Fleiri fréttir Everton á eftir Bellamy Úrvalsdeildarilið Everton virðist vera líklegasta liðið til að landa vandræðagemsanum Craig Bellamy frá Newcastle, eftir að útséð virðist með það að Celtic í Skotlandi hafi efni á honum. 20.6.2005 00:01 McClaren semur við Boro Knattspyrnustjóri Middlesbrough, Steve McClaren hefur handsalað nýjan fjögurra ára samning við Steve Gibson, stjórnarformann liðsins. 20.6.2005 00:01 Íslendingar í 4. styrkleikaflokki Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er í 4. styrkleikaflokki en dregið verður í riðla Evrópukeppninnar í Luzern í Sviss á laugardag. Íslendingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni um helgina með sigri á Hvít-Rússum með 12 marka mun samtals. Norðmenn, Úkraínumenn og Slóvakar eru í sama styrkleikaflokki og Íslendingar geta því ekki lent á móti þessum liðum. 20.6.2005 00:01 Campbell sigraði á Opna bandaríska Nýsjálendingurinn Michael Campbell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í Pinehurst í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Fyrir lokahringinn var Campbell fjórum höggum á eftir Suður-Afríkumanninum Retief Goosen sem átti titil að verja. Goosen fór illa að ráði sínu og lék holurnar 18 í gær á 11 höggum yfir pari og varð í 11.-14.. sæti. 20.6.2005 00:01 Essien verður dýr Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon segja að Chelsea verði að kafa enn dýpra í budduna ef þeir ætli sér að landa hinum eftirsótta Michael Essien, en segjast jafnframt vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í miðjumanninn unga. 20.6.2005 00:01 Mexíkóar lögðu Brasilíumenn Mexíkóar sigruðu Brasilíumenn 1-0 í Álfukeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi í gærkvöldi. Jared Borghetti skoraði markið hálftíma fyrir leikslok. Með sigrinum tryggði Mexikó sér sæti í undanúrslitum en Brasilíumenn og Japanar mætast á miðvikudag í leik sem sker úr um það hvort liðanna fylgir Mexikóum í undanúrslitin. Japanar unnu Evrópumeistara Grikkja 1-0 í gær. 20.6.2005 00:01 Fylkir og ÍBV í vandræðum í bikar Fylkir og ÍBV lentu í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Fylkir sigraði KS 4-2 í framlengdum leik. Björgólfur Takefusa skoraði tvö marka Fylkis úr vítaspyrnum. Í Ólafsfirði tryggði Orri Rúnarsson Leiftri/Dalvík framlengingu þegar hann skoraði á síðustu mínútu leiksins. Bjarni Hólm Aðalsteinsson skoraði sigurmark ÍBV í framlengingu. 20.6.2005 00:01 Safnaði fé fyrir Watford Tónlistarmaðurinn Sir Elton John safnaði 1,3 milljónum sterlingspunda, eða 155 milljónum íslenskra króna, fyrir fótboltaliðið Watford. Sir Elton, sem er gallharður stuðningsmaður félagsins, hélt tónleika á laugardag og 23 þúsund áhorfendur mættu. Popparinn segir að upphæðina eigi Watford að nota til þess að kaupa leikmenn. 20.6.2005 00:01 Bætti heimsmetið í 100 m hlaupi Heimsmetið í 100 metra hlaupi var í gær bætt um tæpar 2 sekúndur. Asafa Powell, sem nýlega bætti metið, þarf ekki að sjá á eftir sínu meti því Japaninn Kozo Haraguchi bætti metið í flokki 95-99 ára. Haraguchi er 95 ára og hann hljóp vegalengdina á 22,04 sekúndum og bætti sex ára gamalt met sem Erwin nokkur Jaskulski frá Hawai átti, um tæpar 2 sekúndur. 20.6.2005 00:01 Stoddart ræðst að Max Mosley Paul Stoddart, stjóri Minardi-liðsins í formúlu eitt, hefur látið hörð orð falla í garð Max Mosley, yfirmanns formúlunnar og segir að farsinn í Bandaríkjunum um helgina hafi verið algjörlega óþarfur. 20.6.2005 00:01 Kroldrup á leið til Everton Everton er sagt vera komið langt á veg með að tryggja sér danska varnarmanninn Per Kroldrup á fimm milljónir punda frá ítalska liðinu Udinese. 20.6.2005 00:01 Bowyer ekki óvinsæll í Birmingham Nú hefur komið á daginn að stuðningsmenn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eru ekki eins mikið á móti því að Lee Bowyer gangi til liðs við félagið og leit út fyrir í fyrstu. 20.6.2005 00:01 Spurs íhuga nýtt tilboð í Johnson Áhugi Tottenham Hotspur á enska landsliðsmanninum Andy Johnson hefur nú vaknað að nýju, eftir að kappinn gaf það út opinberlega að hann vildi komast frá liði sínu Crystal Palace og í úrvalsdeildina, til að eiga betra tækifæri á að verða í enska hópnum fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári. 20.6.2005 00:01 Mátti ekki spila gegn KR "Það var ansi svekkjandi að fá ekki að spila þennan leik," sagði Vigfús Arnar Jósepsson, sem leikur lykilhlutverk með liði Leiknis R. sem situr á toppnum í 2. deildinni. Leiknir tók á móti KR í bikarnum á sunnudag en KR-ingar vildu ekki að Vigfús léki þann leik þar sem hann er samningsbundinn félaginu en er á lánssamningi hjá Leikni. 20.6.2005 00:01 Léttir að hafa brotið ísinn "Það er enginn smá léttir að vera búinn að brjóta ísinn." sagði Grétar Ólafur Hjartarson, sóknarmaður KR, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Grétar hefur farið rólega af stað með KR-ingum það sem af er sumri og náði ekki að skora í sex fyrstu leikjum liðsins í Landsbankadeildinni. Hann náði þó loksins að setja mark á sunnudagskvöld þegar KR skellti Leikni 6-0 í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. 20.6.2005 00:01 Auðun bestur í umferðum 1 til 6 Það er óhætt að segja að Auðun Helgason hafi stimplað sig inn í íslenska knattspyrnu með stæl í sumar. Hann gekk til liðs við FH fyrir tímabilið eftir farsælan atvinnumannaferil sem hófst árið 1997 er hann gekk í raðir svissneska liðsins Neuchatel. Auðun staldraði stutt við hjá félaginu því næsta vetur var hann kominn í raðir norska félagsins Viking, sem hann lék með til ársins 2000. Þá gekk Auðun í raðir belgíska félagins Lokeren en árið 2003 fór hann til sænska félagsins Landskrona og eftir tveggja ára dvöl hjá sænska félaginu lá leiðin heim til FH á ný. 20.6.2005 00:01 Óvænt úrslit í VISA-bikarnum 1. deildarlið Hauka gerði sér lítið fyrir og sló Landsbankadeildarlið Þróttar úr leik í VISA-bikarnum í knattspyrnu eftir vítaspyrnukeppni. Keflavík komst einnig í hann krappann gegn Fjölni í Grafarvogi en slapp með skrekkinn. 20.6.2005 00:01 KR hrætt við Leikni? Svo virðist sem stórveldið KR óttist 2. deildarlið Leiknis nokkuð mikið því þeir hafa farið fram á að lánsmaður félagsins, Vigfús Arnar Jósepsson, spili ekki með Leikni gegn KR í VISA-bikarnum í kvöld. 19.6.2005 00:01 Slæm staða í Eistlandi Íslenska karlalandsliðið í frjálsum íþróttum er í 7. og næstneðsta sæti í 2. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum í Tallin í Eistlandi eftir fyrri keppnisdaginn. Danir hafa forystu, eru með 59 stig, en Íslendingar hafa 30 stig og eru 16 stigum á eftir Lettum og Ísraelsmönnum sem eru jafnir í 5. sæti. 19.6.2005 00:01 Birgir Leifur í 34.-40. sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í 34.-40. sæti á St. Omer mótinu í golfi í Frakklandi. Birgir er búinn að spila sjö holur í morgun. Hann fékk skolla á annarri holu og nú áðan fór hann sjöundu holuna á þremur yfir pari og er því samtals á tveimur höggum yfir pari. Rétt fyrir hádegi voru sjö kylfingar jafnir í fyrsta sætinu á fjórum undir pari. 19.6.2005 00:01 Goosen með þriggja högga forystu Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen hefur þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Goosen er á þremur höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru jafnir í öðru sæti. Báðir hafa leikið holurnar 54 á pari. 19.6.2005 00:01 Tarver sigraði Johnson Bandaríkjamaðurinn Antonio Tarver sigraði Jamaíkumanninn Glen Johnson um heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt hjá IBO-hnefaleikasambandinu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir voru sammála um að Tarver hefði verið sterkari í bardaganum. 19.6.2005 00:01 Parma áfram í úrvalsdeildinni Parma hélt sæti sínu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á kostnað Bologna. Parma vann seinni einvígisleikinn við Bologna, 2-0, í gær. Í leikslok þurfti lögreglan að beita táragasi eftir að stuðningsmenn Bologna ruddust inn á völlinn. 19.6.2005 00:01 Arnar skoraði fyrir Lokeren Belgíska liðið Lokeren sigraði Trans frá Eistlandi með tveimur mörkum gegn engu í Intertotokeppninni í knattspyrnu í gær. Arnar Grétarsson skoraði annað mark Lokeren. Skagamenn mæta finnska liðinu Inter Turku í þessari sömu keppni í dag. 19.6.2005 00:01 ÍBV burstaði Keflavík ÍBV sigraði Keflavík 5-1 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. ÍBV er í 4. sæti með sex stig en Keflavík í 7. sæti með þrjú stig. 19.6.2005 00:01 Frábær árangur hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson er sem stendur í 3.-5. sæti á St. Omer mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann hefur leikið frábærlega í morgun og er fjórum höggum undir pari eftir tíu holur. 18.6.2005 00:01 Dottinn niður í 12.-16. sæti Birgir Leifur Hafþórsson er dottinn niður í 12.-16. sæti á St.Omer mótinu í Frakklandi í áskorendamótaröð Evrópu. Hann er samtals á tveimur undir pari en hann fékk skolla á ellefu og tólftu. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum. 18.6.2005 00:01 Þrír jafnir í efsta sæti Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen og Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru efstir og jafnir á tveimur höggum undir pari samtals eftir tvo keppnisdaga á Opna bandaríska mótinu í golfi, öðru risamóti ársins. 18.6.2005 00:01 Birgir Leifur í 14.-17. sæti Bigir Leifur er núna samtals á einu undir pari á St.Omer mótinu í Frakklandi. Hann fékk skolla á sextándu holu og er í 14.-17.sæti þegar hann á eina eftir í dag. 18.6.2005 00:01 Heiðar hafnaði tilboði Watford Enskir fjölmiðlar greina frá því að landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Watford hafi hafnað tilboði um nýjan samning við félagið. Adrian Boothroyd, stjóri liðsins, býst við að Heiðar fari frá félaginu ef rétt verð fæst fyrir hann. 18.6.2005 00:01 Leika við Hvít-Rússa í dag Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir liði Hvít-Rússa í dag í síðari leik liðanna um þátttökurétt í lokakeppni Evrópumóts landsliða í Sviss á næsta ári. Strákarnir unnu fyrri leikinn með níu marka mun, 33-24. 18.6.2005 00:01 Þórey Edda keppir ekki Þórey Edda Elísdóttir stangvastökkvari, sem átti að keppa í Evrópubikarkeppninni í Tallinn í Eistlandi um helgina með íslenska landsliðinu í frjálsum íþróttum, mun ekki keppa eins og til stóð. Vegabréf hennar gleymdist í Tékklandi og barst ekki í tæka tíð. 18.6.2005 00:01 Ísland með eins mark forskot Íslenska handboltalandsliðið er með eins marks forskot, 18-17, í hálfleik á seinni úrslitaleik sínum við Hvít Rússa um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar 2006. Einar Hólmgeirsson er markhæstur með 4 mörk úr 5 skotum. 18.6.2005 00:01 Þremur höggum á eftir efstu mönnum Birgir Leifur Hafþórsson endaði þriðja hring sinn með fugli á St.Omer mótinu í Frakklandi í dag. Hann lék samtals á 69 höggum og var tveimur höggum undir pari vallarins og er samtals á 211 höggum, tveimur undir pari. Hann er í 10.-14. sæti og er aðeins þremur höggum á eftir efstu mönnum mótsins, Carl Sunesen frá Svíþjóð og James Heath. 18.6.2005 00:01 Komnir inn á EM í Svíss 2006 Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér áðan sæti á Evrópumótinu í Sviss sem fram fer eftir áramót. Ísland vann þriggja marka sigur, 31-34, á Hvít Rússum í seinni leik liðanna sem fram fór í Minsk. Íslensku strákarnir unnu þar með samanlagt með tólf marka mun eftir 33-24 sigur í fyrri leiknum í Kaplakrika. Einar Hólmgeirsson var markahæstur í dag með 7 mörk. 18.6.2005 00:01 ÍA spilar í Finnlandi í dag Skagamenn leika í dag fyrri leik sinn gegn finnska liðinu Inter Turku í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 16 en leikið er í Finnlandi. 18.6.2005 00:01 Birgir Leifur í 11. sæti Birgir Leifur Hafþórsson er jafn í 11. sæti ásamt Walesbúanum Kyron Sullivan á 2 höggum undur pari fyrir lokahringinn á St.Omer golfmótinu í Frakklandi. Allir kylfingar hafa nú lokið leik í dag og því ljóst að Birgir er í seilingafjarlægð við efsta sætið fyrir lokahringinn. 18.6.2005 00:01 Þjóðverjar og Túnismenn kljást Tveir leikir eru í Álfukeppninni í knattspyrnu í dag. Gestgjafar Þýskalands og Afríkumeistarar Túnis eigast við í A-riðli. Þjóðverjar unnu Ástrali, 4-3, en Túnisar töpuðu fyrir Argentínu, 2-1. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Ástralía og Argentína eigast við klukkan 18.45 og verður leikurinn beint á Sýn 2. 18.6.2005 00:01 Pires til Valencia? Robert Pires, miðvallarleikmaður Arsenal, gæti verið á förum frá félaginu til spænska liðsins Valencia fyrir þrjár milljónir punda. 18.6.2005 00:01 ÍA hópurinn sem fór til Finnlands Skagamenn héldu til Finnlands í gær þar sem liðið mætir Inter Turku í 1. umferð Inter-toto keppninnar í knattspyrnuá morgun sunnudag. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá síðari verður á Akranesi viku síðar. Töluverð meiðsli hrjá Skagaliðið þessa dagana. 18.6.2005 00:01 ÍBV fór létt með Keflavík ÍBV vann stórsigur á Keflavík, 1-5 í Lansbankadeild kvenna í dag og lauk þar með fimmtu umferð. ÍBV er með 6 stig í fjórða sæti, 9 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nýliðar Keflavíkur sitja í næst neðsta sæti með aðeins 3 stig í fimm leikjum en einu stig þeirra í deildinni eru fyrir óvæntan stórsigur á Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð. 18.6.2005 00:01 Þróttur auglýsir SPRON Knattspyrnufélagið Þróttur í Landsbankadeildinni hefur gert styrktarsamning við SPRON um að auglýsa framan á búningum félagsins og er hann til næstu 5 ára. Stuðningur SPRON beinist helst að barna- og unglingastarfi í öllum deildum félagsins. 18.6.2005 00:01 Hannes skoraði í stórslagnum U21 landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson skoraði síðara mark Viking Stavanger sem sigraði Vålerenga í Osló 2-1 í í dag í fyrsta leik 11.umferðar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga sem er jafnt Viking að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar með 18 stig. 18.6.2005 00:01 Þjóðverjar í undanúrslitin Þjóðverjar tryggðu sér áðan sæti í undanúrslitum álfukeppninnar í knattspyrnu þegar þeir lögðu Afríkumeistara Túnis 3-0 í A-riðli. Öll mörkin komu á síðustu 16 mínútum leiksins frá þeim Michael Ballack, Sebastien Schweinsteiger og Mike Hanke. Argentínumenn geta fylgt Þjóðverjum upp úr riðlinum sigri þeir Ástralíu í kvöld. 18.6.2005 00:01 Dönsk handboltakona til Gróttu/KR Danska handboltakonan Karen Smidt er gengin til liðs við Gróttu/KR í úrvalsdeild kvenna í handboltanum. Hún er 26 ára og kemur frá Viborg. Smidt kom til landsins um síðustu helgi og hefur skoðað aðstæður hjá liðinu síðan. Hún þykir mikill fengur fyrir Gróttu/KR enda Viborg eitt besta liðið í dönsku deildinni. 18.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Everton á eftir Bellamy Úrvalsdeildarilið Everton virðist vera líklegasta liðið til að landa vandræðagemsanum Craig Bellamy frá Newcastle, eftir að útséð virðist með það að Celtic í Skotlandi hafi efni á honum. 20.6.2005 00:01
McClaren semur við Boro Knattspyrnustjóri Middlesbrough, Steve McClaren hefur handsalað nýjan fjögurra ára samning við Steve Gibson, stjórnarformann liðsins. 20.6.2005 00:01
Íslendingar í 4. styrkleikaflokki Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er í 4. styrkleikaflokki en dregið verður í riðla Evrópukeppninnar í Luzern í Sviss á laugardag. Íslendingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni um helgina með sigri á Hvít-Rússum með 12 marka mun samtals. Norðmenn, Úkraínumenn og Slóvakar eru í sama styrkleikaflokki og Íslendingar geta því ekki lent á móti þessum liðum. 20.6.2005 00:01
Campbell sigraði á Opna bandaríska Nýsjálendingurinn Michael Campbell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í Pinehurst í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Fyrir lokahringinn var Campbell fjórum höggum á eftir Suður-Afríkumanninum Retief Goosen sem átti titil að verja. Goosen fór illa að ráði sínu og lék holurnar 18 í gær á 11 höggum yfir pari og varð í 11.-14.. sæti. 20.6.2005 00:01
Essien verður dýr Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon segja að Chelsea verði að kafa enn dýpra í budduna ef þeir ætli sér að landa hinum eftirsótta Michael Essien, en segjast jafnframt vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í miðjumanninn unga. 20.6.2005 00:01
Mexíkóar lögðu Brasilíumenn Mexíkóar sigruðu Brasilíumenn 1-0 í Álfukeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi í gærkvöldi. Jared Borghetti skoraði markið hálftíma fyrir leikslok. Með sigrinum tryggði Mexikó sér sæti í undanúrslitum en Brasilíumenn og Japanar mætast á miðvikudag í leik sem sker úr um það hvort liðanna fylgir Mexikóum í undanúrslitin. Japanar unnu Evrópumeistara Grikkja 1-0 í gær. 20.6.2005 00:01
Fylkir og ÍBV í vandræðum í bikar Fylkir og ÍBV lentu í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í knattspyrnu í gær. Fylkir sigraði KS 4-2 í framlengdum leik. Björgólfur Takefusa skoraði tvö marka Fylkis úr vítaspyrnum. Í Ólafsfirði tryggði Orri Rúnarsson Leiftri/Dalvík framlengingu þegar hann skoraði á síðustu mínútu leiksins. Bjarni Hólm Aðalsteinsson skoraði sigurmark ÍBV í framlengingu. 20.6.2005 00:01
Safnaði fé fyrir Watford Tónlistarmaðurinn Sir Elton John safnaði 1,3 milljónum sterlingspunda, eða 155 milljónum íslenskra króna, fyrir fótboltaliðið Watford. Sir Elton, sem er gallharður stuðningsmaður félagsins, hélt tónleika á laugardag og 23 þúsund áhorfendur mættu. Popparinn segir að upphæðina eigi Watford að nota til þess að kaupa leikmenn. 20.6.2005 00:01
Bætti heimsmetið í 100 m hlaupi Heimsmetið í 100 metra hlaupi var í gær bætt um tæpar 2 sekúndur. Asafa Powell, sem nýlega bætti metið, þarf ekki að sjá á eftir sínu meti því Japaninn Kozo Haraguchi bætti metið í flokki 95-99 ára. Haraguchi er 95 ára og hann hljóp vegalengdina á 22,04 sekúndum og bætti sex ára gamalt met sem Erwin nokkur Jaskulski frá Hawai átti, um tæpar 2 sekúndur. 20.6.2005 00:01
Stoddart ræðst að Max Mosley Paul Stoddart, stjóri Minardi-liðsins í formúlu eitt, hefur látið hörð orð falla í garð Max Mosley, yfirmanns formúlunnar og segir að farsinn í Bandaríkjunum um helgina hafi verið algjörlega óþarfur. 20.6.2005 00:01
Kroldrup á leið til Everton Everton er sagt vera komið langt á veg með að tryggja sér danska varnarmanninn Per Kroldrup á fimm milljónir punda frá ítalska liðinu Udinese. 20.6.2005 00:01
Bowyer ekki óvinsæll í Birmingham Nú hefur komið á daginn að stuðningsmenn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eru ekki eins mikið á móti því að Lee Bowyer gangi til liðs við félagið og leit út fyrir í fyrstu. 20.6.2005 00:01
Spurs íhuga nýtt tilboð í Johnson Áhugi Tottenham Hotspur á enska landsliðsmanninum Andy Johnson hefur nú vaknað að nýju, eftir að kappinn gaf það út opinberlega að hann vildi komast frá liði sínu Crystal Palace og í úrvalsdeildina, til að eiga betra tækifæri á að verða í enska hópnum fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári. 20.6.2005 00:01
Mátti ekki spila gegn KR "Það var ansi svekkjandi að fá ekki að spila þennan leik," sagði Vigfús Arnar Jósepsson, sem leikur lykilhlutverk með liði Leiknis R. sem situr á toppnum í 2. deildinni. Leiknir tók á móti KR í bikarnum á sunnudag en KR-ingar vildu ekki að Vigfús léki þann leik þar sem hann er samningsbundinn félaginu en er á lánssamningi hjá Leikni. 20.6.2005 00:01
Léttir að hafa brotið ísinn "Það er enginn smá léttir að vera búinn að brjóta ísinn." sagði Grétar Ólafur Hjartarson, sóknarmaður KR, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Grétar hefur farið rólega af stað með KR-ingum það sem af er sumri og náði ekki að skora í sex fyrstu leikjum liðsins í Landsbankadeildinni. Hann náði þó loksins að setja mark á sunnudagskvöld þegar KR skellti Leikni 6-0 í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. 20.6.2005 00:01
Auðun bestur í umferðum 1 til 6 Það er óhætt að segja að Auðun Helgason hafi stimplað sig inn í íslenska knattspyrnu með stæl í sumar. Hann gekk til liðs við FH fyrir tímabilið eftir farsælan atvinnumannaferil sem hófst árið 1997 er hann gekk í raðir svissneska liðsins Neuchatel. Auðun staldraði stutt við hjá félaginu því næsta vetur var hann kominn í raðir norska félagsins Viking, sem hann lék með til ársins 2000. Þá gekk Auðun í raðir belgíska félagins Lokeren en árið 2003 fór hann til sænska félagsins Landskrona og eftir tveggja ára dvöl hjá sænska félaginu lá leiðin heim til FH á ný. 20.6.2005 00:01
Óvænt úrslit í VISA-bikarnum 1. deildarlið Hauka gerði sér lítið fyrir og sló Landsbankadeildarlið Þróttar úr leik í VISA-bikarnum í knattspyrnu eftir vítaspyrnukeppni. Keflavík komst einnig í hann krappann gegn Fjölni í Grafarvogi en slapp með skrekkinn. 20.6.2005 00:01
KR hrætt við Leikni? Svo virðist sem stórveldið KR óttist 2. deildarlið Leiknis nokkuð mikið því þeir hafa farið fram á að lánsmaður félagsins, Vigfús Arnar Jósepsson, spili ekki með Leikni gegn KR í VISA-bikarnum í kvöld. 19.6.2005 00:01
Slæm staða í Eistlandi Íslenska karlalandsliðið í frjálsum íþróttum er í 7. og næstneðsta sæti í 2. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum í Tallin í Eistlandi eftir fyrri keppnisdaginn. Danir hafa forystu, eru með 59 stig, en Íslendingar hafa 30 stig og eru 16 stigum á eftir Lettum og Ísraelsmönnum sem eru jafnir í 5. sæti. 19.6.2005 00:01
Birgir Leifur í 34.-40. sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í 34.-40. sæti á St. Omer mótinu í golfi í Frakklandi. Birgir er búinn að spila sjö holur í morgun. Hann fékk skolla á annarri holu og nú áðan fór hann sjöundu holuna á þremur yfir pari og er því samtals á tveimur höggum yfir pari. Rétt fyrir hádegi voru sjö kylfingar jafnir í fyrsta sætinu á fjórum undir pari. 19.6.2005 00:01
Goosen með þriggja högga forystu Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen hefur þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Goosen er á þremur höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru jafnir í öðru sæti. Báðir hafa leikið holurnar 54 á pari. 19.6.2005 00:01
Tarver sigraði Johnson Bandaríkjamaðurinn Antonio Tarver sigraði Jamaíkumanninn Glen Johnson um heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt hjá IBO-hnefaleikasambandinu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir voru sammála um að Tarver hefði verið sterkari í bardaganum. 19.6.2005 00:01
Parma áfram í úrvalsdeildinni Parma hélt sæti sínu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á kostnað Bologna. Parma vann seinni einvígisleikinn við Bologna, 2-0, í gær. Í leikslok þurfti lögreglan að beita táragasi eftir að stuðningsmenn Bologna ruddust inn á völlinn. 19.6.2005 00:01
Arnar skoraði fyrir Lokeren Belgíska liðið Lokeren sigraði Trans frá Eistlandi með tveimur mörkum gegn engu í Intertotokeppninni í knattspyrnu í gær. Arnar Grétarsson skoraði annað mark Lokeren. Skagamenn mæta finnska liðinu Inter Turku í þessari sömu keppni í dag. 19.6.2005 00:01
ÍBV burstaði Keflavík ÍBV sigraði Keflavík 5-1 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. ÍBV er í 4. sæti með sex stig en Keflavík í 7. sæti með þrjú stig. 19.6.2005 00:01
Frábær árangur hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson er sem stendur í 3.-5. sæti á St. Omer mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann hefur leikið frábærlega í morgun og er fjórum höggum undir pari eftir tíu holur. 18.6.2005 00:01
Dottinn niður í 12.-16. sæti Birgir Leifur Hafþórsson er dottinn niður í 12.-16. sæti á St.Omer mótinu í Frakklandi í áskorendamótaröð Evrópu. Hann er samtals á tveimur undir pari en hann fékk skolla á ellefu og tólftu. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum. 18.6.2005 00:01
Þrír jafnir í efsta sæti Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen og Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru efstir og jafnir á tveimur höggum undir pari samtals eftir tvo keppnisdaga á Opna bandaríska mótinu í golfi, öðru risamóti ársins. 18.6.2005 00:01
Birgir Leifur í 14.-17. sæti Bigir Leifur er núna samtals á einu undir pari á St.Omer mótinu í Frakklandi. Hann fékk skolla á sextándu holu og er í 14.-17.sæti þegar hann á eina eftir í dag. 18.6.2005 00:01
Heiðar hafnaði tilboði Watford Enskir fjölmiðlar greina frá því að landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Watford hafi hafnað tilboði um nýjan samning við félagið. Adrian Boothroyd, stjóri liðsins, býst við að Heiðar fari frá félaginu ef rétt verð fæst fyrir hann. 18.6.2005 00:01
Leika við Hvít-Rússa í dag Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir liði Hvít-Rússa í dag í síðari leik liðanna um þátttökurétt í lokakeppni Evrópumóts landsliða í Sviss á næsta ári. Strákarnir unnu fyrri leikinn með níu marka mun, 33-24. 18.6.2005 00:01
Þórey Edda keppir ekki Þórey Edda Elísdóttir stangvastökkvari, sem átti að keppa í Evrópubikarkeppninni í Tallinn í Eistlandi um helgina með íslenska landsliðinu í frjálsum íþróttum, mun ekki keppa eins og til stóð. Vegabréf hennar gleymdist í Tékklandi og barst ekki í tæka tíð. 18.6.2005 00:01
Ísland með eins mark forskot Íslenska handboltalandsliðið er með eins marks forskot, 18-17, í hálfleik á seinni úrslitaleik sínum við Hvít Rússa um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar 2006. Einar Hólmgeirsson er markhæstur með 4 mörk úr 5 skotum. 18.6.2005 00:01
Þremur höggum á eftir efstu mönnum Birgir Leifur Hafþórsson endaði þriðja hring sinn með fugli á St.Omer mótinu í Frakklandi í dag. Hann lék samtals á 69 höggum og var tveimur höggum undir pari vallarins og er samtals á 211 höggum, tveimur undir pari. Hann er í 10.-14. sæti og er aðeins þremur höggum á eftir efstu mönnum mótsins, Carl Sunesen frá Svíþjóð og James Heath. 18.6.2005 00:01
Komnir inn á EM í Svíss 2006 Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér áðan sæti á Evrópumótinu í Sviss sem fram fer eftir áramót. Ísland vann þriggja marka sigur, 31-34, á Hvít Rússum í seinni leik liðanna sem fram fór í Minsk. Íslensku strákarnir unnu þar með samanlagt með tólf marka mun eftir 33-24 sigur í fyrri leiknum í Kaplakrika. Einar Hólmgeirsson var markahæstur í dag með 7 mörk. 18.6.2005 00:01
ÍA spilar í Finnlandi í dag Skagamenn leika í dag fyrri leik sinn gegn finnska liðinu Inter Turku í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 16 en leikið er í Finnlandi. 18.6.2005 00:01
Birgir Leifur í 11. sæti Birgir Leifur Hafþórsson er jafn í 11. sæti ásamt Walesbúanum Kyron Sullivan á 2 höggum undur pari fyrir lokahringinn á St.Omer golfmótinu í Frakklandi. Allir kylfingar hafa nú lokið leik í dag og því ljóst að Birgir er í seilingafjarlægð við efsta sætið fyrir lokahringinn. 18.6.2005 00:01
Þjóðverjar og Túnismenn kljást Tveir leikir eru í Álfukeppninni í knattspyrnu í dag. Gestgjafar Þýskalands og Afríkumeistarar Túnis eigast við í A-riðli. Þjóðverjar unnu Ástrali, 4-3, en Túnisar töpuðu fyrir Argentínu, 2-1. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Ástralía og Argentína eigast við klukkan 18.45 og verður leikurinn beint á Sýn 2. 18.6.2005 00:01
Pires til Valencia? Robert Pires, miðvallarleikmaður Arsenal, gæti verið á förum frá félaginu til spænska liðsins Valencia fyrir þrjár milljónir punda. 18.6.2005 00:01
ÍA hópurinn sem fór til Finnlands Skagamenn héldu til Finnlands í gær þar sem liðið mætir Inter Turku í 1. umferð Inter-toto keppninnar í knattspyrnuá morgun sunnudag. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá síðari verður á Akranesi viku síðar. Töluverð meiðsli hrjá Skagaliðið þessa dagana. 18.6.2005 00:01
ÍBV fór létt með Keflavík ÍBV vann stórsigur á Keflavík, 1-5 í Lansbankadeild kvenna í dag og lauk þar með fimmtu umferð. ÍBV er með 6 stig í fjórða sæti, 9 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nýliðar Keflavíkur sitja í næst neðsta sæti með aðeins 3 stig í fimm leikjum en einu stig þeirra í deildinni eru fyrir óvæntan stórsigur á Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð. 18.6.2005 00:01
Þróttur auglýsir SPRON Knattspyrnufélagið Þróttur í Landsbankadeildinni hefur gert styrktarsamning við SPRON um að auglýsa framan á búningum félagsins og er hann til næstu 5 ára. Stuðningur SPRON beinist helst að barna- og unglingastarfi í öllum deildum félagsins. 18.6.2005 00:01
Hannes skoraði í stórslagnum U21 landsliðsmaðurinn Hannes Sigurðsson skoraði síðara mark Viking Stavanger sem sigraði Vålerenga í Osló 2-1 í í dag í fyrsta leik 11.umferðar í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga sem er jafnt Viking að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar með 18 stig. 18.6.2005 00:01
Þjóðverjar í undanúrslitin Þjóðverjar tryggðu sér áðan sæti í undanúrslitum álfukeppninnar í knattspyrnu þegar þeir lögðu Afríkumeistara Túnis 3-0 í A-riðli. Öll mörkin komu á síðustu 16 mínútum leiksins frá þeim Michael Ballack, Sebastien Schweinsteiger og Mike Hanke. Argentínumenn geta fylgt Þjóðverjum upp úr riðlinum sigri þeir Ástralíu í kvöld. 18.6.2005 00:01
Dönsk handboltakona til Gróttu/KR Danska handboltakonan Karen Smidt er gengin til liðs við Gróttu/KR í úrvalsdeild kvenna í handboltanum. Hún er 26 ára og kemur frá Viborg. Smidt kom til landsins um síðustu helgi og hefur skoðað aðstæður hjá liðinu síðan. Hún þykir mikill fengur fyrir Gróttu/KR enda Viborg eitt besta liðið í dönsku deildinni. 18.6.2005 00:01