Sport

Fjórði besti tími sögunnar

Fyrsta gullmótið í frjálsum íþróttum fór fram í París í gær. Kenenisa Bekele frá Eþíópíu náði fjórða besta tíma sögunnar og bestia tíma ársins í 5.000 metra hlaupi þegar hann kom langfyrstur í mark á tímanum 12 mínútur 40,18 sekúndur. Frakkinn Ladji Doucoure stal senunni í 110 metra grindarhlaupi og kom fyrstur í mark á 13,01 sekúndu og skaut Ólympíumeistaranum Liu Xiang frá Kína og fyrrverandi heimsmeistara, Allen Johnson, ref fyrir rass. Þetta var fyrsta gullmót tímabilsins en alls verða þau sex.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×