Fleiri fréttir

Hríðversnandi staða í Evrópu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni og hertar takmarkanir voru kynntar á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins.

Herða tak­markanir í Osló

Borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni Osló hafa tilkynnt um hertar samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldursins. Nýjar reglur og tilmæli voru kynntar á blaðamannafundi borgarstjórans Raymond Johansen í hádeginu og munu taka gildi á fimmtudag.

Fimmtungur þingmanna hefur fengið Covid-19

Rúmlega fimmtungur rússneskra þingmanna hefur veikst eða er veikur af Covid-19. Þetta kom fram á fundi Víatéslav Volodín, forseta Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem forsetaembættið sagði frá í morgun.

Múslimar víða reiðir Macron

Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði.

„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“

Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Zeta sækir í sig veðrið

Hitabeltisstormurinn Zeta sækir nú í sig veðrið og er óttast að hann verði orðinn að fellibyl þegar hann lendir á Yucatan skaganum í Mexíkó síðar í dag.

Mót­mælendur trufluðu messu­hald í Pól­landi

Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg.

Átök halda áfram í Na­gorno-Kara­bakh

Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið.

Greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá

Kjósendur í Síle greiða atkvæði um hvort tekin skuli upp ný stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Sú gamla er frá tíð einræðisherrans Augusto Pinochet en lagt er til borgarar semji þá nýju.

Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu

Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni.

Á­tján létust í árás á skóla

Minnst átján létust og 57 eru særðir eftir að sjálfsvígsárás var gerð á menntasetur í miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistan, í dag.

Dauðsföll í Evrópu komin yfir 250.000

Fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum fór yfir 250.000 manns í Evrópu í dag og varð álfan þar með annar heimshlutinn til að fara yfir þann þröskuld. Metfjöldi nýrra smita hefur greinst í Evrópu undanfarnar tvær vikur.

Gætu tekið af rafmagn hjá milljón manna til að draga úr eldhættu

Orkufyrirtæki í Kaliforníu gæti tekið rafmagn af hjá allt að milljón viðskiptavinum sínum um helgina til að draga úr hættu á frekari gróðureldum. Spáð er sérstaklega eldfimum aðstæðum, þurrki og hvassviðri víða í Kaliforníu fram í næstu viku.

Fyrir hvellinn

Á bakvið harmleikinn sem átti sér stað í Beirút í ágúst leynist myrkur, gegnsýrandi harmleikur sem hófst árið 2013 og er útskýringin fyrir því hvernig 2.750 tonn af sprengifimu ammóníumnítrati komust í þessa örlagaríku vöruskemmu á hafnarsvæði borgarinnar.

Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni

Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið.

Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri

Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar.

Vopnahlé í Líbíu

Stríðandi fylkingar í Líbíu undirrituðu samkomulag um varanlegt vopnahlé í Sviss í dag.

Skoða skólp til að finna hópsýkingar fyrr

Níutíu skólphreinsistöðvar um gervallt Bretland munu reyna að greina kórónuveiruna í skólpi í von um að hægt sé að greina staðbundnar hópsýkingar fyrr en áður.

Pipar­úða beitt á hundruð mót­mælenda í Pól­landi

Lögregla í Póllandi beitti piparúða á nokkur hundruð mótmælenda sem höfðu safnast saman á götum Varsjár í gærkvöldi til að mótmæla dómi stjórnlagadómstóls landsins sem bannar þungunarrof vegna fósturgalla.

Sjá næstu 50 fréttir