San Antonio 3 - Seattle 2 18. maí 2005 00:01 Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig. NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig.
NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira