Fleiri fréttir

Hvatt til aðgerða vegna horfinna flóttamanna

Alþjóððadagur fórnarlamba mannshvarfa er í dag. Sameinuðu þjóðirnar hvetja ríki heims til að grípa til aðgerða vegna horfinna flóttamanna og rannsaki afdrif þeirra.

Parísarsamkomulagið dugar of skammt

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Parísarsamkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum dugi of skammt og hvetur ríki heims til að gera betur.

Ákall eftir þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu

Öll helstu íslensku félagasamtökin í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu munu endurvekja átakið "Þróunarsamvinna ber ávöxt“ í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Áhersla lögð á þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu.

Esther kjörin ungmennafulltrúi Íslands

Esther Hallsdóttir hefur verið kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.

Genfar­samningar í sjö­tíu ár

Sjötíu ár eru í dag liðin frá samþykkt Genfarsamninganna fjögurra. Þessir samningar, sem byggðir eru á fyrri Genfarsamningum og Haagsamningnum, marka þáttaskil í þróun alþjóðlegra mannúðarlaga. Með þeim er lögfest mun ríkari vernd en áður þekktist fyrir fórnarlömb stríðsátaka.

Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi

Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið.

WFP tvöfaldar dreifingu matvæla í Kongó

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hyggst tvöfalda dreifingu á matvælum til íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem smitast hafa af ebólu og vandamanna þeirra, alls um 440 þúsund manns.

Neyðarkall: Fimmtán milljónir á barmi hungursneyðar

Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum.

Heimsmarkmiðin: Of lítil framfaraskref

Ljóst er eftir ráðherrafund Sameinuðu þjóðanna í New York að þjóðir heims þurfa að herða róðurinn til þess að uppfylla heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Tæp fjögur ár eru liðin frá því þjóðarleiðtogar sammæltust um sautján heimsmarkmið um sjálfbæra þróun.

UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra

Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda, stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Eitt barn sveltur en annað ekki – í sömu fjölskyldu

Fátækt dreifist með mjög misjöfnum hætti innan þjóða og jafnvel innan fjölskyldna. Þetta sýnir ný skýrsla frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Í Pakistan eru þess dæmi að sum börn svelta en önnur ekki, í einni og sömu fjölskyldu.

Margfalda þarf framlög til mæðraverndar

Fjármagn til að koma í veg fyrir að konur látist af barnsförum þarf að sexfaldast ef horft er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, segir í frétt frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).

WHO: Neyðarástandi ekki lýst yfir til fjáröflunar

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Faraldurinn er orðinn sá annar skæðasti í sögunni. Óttast er að sjúkdómurinn eigi eftir að breiðast út.

Ísland kynnti landsrýni sína á heimsmarkmiðunum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í gær.

Tæplega 20 milljónir barna óbólusettar

Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.