Fleiri fréttir

Ríkisstjórn Egypta segir óvænt af sér
Afsögnin talin tengjast rannsókn spillingarmáls sem snýr að einum ráðherranum.

Þjóðverjar búa sig undir komu 40 þúsund flóttamanna næstu tvo daga
Þrjú þúsund og sex hundruð flóttamenn mættu til Munchen í morgun.

Jeremy Corbyn kjörinn formaður Verkamannaflokksins
Hann þykir vera talsvert vinstrisinnaðri en forverar sínir í embætti

Styðja sjálfstæði Katalóníu
Þúsundir komu saman til að sýna kröfunni um sjálfstæði sjálfsstjórnarhéraðsins Katalóníu stuðning í Barcelóna á Spáni í gær.

Aðstæður flóttafólks eru ómannúðlegar
Fjöldi sýrlenskra flóttamanna vill frekar snúa aftur til Sýrlands en búa við hrikalegar aðstæður í flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu. Efnavopnaárásum er beitt í Sýrlandi. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir flóttamenn þurfa að hafa náð botninum til að íhuga að snúa aftur

Handtaka ósamvinnuþýða flóttamenn
Flóttamenn sem sýna ungverskum yfirvöldum ekki fullan samstarfsvilja mega eiga von á því að verða handteknir frá og með næstu viku. Frá þessu greindi forsætisráðherra landsins, Viktor Orbán, í gær.

Fyrrverandi tenniskappi handtekinn fyrir mistök: Segir málið lykta af kynþáttafordómum
Lögreglustjórinn segir tenniskappann hafa litið út eins og tvíburabróður manns sem er eftirlýstur.

65 létust þegar byggingakrani hrundi á mosku í Mekka
Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir að byggingarkrani hrundi á mosku í borginni Mekka í Sádi Arabíu. Þá eru um 80 slasaðir.

Þýski herinn til taks vegna aukins straums flóttamanna
Varnarmálaráðhera Þýskalands segir um fjögur þúsund þýskir verða til taks um helgina.

Nítján ára maður viðurkennir að hafa banað Idu Johansson
Hin 21 árs Ida Johansson fannst látin á útivistarsvæði í Upplands-Väsby í Svíþjóð fyrir rúmum mánuði.

Fyrrverandi forseti Afganistan efast um tilvist al-Kaída
Karzai var forseti Afganistan í tólf ár en hann var valinn af bandarískum stjórnvöldum til að taka við forsetaembættinu.

Flagga fána Palestínu við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna
Palestína er ekki formlegur meðlimur Sameinuðu þjóðanna en hefur stöðu áheyrnaraðila.

Hjálparáætlun sögð vera eins og dropi í hafið
Varakanslari Þýskalands segir kvótahugmyndir Evrópusambandsins engan veginn duga til þess að leysa vanda flóttamanna. Ban Ki-moon hvetur Breta til að gera miklu meira fyrir flóttamenn.

Telja lýðveldisherinn enn að störfum
Peter Robinson, forsætisráðherra Norður-Írlands, hefur sagt af sér eftir að frumvarp um að leysa upp þingið og boða til kosninga var felld í kosningu á þinginu í gær. Þá er búist við því að fleiri ráðherrar muni segja af sér á næstunni.

Bandaríkin taki við 10 þúsund flóttamönnum
Talsmaður Hvíta hússins greindi frá því í gær að Obama Bandaríkjaforseti hafi áhuga á því að Bandaríkin taki á móti að lágmarki 10 þúsund sýrlenskum flóttamönnum á næsta fjárlagaári sem hefst 1. október.

Kennarar í fangelsi fyrir líkamsárás á nemenda sinn
Drengurinn missti hárið í kjölfarið vegna streitu.

Áður óþekktur frændi mannsins fannst
Hendur og fætur Homo naledi þykja líkjast höndum og fótum okkar en búkurinn og höfuðið líkist fornfeðrum okkar.

Stjórnvöld í Ungverjalandi munu lýsa yfir neyðarástandi
Innanríkisráðherra Ungverjalands mun lýsa yfir neyðarástandi frá og með 15. september.

Nýjar myndir af skæru blettunum á Ceres
Blettirnir á dvergplánetunni hafa vakið gífurlega forvitni vísindamanna jafnt sem annarra.

Stöðva lestarsamgöngur milli Austurríkis og Ungverjalands
Austurríska lestarfélagið OeBB segir þetta gert vegna gríðarlegs álags vegna komu flóttafólks.

Grísk stjórnvöld reyna að létta af þrýstingi á Lesbos
2.500 flóttamenn fóru með ferju á vegum gríska ríkisins frá eynni Lesbos í morgun.

Trump með 30 prósent fylgi meðal Repúblikana
Fylgi Donalds Trump hefur aukist sérstaklega meðal kvenna og háskólamenntaðra.

Segja Mueller ekki hafa fallið í loftárás
Kayla Mueller lét lífið í haldi ISIS eftir að hafa verið ítrekað nauðgað af leiðtoga samtakanna.

Fjölskylda norska gíslsins segist ekki hafa efni á að greiða lausnargjaldið
Ole Johan Grimsgaard-Ofstad hefur verið í haldi liðsmanna ISIS frá því í janúar.

Leiðtogar munu funda um ástandið í Úkraínu
Hollande, Merkel, Pútín og Pórósjenkó munu funda í París þann 2. október næstkomandi.

Mikil flóð og aurskriður í Japan
Um 100 þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í norðausturhluta Japan vegna mikilla flóða.

Norðmaður í haldi ISIS
Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar.

Rússar staðfesta að herinn sé í Sýrlandi
Framkvæmdastjóri NATO segist hugsi yfir aukinni þátttöku Rússa í átökunum í Sýrlandi.

Svíar sækja flóttamenn til Danmerkur á einkabílum
Um 240 flóttamenn sem voru fastir í lestum í Rödby fengu að yfirgefa þær seint í gærkvöldi.

Trump: Bandaríkin verða að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi
Forsetaframbjóðandanum líkar þó ekkert sérstaklega vel við það.

Kínverskur bóndi sem þóttist vera prinsessa í fangelsi fyrir fjársvik
Sjóræningjakort og svikin loforð komu við sögu.

"Gluggarnir bráðnuðu og flugfreyjurnar öskruðu á okkur“
Blaðamaður Guardian lýsir reynslu sinni af því að hafa verið um borð í flugvél BA þegar kviknaði í hreyfli hennar.

Danir stöðva lestir til og frá Þýskalandi
Hundruð flóttamanna reyna að fara í gegnum Danmörku til Svíþjóðar.

Elísabet lengst á valdastóli
Elísabet II Bretadrottning hefur setið í drottningarstóli í 63 ár og sjö mánuði.

Bangkok: Einn hinna handteknu er kínverskur
Kínverjinn Yusufu Mieraili hefur viðurkennt að tengjast árásinni þar sem tuttugu fórust.

Liðsmenn al-Qaeda ná mikilvægri sýrlenskri herstöð
Uppreisnarmennirnir hafa setið um Abu al-Duhur á undanförnum tveimur árum.

Fer létt með lengsta staðarnafn Evrópu - Myndband
Þorpið Llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogoch var einn af hlýjustu stöðum Bretlands í gær.

Met Elísabetar Bretadrottningar: „Hefur verið klettur stöðugleika í síbreytilegum heimi“
Elísabet II sækir Skotland heim á þessum merka degi.

Stefnuræða Juncker: 120 þúsund flóttamönnum deilt milli aðildarríkja
Málefni flóttafólks voru mest áberandi í árlegri stefnuræðu forseta framkvæmdastjórnar ESB í Strasbourg í morgun.

Ungverskur tökumaður rekinn eftir að hafa brugðið fæti fyrir flóttamenn
Atvikið átti sér stað í búðum flóttamanna í Roszke, skammt frá serbnesku landamærunum.

Elísabet Bretadrottning slær met langa-langaömmu sinnar í dag
Klukkan hálf sex síðdegis í dag verður Elísabet orðin sá breski þjóðhöfðingi sem lengst hefur setið á stóli.

Eldur kviknaði í Boeing-vél British Airways
Þrettán manns voru fluttir á spítala með minniháttar meiðsl en flestir slösuðust við að koma sér úr vélinni.

Hefur viðurkennt aðild að sprengjuárásinni í Bangkok
Tuttugu manns létust í sprengingunni.

Refsiaðgerðir ef ríki hunsa flóttamenn
Svíar og Þjóðverjar hvetja önnur ESB-lönd til að taka við fleiri flóttamönnum. Varakanslari Þýskalands segir Þjóðverja geta tekið við hálfri milljón manna árlega. Það væri sambærilegt við tvö þúsund manns hér á landi.

Grófu sér leið út af leikskólanum til að kaupa Jagúar
Drengirnir tveir hurfu af leiksvæðinu á meðan útivistartíma í skólanum stóð.