjórn nýja þjálfara síns Unndórs Sigurðssonar. Nú síðast vann Grindavík Íslandsmeistaralið Keflavíkur með 24 stiga mun, 70-46, í æfingaleik í Grindavík. 12.9.2005 00:01
Makaay klár með Bayern Hollenska markamaskínan Roy Makaay verður í liði Bayern Munchen sem sækir Rapid Vín heim í Meistaradeildinni á miðvikudag. Makaay varð fyrir því óláni að meiðast á hné fyrir nokkru og missti af leik liðsins í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. 12.9.2005 00:01
Reid hefur ekki áhuga á Plymouth Fyrrum knattspyrnustjórinn Peter Reid segist ekki vera rétti maðurinn til að taka við liði Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, en hann er einn þeirra sem orðaður er við stöðu knattspyrnustjóra félagsins. 12.9.2005 00:01
Kári og félagar í góðum málum Kári Árnason lék allan leikinn með Djurgårdens IF sem vann 2-0 sigur á Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og náði þar með þriggja stiga forskot á toppnum þegar aðeins fimm umferðir eru eftir. Djurgårdens IF hefur 43 stig, þremur stigum meira IFK Göteborg sem gerði markalaust jafntefli í kvöld. 12.9.2005 00:01
Þrenna frá Marlon Harewood Marlon Harewood skoraði þrennu í kvöld fyrir West ham í 4-0 sigri á Aston Villa í lokaleik 5. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komust nýliðarnir upp í 7. sæti deildarinnar. Harewood skoraði mörkin á 25 mínútna kafla, tvö á stuttum tíma um miðjan fyrri hálfleik og það síðasta á upphafsmínútum þess seinni. 12.9.2005 00:01
Mæta sænsku meisturunum í dag Valsstúlkur mæta í dag sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö í fyrsta leik sínum í 2. umferð í evrópukeppni félagsliða en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Sænska liðið er fyrirfram talið það sterkasta í riðlinum og státar auk þess af því að vera á heimavelli í öllum leikjum sínum. 12.9.2005 00:01
Clijsters vann opna bandaríska Belgíska tenniskonan Kim Clijsters vann í nótt auðveldan sigur á frönsku stúlkunni Mary Pierce í úrslitaleiknum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York. Clijsters sigraði 6-3 og 6-1, en þetta var fyrsti sigur hennar á stórmóti. 11.9.2005 00:01
Tvöfaldur sigur Hauka Karla- og kvennalið Hauka gerðu það gott í Evrópukeppninni í handknattleik í gær, en karlaliðið er komið í Meistaradeild Evrópu eftir öruggan sigur á austurríska liðinu Berchem. Kvennaliðið tapaði síðari leik sínum við ítalska liðið Pelplast með sex marka mun ytra, en er samt komið áfram eftir stórsigur í fyrri leiknum. 11.9.2005 00:01
Tilkynnt um ráðningu Teits til KR KR-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 13.30 en þar verður tilkynnt um ráðningu á Teiti Þórðarsyni sem þjálfara karlaliðs félagsins. 11.9.2005 00:01
Mikil spenna á botninum Næst síðasta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu verður háð í dag. Leikirnir byrja klukkan 14. Viðureign Kelfavíkur og Fram verður í beinni útsendingu á Sýn en á meðan leikurinn fer fram verða sýnd atvik úr leikjum FH og Fylkis og Þróttar og Grindavíkur. 11.9.2005 00:01
Frjálsíþróttamenn ársins Í gær tilkynnti alþjóða frjálsíþróttasambandið um val sitt á frjálsíþróttamönnum ársins. Það voru langhlauparinn Kenenisa Bekele og stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva sem urðu fyrir valinu í karla- og kvennaflokki og þarf það ekki að koma á óvart í ljósi góðrar frammistöðu heimsmetshafanna á árinu. 11.9.2005 00:01
Del Horno meiddur Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno, sem nýverið gekk í raðir Chelsea, meiddist á læri í leiknum við Sunderland í gær og verður ekki með liðinu á næstunni. Jose Mourinho segir að menn verði að sætta sig við að mikið álag í kring um landsleiki verði til þess að menn lendi í meiðslum. 11.9.2005 00:01
Tindastóll féll úr 2. deild Tindastóll féll í gær úr 2. deild eftir 1-2 ósigur gegn Leiftri/Dalvík sem þegar var fallið. Reynir Sandgerði og Sindri Hornafirði taka sæti þeirra í 2. deild en Reynir tryggði sér sigur í 3. deild með því að vinna Sindra 4-1 í gær. 11.9.2005 00:01
Ísland vann Rúmeníu í körfunni Íslenska landsliðið í körfuknattleik sigraði Rúmena með 80 stigum gegn 72 í Rúmeníu í gær. Magnús Gunnarsson var stigahæstur, skoraði 22 stig þar af 15 í síðari hálfleik. Logi Gunnarsson kom næstur með 13 stig. Íslendingar urðu í öðru sæti í riðlinum á eftir Dönum. 11.9.2005 00:01
Lokahóf golfara í gær Íslenskir kylfingar fögnuðu uppskeru ársins 2005 á lokahófi á Broadway í gærkvöldi. Heiðar Davíð Bragason Kili og Ragnhildur Sigurðardóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hlutu flest stig í Toyota-mótaröð ársins. 11.9.2005 00:01
Óvænt úrslit á Spáni og Ítalíu Óvænt úrslit urðu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær þegar Real Madríd tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Celta de Vigo. Þá mátti Internazionale þola ósigur gegn Palermo á Ítalíu. 11.9.2005 00:01
Grétar Rafn spilaði ekki Grétar Rafn Steinsson lék ekki með AZ Alkmar þegar liðið burstaði Roosendaal 7-0 í hollensku 1. deildinni í gær. Alkmarliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína og er í fyrsta sæti með 12 stig. 11.9.2005 00:01
Lyon leiðir í Frakklandi Í 1. deild í Frakklandi hefur Lyon forystu eftir 2-1 sigur á Monakó. 21 árs Brasilíumaður, Fred að nafni, lék fyrsta leik sinn fyrir Lyon og skoraði bæði mörk liðsins. Lyon er með 16 stig en Paris St. Germain, sem vann Strassborg 1-0, er í öðru sæti með 13 stig. 11.9.2005 00:01
Árni og félagar í efsta sæti Árni Gautur Arason og félagar í Våleringa komust í gær í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Våleringa sigraði Molde 3-1. Viking Stavanger sigraði Noregsmeistarana í Rosenborg 3-2. Daninn Allan Borgvardt kom inn á í lið Vikings þegar staðan var 2-1 fyrir Rosenborg. 11.9.2005 00:01
Jafnt í Solheim-bikarkeppninni Staðan í Solheim-bikarkeppni kvenna í golfi er jöfn fyrir síðasta daginn. Úrvalslið Bandaríkjanna jafnaði metin gegn Evrópuúrvalinu í gærkvöldi. Bæði lið eru því með átta vinninga. 11.9.2005 00:01
Best vill reka Eriksson Knattspyrnugoðsögnin George Best, sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United á sínum tíma, liggur ekki á skoðunum sínum þegar kemur að málum enska landsliðsins í knattspyrnu og segir að reka ætti Eriksson úr starfi hið snarasta. 11.9.2005 00:01
Áform KR heilluðu Teit Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR í knattspyrnu, sagði að ekki hefði staðið til að koma strax aftur heim til Íslands, en sagði tilboð KR hafa freistað sín vegna þeirra áætlana sem þeir hafi uppi um uppbyggingarstarf á næstu árum. 11.9.2005 00:01
Hálfleikur í Landsbankadeildinni Nú er búið að flauta til hálfleiks í leikjunum fimm sem eru á dagskrá í næst síðustu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Ekki hafa verið skoruð mörg mörk í leikjunum það sem af er, en það er þó helst sjónvarpsleikur Keflavíkur og Fram sem stendur undir væntingum, en þar er staðan 2-1 fyrir heimamenn. 11.9.2005 00:01
Jenas vill Evrópusæti Jermaine Jenas, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham Hotspurs í jafntefli liðsins við Liverpool í gær, segir að liðið eigi raunhæfa möguleika á að ná Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni í ár. 11.9.2005 00:01
Benitez vill skerpa sóknina Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er ánægður með leik sinna manna það sem af er leiktíðinni, en segist þó vilja skerpa á sóknarleik liðsins, sem hefur ekki verið upp á marga fiska í undanförnum leikjum. 11.9.2005 00:01
Dramatík í Landsbankadeildinni Það gekk á ýmsu í síðari hálfleik í leikjunum fimm í Landsbankadeildinni nú áðan og fjöldi marka leit dagsins ljós á lokamínútunum. Mesta fjörið var á Laugardalsvelli, þar sem Grindvíkingar sóttu Þróttara heim og þurftu á sigri að halda. 11.9.2005 00:01
Raikkönen sigraði á Spa Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen heldur enn í vonina um að verða heimsmeistari í Formúlu 1 eftir góðan sigur á Spa brautinni í Belgíu í dag. Félagi hans Juan Pablo Montoya leiddi kappaksturinn lengst af, en lenti í óhappi og þurfti að hætta keppni. 11.9.2005 00:01
Luque frá í sex vikur Sóknarmaðurinn Alberto Luque hjá Newcastle verður frá keppni í allt að sex vikur eftir að hann var borin af velli í leik liðsins gegn Fulham í gær, en hann er meiddur á læri. 11.9.2005 00:01
Bolton og Blackburn skildu jöfn Nú rétt í þessu lauk sunnudagsleiknum í enska boltanum, en það var viðureign Bolton og Blackburn á Reebok Stadium í Bolton. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og fyrir vikið er Bolton í 5. sæti deildarinnar með átta stig úr fimm leikjum, en Blackburn, sem fékk sitt fyrsta stig á útivelli í dag, er með fimm stig í 12. sætinu. 11.9.2005 00:01
Hartley skaut Hearts á toppinn Markahrókurinn Paul Hartley skoraði tvívegis þegar lið hans Hearts frá Edinborg lagði botnliði Livingston 4-1 í skosku úrvalsdeildinni í dag og því hefur liðið nú fimm stiga forystu á Glasgow Celtic á toppi úrvalsdeildarinnar þegar sex umferðir hafa verið leiknar. 11.9.2005 00:01
Gunnar Heiðar tryggði sigurinn Íslenski landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram að minna á sig í sænska boltanum, en nú fyrir stundu var að ljúka leik Hacken og Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með 1-0 sigri Halmstad og það var Gunnar Heiðar sem skoraði sigurmarkið á 70. mínútu leiksins. 11.9.2005 00:01
Auerbach sagður á batavegi Red Auerbach, forseti Boston Celtics er sagður á batavegi eftir að hann var fluttur þungt haldinn á sjúkrahús fyrir helgina. Fregnir herma að hann hafi verið í dái og verið mjög illa á sig kominn, en nú segir talsmaður Boston að sá gamli sé að ná sér hægt og bítandi. 11.9.2005 00:01
Geta ekki leikið í New Orleans George Shinn, eigandi NBA liðs New Orleans Hornets, segir að þó allir myndu helst vilja að liðið léki áfram í borginni, sé það einfaldlega ekki fræðilegur möguleiki. Fjöldi borga í Bandaríkjunum hefur boðið fram aðstoð sína og fljótlega mun liggja fyrir hvar liðið leikur heimaleiki sína í vetur. 11.9.2005 00:01
Annar stórsigur Vals á Tbilisi Handknattleikslið Vals var ekki í teljandi vandræðum í síðari leik sínum gegn HC Tbilisi frá Georgíu í EHF bikarnum í dag og rótburstuðu andstæðinga sína aftur, nú með 47 mörkum gegn aðeins 13. 11.9.2005 00:01
Ronaldo fær frí á miðvikudag Ungstirnið Cristiano Ronaldo fær frí frá leik Manchester United og Villareal á Spáni á miðvikudagskvöldið, vegna fráfalls föður hans á dögunum. Ronaldo var ekki með liði sínu í jafnteflinu gegn grannaliðinu Manchester City á laugardaginn og Alex Ferguson ætlar að gefa honum lengri tíma til að jafna sig. 11.9.2005 00:01
Guðjón æfur út í dómara Guðjón Þórðarson lét dómarann sem dæmdi leik Notts County og Chester City í gær, hafa það óþvegið í viðtali við heimasíðu Notts County eftir leikinn, sem endaði 1-1. Guðjón sagði sorglegt að jafn óreyndur dómari fengi að dæma leiki af þessu tagi. 11.9.2005 00:01