Fleiri fréttir Mourinho er ósáttur Franski landsliðsmaðurinn Claude Makelele hjá Chelsea segir að Jose Mourinho sé ósáttur við leik liðsins í úrvalsdeildinni til þessa og segir liðið eiga langt í land með að ná því formi sem það var í undir lok síðustu leiktíðar. 5.9.2005 00:01 Spennan eykst á Deutshe Bank Gífurleg spenna er um sigurinn á Deutshe Bank mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi. Fimm kylfingar eru efstir og jafnir á tíu höggum undir pari samtals eftir 54 holur. John Rollins, Jason Bohn,Billy Andrade, Olin Browne frá Bandaríkjunum og Carl Petterson frá Svíþjóð. 5.9.2005 00:01 Garcia Evrópumeistari Spánverjinn Sergio Garcia vann sigur á Evrópska meistaramótinu í golfi sem lauk í Sviss í gær. Sigur Spánverjans var naumur en hann lauk leik samtals á fjórtán höggum undir pari. 5.9.2005 00:01 Campbell nálgast fyrra form Varnarmaðurinn Sol Campell hjá Arsenal er nú í óðaönn að ná fyrra formi eftir erfið meiðsli og í kvöld spilar hann annan leikinn í röð með varaliði félagsins. Talið er að Arsene Wenger muni freistast til að velja hann í aðalliðið í framhaldinu, ef vel tekst til. 5.9.2005 00:01 Keppni hafin í þýska handboltanum Fyrsta umferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik fór fram um helgina. Magdeburg tapaði fyrir Wetzlar, 35-34, Róbert Sighvatsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar, Sigfús Sigurðsson skoraði eitt fyrir Magdeburg. 5.9.2005 00:01 Kerr og Keane rifust ekki Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir að hafa lent í rifrildi við Roy Keane eða nokkurn annan af leikmönnum írska liðsins, en í gær spurðist út að ólga væri innan írska hópsins. 5.9.2005 00:01 Stigameistarar Toyota Heiðar Davíð Bragason GKJ og Ragnhildur Sigurðardóttir GR eru stigameistarar Toyota mótaraðarinnar í golfi en sjötta og síðasta stigamót sumarsins lauk í gær á Korpúlfstaðavelli. 5.9.2005 00:01 Wenger fær peninga í janúar Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun njóta góðs af góðri afkomu Arsenal þegar leikmannakaupaglugginn opnast á ný í janúar ef marka má orð Keith Edelman, stjórnarmanns Arsenal. 5.9.2005 00:01 Óskar Alonso til hamingju Heimsmeistarinn Michael Schumacher hjá Ferrari hefur óskað Spánverjanum Fernando Alonso til hamingju með titil ökumanna, þrátt fyrir að enn séu nokkrar keppnir eftir af tímabilinu. 5.9.2005 00:01 Sundmaður féll á lyfjaprófi Ari Gunnarsson, 21 árs gamall sundmaður úr Ármanni, hefur verið úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi sem hann fór í þegar hann keppti í bikarkeppni Sundsambandsins í júlí. 5.9.2005 00:01 Þetta er ekki búið enn Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault segist alls ekki vera farinn að fagna meistaratitli ökumanna í Formúlu eitt, þó hann hafi 27 stiga forystu á næsta mann þegar aðeins 40 stig eru eftir í pottinum. 5.9.2005 00:01 Jónas æfur vegna slakrar dómgæslu Jónas Sigursteinsson, þjálfari Þór/KA/KS í knattspyrnu kvenna, var afar ósáttur með Marínó Þorsteinsson, dómara í úrslitaleiknum við Fylki í 1.deild kvenna, en honum lauk með 3-2 sigri Fylkis og vann Árbæjarliðið sér með því sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. 5.9.2005 00:01 Hættir við að kæra Guðjón Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur mun ekki kæra Guðjón Þórðarson fyrir samningsrof eins og talað var um að gera þegar Guðjón sagði starfi sínu lausu þrem dögum fyrir fyrsta leik í Landsbankadeildinni. 5.9.2005 00:01 Fjölnismenn komnir með nýjan kana Fjölnismenn eru búnir að ná sér í bandarískan leikmann fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildinni en sá heitir Jason Clark og spilaði með Virginia-háskólanum í 1. deild bandaríska háskólaboltans. 5.9.2005 00:01 Gylfi í banni gegn Búlgörum Gylfi Einarsson, leikmaður Leeds, verður ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Búlgörum í Sofíu á miðvikudag en hann fékk sitt annað gula spjald gegn Króötum á Laugardalsvelli og verður í leikbanni. Bjarni Ólafur Eiríksson úr Val var í gær valinn í stað Gylfa. 4.9.2005 00:01 Úkraínumenn á HM Fjölmargir aðrir leikir fóru fram í undankeppni heimsmeistaramótsins gær. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótins í Þýskalandi eftir jafntefli gegn Georgíumönnum 1-1 á útivelli. Úkraínumenn eru með 24 stig á toppnum í öðrum riðli en Tyrkir, sem gerðu jafntefli við Dani 2-2, í öðru sæti með 17. 4.9.2005 00:01 Bandaríkjamenn til Þýskalands Bandaríkjamenn tryggðu sæti sitt í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi á næsta ári þegar þeir lögðu Mexikóa 2-0 í Columbus í Ohio. Mexíkóar þurfa eitt stig úr þremur leikjum til að fylgja Bandaríkjamönnum, en þetta var fyrsta tap Mexíkós í undankeppninni. 4.9.2005 00:01 Tinna efst fyrir lokahring Tinna Jóhanssdóttir úr Keili var í efsta sæti að loknum fyrsta hring á lokamóti Toyota-mótaraðarinnar sem lýkur í dag en Ragnhildur Sigurðarsdóttir úr GR hafði þegar tryggt sér titilinn og sigur í stigakeppninni. Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari úr GKJ, er í efsta sæti í karlaflokki ásamt Hlyni Geir Hjartarsyni frá Selfossi, en Heiðar Davíð og Sigurpáll Geir Sveinsson berjast um sigurinn í karlaflokki á mótaröðinni. 4.9.2005 00:01 Margt jákvætt í okkar leik Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. 4.9.2005 00:01 Ólöf María á þremur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir er í 38.-43.sæti fyrir lokahringinn á Nykredit-mótinu í golfi í Danmörku, en hún var á parinu í gær og er samtals á þremur höggum yfir pari eftir þrjá hringi. 4.9.2005 00:01 Tiger gekk illa á öðrum degi Tiger Woods fór illa að ráði sínu á öðrum keppnisdegi á Deutsche Bank mótinu í Boston, en hann lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari, en Tiger sem lék á 73 höggum var í efsta sæti á mótinu að loknum fyrsta keppnisdegi. Hann er fjórum höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Jeff Brehaut og Olin Brown eru efstir á níu höggum undir pari. 4.9.2005 00:01 Göppingen lagði Hamborg Tveir leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Göppingen vann Hamborg 33-26. Jaliecky Garcia gat ekki leikið með Göppingen vegna meiðsla. Nýliðar Melsungen lögðu Fullingen á heimavelli 23-20. 4.9.2005 00:01 Stjarnan sigraði á Ragnarsmóti Stjarnan sigraði á Ragnarsmótinu í handknattleik sem fram fór á Selfossi um helgina þegar liðið lagði Fylki í úrslitaleik 33-22. 4.9.2005 00:01 Haukastúlkur mæta Salerno Kvennalið Hauka leikur í kvöld gegn Salerno frá Ítalíu í EFH-bikarnum í handknattleik, en leikur liðanna hefst klukkan átta að Ásvöllum. Þetta er í fyrsta skipti sem kvennalið Hauka tekur þátt í Evrópukeppni en aðgangur að leiknum í kvöld er ókeypis. 4.9.2005 00:01 Kvennalið FH á leið í 1. deild? Nú er hálfleikur í leikjunum í lokaumferð Landsbankadeldar kvenna í fótbolta en Íslandsmeistarabikarinn verður afhentur Breiðabliksstúlkum á Kópavogsvelli eftir leikinn gegn FH. Staðan þar er 3-0 fyrir Breiðablik þannig að flest bendir til þess að FH þurfi að leika umspil til þess að halda sæti sínu í deildinni. ÍA er þegar fallið í 1. deild. 4.9.2005 00:01 Línur að skýrast fyrir HM2006 Ný styttist í HM í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári og eru línur aðeins farnar að skýrast með hvaða þjóðir munu mætast á stærsta sviði knattspyrnunnar í heiminum. Gestgjfarnir eru sjálfkrafa með í keppninni og eru 13 aðrar þjóðir úr Evrópu sem komast í lokakeppnina þar sem alls 32 landslið komast að. 4.9.2005 00:01 Guðjón fagnar 8 daga hvíld Guðjón Þórðarson þjálfari Notts County segir í viðtali við BBC í dag að hann fagni mjög svo hvíldinni sem leikmenn hans fái í kringum landsleikjakrinuna. Notts County fær 8 daga hvíld eftir talsverða keyrslu í fyrstu umferðunum í ensku 2.deildinni þar sem liðið er efst. 4.9.2005 00:01 Blikastúlkur hampa titlinum Keppni í Landsbankadeild kvenna í fótbolta lauk í dag með með heilli umferð. FH þarf að leika aukaleiki um sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta ári, heima og heiman, við Þór/KA/KS sem hafnaði í 2. sæti í 1. deild. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu FH í lokaumferðinni í dag, 5-0 og fengu bikarinn afhentan á Kópavogselli nú síðdegis. 4.9.2005 00:01 Tap fyrir Hollendingum Ungmennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Hollendingum 1-0 í vináttulandsleik í Hollandi í gær. 3.9.2005 00:01 Leiknir og Stjarnan í 1. deild Leiknir og Stjarnan tryggðu sér í gær sæti í 1. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Leiknir vann Njarðvík 3-2 og trónir á toppnum í 2. deild með 37 stig og hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Stjarnan tryggði einnig sæti sitt í 1. deild með 5-0 sigri á Leiftri/ Dalvík. Stjarnan í öðru sæti deildarinnar með 33 stig. 3.9.2005 00:01 Öruggur sigur Lemgo Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í gær þegar Wilhelmshavener tók á móti Lemgo. Lemgo hafði yfirburði í leiknum og sigraði 34-25. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem lék í gær sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni skoraði eitt mark fyrir Lemgo. 3.9.2005 00:01 Fylkir og Stjarnan í úrslit Það verða Fylkir og Stjarnan sem leika til úrslita á Ragnarsmótinu í handknattleik sem fram fer á Selfossi. Stjarnan sigraði ÍBV í gær 29-23 og Selfoss og Fylkir gerðu jafntefli, 26-26. Fylkir vann sigur í B-riðli en Stjarnan varð í efsta sæti A-riðils. 3.9.2005 00:01 Barist á Korpúlfsstaðavelli Lokamótið á Toyota-mótaröðinni í golfi hófst í morgun við Korpúlfsstaði. Þar eru flestir bestu kylfingar landssins mættir til leiks. Heiðar Davíð Bragsson og Sigurpáll Geir Sveinsson, báðir úr GKJ, berjast um stigameistaratitilinn í karlaflokki en Ragnhildur Sigurðardóttir GR hefur þegar tryggt sér titilinn í kvennaflokki. Leiknar verða 36 holur, 18 í dag og 18 á morgun, sunnudag. 3.9.2005 00:01 Tiger efstur í Boston Tiger Woods hefur forytsu að loknum fyrsta keppnisdegi á Deutshe Bank meistaramótinu í golfi sem fram fer í Boston. Hann lék fyrsta hringinn á 65 höggum og er á sex höggum undir pari. Tiger hefur eins höggs forystu á Carlos Franco, Briny Baird, Steve Lowery og Billy Andrade. Vijay Singh, sem vann mótið í fyrra, hætti við þátttöku vegna bakmeiðsla. 3.9.2005 00:01 Ísland-Danmörk að hefjast Ísland og Danmörk mætast í Evrópukeppni landsliða í Keflavík nú kl. 14:00. Leikurinn er síðari leikur þjóðanna, en í fyrri leiknum í Árósum í fyrra voru það Danir sem sigruðu með 10 stiga mun. Ísland þarf því að vinna 11 stiga sigur í leiknum.. 3.9.2005 00:01 5000 miðar farnir á Króatíuleikinn Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta lauk í gærkvöldi og höfðu þá alls selst um 5.000 miðar á leikinn. Aðeins 7000 miðar eru í boði. Leikur Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í dag hefst kl. 18:05 og er miðasala nú opin við Laugardalsvöll. Byrjunarlið Íslands verður kynnt innan skamms 3.9.2005 00:01 Líklegt byrjunarlið Íslands Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu verður tilkynnt kl. 16:00 en leikurinn hefst kl. 18:05. Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði Íslands segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann sætti sig ekki við jafntefli gegn Króötum í dag og setji markið hátt. Vísir.is hefur teiknað upp líklegt byrjunarlið Íslands. 3.9.2005 00:01 Fram ræðir við Helga Sigurðsson Knattspyrnufélagið Fram í Landsbankadeildinni hefur sett sig í samband við Helga Sigurðsson hjá AGF Árósum í Danmörku og beðið hann að ganga til liðs við Safamýrarliðið fyrir næsta tímabil. Fleiri félög hafa sett sig í samband við Helga sem hefur verið í atvinnumennsku ytra nær samfellt í 11 ár. 3.9.2005 00:01 Ísland yfir gegn Dönum Ísland var 1 stigi yfir gegn Danmörku í Evrópukeppninni í körfubolta, 50-49 þegar tæpar 8 mínútur voru eftir að leik liðanna. Staðan var 48-47 fyrir Ísland að loknum 3. leikhluta en leikið er í Keflavík. Íslenska liðið þarf að vinna leikinn með 11 stiga mun eða meira til þess að eiga möguleika á að vinna riðilinn og komast í úrslitakeppnina um sæti í A-deildinni. 3.9.2005 00:01 17 stiga tap fyrir Dönum Danmörk sigraði Ísland, 77-60 í sveiflukenndum leik í Keflavík nú síðdegis í Evrópukeppni landsliða í körfubolta. Danir hafa þar með tryggt sér efsta sæti riðilsins en vonir Íslendinga um sæti í A-deild er nú úr sögunni. Ísland þurfti að vinna 11 stiga sigur í leiknum. 3.9.2005 00:01 Naumur sigur Englendinga á Wales Joe Cole leikmaður Chelsea tryggði Englendingum sigur á Wales, 0-1 í undankeppni HM 2006 í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom á 54. mínútu en leikurinn fór fram í Cardiff. Með sigrinum komst England á topp riðilsins með 19 stig, einu stigi ofar en Pólverjar sem eru í 2. sæti þegar bæði liðin eiga þrjá leiki eftir. 3.9.2005 00:01 Brynjar B. aftur í byrjunarliðið Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 18:05 í dag í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu frá síðasta leik sem var gegn S.Afríku. 3.9.2005 00:01 Ashley Cole í sögubækurnar? Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal. 3.9.2005 00:01 Ísland-Króatía BEINT Boltavakt Vísis er stödd á Laugardalsvelli þar sem Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Lesendur Vísis geta fylgst með beinni lýsingu frá leiknum á <a href="/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000204&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank">BOLTAVAKTINNI.</a> 3.9.2005 00:01 Undanúrslit hafin í 3. deild karla Fyrri viðureignir liðanna í undanúrslitum á Íslandsmótinu í 3. deild karla í fótbolta fóru fram í dag. Sindri Hornafirði og Leiknir Fáskrúðsfirði gerðu markalaust jafntefli á Sindravöllum og Grótta vann Reyni í 9 marka leik á Sandgerðisvelli, 4-5. 3.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mourinho er ósáttur Franski landsliðsmaðurinn Claude Makelele hjá Chelsea segir að Jose Mourinho sé ósáttur við leik liðsins í úrvalsdeildinni til þessa og segir liðið eiga langt í land með að ná því formi sem það var í undir lok síðustu leiktíðar. 5.9.2005 00:01
Spennan eykst á Deutshe Bank Gífurleg spenna er um sigurinn á Deutshe Bank mótinu í Bandarísku mótaröðinni í golfi. Fimm kylfingar eru efstir og jafnir á tíu höggum undir pari samtals eftir 54 holur. John Rollins, Jason Bohn,Billy Andrade, Olin Browne frá Bandaríkjunum og Carl Petterson frá Svíþjóð. 5.9.2005 00:01
Garcia Evrópumeistari Spánverjinn Sergio Garcia vann sigur á Evrópska meistaramótinu í golfi sem lauk í Sviss í gær. Sigur Spánverjans var naumur en hann lauk leik samtals á fjórtán höggum undir pari. 5.9.2005 00:01
Campbell nálgast fyrra form Varnarmaðurinn Sol Campell hjá Arsenal er nú í óðaönn að ná fyrra formi eftir erfið meiðsli og í kvöld spilar hann annan leikinn í röð með varaliði félagsins. Talið er að Arsene Wenger muni freistast til að velja hann í aðalliðið í framhaldinu, ef vel tekst til. 5.9.2005 00:01
Keppni hafin í þýska handboltanum Fyrsta umferðin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik fór fram um helgina. Magdeburg tapaði fyrir Wetzlar, 35-34, Róbert Sighvatsson skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar, Sigfús Sigurðsson skoraði eitt fyrir Magdeburg. 5.9.2005 00:01
Kerr og Keane rifust ekki Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir að hafa lent í rifrildi við Roy Keane eða nokkurn annan af leikmönnum írska liðsins, en í gær spurðist út að ólga væri innan írska hópsins. 5.9.2005 00:01
Stigameistarar Toyota Heiðar Davíð Bragason GKJ og Ragnhildur Sigurðardóttir GR eru stigameistarar Toyota mótaraðarinnar í golfi en sjötta og síðasta stigamót sumarsins lauk í gær á Korpúlfstaðavelli. 5.9.2005 00:01
Wenger fær peninga í janúar Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun njóta góðs af góðri afkomu Arsenal þegar leikmannakaupaglugginn opnast á ný í janúar ef marka má orð Keith Edelman, stjórnarmanns Arsenal. 5.9.2005 00:01
Óskar Alonso til hamingju Heimsmeistarinn Michael Schumacher hjá Ferrari hefur óskað Spánverjanum Fernando Alonso til hamingju með titil ökumanna, þrátt fyrir að enn séu nokkrar keppnir eftir af tímabilinu. 5.9.2005 00:01
Sundmaður féll á lyfjaprófi Ari Gunnarsson, 21 árs gamall sundmaður úr Ármanni, hefur verið úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi sem hann fór í þegar hann keppti í bikarkeppni Sundsambandsins í júlí. 5.9.2005 00:01
Þetta er ekki búið enn Spænski ökuþórinn Fernando Alonso hjá Renault segist alls ekki vera farinn að fagna meistaratitli ökumanna í Formúlu eitt, þó hann hafi 27 stiga forystu á næsta mann þegar aðeins 40 stig eru eftir í pottinum. 5.9.2005 00:01
Jónas æfur vegna slakrar dómgæslu Jónas Sigursteinsson, þjálfari Þór/KA/KS í knattspyrnu kvenna, var afar ósáttur með Marínó Þorsteinsson, dómara í úrslitaleiknum við Fylki í 1.deild kvenna, en honum lauk með 3-2 sigri Fylkis og vann Árbæjarliðið sér með því sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. 5.9.2005 00:01
Hættir við að kæra Guðjón Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur mun ekki kæra Guðjón Þórðarson fyrir samningsrof eins og talað var um að gera þegar Guðjón sagði starfi sínu lausu þrem dögum fyrir fyrsta leik í Landsbankadeildinni. 5.9.2005 00:01
Fjölnismenn komnir með nýjan kana Fjölnismenn eru búnir að ná sér í bandarískan leikmann fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeildinni en sá heitir Jason Clark og spilaði með Virginia-háskólanum í 1. deild bandaríska háskólaboltans. 5.9.2005 00:01
Gylfi í banni gegn Búlgörum Gylfi Einarsson, leikmaður Leeds, verður ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Búlgörum í Sofíu á miðvikudag en hann fékk sitt annað gula spjald gegn Króötum á Laugardalsvelli og verður í leikbanni. Bjarni Ólafur Eiríksson úr Val var í gær valinn í stað Gylfa. 4.9.2005 00:01
Úkraínumenn á HM Fjölmargir aðrir leikir fóru fram í undankeppni heimsmeistaramótsins gær. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótins í Þýskalandi eftir jafntefli gegn Georgíumönnum 1-1 á útivelli. Úkraínumenn eru með 24 stig á toppnum í öðrum riðli en Tyrkir, sem gerðu jafntefli við Dani 2-2, í öðru sæti með 17. 4.9.2005 00:01
Bandaríkjamenn til Þýskalands Bandaríkjamenn tryggðu sæti sitt í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi á næsta ári þegar þeir lögðu Mexikóa 2-0 í Columbus í Ohio. Mexíkóar þurfa eitt stig úr þremur leikjum til að fylgja Bandaríkjamönnum, en þetta var fyrsta tap Mexíkós í undankeppninni. 4.9.2005 00:01
Tinna efst fyrir lokahring Tinna Jóhanssdóttir úr Keili var í efsta sæti að loknum fyrsta hring á lokamóti Toyota-mótaraðarinnar sem lýkur í dag en Ragnhildur Sigurðarsdóttir úr GR hafði þegar tryggt sér titilinn og sigur í stigakeppninni. Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari úr GKJ, er í efsta sæti í karlaflokki ásamt Hlyni Geir Hjartarsyni frá Selfossi, en Heiðar Davíð og Sigurpáll Geir Sveinsson berjast um sigurinn í karlaflokki á mótaröðinni. 4.9.2005 00:01
Margt jákvætt í okkar leik Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. 4.9.2005 00:01
Ólöf María á þremur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir er í 38.-43.sæti fyrir lokahringinn á Nykredit-mótinu í golfi í Danmörku, en hún var á parinu í gær og er samtals á þremur höggum yfir pari eftir þrjá hringi. 4.9.2005 00:01
Tiger gekk illa á öðrum degi Tiger Woods fór illa að ráði sínu á öðrum keppnisdegi á Deutsche Bank mótinu í Boston, en hann lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari, en Tiger sem lék á 73 höggum var í efsta sæti á mótinu að loknum fyrsta keppnisdegi. Hann er fjórum höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Jeff Brehaut og Olin Brown eru efstir á níu höggum undir pari. 4.9.2005 00:01
Göppingen lagði Hamborg Tveir leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Göppingen vann Hamborg 33-26. Jaliecky Garcia gat ekki leikið með Göppingen vegna meiðsla. Nýliðar Melsungen lögðu Fullingen á heimavelli 23-20. 4.9.2005 00:01
Stjarnan sigraði á Ragnarsmóti Stjarnan sigraði á Ragnarsmótinu í handknattleik sem fram fór á Selfossi um helgina þegar liðið lagði Fylki í úrslitaleik 33-22. 4.9.2005 00:01
Haukastúlkur mæta Salerno Kvennalið Hauka leikur í kvöld gegn Salerno frá Ítalíu í EFH-bikarnum í handknattleik, en leikur liðanna hefst klukkan átta að Ásvöllum. Þetta er í fyrsta skipti sem kvennalið Hauka tekur þátt í Evrópukeppni en aðgangur að leiknum í kvöld er ókeypis. 4.9.2005 00:01
Kvennalið FH á leið í 1. deild? Nú er hálfleikur í leikjunum í lokaumferð Landsbankadeldar kvenna í fótbolta en Íslandsmeistarabikarinn verður afhentur Breiðabliksstúlkum á Kópavogsvelli eftir leikinn gegn FH. Staðan þar er 3-0 fyrir Breiðablik þannig að flest bendir til þess að FH þurfi að leika umspil til þess að halda sæti sínu í deildinni. ÍA er þegar fallið í 1. deild. 4.9.2005 00:01
Línur að skýrast fyrir HM2006 Ný styttist í HM í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári og eru línur aðeins farnar að skýrast með hvaða þjóðir munu mætast á stærsta sviði knattspyrnunnar í heiminum. Gestgjfarnir eru sjálfkrafa með í keppninni og eru 13 aðrar þjóðir úr Evrópu sem komast í lokakeppnina þar sem alls 32 landslið komast að. 4.9.2005 00:01
Guðjón fagnar 8 daga hvíld Guðjón Þórðarson þjálfari Notts County segir í viðtali við BBC í dag að hann fagni mjög svo hvíldinni sem leikmenn hans fái í kringum landsleikjakrinuna. Notts County fær 8 daga hvíld eftir talsverða keyrslu í fyrstu umferðunum í ensku 2.deildinni þar sem liðið er efst. 4.9.2005 00:01
Blikastúlkur hampa titlinum Keppni í Landsbankadeild kvenna í fótbolta lauk í dag með með heilli umferð. FH þarf að leika aukaleiki um sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta ári, heima og heiman, við Þór/KA/KS sem hafnaði í 2. sæti í 1. deild. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu FH í lokaumferðinni í dag, 5-0 og fengu bikarinn afhentan á Kópavogselli nú síðdegis. 4.9.2005 00:01
Tap fyrir Hollendingum Ungmennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Hollendingum 1-0 í vináttulandsleik í Hollandi í gær. 3.9.2005 00:01
Leiknir og Stjarnan í 1. deild Leiknir og Stjarnan tryggðu sér í gær sæti í 1. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Leiknir vann Njarðvík 3-2 og trónir á toppnum í 2. deild með 37 stig og hefur tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Stjarnan tryggði einnig sæti sitt í 1. deild með 5-0 sigri á Leiftri/ Dalvík. Stjarnan í öðru sæti deildarinnar með 33 stig. 3.9.2005 00:01
Öruggur sigur Lemgo Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í gær þegar Wilhelmshavener tók á móti Lemgo. Lemgo hafði yfirburði í leiknum og sigraði 34-25. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem lék í gær sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni skoraði eitt mark fyrir Lemgo. 3.9.2005 00:01
Fylkir og Stjarnan í úrslit Það verða Fylkir og Stjarnan sem leika til úrslita á Ragnarsmótinu í handknattleik sem fram fer á Selfossi. Stjarnan sigraði ÍBV í gær 29-23 og Selfoss og Fylkir gerðu jafntefli, 26-26. Fylkir vann sigur í B-riðli en Stjarnan varð í efsta sæti A-riðils. 3.9.2005 00:01
Barist á Korpúlfsstaðavelli Lokamótið á Toyota-mótaröðinni í golfi hófst í morgun við Korpúlfsstaði. Þar eru flestir bestu kylfingar landssins mættir til leiks. Heiðar Davíð Bragsson og Sigurpáll Geir Sveinsson, báðir úr GKJ, berjast um stigameistaratitilinn í karlaflokki en Ragnhildur Sigurðardóttir GR hefur þegar tryggt sér titilinn í kvennaflokki. Leiknar verða 36 holur, 18 í dag og 18 á morgun, sunnudag. 3.9.2005 00:01
Tiger efstur í Boston Tiger Woods hefur forytsu að loknum fyrsta keppnisdegi á Deutshe Bank meistaramótinu í golfi sem fram fer í Boston. Hann lék fyrsta hringinn á 65 höggum og er á sex höggum undir pari. Tiger hefur eins höggs forystu á Carlos Franco, Briny Baird, Steve Lowery og Billy Andrade. Vijay Singh, sem vann mótið í fyrra, hætti við þátttöku vegna bakmeiðsla. 3.9.2005 00:01
Ísland-Danmörk að hefjast Ísland og Danmörk mætast í Evrópukeppni landsliða í Keflavík nú kl. 14:00. Leikurinn er síðari leikur þjóðanna, en í fyrri leiknum í Árósum í fyrra voru það Danir sem sigruðu með 10 stiga mun. Ísland þarf því að vinna 11 stiga sigur í leiknum.. 3.9.2005 00:01
5000 miðar farnir á Króatíuleikinn Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta lauk í gærkvöldi og höfðu þá alls selst um 5.000 miðar á leikinn. Aðeins 7000 miðar eru í boði. Leikur Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í dag hefst kl. 18:05 og er miðasala nú opin við Laugardalsvöll. Byrjunarlið Íslands verður kynnt innan skamms 3.9.2005 00:01
Líklegt byrjunarlið Íslands Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu verður tilkynnt kl. 16:00 en leikurinn hefst kl. 18:05. Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði Íslands segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann sætti sig ekki við jafntefli gegn Króötum í dag og setji markið hátt. Vísir.is hefur teiknað upp líklegt byrjunarlið Íslands. 3.9.2005 00:01
Fram ræðir við Helga Sigurðsson Knattspyrnufélagið Fram í Landsbankadeildinni hefur sett sig í samband við Helga Sigurðsson hjá AGF Árósum í Danmörku og beðið hann að ganga til liðs við Safamýrarliðið fyrir næsta tímabil. Fleiri félög hafa sett sig í samband við Helga sem hefur verið í atvinnumennsku ytra nær samfellt í 11 ár. 3.9.2005 00:01
Ísland yfir gegn Dönum Ísland var 1 stigi yfir gegn Danmörku í Evrópukeppninni í körfubolta, 50-49 þegar tæpar 8 mínútur voru eftir að leik liðanna. Staðan var 48-47 fyrir Ísland að loknum 3. leikhluta en leikið er í Keflavík. Íslenska liðið þarf að vinna leikinn með 11 stiga mun eða meira til þess að eiga möguleika á að vinna riðilinn og komast í úrslitakeppnina um sæti í A-deildinni. 3.9.2005 00:01
17 stiga tap fyrir Dönum Danmörk sigraði Ísland, 77-60 í sveiflukenndum leik í Keflavík nú síðdegis í Evrópukeppni landsliða í körfubolta. Danir hafa þar með tryggt sér efsta sæti riðilsins en vonir Íslendinga um sæti í A-deild er nú úr sögunni. Ísland þurfti að vinna 11 stiga sigur í leiknum. 3.9.2005 00:01
Naumur sigur Englendinga á Wales Joe Cole leikmaður Chelsea tryggði Englendingum sigur á Wales, 0-1 í undankeppni HM 2006 í fótbolta í dag. Sigurmarkið kom á 54. mínútu en leikurinn fór fram í Cardiff. Með sigrinum komst England á topp riðilsins með 19 stig, einu stigi ofar en Pólverjar sem eru í 2. sæti þegar bæði liðin eiga þrjá leiki eftir. 3.9.2005 00:01
Brynjar B. aftur í byrjunarliðið Landsliðsþjálfararnir, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Króatíu, en liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 18:05 í dag í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Nokkrar breytingar eru á byrjunarliðinu frá síðasta leik sem var gegn S.Afríku. 3.9.2005 00:01
Ashley Cole í sögubækurnar? Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal. 3.9.2005 00:01
Ísland-Króatía BEINT Boltavakt Vísis er stödd á Laugardalsvelli þar sem Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Lesendur Vísis geta fylgst með beinni lýsingu frá leiknum á <a href="/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000204&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank">BOLTAVAKTINNI.</a> 3.9.2005 00:01
Undanúrslit hafin í 3. deild karla Fyrri viðureignir liðanna í undanúrslitum á Íslandsmótinu í 3. deild karla í fótbolta fóru fram í dag. Sindri Hornafirði og Leiknir Fáskrúðsfirði gerðu markalaust jafntefli á Sindravöllum og Grótta vann Reyni í 9 marka leik á Sandgerðisvelli, 4-5. 3.9.2005 00:01