Fleiri fréttir Sprengdi sig í loft upp í mosku Að minnsta kosti tuttugu og átta fórust og yfir þrjátíu særðust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Bagdad, höfuðborg Íraks í gær. Sprengjan sprakk þegar að súnní-múslimarnir voru að biðja bænir sínar en moskan er sú stærsta sinnar tegundar í borginni. Á meðal þeirra föllnu er íraskur þingmaður. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á föstudaginn féllu að minnsta kosti 13 í árásum í borgunum Basra, Falluja og Bagdad. 29.8.2011 08:31 Við dauðans dyr Líbíumaðurinn Al Megrahi, sem var dæmdur fyrir Lockerbie-ódæðið árið 1988, er nú við dauðans dyr á heimili sínu í Trípólí í Líbíu. 29.8.2011 07:20 Óttast um 50 þúsund fanga Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. 29.8.2011 00:00 Tom Jones á spítala Stórsöngvarinn Tom Jones þurfti að fara á spítala í Mónakó í gær vegna alvarlegrar ofþornunar. Tom, sem er 61 árs gamall, er á tónleikaferðalagi og átti að spila í gærkvöldi í borginni. Tónleikunum var aflýst og þegar fóru kjaftasögur á kreik um að hann hefði fengið hjartaáfall. 28.8.2011 17:29 Flæðir yfir götur borgarinnar Sjór hefur flætt yfir bakka sína á Manhattan og víðar vegna Írenu sem hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur samkvæmt frétt Daily Telegraph um málið. 28.8.2011 14:34 Fallinn einræðisherra til í viðræður um myndun bráðabirgðarstjórnar Muhammed Gaddafi segist reiðubúinn að ganga til viðræðna við uppreisnarmenn um myndun bráðabyrgðarstjórnar í Líbíu. Um 2,9 milljarða dollara vantar í opinberan fjárfestingarsjóð líbíska ríkisins. Grunur leikur á a fjárfestingarsjóðurinn hafi verið misnotaður. 28.8.2011 14:00 Dregur úr Írenu - hætta á flóðum Fellibylurinn Írena er genginn á land í New Jersey, nærri New York borg. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph þá hefur dregið talsvert úr fellibylnum og íhuga vísindamenn að flokka hann sem hitabeltisstorm, áður var fellibylurinn í flokknum tveimur sem er gríðarlega sterkur bylur. 28.8.2011 11:48 Harpan eins og risavaxið sjónvarp inn í hjólhýsi Breski greinahöfundurinn Rowan Moore er heillaður af glerlistaverki Ólafs Elíassonar í Hörpunni en Rowan skrifar nokkurskonar gagnrýni um Hörpuna í The Observer í dag. 28.8.2011 10:38 New York eins og draugaborg Að minnsta kosti níu eru látnir og milljónir manna eru enn án rafmagns á meðan fellibylurinn Írena heldur áfram ferð sinni upp austurströnd Bandaríkjanna í átt að fjölmennustu borg landsins, New York. 28.8.2011 09:51 Farsími í rassvasa stöðvaði byssukúlu Kona í Colarado Springs í Bandaríkjunum heldur því fram að farsíminn hennar, sem hún geymdi í rassvasanum, hafi bjargað lífi sínu samkvæmt fréttasíðunni Gazette.com. 28.8.2011 06:00 Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borginni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfsfólk og gestir. Samkvæmt sjónarvottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfsmenn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einnig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir. 27.8.2011 05:00 Efnahagsmál í brennidepli Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. 27.8.2011 04:00 Stjarna úr demanti Ástralskir geimvísindamenn hafa komið auga á nýja stjörnu sem virðist gerð úr demanti. Stjarnan er í um 4000 ljósára fjarlægð nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Þetta kemur fram í á vefmiðli The West Australian. 26.8.2011 23:22 Undrameðal Berlusconi er jurtate Hinn fjörmikli forsætisráðherra Ítala,Silvio Berlusconi, hefur ljóstrað upp leyndarmálinu á bak við krafta sína, jafnt pólitíska sem aðra. Undrameðalið er jurtate. Þetta tilkynnti hann eftir að hann horfði á fótboltalið sitt, AC Milan, vinna sigur á erkifjendunum í Juventus. 26.8.2011 22:15 Búrhvalur syndir upp á strönd Baðstrandargestir á Norður-Spáni áttu undarlegan morgun, en þegar þeir mættu á ströndina hafði 15 metra löngum búrhval skolað þar á land. Hann var enn á lífi þegar menn komu að honum, en var svo gríðarlega stór að dráttarbátur gat ekki komið honum aftur á flot. Hann dó fljótlega eftir að hann fannst. 26.8.2011 21:45 Irene sögulegur fellibylur "Allt bendir til þess að Irene verði sögulegur fellibylur," sagði Barack Obama, bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi fyrr í dag og hvatti fólk til að undirbúa sig vel fyrir komu fellibylsins. 26.8.2011 18:00 Laug Gaddafi um andlát dóttur sinnar? Hingað til hefur verið fullyrt að kjördóttir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, hafi farist í sprengjuárás árið 1986. En nú hafa fundist vísbendingar um að hún hafi alls ekki farist, heldur sé enn á lífi. Dóttirin heitir Hana og er sögð hafa týnt lífi í loftárás Bandaríkjamanna á Trípolí, höfuðborg Líbíu, árið 1986. 26.8.2011 22:13 Að minnsta kosti sextán látnir í Abuja Nú er ljóst að í það minnsta sextán eru látnir eftir að bílsprengja sprakk við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Abuja höfuðborg Nígeríu í morgun. Tugir eru sárir og margir þeirra sagðir í lífshættu. Sprengingin var gríðarlega öflug og lagði neðstu hæðir byggingarinnar í rúst. 26.8.2011 15:06 Neðanjarðarfljót streymir undir Amasón Brasilískir vísindamenn hafa gert merka uppgötvun en svo virðist sem risastórt neðanjarðarfljót renni rúmum fjórum kílómetrum undir sjálfu Amasón, stærsta fljóti veraldar. Fljótið hefur verið nefnt Hamza, í höfuðið vísindamanninum sem fór fyrir rannsókninni en nýja fljótið er rúmir sex þúsund kílómetrar á lengd, eða svipað langt og fljótið fræga á yfirborðinu. Greint var frá uppgötvuninni í Ríó de Janeiro á fundi Brasilíska jarðfræðifélagsins. 26.8.2011 14:18 Verður 115 ára í dag Elsta kona í heimi, hin bandaríska Besse Cooper, heldur upp á 115 ára afmæli sitt í dag. 26.8.2011 14:15 Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni. 26.8.2011 13:12 Stofna furstadæmi til að sleppa við niðurskurðinn á Ítalíu Þorpsbúar í ítölsku fjallahéraði hafa fundið upp á nýstárlegri leið til þess að sleppa við boðaðar niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa stungið upp á því að þorpinu Filettino verði breytt í furstadæmi og hafa þegar haft samband við Prins Emanúel Filiberto, afkomanda fyrrverandi konungs á Ítalíuskaga, og beðið hann um að gerast þjóðhöfðingi. 26.8.2011 12:58 Mikil sprenging í húsnæði Sameinuðu þjóðanna Sprenging varð í byggingu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja í Nígeríu í morgun. Fréttamaður BBC fréttastöðvarinnar heyrði hátt sprengihljóð og lögregluþyrla sveimar nú yfir bygginguna. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að sprengingin hafi orðið vegna sprengju sem sprakk í húsinu. Töluverðan reyk leggur frá byggingunni. BBC segir að óstaðfestar fréttir hermi að fjöldi fólks hafi særst í sprengingunni. Stór bílasprengja sprakk í höfuðstöðvum lögreglunnar í Abuja í júní. 26.8.2011 10:31 Kosið í Danmörku um miðjan september Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til kosninga í landinu þann 15. september næstkomandi. 26.8.2011 10:18 Spilavíti brann til grunna - 53 fórust Að minnsta kosti fimmtíu og þrír fórust og átta slösuðust þegar spilavíti brann til kaldra kola í bænum Monterrey í Mexíkó í nótt. 26.8.2011 09:30 Forsætisráðherra Japans segir af sér- Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, sagði af sér embætti í morgun eftir að ný frumvörp sem tengjast uppbyggingu eftir jarðskjálftann í mars fóru í gegnum þingið. 26.8.2011 09:15 Neyðarástand í sjö ríkjum Ríkisstjórar í sjö ríkjum Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Írenu sem búist er við að gangi yfir austurströnd Bandaríkjanna í kvöld og í fyrramálið. 26.8.2011 08:52 Dýrt að raka á sér lappirnar Í nýlegri rannsókn sem birt var í blaðinu Telegraph kemur fram að ein af hverjum þremur konum í Bretlandi skrúfa ekki fyrir vatnið í sturtunni á meðan þær raka á sér lappirnar en talið er að yfir 50 milljarðar lítra af vatni fari til spillis á hverju ári vegna þessa. 26.8.2011 08:33 Þurfa að greiða 57 milljarða Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google um 500 milljónir dala, eða um 57 milljarða króna, fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Um var að ræða lyfseðilsskyld lyf frá kanadískum lyfjaframleiðenda, en ólöglegt er að auglýsa slík lyf á netinu í Bandaríkjunum. 26.8.2011 07:00 Tekur stökk í skoðanakönnun Verkamannaflokkurinn bætir við sig talsverðu fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birt var í norskum fjölmiðlum í gær. Spurt var um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. 26.8.2011 05:30 Reyna að stöðva hungurverkfall Ríkisstjórn Indlands reynir nú að binda enda á hungurverkfall aðgerðasinnans Anna Hazare, sem hefur enst í níu daga. Ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að allir flokkar á þingi ræði kröfur Hazares um löggjöf gegn spillingu. Hann hefur sagst munu hætta í hungurverkfallinu ef ríkisstjórnin leggur til skriflega að eftirlitsaðilar verði ráðnir yfir forsætisráðherra og dómskerfinu. 26.8.2011 04:30 Kæra umfjöllun fjölmiðla um hryðjuverk Ungmenni sem komust lífs af úr Útey hinn 22. júlí hafa kært umfjöllun norska blaðsins Verdens gang til siðanefndar fjölmiðla þar í landi. Kvörtunin snýr að myndbirtingum af hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik þegar hann fór í vettvangsferð með lögreglunni í eyjuna. 26.8.2011 03:30 Auðmennirnir bænheyrðir Frakkar sem þéna yfir 500 þúsund evrur á ári, eða rúmar 80 milljónir íslenskra króna, þurfa að greiða þrjú prósent aukalega í skatt. Jafnframt er stefnt að því að skattgreiðslur vegna fjármagnstekna og fasteigna verði auknar. 26.8.2011 02:30 Safnaði myndum af Condi Rice Uppreisnarmenn sem náðu húsakynnum Gaddafís Líbíuleiðtoga á sitt vald á dögunum urðu heldur en ekki hissa þegar þeir fundu þar bók með fjölda ljósmynda af Condoleezu Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn George W. Bush. 26.8.2011 00:00 Um 20 þúsund hafa fallið í Líbíu Um 20 þúsund manns hafa farist í Líbíu síðan að borgarastyrjöldin hófst þar í febrúar segir Mustafa Abdul Jalil, einn leiðtogi uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn berjast nú við hersveitir Gaddafis Líbíuleiðtoga. Samkvæmt Sky fréttastöðinni segjast uppreisnarmenn hafa umkringt Gaddafi og syni hans í húsi í Trípolí, höfuðborg Líbíu. AP fréttastöðin segir að um þúsund uppreisnarmenn berjist nærri virki Gaddafis í Tripoli. 25.8.2011 16:57 Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25.8.2011 14:46 Uppreisnarmenn segjast hafa umkringt Gaddafi Uppreisnarmenn í Líbíu telja sig hafa umkringd Gaddafí ásamt sonum hans í byggingu í Trípolí. Þetta kemur fram á Sky fréttastöðinni. 25.8.2011 14:17 Fundu heimatilbúinn pyntingaklefa umvafinn sprengjum Heimatilbúinn pyntingaklefi umvafinn sprengjum fannst í búð í Hamborg nú á föstudaginn. Thomas Fischer, þýskur einfari hafði breytt íbúð sinni í pyntingahreiður þar sem hann geymdi fórnalamb sitt handjárnað í gömlum hljóðeinangruðum símaklefa. 25.8.2011 13:00 Gaddafi, Qaddafi eða Qadhafi? Meira segja Google á í vandræðum með Gaddafi. Eru þið með ráð til þess að finna hann? Svo virðist vera að fólk eigi í stökustu vandræðum með að stafa nafn hans. 25.8.2011 12:30 Frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn Einn frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn. David Berkowitz eða "Son of Sam", hélt New York í gíslingu í upphafi áttunda árutugsins með tíðum morðum sínum. Berkowitz sem myrti sex manns og særði aðra sjö mun ekki sækjast eftir reynslulausn. Þetta tilkynnti Berkowitz í bréfi sem hann sendi sjálfur til FoxNews fréttastofunnar og bætti við „að fyrirgefning frá Jesú Kristi“ væri nóg fyrir hann, og að hann hefði engan „áhuga á reynslulausn". 25.8.2011 10:33 Ísland ekki á stuðningslista bráðabirgðastjórnarinnar Rúmlega fjörutíu þjóðir hafa nú lýst yfir stuðningi við bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu. Danir og Finnar eru einu Norðurlöndin á listanum en þar eru einnig lönd á borð við Bretland, Bandaríkin og Holland. Þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um hvort til greina kæmi að Ísland færi á þennan lista fengust þær upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu að Íslendingar hafi fylgt þeirri stefnu að viðurkenna þjóðríki, en ekki einstaka ríkisstjórnir. 25.8.2011 10:04 Rick Perry tekur forystuna Rick Perry ríkisstjóri Texas hefur tekið forystuna í baráttu þeirra sem sækjast eftir því að verða næsta forsetaefni Repúblikana. 25.8.2011 07:08 Öflugur jarðskjálfti skók Perú Öflugur jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir norðurhluta Perú í gærkvöldi. Upptök hans voru í um 500 kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Lima. 25.8.2011 07:06 Fellibylurinn Irene stefnir á Bandaríkin Fellibylurinn Irene hefur herjað á Bahamaeyjar í nótt og er nú á leið í átt að vesturströnd Bandaríkjanna. 25.8.2011 07:01 Sérsveitarmenn leita að Gaddafi Enn er allt á huldu um hvar Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu heldur sig. Vangaveltur eru um að hann hafi farið sömu leið og Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks og hafi grafið sig niður í holu einhversstaðar í Líbíu. 25.8.2011 06:59 Sjá næstu 50 fréttir
Sprengdi sig í loft upp í mosku Að minnsta kosti tuttugu og átta fórust og yfir þrjátíu særðust þegar að maður sprengdi sig í loft upp í mosku í Bagdad, höfuðborg Íraks í gær. Sprengjan sprakk þegar að súnní-múslimarnir voru að biðja bænir sínar en moskan er sú stærsta sinnar tegundar í borginni. Á meðal þeirra föllnu er íraskur þingmaður. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Á föstudaginn féllu að minnsta kosti 13 í árásum í borgunum Basra, Falluja og Bagdad. 29.8.2011 08:31
Við dauðans dyr Líbíumaðurinn Al Megrahi, sem var dæmdur fyrir Lockerbie-ódæðið árið 1988, er nú við dauðans dyr á heimili sínu í Trípólí í Líbíu. 29.8.2011 07:20
Óttast um 50 þúsund fanga Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. 29.8.2011 00:00
Tom Jones á spítala Stórsöngvarinn Tom Jones þurfti að fara á spítala í Mónakó í gær vegna alvarlegrar ofþornunar. Tom, sem er 61 árs gamall, er á tónleikaferðalagi og átti að spila í gærkvöldi í borginni. Tónleikunum var aflýst og þegar fóru kjaftasögur á kreik um að hann hefði fengið hjartaáfall. 28.8.2011 17:29
Flæðir yfir götur borgarinnar Sjór hefur flætt yfir bakka sína á Manhattan og víðar vegna Írenu sem hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur samkvæmt frétt Daily Telegraph um málið. 28.8.2011 14:34
Fallinn einræðisherra til í viðræður um myndun bráðabirgðarstjórnar Muhammed Gaddafi segist reiðubúinn að ganga til viðræðna við uppreisnarmenn um myndun bráðabyrgðarstjórnar í Líbíu. Um 2,9 milljarða dollara vantar í opinberan fjárfestingarsjóð líbíska ríkisins. Grunur leikur á a fjárfestingarsjóðurinn hafi verið misnotaður. 28.8.2011 14:00
Dregur úr Írenu - hætta á flóðum Fellibylurinn Írena er genginn á land í New Jersey, nærri New York borg. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph þá hefur dregið talsvert úr fellibylnum og íhuga vísindamenn að flokka hann sem hitabeltisstorm, áður var fellibylurinn í flokknum tveimur sem er gríðarlega sterkur bylur. 28.8.2011 11:48
Harpan eins og risavaxið sjónvarp inn í hjólhýsi Breski greinahöfundurinn Rowan Moore er heillaður af glerlistaverki Ólafs Elíassonar í Hörpunni en Rowan skrifar nokkurskonar gagnrýni um Hörpuna í The Observer í dag. 28.8.2011 10:38
New York eins og draugaborg Að minnsta kosti níu eru látnir og milljónir manna eru enn án rafmagns á meðan fellibylurinn Írena heldur áfram ferð sinni upp austurströnd Bandaríkjanna í átt að fjölmennustu borg landsins, New York. 28.8.2011 09:51
Farsími í rassvasa stöðvaði byssukúlu Kona í Colarado Springs í Bandaríkjunum heldur því fram að farsíminn hennar, sem hún geymdi í rassvasanum, hafi bjargað lífi sínu samkvæmt fréttasíðunni Gazette.com. 28.8.2011 06:00
Brunnu inni í spilavíti í Mexíkó Að minnsta kosti 52 eru látnir í Norður-Mexíkó eftir að kveikt var í spilavíti í borginni Monterrey um miðjan dag á fimmtudag. Vopnaðir menn réðust inn í spilavítið þar sem um 100 manns voru samankomnir, bæði starfsfólk og gestir. Samkvæmt sjónarvottum helltu þeir bensíni á gólf og sögðu fólki að koma sér út. Margir hræddir gestir og starfsmenn flúðu hins vegar lengra inn í bygginguna og urðu innlyksa þar. Mörg lík fundust meðal annars á salernum staðarins, þar sem fólk hafði læst sig inni til að forðast byssumennina. Fregnir hafa einnig hermt að neyðarútgangar hafi verið læstir. 27.8.2011 05:00
Efnahagsmál í brennidepli Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. 27.8.2011 04:00
Stjarna úr demanti Ástralskir geimvísindamenn hafa komið auga á nýja stjörnu sem virðist gerð úr demanti. Stjarnan er í um 4000 ljósára fjarlægð nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Þetta kemur fram í á vefmiðli The West Australian. 26.8.2011 23:22
Undrameðal Berlusconi er jurtate Hinn fjörmikli forsætisráðherra Ítala,Silvio Berlusconi, hefur ljóstrað upp leyndarmálinu á bak við krafta sína, jafnt pólitíska sem aðra. Undrameðalið er jurtate. Þetta tilkynnti hann eftir að hann horfði á fótboltalið sitt, AC Milan, vinna sigur á erkifjendunum í Juventus. 26.8.2011 22:15
Búrhvalur syndir upp á strönd Baðstrandargestir á Norður-Spáni áttu undarlegan morgun, en þegar þeir mættu á ströndina hafði 15 metra löngum búrhval skolað þar á land. Hann var enn á lífi þegar menn komu að honum, en var svo gríðarlega stór að dráttarbátur gat ekki komið honum aftur á flot. Hann dó fljótlega eftir að hann fannst. 26.8.2011 21:45
Irene sögulegur fellibylur "Allt bendir til þess að Irene verði sögulegur fellibylur," sagði Barack Obama, bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi fyrr í dag og hvatti fólk til að undirbúa sig vel fyrir komu fellibylsins. 26.8.2011 18:00
Laug Gaddafi um andlát dóttur sinnar? Hingað til hefur verið fullyrt að kjördóttir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, hafi farist í sprengjuárás árið 1986. En nú hafa fundist vísbendingar um að hún hafi alls ekki farist, heldur sé enn á lífi. Dóttirin heitir Hana og er sögð hafa týnt lífi í loftárás Bandaríkjamanna á Trípolí, höfuðborg Líbíu, árið 1986. 26.8.2011 22:13
Að minnsta kosti sextán látnir í Abuja Nú er ljóst að í það minnsta sextán eru látnir eftir að bílsprengja sprakk við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Abuja höfuðborg Nígeríu í morgun. Tugir eru sárir og margir þeirra sagðir í lífshættu. Sprengingin var gríðarlega öflug og lagði neðstu hæðir byggingarinnar í rúst. 26.8.2011 15:06
Neðanjarðarfljót streymir undir Amasón Brasilískir vísindamenn hafa gert merka uppgötvun en svo virðist sem risastórt neðanjarðarfljót renni rúmum fjórum kílómetrum undir sjálfu Amasón, stærsta fljóti veraldar. Fljótið hefur verið nefnt Hamza, í höfuðið vísindamanninum sem fór fyrir rannsókninni en nýja fljótið er rúmir sex þúsund kílómetrar á lengd, eða svipað langt og fljótið fræga á yfirborðinu. Greint var frá uppgötvuninni í Ríó de Janeiro á fundi Brasilíska jarðfræðifélagsins. 26.8.2011 14:18
Verður 115 ára í dag Elsta kona í heimi, hin bandaríska Besse Cooper, heldur upp á 115 ára afmæli sitt í dag. 26.8.2011 14:15
Skrímslið í Austurríki barnaði ekki dætur sínar Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni. 26.8.2011 13:12
Stofna furstadæmi til að sleppa við niðurskurðinn á Ítalíu Þorpsbúar í ítölsku fjallahéraði hafa fundið upp á nýstárlegri leið til þess að sleppa við boðaðar niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa stungið upp á því að þorpinu Filettino verði breytt í furstadæmi og hafa þegar haft samband við Prins Emanúel Filiberto, afkomanda fyrrverandi konungs á Ítalíuskaga, og beðið hann um að gerast þjóðhöfðingi. 26.8.2011 12:58
Mikil sprenging í húsnæði Sameinuðu þjóðanna Sprenging varð í byggingu Sameinuðu þjóðanna í borginni Abuja í Nígeríu í morgun. Fréttamaður BBC fréttastöðvarinnar heyrði hátt sprengihljóð og lögregluþyrla sveimar nú yfir bygginguna. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að sprengingin hafi orðið vegna sprengju sem sprakk í húsinu. Töluverðan reyk leggur frá byggingunni. BBC segir að óstaðfestar fréttir hermi að fjöldi fólks hafi særst í sprengingunni. Stór bílasprengja sprakk í höfuðstöðvum lögreglunnar í Abuja í júní. 26.8.2011 10:31
Kosið í Danmörku um miðjan september Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til kosninga í landinu þann 15. september næstkomandi. 26.8.2011 10:18
Spilavíti brann til grunna - 53 fórust Að minnsta kosti fimmtíu og þrír fórust og átta slösuðust þegar spilavíti brann til kaldra kola í bænum Monterrey í Mexíkó í nótt. 26.8.2011 09:30
Forsætisráðherra Japans segir af sér- Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, sagði af sér embætti í morgun eftir að ný frumvörp sem tengjast uppbyggingu eftir jarðskjálftann í mars fóru í gegnum þingið. 26.8.2011 09:15
Neyðarástand í sjö ríkjum Ríkisstjórar í sjö ríkjum Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Írenu sem búist er við að gangi yfir austurströnd Bandaríkjanna í kvöld og í fyrramálið. 26.8.2011 08:52
Dýrt að raka á sér lappirnar Í nýlegri rannsókn sem birt var í blaðinu Telegraph kemur fram að ein af hverjum þremur konum í Bretlandi skrúfa ekki fyrir vatnið í sturtunni á meðan þær raka á sér lappirnar en talið er að yfir 50 milljarðar lítra af vatni fari til spillis á hverju ári vegna þessa. 26.8.2011 08:33
Þurfa að greiða 57 milljarða Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google um 500 milljónir dala, eða um 57 milljarða króna, fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Um var að ræða lyfseðilsskyld lyf frá kanadískum lyfjaframleiðenda, en ólöglegt er að auglýsa slík lyf á netinu í Bandaríkjunum. 26.8.2011 07:00
Tekur stökk í skoðanakönnun Verkamannaflokkurinn bætir við sig talsverðu fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birt var í norskum fjölmiðlum í gær. Spurt var um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú. 26.8.2011 05:30
Reyna að stöðva hungurverkfall Ríkisstjórn Indlands reynir nú að binda enda á hungurverkfall aðgerðasinnans Anna Hazare, sem hefur enst í níu daga. Ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að allir flokkar á þingi ræði kröfur Hazares um löggjöf gegn spillingu. Hann hefur sagst munu hætta í hungurverkfallinu ef ríkisstjórnin leggur til skriflega að eftirlitsaðilar verði ráðnir yfir forsætisráðherra og dómskerfinu. 26.8.2011 04:30
Kæra umfjöllun fjölmiðla um hryðjuverk Ungmenni sem komust lífs af úr Útey hinn 22. júlí hafa kært umfjöllun norska blaðsins Verdens gang til siðanefndar fjölmiðla þar í landi. Kvörtunin snýr að myndbirtingum af hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik þegar hann fór í vettvangsferð með lögreglunni í eyjuna. 26.8.2011 03:30
Auðmennirnir bænheyrðir Frakkar sem þéna yfir 500 þúsund evrur á ári, eða rúmar 80 milljónir íslenskra króna, þurfa að greiða þrjú prósent aukalega í skatt. Jafnframt er stefnt að því að skattgreiðslur vegna fjármagnstekna og fasteigna verði auknar. 26.8.2011 02:30
Safnaði myndum af Condi Rice Uppreisnarmenn sem náðu húsakynnum Gaddafís Líbíuleiðtoga á sitt vald á dögunum urðu heldur en ekki hissa þegar þeir fundu þar bók með fjölda ljósmynda af Condoleezu Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn George W. Bush. 26.8.2011 00:00
Um 20 þúsund hafa fallið í Líbíu Um 20 þúsund manns hafa farist í Líbíu síðan að borgarastyrjöldin hófst þar í febrúar segir Mustafa Abdul Jalil, einn leiðtogi uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn berjast nú við hersveitir Gaddafis Líbíuleiðtoga. Samkvæmt Sky fréttastöðinni segjast uppreisnarmenn hafa umkringt Gaddafi og syni hans í húsi í Trípolí, höfuðborg Líbíu. AP fréttastöðin segir að um þúsund uppreisnarmenn berjist nærri virki Gaddafis í Tripoli. 25.8.2011 16:57
Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25.8.2011 14:46
Uppreisnarmenn segjast hafa umkringt Gaddafi Uppreisnarmenn í Líbíu telja sig hafa umkringd Gaddafí ásamt sonum hans í byggingu í Trípolí. Þetta kemur fram á Sky fréttastöðinni. 25.8.2011 14:17
Fundu heimatilbúinn pyntingaklefa umvafinn sprengjum Heimatilbúinn pyntingaklefi umvafinn sprengjum fannst í búð í Hamborg nú á föstudaginn. Thomas Fischer, þýskur einfari hafði breytt íbúð sinni í pyntingahreiður þar sem hann geymdi fórnalamb sitt handjárnað í gömlum hljóðeinangruðum símaklefa. 25.8.2011 13:00
Gaddafi, Qaddafi eða Qadhafi? Meira segja Google á í vandræðum með Gaddafi. Eru þið með ráð til þess að finna hann? Svo virðist vera að fólk eigi í stökustu vandræðum með að stafa nafn hans. 25.8.2011 12:30
Frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn Einn frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn. David Berkowitz eða "Son of Sam", hélt New York í gíslingu í upphafi áttunda árutugsins með tíðum morðum sínum. Berkowitz sem myrti sex manns og særði aðra sjö mun ekki sækjast eftir reynslulausn. Þetta tilkynnti Berkowitz í bréfi sem hann sendi sjálfur til FoxNews fréttastofunnar og bætti við „að fyrirgefning frá Jesú Kristi“ væri nóg fyrir hann, og að hann hefði engan „áhuga á reynslulausn". 25.8.2011 10:33
Ísland ekki á stuðningslista bráðabirgðastjórnarinnar Rúmlega fjörutíu þjóðir hafa nú lýst yfir stuðningi við bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu. Danir og Finnar eru einu Norðurlöndin á listanum en þar eru einnig lönd á borð við Bretland, Bandaríkin og Holland. Þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um hvort til greina kæmi að Ísland færi á þennan lista fengust þær upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu að Íslendingar hafi fylgt þeirri stefnu að viðurkenna þjóðríki, en ekki einstaka ríkisstjórnir. 25.8.2011 10:04
Rick Perry tekur forystuna Rick Perry ríkisstjóri Texas hefur tekið forystuna í baráttu þeirra sem sækjast eftir því að verða næsta forsetaefni Repúblikana. 25.8.2011 07:08
Öflugur jarðskjálfti skók Perú Öflugur jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir norðurhluta Perú í gærkvöldi. Upptök hans voru í um 500 kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Lima. 25.8.2011 07:06
Fellibylurinn Irene stefnir á Bandaríkin Fellibylurinn Irene hefur herjað á Bahamaeyjar í nótt og er nú á leið í átt að vesturströnd Bandaríkjanna. 25.8.2011 07:01
Sérsveitarmenn leita að Gaddafi Enn er allt á huldu um hvar Muammar Gaddafi leiðtogi Líbíu heldur sig. Vangaveltur eru um að hann hafi farið sömu leið og Saddam Hussein fyrrum einræðisherra Íraks og hafi grafið sig niður í holu einhversstaðar í Líbíu. 25.8.2011 06:59