Sport

Landsbankadeildin á Sýn

Næstsíðasta umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu verður næstkomandi sunnudag. Sýn hefur ákveðið að sýna beint frá þremur leikjum. Aðalleikurinn verður viðureign Keflavíkur og Fram en einnig verður sýnt beint frá FH - Fylki á Kaplakrikavelli en Íslandsmeistararnir fá afhentan Íslandsmeistarabikarinn að leik loknum. Þá verður einnig fylgst með rimmu Þróttar og Grindavíkur. Sýnt verður úr öllum leikjunum í Landsbankamörkunum klukkan 17.30 á sunnudag þar sem góðir gestir koma í heimsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×