Fleiri fréttir

Danir heimsmeistarar ungmenna

Danir tryggðu sér í gær heimsmeistaratitilinn í handknattleik karla 21 árs og yngri, en Danir sigruðu Serba og Svartfellinga í úrslitum 40-25. Ungverjar urðu í þriðja sæti, en þeir lögðu Þjóðverja 28-27 í leik um bronsið.

Collina hættur að dæma

Ítalski dómarinn Pierluigi Collina er hættur að dæma, það tilkynnti hann forráðamönnum ítalska knattspyrnusambandsins í dag. Hann hafði nýverið gert auglýsingasamning við bílaframleiðandann Opel sem einnig styrkir A.C. Milan en samningurinn var afar illa séður af ítölsku knattspyrnuforustunni og aðdáendum annara liða en A.C Milan.

Landsliðshópur Íslands

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu hafa valið landsliðshópinn sem mætir Króötum og Búlgaríu í næstu viku í undankeppni HM. Ekkert pláss er fyrir þá Bjarna Ólaf Eiríksson leikmann Vals og Harald Frey Guðmumndsson leikmann Álasunds.

Borgvardt til Viking

Daninn Allan Borgvardt, leikmaður íslandsmeistara FH í fótbolta er á leið til Noregs til úrvalsdeildaliðsins Viking frá Stavanger. Borgvartd gerir stuttan samning við Viking eða út leiktímabilið í Noregi, sem lýkur í nóvember. Borgvardt er markahæsti leikmaður Íslandsmótsins ásamt Tryggva Guðmundssyni samherja sínum hjá FH.

Kuyt fer hvergi

Dirk Kuyt, framherjinn knái hjá Feyenoord, hefur ákveðið að vera um kyrrt hjá félaginu þrátt fyrir mikinn áhuga ýmissa knattspyrnufélaga á honum. Kuyt lék frábærlega með Feyenoord í fyrra og var talið líklegt að hann myndi fara til einhvers stórliðs í Evrópu en á endanum ákvað Kuyt að vera áfram í Hollandi.

Fellur Þróttur í kvöld?BOLTAVAKTIN

Valur og ÍBV mætast í kvöld í Landsbankadeild karla á Hlíðarenda heimavelli Vals. Takist Eyjamönnum að fá stig úr leiknum er það ljóst að Þróttur er fallið í 1. deild. ÍBV vann fyrri leikinn í Eyjum 1-0. Takist Val að fá stig úr leiknum er annað sætið nánast gulltryggt því liðið er með afar góða markatölu.

Tudor ekki til Bolton?

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, hefur að undanförnu unnið að því að öturlega að fá króatíska landsliðsmanninn Igor Tudor til liðs við sig en hann gerði garðinn frægan hjá Juventus á árum áður. Allardyce óttast að hann muni ekki fá Tudor þar sem hann hefur ekki gengið frá samningi ennþá.

U21 hópurinn í knattspyrnu

Þrír nýliðar eru í U21 landsliðshópi Eyjólfs Sverrissonar fyrir leikina gegn Króatíu og Búlgaríu í undankeppni EM, þeir Ingvar Þór Kale, Andri Júlíusson og Andri Ólafsson. Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson, sem skorað hefur 6 af 7 mörkum Íslands í keppninni hingað til, er meiddur og getur ekki leikið.

Guðjón eykur forskotið

Guðjón Þórðarsonar og lærisveinar hans í Notts County náðu í dag þriggja stiga forskoti í ensku 2. deildinni í knattspyrnu þegar þeir báru sigurorð af Mansfield, 3:2, á útivelli en Notts County skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútum leiksins. Notts County hefur 14 stig eftir sex umferðir en Darlington kemur næst með 11 stig.

Jafnt á Hlíðarenda-Þróttur fallinn

Þróttarar eru fallnir í fyrstu.deild karla í fótbolta eftir að Valsmenn og Eyjamenn gerðu jafntefli 1-1 í Landsbankadeild karla á Hlíðarenda í kvöld. Baldur Aðalsteinsson kom Valsmönnum yfir á 12.mínútu en Bjarni Geir Viðarsson jafaði fyrir Eyjamenn á 39.mínútu. Með jafnteflinu tryggðu Valsmenn sér nánast annað sætið og Evrópusæti á næstu leiktíð.

Stoke sigruðu Norwich 3-1

Fjöldi leikja fór fram í dag í ensku Championship deildinni í knattspyrnu. Hæst ber 3-1 sigur Stoke City á Norwich og 4-0 útisigur Preston á Ipswich. Sjá úrslit úr Championship deildinni.

Allan er alltaf velkominn til FH

Framherjinn Allan Borgvardt, sem verið hefur einn besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í sumar, fór til Noregs í gær og hefur undirritað samning við norska liðið Viking um að leika með því fram á vetur.

Tileinkaði Robson markið

Ruud van Nistelrooy, framherji Manchester United tileinkaði Bobby Robson, fyrrum knattspyrnustjóra hjá PSV Eindhoven og Newcastle markið sem hann skoraði gegn Newcastle í gær í 2-0 sigri rauðu djöflanna. " Ég hitti Robson á hóteli skömmu fyrir leikinn og lofaði honum að ég myndi gera mark fyrir hann."

Kuznetsova úr leik

Rússneska tennisstjarnan Svetlana Kuznetsova er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis en hún er núverandi meistari. Það var landa hennar, Ekaterina Bychkova sem sigraði hana 6-3 og 6-2 en Bychkova er í 96. sæti heimslistans.

Kvennalandsliðið gegn Svíum í dag

Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur gegn Svíum í dag í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið árið 2007. Sænska liðið er eitt það sterkasta í heiminum og ljóst er að leikurinn verður gríðarlega erfiður fyrir íslenska liðið enda eru Svíar á heimavelli.

Spænski boltinn í gær

Spánarmeistarar Barcelona náðu aðeins markalausu jafntefli á útivelli gegn Alaves í opnunarleik deildarinnar í gærkvöld. Valencia lagði Real Betis að velli 1-0, með marki Pablos Aimar.

Ítalski boltinn í gær

Livorno bar sigurorð af Leece 2-1 í fyrsta leik ítölsku deildarinnar í gær og Fiorentina vann sigur á Sampdoria 2-1. Ítalíumeistarar Juventus hefja titilvörnina á heimavelli gegn Chievo í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18.30.

Þrenn verðlaun á NM í frjálsum

Íslendingar unnu til þrennra verðlauna á Norðurlandamóti unglinga í frjálsum íþróttum í Noregi í gær. Þorsteinn Ingvarsson HSÞ vann sigur í langstökki, stökk 7,11 metra. Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH var í 2.sæti í kringlukasti með 45,22 metra.

Þór lagði Fjölni

Sextándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu lauk í gær með þremur leikjum. Þór Akureyri vann Fjölni, 3-1, Víkingur Ólafsvík lagði Völsung að velli 1-0 og KS og Haukar gerðu 1-1 jafntefli. KS og Völsungur eru í fallsætum með 13 stig en Fjölnir og HK koma næst með 16 stig og Haukar eru með 17 stig í sjötta sæti.

Landsbankadeildin laugardag

Sextánda umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst í dag með þremur leikjum. Grindavík tekur á móti Fram en suðurnesjamenn eru með 12 stig í 9.sæti en Fram er með 17 stig í sjöunda sæti. Leikurinn verður beint á Sýn klukkan 16.

Rose enn með forystu

Englendingurinn Justin Rose er enn með forystuna á Buick meistaramótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Forysta Rose er aðeins eitt högg en var fjögur eftir tvo hringi. Bandararíkjamaðurinn Ben Curtis er í öðru sæti ellefu undir pari en mótinu lýkur í kvöld.

Eiður Smári á bekknum allan tímann

Sjö leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea vann Tottenham 0-2. Eiður Smári var á bekknum allan tímann. Aston Villa vann Blackburn 1-0, Fulham 1 Everton 0, Man. City 2 Portsmouth 1, West Ham 1 Bolton 2, Wigan 1 Sunderland 0 og WBA 2 Birmingham 3. Chelsea er með 12 stig á toppnum, Man. City er í öðru sæti með 10 stig.

Liðið sem mætir Svíum

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Svíum í undankeppni HM í Karlskoga í Svíþjóð í dag klukkan 15:00.

Þrír leikir í dag - Boltavakt

Þrír leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild karla í kvöld. Í Grindavík er fallslagur heimamanna og Framara og hefst leikurinn klukkan 16. Sigri Fram er liðin sloppið við fall. Á Akranesi taka Skagamenn á móti Íslandsmeisturum FH og hefst leikurinn klukkan 18. Og að lokum mætast Þróttarar og KR-ingar á Laugardalsvelli klukkan 19:15.

Fullt hús hjá Charlton

Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar hefur unnið alla þrjá leiki sína í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag sigraði liðið Middlesbrough 3-0 á útivelli. Mörkin gerðu þeir Dennis Rommendahl, Chris Perry og Darren Bent. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í hjarta Charlton varnarinnar.

Jafnt gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli, 2-2,  gegn Svíum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Svíþjóð.

Ruud og Rooney afgreiddu Newcastle

Wayne Rooney og Ruud van Nistelrooy gerðu mörk Manchester United sem sigraði Newcastle í dag 2-0 í ensku úrvalsdeildinni.Þetta var þriðji sigur United í jafn mörgum leikjum í deildinni. Newcastle eru hins vegar í vondum málum með aðeins eitt stig eftir fjóra leiki.

Mikilvægur sigur Grindvíkinga

Grindavík sigraði Fram í dag suður með sjó 3-1 í Landsbankadeild karla. Óli Stefán Flóventsson og Óskar Örn Hauksson komu Grindvíkingum í 2-0 fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks minnkaði Hans Matthiesen muninn fyrir Framara úr víti en Paul McShane tryggði sigur Grindvíkinga 3-1 tíu mínútum fyrir leikslok.

Jafnt í hálfleik

Staðan er jöfn í hálfleik hjá ÍA og FH 1-1 í Landsbankadeild karla. FH sem hefur unnið alla 15 leiki sína í deildinni í sumar lenntu undir í fyrsta skipti á leiktíðinni þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom heimamönnum yfir á 34. mínútu en Atli Viðar Björnsson jafnaði fyrir Íslandsmeistarana fimm mínútum síðar.

Svakalegt byrjunarlið Real Madrid

Fyrsti leikur Real Madrid hófst núna klukkan 19 í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið er að leika við Cadiz á útivelli. Ronaldo er búinn að koma Real yfir strax á 4. mínútu en byrjunjarlið Madridarliðsins er all svakalegt.

FH tapaði

Skagamenn sigruðu Íslandsmeistara FH 2-1 á Skipaskaga í kvöld í Landsbankadeild karla. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði bæði mörk Akurnesinga en mark FH gerði Atli Viðar Björnsson. Þetta var fyrst tap FH í sumar en fyrir leikinn hafði liðið unnið 15 fyrstu leiki deildarinnar.

David James sparkað

Sven Göran Erikson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu valdi markvörðinn David James ekki í landsliðshóp sinn sem mætir Wales og Norður-Írlandi í næstu viku. James lék illa með Englendingum þegar liðið tapaði fyrir Dönum 4-1 í Kaupmannahöfn.

Raúl tryggði Real sigur

Gulldrengurinn Raúl gerði sigurmark Real Madrid gegn Cadiz í fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sigraði nýliðana 2-1 á útivelli. Ronaldo skorði fyrra mark Real en Pavoni jafnaði fyrir Cadiz í byrjun síðari hálfleiks. Raúl gerði svo sigurmark Real fimm mínútum fyrir leikslok.

Þróttarar nánast fallnir

Þróttur er í vondum í Landsbankadeild karla eftir að liðið tapaði fyrir KR í kvöld 1-0 á Laugardalsvelli. Mark KR gerði Króatinn Dalibor Pauletic á 50. mínútu. Þróttur er sem fyrr í neðsta sæti með 10 stig og fátt virðist geta bjargað þeim frá falli. KR hins vegar vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð og eru komnir í fjórða sætið.

Frábær úrslit hjá stelpunum

Íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við sterkt lið Svíþjóðar á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð. Hanna Ljungberg koma sænska liðinu yfir á 34.mínútu en Ásthildur Helgadóttir jafnaði fyrir Ísland á 49.mínútu með góðum skalla að stuttu færi.

Í hópi þeirra efnilegustu í Evrópu

Þorsteinn Ingvarsson, efnilegur frjálsíþróttamaður úr Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, vann um helgina keppni í langstökki á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Kristiansand í Noregi. Sigurstökk Þorsteins var upp á 7,11 metra en hann á best 7,38, en því náði hann í fyrra aðeins sextán ára gamall.

Liverpool náði ofurbikarinn

Liverpool tryggði sér ofurbikar Evrópu, Super Cup, í þriðja skipti eftir sigur á CSKA Moskvu, 3-1, í Mónakó í gærkvöldi í árlegur leik meistara Evrópumótanna í knattspyrnu. Rússarnir komust yfir í fyrri hálfleik með marki Daniels Carvalho.

Þórey Eddda í sjöunda sæti

Þórey Edda Elísdóttir lenti í sjöunda sæti á gullmóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í Brussel í gærkvöldi. Hún stökk 4,33. Heimsmethafinn Jelena Isinbajeva sigraði stökk 4 metra og 93 sentimetra og var nokkuð frá heimsmeti sínu. Kenensia Bekele frá Eþiópíu bætti eigið heimsmet í 10.000 metra hlaupi um tæpar þrjár sekúndur. Hann hljóp á á 26 mínútum, 17.53 sekúndum.

Ólöf María í 92-95 sæti

Ólöf María Jónsdóttir er sem stendur í 92 til 95 sæti á finnska meistaramótinu í golfi í kvennamótaröð Evrópu. Hún lauk öðrum hring sínum rétt áðan á sex yfir pari á 77 höggum en fresta varð leik í gær vegna veðurs.

Enska fyrsta deildin í gærkvöldi

QPR og Sheffield Wednesday gerðu markalaust jafntefli í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Reading lið Brynjars Björns Gunnarssonar og Ívars Ingimarssonar mætir Watford á útivelli í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn klukkan 16.05 en Reading er í efsta sæti deildarinnar með níu stig en Watford í fimmta með sjö stig.

Donald og Rumford efstir

Englendingurinn Luke Donald og Ástralinn Brett Rumford voru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 36 holur á sterku móti í Munchen í Þýskalandi í Evrópumótaröð kylfinga. Svíinn Niclas Fasth er sem stendur með forystuna á 13 undir eftir að hafa leikið á 64 höggum í dag.

Rose með forystu á Buick mótinu

Justin Rose frá Englandi er með fjögurra högga forystu á Buick meistaramótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Rose er tólf undir pari eftir 36 holur. Bandaríkjamennir Kevin Sutherland og Ben Curtis eru jafnir í öðru sæti. Rose lék á 63 höggum í gær en þessi 25 ára Englendingur hefur ekki unnið á mótaröðinni Bandarísku.

Suðurnesjatröllið

Nú stendur yfir keppni í Suðurnesjatröllinu en þetta er síðasta mót sumarsins í keppninni um sterkasta mann Íslands. Kraftajötnarnir byrja í dag kl 13:30 við Vitann í Garði og þar verður keppt í Drumbalyftu og Hleðslu síðan fara kapparnir til Grindavíkur klukkan fjögur og keppa í lóðkasti yfir rá og helluburði.

Eiður á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen, er á varamannabekk Chelsea sem leikur við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Einum leik er lokið, Birmingham sigraði WBA 3-2. Emile Heskey gerði tvö mörk fyrir Birmingham.

Ísland í 9. sæti

Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri tryggði sér 9. sætið á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun með því að bera sigurorð af Ísraelsmönnum, 35-32. Í hálfleik var staðan 18-17 fyrir Íslendinga.

Sjá næstu 50 fréttir