Sport

Úkraínumenn á HM

Fjölmargir aðrir leikir fóru fram í undankeppni heimsmeistaramótsins gær. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótins í Þýskalandi eftir jafntefli gegn Georgíumönnum 1-1 á útivelli. Úkraínumenn eru með 24 stig á toppnum í öðrum riðli en Tyrkir, sem gerðu jafntefli við Dani 2-2, í öðru sæti með 17. Grikkir eru í þriðja sæti með 15 stig og Danir í því fjórða með 13 og eiga veika von um að komast áfram. Pólverjar eru á toppnum í sjötta riðli með 21 stig eftir 3-2 sigur á Austurríki. Englendingar, sem sigruðu Walesverja 1-0, eru í öðru sæti með 19 stig. Af öðrum úrslitum má nefna að Hollendingar lögðu Armena á útivelli 1-0, Frakkar sigruðu Færeyinga 3-0, Rúmenar lögðu Tékka 2- 0, Skotar og Ítalir gerðu jafntefli 1-1, Noregur vann Slóveníu 3-2 og Sviss og Ísrael gerðu jafntefli 1-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×