Fleiri fréttir

Ólafur fór vel af stað á lokahring

Ólafur Már Sigurðsson úr GR fór vel að stað í morgun á lokahringnum á Holledau-mótinu á þýsku EPD-mótaröðinni. Að loknum fjórum holum var á Ólafur á tveimur höggum undir pari og er sem stendur í öðru sæti á 12 höggum undir pari.

Unnu silfur á HM þroskaheftra

Gunnar Örn Ólafsson og Úrsúla Baldursdóttir unnu bæði til silfurverðlauna í gær á heimsmeistaramóti þroskaheftra í sundi. Gunnar tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi en Úrsúla varð í öðru sæti í 200 metra fjórsundi og sjötta í 800 metra skriðsundi. Bára Bergmann varð í fimmta sæti. Bára varð í 6. sæti í 100 metra flugsundi og Jón Gunnarsson í 8. sæti í 400 metra skriðsundi.

Keflvíkingar semja við Kana

Keflvíkingar sömdu í gær við Jason Kalsow frá Bandaríkjunum en kappinn er rétt rúmir tveir metrar á hæð. Kalsow er annar erlendi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Íslandsmeistara Keflavíkur í körfuboltanum í sumar.

Kiel sigraði Hamborg

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Kiel vann Hamborg á útivelli, 23-20, en Hamborg hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni.

Ronaldo spilar þrátt fyrir áfall

Miðjumaðurinn knái hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, ætlar að leggja sig allan fram með landsliði Portúgal í leiknum við Rússa í dag, þrátt fyrir að faðir hans hafi látist vegna veikinda á mánudaginn.

Leikur Íslands og Búlgaríu hafinn

Leikur Íslendinga og Búlgara í undankeppni HM er hafinn í Sofia í Búlgaríu. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi meðan leikurinn stendur yfir, en þess má geta að leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Grétar kemur Íslandi yfir

Íslenska liðið byrjar mjög vel í leiknum við Búlgaríu og það tók liðið aðeins níu mínútur að ná forystu í leiknum, en þar var að verki Grétar Rafn Steinsson sem skoraði eftir varnarmistök heimamanna.

Eiður Smári misnotaði dauðafæri

Eiður Smári Guðjohnsen fór illa að ráði sínu nú rétt áðan, þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri fyrir framan mark Búlgara. Hann fékk góða sendingu fyrir markið frá hægri frá Heiðari Helgusyni, en skaut yfir markið.

Ísland komið í 2-0

Íslenska liðið hefur bætt við öðru marki á 16. mínútu leiksins, en þar var að verki Hermann Hreiðarsson sem skoraði með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu frá hægri.

Búlgaría minnkar muninn í 2-1

Búlgaría hefur minnkað muninn í 2-1 gegn Búlgaríu í Sofia og þar var að verki hinn magnaði framherji Dimitar Berbatov úr fyrstu alvöru sókn Búlgara. Þeir fengu svo sannkallað dauðafæri mínútu síðar, en Árni Gautur sá við þeim í markinu. Heimamenn ráða nú lögum og lofum á vellinum og gera sig líklega til að jafna leikinn.

Bæði lið í dauðafærum

Ísland og Búlgaría hafa bæði fengið dauðafæri, nú þegar um rúmur hálftími er liðinn af leiknum. Hermann Hreiðarsson á eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin eftir að hafa skallað boltann yfir á markteig heimamanna nú fyrir stundu.

Ísland yfir 2-1 í hálfleik

Staðan er óbreytt í hálfleik í leik Íslands og Búlgaríu ytra, en fyrri hálfleikurinn hefur verið mjög fjörugur. Bæði lið fengu fjölda marktækifæra í hálfleiknum og íslenska liðið í raun óheppið að hafa ekki skorað tvö mörk til viðbótar.

Síðari hálfleikurinn byrjaður

Síðari hálfleikurinn í leik Búlgaríu og Íslands er hafinn og hann byrjar ekki ósvipað og sá fyrri. Heiðar Helguson fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörnina frá Grétari, en skaut yfir markið einn á móti markverðinum. Sannkallað dauðafæri.

Búlgarar jafna leikinn

Staðan í leik Íslands og Búlgaríu er orðin 2-2. Það var Iliev sem jafnaði metin fyrir heimamenn á 69. mínútu. Dómari leiksins er ekki vinsæll hjá íslenska liðinu, en hann er búinn að dæma af því löglegt mark og sleppa augljósri vítaspyrnu.

Búlgarar komnir yfir 3-2

Búlgarar eru komnir yfir 3-2 á móti Íslendingum í Sofia og útlitið dökkt hjá okkar mönnum, sem komust í 2-0 snemma leiks. Það var Petrov sem skoraði mark heimamanna fjórum mínútum fyrir leikslok.

Ísland tapaði fyrir Búlgaríu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 3-2 fyrir Búlgaríu í Sofia, eftir að hafa náð tveggja marka forystu í leiknum. Íslenska liðið átti nokkra lipra spretti í leiknum og fékk fleiri dauðafæri í honum en í nokkrum öðrum leik í þessari undankeppni, en allt kom fyrir ekki.

Comolli til Tottenham

Tottenham Hotspurs hefur ráðið til sín Frakkann Damien Comolli, sem gegna mun starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu og tekur við starfi Danans Frank Arnesen, sem var rekinn frá félaginu fyrir óhollustu á sínum tíma.

Damon Jones til Cleveland

Leikstjórnandinn Damon Jones hjá Miami Heat í NBA deildinni er við það að ganga í raðir Cleveland Cavaliers, ef marka má fréttir frá ESPN í Bandaríkjunum. Staðarblöð í Cleveland fullyrða að Jones sé við það að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið.

Owen þarf að sanna sig

Framherjinn Michael Owen segist eiga skilið að vera í enska landsliðshópnum gegn Norður-Írum annað kvöld, en bendir á að hann muni þurfa að sanna að hann eigi þar heima eftir fjarveruna vegna leikbanns.

Neville vill meiri hörku

Gary Neville, leikmaður Manchester United, þykir nauðsynlegt að félagar hans í liðinu sýni meiri hörku ef þeir ætla sér að veita Chelsea harða samkeppni um meistaratitilinn á Englandi í vor.

Reid hræðist ekki Zidane

Andy Reid, miðjumaður Tottenham Hotspur og írska landsliðsins, segist hlakka til að mæta Frökkum í landsleik annað kvöld og segist hvergi banginn við að mæta goðsögninni Zinedine Zidane, sem eins og kunnugt er hóf að leika með Frökkum á ný á dögunum.

Young fetar í fótspor Neville

Luke Young, leikmaður Charlton, vill feta í fótspor Gary Neville með enska landsliðinu, en vill ekki gera sér of miklar vonir um að eiga sæti í enska landsliðinu ef það fer á HM í Þýskalandi næsta sumar.

Agassi sýndi gamla takta

Gamla kempan Andre Agassi er kominn í fjórðungsúrslit á Opna Bandaríska Meistaramótinu í tennis eftir að hann lagði Xavier Malisse, 6-3, 6-4, 6-7 (5-7), 4-6 og 6-2 í gærkvöldi.

Jerry Rice leggur skóna á hilluna

Jerry Rice hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í ameríska fótboltanum, 42 ára gamall, en hann hefur gripið flestar sendingar allra leikmanna í sögu NFL deildarinnar. Tilfinningarnar báru þennan mikla kappa ofurliði þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í gær.

Bonhof íhugar að segja af sér

Ranier Bonhof , þjálfari U-21 árs liðs Skota, hefur látið í veðri vaka að hann muni segja af sér á næstu dögum í kjölfar neyðarlegs atviks í leik liðsins við Ítali um síðustu helgi, þegar hann leyfði leikmanni að spila sem var í banni í leiknum.

Klinsmann á undir högg að sækja

Það er ekki auðvelt starf að vera landsliðsþjálfari Þýskalands og nú hefur "Keisarinn" Franz Beckenbauer gagnrýnt störf landsliðsþjálfarns Jurgen Klinsmann harðlega, eftir að þýska liðið tapaði 2-0 fyrir Slóvökum á dögunum.

Mutu að ná fyrri styrk

Rúmenski markaskorarinn Adrian Mutu er óðum að koma til baka eftir sjö mánaða keppnisbann sem hann fékk vegna eiturlyfjaneyslu þegar hann lék með Chelsea og er farinn að skora grimmt fyrir landslið Rúmeníu.

Tvær breytingar hjá Eyjólfi

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum við Króatíu á KR-vellinum á dögunum, en strákarnir mæta Búlgaríu í Sofíu í dag klukkan 14 að íslenskum tíma.

Beckham varar við vanmati

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur varað félaga sína við því að vanmeta Norður-Íra, en liðin mætast í undankeppni HM annað kvöld.

Kimi er sá fljótasti

Fyrrum heimsmeistarinn  í Formúlu eitt kappakstri, Jackie Stewart, segir að Kimi Raikkönen hafi tekið við af Michael Schumacher sem fljótasti ökumaðurinn í íþróttinni í dag, en hrósar þó liði Renault fyrir gott gengi í keppnum ársins.

Úrvalslið Landsbankadeildar kvenna

Nú rétt í þessu var tilkynnt hvaða leikmenn voru valdir í úrvalslið 8.-14. umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu og fengu leikmenn viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í síðasta hluta mótsins.

Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum

Sigurvegarinn í Draumaliðsleiknum í enska boltanum hér á Vísi.is fékk í gær afhent glæsileg verðlaun fyrir góðan árangur sinn í leiknum á síðasta tímabili, en það var Jón Óskar Hauksson úr Keflavík sem varð hlutskarpastur og fær að launum ferð fyrir tvo til Englands.

Stoichkov vill skora mörk

Hristo Stoichkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, gerir þá kröfu til sinna manna að þeir skori mörk þegar þeir taka á móti Íslendingum í landsleik þjóðanna á morgun, en hann er mjög ósáttur við tap sinna manna gegn Svíum í síðasta leik.

Guðjón smalar fólki á völlinn

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, hefur sent út skilaboð til stuðningsmanna liðsins á heimasíðu félagsins, þar sem hann hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á völlinn á laugardaginn til að verða vitni að toppslag í deildinni.

Nokkur meiðsli í landsliðinu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Búlgörum á morgun í Sofiu í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið. Auðun Helgason og Heiðar Helguson tóku ekki þátt á fullu á æfingu í gær og Auðun er tæpur fyrir morgundaginn vegna meiðsla í hné. <font face="Tms Rmn"></font>

Ollie sigraði á Deutsche Bank

Hinn 46 ára gamli Bandaríkjamaður Olin Browne fer upp um 138 sæti á stigalista kylfinga eftir sigur á Deutsche Bank mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi í gær.

Úrslitakeppni 3. deildar í dag

Síðari leikirnir í undanúrslitum þriðju deildar karla í knattspyrnu um laust sæti í annarri deild að ári fara fram í dag og hefjast þeir báðir klukkan 17:30.

Landsbankadeildin á Sýn

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu verður næstkomandi sunnudag. Sýn hefur ákveðið að sýna beint frá þremur leikjum.

Góður sigur Íslands á Búlgaríu

Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann frækinn sigur á Búlgörum 3-1 í Sofia í dag. Búlgarska liðið tók forystu í leiknum eftir um klukkutíma leik, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri frá 44. mínútu.

Bölvun á íslenska landsliðinu

Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan.

Hagnaður hjá Arsenal

Hagnaður á rekstri Arsenal á síðasta ári jókst um tæpar níu milljónir punda, en þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem lögð var fram í morgun. Hagnaður félagsins jókst úr 10,6 milljónum punda í 19,3 milljónir á tímabilinu sem lauk í maí í vor.

Cole treystir á Rooney

Ashley Cole hefur mikla trú á að enska landsliðið geti gert góða hluti á HM í Þýskalandi næsta sumar og telur Wayne Rooney vera lykilmann liðsins í þeim efnum.

Þorlákur Árnason í Stjörnuna

Þorlákur Árnason, sem sagði af sér sem þjálfari Fylkis á dögunum, hefur verið ráðinn til að taka við yngriflokkastarfi Stjörnunnar í Garðabæ og mun verða skólastjóri knattspyrnuskóla félagsins.

Owen aftur í hópinn

Sven-Göran Eriksson segir líklegt að Michael Owen muni taka sæti sitt í byrjunarliði enska landsliðsins þegar hann snýr aftur í hópinn gegn Norður-Írum, en hann var sem kunnugt er í leikbanni gegn Wales um helgina.

Góð byrjun Hauka í Evrópukeppninni

Haukastúlkur spiluðu í gærkvöld sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þær mættu ítalska liðinu Pelplast og ekki er hægt að segja annað en Haukaliðið hafi byrjað með glæsibrag, því þær unnu stórsigur 38-19 og eru því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna.

Sjá næstu 50 fréttir