Fleiri fréttir

Zidane frá í 3 vikur

Nú er ljóst að franski knattspyrnukappinn Zinedine Zidane leikur ekki með Real Madríd næstu þrjár vikurnar. Zidane fór meiddur af velli í leik Frakka og Íra í undankeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag.

Calcavecchia og Glove leiða

Bandaríkjamennirnir Mark Calcavecchia og Lukas Glove hafa forystu á Opna kandadíska mótinu í golfi. Þeir léku í gær á 68 höggum eða fimm undir pari. Sænski

Heimsmeistari í þremur flokkum

Japaninn Keiji Suzuki komst í metabækurnar í gær þegar hann varð fyrsti júdókappinn til þess að vinna heimsmeistaratitil í þremur mismunandi þyngdarflokkum. Suzuki sigraði Úkraínumanninn Vitaly Bubon á ippon í úrslitum í mínus 100 kílógramma flokki.

Faria Alam tapaði málsókn sinni

Ritarinn Faria Alam tapaði í dag máli sínu gegn enska knattspyrnusambandinu fyrir rétti, en kærurnar sem hún hafði fram á hendur manna innan sambandsins um ólöglega uppsögn og kynferðislega áreitni, var vísað frá.

Armstrong verður látinn í friði

Hein Verbruggen, yfirmaður alþjóða hjólreiðasambandsins, segir að sambandið muni ekkert aðhafast þrátt fyrir þungar ásakanir á hendur hjólreiðakappanum Lance Armstrong, en blöð í Frakklandi halda því stöðugt fram að hann hafi notað ólögleg lyf í Frakklandshjólreiðunum árið 1999.

Bent maður mánaðarins

Framherjinn ungi Darren Bent hjá Charlton hefur verið valinn knattspyrnumaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, en hann fór mikinn í fyrstu umferðum mótsins. Þá hefur verið tilkynnt að Stuart Pearce, stjóri Manchester City hefur verið valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.

Mourinho heldur tryggð við Lampard

Jose Mourinho segist ekki láta gagnrýni Sven-Göran Eriksson á Frank Lampard á sig fá og bendir á að það sem Lampard geri með enska landsliðinu komi sér ekki við.

Dagsformið ræður úrslitum

Breiðablik hefur átt góðu gengi að fagna í sumar og sigraði í Landsbankadeildinni með töluverðum yfirburðum en eini leikurinn sem liðinu hefur ekki tekist að vinna var gegn KR, en þeim leik lauk með 0-0 jafntefli í Frostaskjólinu.

Eigum jafna möguleika á sigri

Hrefna Jóhannesdóttir, fyrirliði KR, á ekki von á því að spennan muni trufla KR-ingana í leiknum. "Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik og við höfum engu að tapa. Breiðablik er sigurstranglegra liðið og við mætum auðvitað til leiks meðvitaðar um það."

Ætlum að vinna tvöfalt

Þóra Helgadóttir, fyrirliði og markvörður Breiðabliks, kom til Breiðabliks fyrir tímabilið en hún hóf feril sinn hjá félaginu. "Þetta sumar er búið að vera virkilega skemmtilegt og það er líka gaman fyrir mig að snúa aftur í mitt gamla félag á uppgangstímum."

Fyrrum Valsari að fá þungan dóm

Englendingurinn Mark Ward sem lék með Valsmönnum í efstu deild karla árið 1998 á yfir höfði sér langan fangelsisdóm eftir að fjögur kíló af kókaíni fundust í íbúð hans fyrr á árinu. Í gær játaði hann að efnið væri í hans eigu og fangelsisdómur yfir honum verður kveðinn upp í Liverpool þann 4. október n.k.

Valsmenn bjóða frítt í Höllina

Valur tekur á móti H/C Tbilisi í dag og á morgun í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöll. Leikurinn í dag hefst klukkan 17 og á morgun er leikið klukkan 14.10. Ókeypis er á leikina og því um að gera fyrir handboltaunnendur að fjölmenna.

Toppbaráttan í algleymingi í dag

Toppbaráttan í fyrstu deild karla verður í algleymingi í dag því Víkingur og KA eru jöfn í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 31 stig en Breiðablik er búið að vinna deildina með 40 stig. KA mætir meisturum Breiðabliks í dag á Kópavogsvelli en þá fá Blikar afhentan titilinn. Í Hafnarfirðinum mætast Haukar og Víkingar.

Sterkir í skotapilsum á Skagnum

Í dag verður Íslandsmótið í Hálandaleikum á haldið á Akranesi, þar sem flestir okkar fremstu víkingar etja kappi í kastgreinum á skoska vísu. Sterkasti maður Íslands, Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" verður á meðal keppenda ásamt Auðunni Jónssyni "Verndara".

Englendingar niðurlægðir

Enska landsliðið í knattspyrnu þurfti að þola 1-0 tap fyrir lágt skrifuðum Norður-Írum í Belfast í gær í undankeppni HM. Írska liðið er hátt í hundrað sætum neðar á styrkleikalista FIFA og hafði ekki náð að leggja Englendinga síðan árið 1927.

Glæsimark Henry slökkti í Írum

Snillingurinn Thierry Henry sýndi enn á ný hvers hann er megnugur þegar hann skoraði sigurmark Frakka á Írum í landsleik þjóðanna í gærkvöldi. Írska liðið lék mjög vel í gær með Roy Keane í fantaformi á miðjunni, en þegar maður eins og Henry er annars vegar, má lítið útaf bera í varnarleiknum.

Morientes frá í tvær vikur

Spænski framherjinn Fernando Morientes hjá Liverpool verður frá keppni í tvær vikur vegna meiðsla á læri sem hann hlaut á landsliðsæfingu í vikunni, en þetta staðfestu læknar spænska liðsins í gærkvöldi.

Rooney í vandræðum með skapið

Wayne Rooney var ljónheppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið í leik Englendinga og Norður-Íra í undankeppni HM í gærkvöldi, en hann lét skapið hlaupa með sig í gönur hvað eftir annað í leiknum.

Ming launahæstur í Kína

Kínverski risinn Yao Ming, sem leikur með Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta, er launahæstur fræga fólksins í Kína samkvæmt Forbes blaðinu þar í landi.

Agassi í undanúrslit

Bandaríski tenniskappinn Andre Agassi er kominn í undanúrslit á opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem fram fer í New York um þessar mundir. Agassi bar sigurorð af landa sínum James Blake í gærkvöldi 3-2, eftir að hafa tapað tveimur fyrstu settunum.

Ferguson vissi af Vieira

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú viðurkennt að hann hafi vitað að Patrick Vieira væri falur eftir lok síðustu leiktíðar með Arsenal, en sagðist hafa ákveðið að gera ekki tilboð í hann af nokkrum ástæðum.

Mexikó tryggði sér sæti á HM

Landslið Mexikó tryggði sér í gærkvöld sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, þegar liðið burstaði Panama með fimm mörkum gegn engu. Mexíkó og Bandaríkin sitja nú á toppi Ameríkuriðilsins með nítján stig og eru örugg á HM.

Góð tíðindi fyrir Manchester City

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City hefur staðfest að þeir Robbie Fowler og Sylvain Distin verði klárir í grannaslag Manchester City og Manchester United um helgina, en þeir hafa báðir átt við meiðsli að stríða undanfarið.

Danir í umspil þrátt fyrir tap

Danska körfuknattleikslandsliðið er öruggt í umspil um laust sæti í A deild, þrátt fyrir tveggja stiga tap fyrir Rúmenum á heimavelli sínum í gærkvöld. Íslendingar leika við Rúmena ytra á laugardaginn og leggur af stað út í dag án tveggja manna sem eru meiddir.

Owen ver Eriksson

Michael Owen vill ekki að landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson fái einn allar skammirnar sem hafa dunið á enska landsliðinu eftir tapið gegn Norður-Írum í Belfast í gær og segir að leikmennirnir verði einnig að axla ábyrgðina.

Vill hafa leikmenn sína reiða

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vilja hafa leikmenn sína reiða á milli leikja og segir það aðeins efla þá til dáða á knattspyrnuvellinum. Þetta segir hann í ljósi frétta sem berast af ósætti milli hans og Djibril Cisse, sem fór í fýlu eftir að Benitez reyndi án afláts að selja hann áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í ensku knattspyrnunni á dögunum.

Knattspyrnusambandið kærir Chelsea

Chelsea er enn komið í fréttirnar fyrir að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins, en í þetta sinn eiga þeir yfir höfði sér harða refsingu eftir að upp komst að félagið lét leikmenn liðsins taka lyfjapróf í fyrrasumar, í trássi við reglur sambandsins.

Tímabil Newcastle byrjar núna

Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, hefur lýst því yfir að nýtt upphaf fari í hönd hjá félaginu um helgina með tilkomu Michael Owen og segist veðja á að Owen verði markakóngur í ensku úrvalsdeildinni í ár.

Glen Johnson sendur heim

Varnarmaðurinn Glen Johnson var sendur heim frá Þýskalandi með skömm af þjálfurum eftir U-21 árs leik Englendinga og Þjóðverja á dögunum, eftir að hann hafði verið hrokafullur og agalaus í ferðinni. Þykir Johnson hafa stimplað sig endanlega út úr myndinni hjá enska landsliðinu fyrir vikið.

Alonso vonar að Kimi geri mistök

Spænski formúluökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault segist ekki vera að hugsa um heimsmeistaratitilinn þegar hann keppir á Spa brautinni í Belgíu á sunnudaginn, en svo gæti farið að hann titillinn yrði hans um helgina.

Red Auerbach á sjúkrahúsi

Körfuboltagoðsögnin Red Auerbach hefur verið fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús, en ekki hefur verið gefið upp hvað amar að honum. Auerbach er 87 ára gamall og hefur unnið fleiri NBA titla en nokkur annar þjálfari í sögu deildarinnar.

Wenger tekur ekki áhættu

Arsene Wenger segist ekki ætla að taka neina áhættu þegar hann kallar Sol Campbell aftur inn í byrjunarlið Arsenal og segir að þó hann hafi ekki tekið ákvörðun ennþá, sé ólíklegt að Campbell verði með gegn Middlesbrough um helgina.

Alonso íþróttamaður ársins á Spáni

Ökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault í Formúlu eitt, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins á Spáni og verður heiðraður af konungi landsins við sérstaka athöfn í næsta mánuði.

Fulham nældi í Christanval

Fulham, lið Heiðars Helgusonar í ensku úrvalsdeildinni, gerði í gærkvöld fjögurra ára samning við franska varnarmanninn Philippe Christianval, sem er 27 ára og lék áður með Monaco, Barcelona og Marseille.

Boa Morte samdi við Fulham

Portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Boa Morte hefur skrifað undir nýjan samning við Fulham, sem gildir til ársins 2010, en í honum er ákvæði sem á að hindra að önnur félög geti lokkað hann í burtu.

Berg hrifinn af Obi Mikel

Henning Berg, fyrrum leikmaður Manchester United og þjálfari Lyn, segist ekki hissa á því að  United og Chelsea hafi slegist um hinn unga John Obi Mikel, því hann sé ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður.

Klinsmann hefur ekki áhyggjur

Jurgen Klinsmann, landsliðisþjálfari Þjóðverja, hefur hvatt leikmenn sína til að láta harða gagnrýni fjölmiðla og sérfræðinga á liðinu sem vind um eyru þjóta og segir það að þola gagnrýni vera hluta af starfinu.

Cole dettur úr byrjunarliði enskra

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, áformar að spila áfram leikkerfið 4-5-1 í leiknum við Norður-Íra í undankeppni HM í kvöld, en endurkoma Michael Owen inn í byrjunarliðið þýðir sennilega að Joe Cole missi sæti sitt frá síðasta leik.

Beckham blæs á gagnrýni

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki sáttur við þá gagnrýni sem hann fékk frá knattspyrnuspekingum á Englandi í gær, en þeir Terry Butcher og Alan Hansen létu báðir hafa eftir sér í gær að dagar fyrirliðans væru brátt taldir í liðinu.

Sharapova í undanúrslitin

Rússneska tennisdrottiningin Maria Sharapova og Kim Clijsters frá Belgíu, komust í gær í undanúrslitin á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York.

Plymouth rekur þjálfarann

Plymouth Argyle, félag Bjarna Guðjónssonar í ensku fyrstu deildinni, rak í gærkvöld knattspyrnustjóra sinn Bobby Williamson eftir að liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og hefur strax ráðið Jocky Scott í hans stað tímabundið.

Armstrong íhugar endurkomu

Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong segist vera að íhuga að fresta því að hætta keppni í hjólreiðum um eitt ár og útilokar ekki að taka þátt í Tour de France á næsta ári, þó ekki væri nema bara til að nudda því framan í gagnrýnendur sína.

Reynir og Sindri í aðra deild

Reynir Sandgerði og Sindri frá Höfn í Hornafirði tryggðu sér í gærkvöld sæti í annari deild karla í knattspyrnu að ári eftir síðari leikina í umspili.

Mál John Obi Mikel að leysast

Norska blaðið Verdens Gang hefur greint frá því að hinn umdeildi John Obi Mikel muni líklega ganga til liðs við Manchester United um áramótin eins og til stóð, en hann hefur verið týndur undanfarið eftir að verða miðpunktur rifrildis Chelsea og Manchester United um kaup á honum.

Vieira ber virðingu fyrir Keane

Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira, sem leikur með Juventus á Ítalíu, sagði í viðtali í gærkvöldi að hann bæri mikla virðingu fyrir Roy Keane, fyrirliða írska landsliðsins. Þjóðirnar mætast í undankeppni HM í dag og þar rifja þeir félagar upp gamla takta frá því þeir mættust reglulega í leikjum Arsenal og Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir