Fleiri fréttir 100 tonn af gulli yfir hafið Seðlabanki Englands fékk óvenjulega beiðni í síðustu viku þegar Hugo Chávez, forseti Venesúela, vildi fá heim gullforða lands síns, eins fljótt og unnt væri. Það þýðir að flytja þarf 99,2 tonn af gullstöngum frá London til Caracas. 25.8.2011 00:00 Heita 180 milljónum hverjum þeim sem finnur Gaddafi Rúmlega einni og hálfri milljón dollara eða sem samsvarar hundrað og áttatíu milljónum íslenskra króna og friðhelgi hefur verið heitið hverjum þeim sem handsamar eða drepur Gaddafi fyrrum einræðisherra Líbíu. Þrjátíu og sex erlendum blaðamönnum hefur nú verið sleppt úr sex daga gíslingu í Trípólí. 24.8.2011 18:43 Gefast upp á þjóðarhundinum Þýska lögreglan er smám saman að skipta þjóðarhundinum, þýskum fjárhundi (sheffer), út fyrir belgísku tegundina. Ríkislögreglan heldur nú aðeins 26 þýska fjárhunda á móti 281 belgískum. 24.8.2011 17:09 Fær hugsanlega ævifangelsi fyrir að fara óboðinn inn í landið Þrjátíu ára gamall pólskur karlmaður gæti orðið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að heimsækja son sinn til Danmerkur. Jyllands Posten segir að þetta yrði þá í fyrsta sinn sem maður fengi slíkan dóm þar í landi fyrir að koma inn í landið í óleyfi. 24.8.2011 16:37 Blaðamennirnir lausir Blaðamennirnir sem voru í haldi á Rixos hótelinu í Tripoli eru lausir úr prísundinni. Blaðamaður CNN segir á twitter-síðu sinni að þeir hafi yfirgefið hótelið í bíl nú síðdegis. 24.8.2011 15:31 Hadzic segist saklaus Stríðshöfðingi Serba, Goran Hadzic, lýsti sig saklausan fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag. Hadzic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni fyrir hlutdeild sína í Júgóslavíustríðinu 1991-1993. Verði hann fundinn sekur bíður hans lífstíðarfangelsi. 24.8.2011 15:21 Sektuð fyrir að gefa barninu ekki nafn Kona frá Kaupmannahöfn hefur verið sektuð um 500 danskar krónur, sem jafngildir um 10 þúsund íslenskum, fyrir að hafa ekki gefið barninu sínu nafn. 24.8.2011 15:14 Hnífaárás í New York Nakinn ungur maður gekk berserksgang í íbúðarblokk í New York í dag. Maðurinn var vopnaður eldhúshníf, drap einn og særði fjóra. Hann virðist hafa gengið milli íbúða, knúið dyra og ráðist á þann sem opnaði, segir í frétt vefmiðilsins www.mailonsunday.co.uk 24.8.2011 14:52 Malaría í Grikklandi Ferðalangar í Grikklandi hafa verið varaðir við malaríusmitum. Þetta kemur fram í frétt Telegraph. Síðan í júní á þessu ári hafa sex manns greinst í landinu með sjúkdóminn. Tilvikin urðu á Euboea, stórri eyju norður af Aþenu og Laconia svæðinu. Enginn smitaðra hafði ferðast nokkuð út fyrir Grikkland. 24.8.2011 14:29 8.7 milljónir lífvera á jörðinni Um 8.7 milljónir tegunda lífvera fyrirfinnast á jörðinni. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Public Library of Science Biology. Talan var fundin með nýju kerfi til að flokka lífverur og meta fjölda þeirra. Áður hefur hún verið áætluð frá 3 milljónum og allt upp í 100. 24.8.2011 14:10 N-Kórea tilbúin að gera hlé á kjarnorkuáætlun Kim Jong-il gaf það út á fundi í dag með rússlandsforseta, Dimitry Medvedev, að Norður Kórea væri reiðubúin að gera hlé á framleiðslu kjarnavopna og tilraunum sínum með kjarnorku. Þessi tilkynning gæti greitt götu viðræðna milli sex þjóða sem sigldu í strand árið 2008. 24.8.2011 13:35 Fundur SÞ og Suu Kyi Lýðræðissinnin Aung San Suu Kyi frá Búrma segir heimsókn sendifulltrúa Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) hafa verið uppörvandi. Suu Kyi átti 90 mínútna fund með mannréttindafulltrúanum, Tomas Ojea Quintana, sem snerist helst um aðstæður 2.000 pólitískra fanga í Búrma og önnur málefni tengd mannréttindum. 24.8.2011 13:01 Ekkert „like“ í Þýskalandi Yfirmaður Persónuverndar í þýska fylkinu Schleswig-Holstein telur að „like" hnappurinn svokallaði á Facebook, sem notendur smella á til að lýsa velþóknun sinni á færslum og öðru, brjóti í bága við persónuverndarlög í Þýskalandi. 24.8.2011 13:00 Blaðamenn í stofufangelsi í Tripoli Um 35 erlendir blaðamenn eru fastir á Rixos hótelinu í Tripoli. Hótelið er umkringt stuðningsmönnum Gaddafi sem varna blaðamönnunum útgöngu. Bardagar geisa í kring. Byssumenn eru á göngunum, leyniskyttur á þakinu. Ef þeir reyna að sleppa út er byssum beint að þeim. 24.8.2011 11:58 Staðan í Líbíu Þó sprengingar og skothvellir heyrist enn í Líbíu eru þær blandnar hamingjuhrópunum fólks og barnasöng. Það eru fagnaðarlæti í Tripoli eftir einstakan og sögulegan dag. 24.8.2011 11:29 Áframhaldandi átök á Gaza Árásir héldu áfram á landamærum Gaza-svæðisins og Ísrael í dag. Ísrael gerðu loftárásir á Gaza og Palestínumenn skutu sprengjum til baka. Hamas samtökin segja einn Palestínumann látinn eftir árásirnar. 24.8.2011 10:14 Nakin Nigella hneykslar nágranna sína Nágrannar stjörnukokksins Nigellu Lawson kvarta nú undan því að þeir geta séð þessa kynþokkafullu konu ganga um nakta í íbúð sinni. 24.8.2011 10:04 Ríkisstjórn Ástralíu í hættu vegna kynlífshneykslis Ástralskur þingmaður er sakaður um að hafa notað kreditkort stéttafélags hjúkrunarfræðinga til að greiða fyrir þjónustu vændiskvenna. Ástralska lögreglan rannsakar nú málið. 24.8.2011 09:51 Fundur með Frakklandsforseta Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu, Mahmoud Jibril, er á leið til Frakklands. Í kvöld mun hann eiga viðræður við Nicolas Sarkozy, frakklandsforseta. Viðræðurnar munu helst snúast um ástandið í Líbíu og framlag alþjóða samfélagsins til umskiptanna þar í landi. 24.8.2011 09:27 Írena nálgast Bandaríkin Fellibylurinn Írena fór yfir Bahama-eyjar og aðrar minni eyjar á Karabískahafinu í nótt en ekki er vitað um tjón eða mannfall. 24.8.2011 08:36 Átta börn fórust í eldsvoða Ellefu fórust, þar á meðal átta börn, þegar eldur kom upp í tveggja hæða húsi bænum Logan í Ástralíu á miðnætti. Fjölmiðlar á svæðinu segja að tvær fjölskyldur hafi búið í húsinu en þrír náðu að flýja út úr húsinu. Börnin er sem brunnu inni eru á aldrinum ellefu til sautján ára en ríkisstjóri Queensland-héraðsins hefur sent sérstaka ráðgjafa í skóla barnanna til að huga að bekkjarsystkinum og vinum þeirra. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 24.8.2011 08:33 Eru ekki að skilja Bandaríski leikarinn Will Smith og eiginkona hans Jada Pinkett-Smith neita sögusögnum um skilnað. Í sameiginlegri yfirlýsingu segjast þau vera hamingjusöm og hjónabandið sé óskaddað. 24.8.2011 08:09 Gaddafí segist vera í Trípólí Tvær loftárásir voru gerðar í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt en talið er að Atlantshafsbandalagið beri ábyrgð á árásinni. Engar fréttir hafa borist á manntjóni. 24.8.2011 07:17 Saksóknari trúir ekki þernunni Dominque Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er laus allra mála í New York og gekk frjáls maður út úr dómhúsi í gær. 24.8.2011 00:45 Höfuðstöðvarnar á valdi uppreisnarliðs Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. 24.8.2011 00:00 Kjarnarofnar teknir úr sambandi vegna jarðskjálftans í Bandaríkjunum Gamalt kjarnorkuver er nærri upptökum jarðskjálftans í Richmond í Virginíu sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna um klukkan sex í dag. Jarðskjálftinn reyndist vera 5.8 á richter og upptök hans voru á grunnu dýpi. 23.8.2011 18:50 Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Bandaríkjanna Jarðskjálfti upp á 5.8 á richter reið yfir á Austurströnd Bandaríkjanna og fannst hann meðal annars í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Talið er að hann hafi átt upptök sín í Virginíu. 23.8.2011 18:03 Strauss-Kahn segist hafa upplifað martröð Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að síðustu mánuðir hafi verið martröð fyrir sig og fjölskyldu sína og að hann hlakki mikið til að snúa heim til sín. 23.8.2011 16:57 Hluti af heila fjarlægður Breskur maður krefst skaðabóta vegna þess að hluti af heila hans var fjarlægður fyrir mistök í skurðaðgerð. Maðurinn, John Tunney að nafni, hefur og farið fram á að gerð verði rannsókn vegna mistakanna. 23.8.2011 17:01 Hlaut grunsamlegar greiðslur Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, fékk áfram greitt frá News Corp eftir hann var ráðinn sem talsmaður David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Kosninganefnd mun nú yfirfara hvort þær hafi verið lögleg eður ei. 23.8.2011 16:39 Amy dó ekki úr ofneyslu eiturlyfja Ofneysla eiturlyfja var ekki það sem olli andláti Amy Winehouse. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskylda Winehouse sendi fjölmiðlum í dag. 23.8.2011 15:43 Inn fyrir varnarmúrinn Uppreisnarmenn í Líbíu hafa brotið niður varnarmúrinn kringum vígvarðar höfuðstöðvar Gaddafi í miðborg Tripoli. 23.8.2011 15:13 Irene nálgast Bahamaeyjar Fellibylurinn Irene nálgast nú óðum eyjar í karabíska hafinu. Búist er við því að hann muni ná Bahamas í nótt, eftir því sem fram kemur á BBC. Vindstyrkur fellibylsins nær upp í allt að 160 kílómetrum á klukkustund. Irene hefur þegar farið yfir Púrtó Rikó og Dóminíska lýðveldið með miklum vindhviðum og úrhellisrigningu. Veðurfræðingar búast við því að fellibylurinn muni magnast enn meira og ná suðausturhluta Bandaríkjanna um helgina. 23.8.2011 14:36 Breskir hermenn aðstoða uppreisnarmenn Uppreisnarmenn í Líbíu njóta leiðsagnar sérþjálfaðra breskra hermanna. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Nærveru þeirra er opinberlega vísað á bug af yfirvöldum. 23.8.2011 14:33 Kína vill engin afskipti af Sýrlandi Kínverjar eru óánægðir með hinn alþjóðlega þrýsting sem hlaðist hefur á forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Síðustu daga hafa þjóðhöfðingjar hinna ýmsu landa krafist þess að Assad láti af völdum í Sýrlandi. 23.8.2011 14:09 Hersveitir Gaddafís skutu frá sér Hið minnsta tveir fórust og fjölmargir særðust eftir að hersveitir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sendu skotflaugar frá aðsetri hans í Trípolí höfuðborg Líbíu. Þar hefur verið hart barist í allan dag, einkum eftir að í ljós kom að sonur Gaddafís er alls ekki í haldi uppreisnarmanna eins og áður var talið. Atlantshafsbandalagið hefur brugðist við með því að senda herþotur yfir Trípoli, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Fréttir hafa borist af því að þotur Atlantshafsbandalagsins hafi skotið á húsnæði Gaddafis, en það hefur ekki fengist staðfest. 23.8.2011 13:53 Árásir í Sýrlandi halda áfram Sjö manns létu lífið þegar öryggissveitir í Sýrlandi skutu á mótmælendur í gær. Fréttir berast af því að árásir hafi haldið áfram í dag, öryggissveitir hafi ráðist inn í þorp og handtekið marga. 23.8.2011 13:50 Stytta af Martin Luther King Hátt á 10 metra granít-stytta af Martin Luther King hefur verið afhjúpuð suður af Hvíta Húsinu í Washington borg. Barack Obama mun vígja styttuna 28. ágúst næstkomandi, og markar sú athöfn afmæli ræðunnar ódauðlegu „I have a dream," þar sem Martin krafðist jafnréttis kynþátta. 23.8.2011 13:22 Þjóðverjar týndir í Afghanistan Utanríkisráðherra Þýskalands segir tvo Þjóðverja týnda í Afghanistan. Einhverjar líkur eru til þess að um mannrán sé að ræða. Ráðherrann segir að yfir standi „ofsafengin leit" að mönnunum. Hann neitaði að veita frekari upplýsingar. 23.8.2011 11:55 Fresta fundi með lánveitendum Yfirvöld í Kambódíu hafa frestað mikilvægum fundi með erlendum lánveitendum um óákveðinn tíma. Þetta var tilkynnt miðvikudaginn síðasta í kjölfar þess að Alþjóðabankinn stöðvaði lán til ríkisstjórnarinnar. 23.8.2011 11:43 Segja son Gaddafís hafa flúið úr varðhaldi Sonur Múammars Gaddafís Líbíuleiðtoga er ekki í haldi uppreisnarmanna eins og fullyrt var í gær. Harðir bardagar geisa nú við aðsetur Gaddafís í Trípólí. Í gær leit út fyrir að uppreisnarmenn væru við það að bera sigurorð af Gaddafí og binda þar með enda á rúmlega fjögurra áratuga einræðisstjórn hans. 23.8.2011 10:47 Frakkar þjálfuðu uppreisnarmenn Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, viðurkenndi í dag að Frakkland hefði sent "fáeina leiðbeinendur" til Líbíu til að þjálfa uppreisnarmenn. Þetta sagði hann í viðtali við útvarpsstöðina Europe-1 en það er ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar, að Frakkar hafi aðeins sent gæslumenn til verndar frönskum erindreka. 23.8.2011 10:27 Flugdólgur hótaði að stinga flugstjórana Ölvaður bandarískur kaupsýslumaður var handtekinn eftir hótanir um líkamsmeiðingar um borð í flugvél frá flugfélaginu British Airways á dögunum. 23.8.2011 10:24 Höfundur Hound dog og Jailhouse Rock látinn Textahöfundurinn Jerry Leiber lést í gær, 78 ára að aldri. Leiber er þekktastur fyrir að hafa samið lögin Hound Dog og Jailhouse Rock sem rokk-kóngurinn Elvis Presley gerði ódauðleg á sínum tíma. 23.8.2011 09:57 Fundur Medvedev og Kim Jong-il Fundur Dimitry Medvedev, forseta Rússlands, og Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, mun fara fram á morgun, miðvikudag. Umræðuefnin verða líklega hernaðarleg samvinna, eyðing kjarnavopna og samningur um gasleiðslu milli landanna. 23.8.2011 09:54 Sjá næstu 50 fréttir
100 tonn af gulli yfir hafið Seðlabanki Englands fékk óvenjulega beiðni í síðustu viku þegar Hugo Chávez, forseti Venesúela, vildi fá heim gullforða lands síns, eins fljótt og unnt væri. Það þýðir að flytja þarf 99,2 tonn af gullstöngum frá London til Caracas. 25.8.2011 00:00
Heita 180 milljónum hverjum þeim sem finnur Gaddafi Rúmlega einni og hálfri milljón dollara eða sem samsvarar hundrað og áttatíu milljónum íslenskra króna og friðhelgi hefur verið heitið hverjum þeim sem handsamar eða drepur Gaddafi fyrrum einræðisherra Líbíu. Þrjátíu og sex erlendum blaðamönnum hefur nú verið sleppt úr sex daga gíslingu í Trípólí. 24.8.2011 18:43
Gefast upp á þjóðarhundinum Þýska lögreglan er smám saman að skipta þjóðarhundinum, þýskum fjárhundi (sheffer), út fyrir belgísku tegundina. Ríkislögreglan heldur nú aðeins 26 þýska fjárhunda á móti 281 belgískum. 24.8.2011 17:09
Fær hugsanlega ævifangelsi fyrir að fara óboðinn inn í landið Þrjátíu ára gamall pólskur karlmaður gæti orðið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að heimsækja son sinn til Danmerkur. Jyllands Posten segir að þetta yrði þá í fyrsta sinn sem maður fengi slíkan dóm þar í landi fyrir að koma inn í landið í óleyfi. 24.8.2011 16:37
Blaðamennirnir lausir Blaðamennirnir sem voru í haldi á Rixos hótelinu í Tripoli eru lausir úr prísundinni. Blaðamaður CNN segir á twitter-síðu sinni að þeir hafi yfirgefið hótelið í bíl nú síðdegis. 24.8.2011 15:31
Hadzic segist saklaus Stríðshöfðingi Serba, Goran Hadzic, lýsti sig saklausan fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag. Hadzic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni fyrir hlutdeild sína í Júgóslavíustríðinu 1991-1993. Verði hann fundinn sekur bíður hans lífstíðarfangelsi. 24.8.2011 15:21
Sektuð fyrir að gefa barninu ekki nafn Kona frá Kaupmannahöfn hefur verið sektuð um 500 danskar krónur, sem jafngildir um 10 þúsund íslenskum, fyrir að hafa ekki gefið barninu sínu nafn. 24.8.2011 15:14
Hnífaárás í New York Nakinn ungur maður gekk berserksgang í íbúðarblokk í New York í dag. Maðurinn var vopnaður eldhúshníf, drap einn og særði fjóra. Hann virðist hafa gengið milli íbúða, knúið dyra og ráðist á þann sem opnaði, segir í frétt vefmiðilsins www.mailonsunday.co.uk 24.8.2011 14:52
Malaría í Grikklandi Ferðalangar í Grikklandi hafa verið varaðir við malaríusmitum. Þetta kemur fram í frétt Telegraph. Síðan í júní á þessu ári hafa sex manns greinst í landinu með sjúkdóminn. Tilvikin urðu á Euboea, stórri eyju norður af Aþenu og Laconia svæðinu. Enginn smitaðra hafði ferðast nokkuð út fyrir Grikkland. 24.8.2011 14:29
8.7 milljónir lífvera á jörðinni Um 8.7 milljónir tegunda lífvera fyrirfinnast á jörðinni. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Public Library of Science Biology. Talan var fundin með nýju kerfi til að flokka lífverur og meta fjölda þeirra. Áður hefur hún verið áætluð frá 3 milljónum og allt upp í 100. 24.8.2011 14:10
N-Kórea tilbúin að gera hlé á kjarnorkuáætlun Kim Jong-il gaf það út á fundi í dag með rússlandsforseta, Dimitry Medvedev, að Norður Kórea væri reiðubúin að gera hlé á framleiðslu kjarnavopna og tilraunum sínum með kjarnorku. Þessi tilkynning gæti greitt götu viðræðna milli sex þjóða sem sigldu í strand árið 2008. 24.8.2011 13:35
Fundur SÞ og Suu Kyi Lýðræðissinnin Aung San Suu Kyi frá Búrma segir heimsókn sendifulltrúa Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) hafa verið uppörvandi. Suu Kyi átti 90 mínútna fund með mannréttindafulltrúanum, Tomas Ojea Quintana, sem snerist helst um aðstæður 2.000 pólitískra fanga í Búrma og önnur málefni tengd mannréttindum. 24.8.2011 13:01
Ekkert „like“ í Þýskalandi Yfirmaður Persónuverndar í þýska fylkinu Schleswig-Holstein telur að „like" hnappurinn svokallaði á Facebook, sem notendur smella á til að lýsa velþóknun sinni á færslum og öðru, brjóti í bága við persónuverndarlög í Þýskalandi. 24.8.2011 13:00
Blaðamenn í stofufangelsi í Tripoli Um 35 erlendir blaðamenn eru fastir á Rixos hótelinu í Tripoli. Hótelið er umkringt stuðningsmönnum Gaddafi sem varna blaðamönnunum útgöngu. Bardagar geisa í kring. Byssumenn eru á göngunum, leyniskyttur á þakinu. Ef þeir reyna að sleppa út er byssum beint að þeim. 24.8.2011 11:58
Staðan í Líbíu Þó sprengingar og skothvellir heyrist enn í Líbíu eru þær blandnar hamingjuhrópunum fólks og barnasöng. Það eru fagnaðarlæti í Tripoli eftir einstakan og sögulegan dag. 24.8.2011 11:29
Áframhaldandi átök á Gaza Árásir héldu áfram á landamærum Gaza-svæðisins og Ísrael í dag. Ísrael gerðu loftárásir á Gaza og Palestínumenn skutu sprengjum til baka. Hamas samtökin segja einn Palestínumann látinn eftir árásirnar. 24.8.2011 10:14
Nakin Nigella hneykslar nágranna sína Nágrannar stjörnukokksins Nigellu Lawson kvarta nú undan því að þeir geta séð þessa kynþokkafullu konu ganga um nakta í íbúð sinni. 24.8.2011 10:04
Ríkisstjórn Ástralíu í hættu vegna kynlífshneykslis Ástralskur þingmaður er sakaður um að hafa notað kreditkort stéttafélags hjúkrunarfræðinga til að greiða fyrir þjónustu vændiskvenna. Ástralska lögreglan rannsakar nú málið. 24.8.2011 09:51
Fundur með Frakklandsforseta Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu, Mahmoud Jibril, er á leið til Frakklands. Í kvöld mun hann eiga viðræður við Nicolas Sarkozy, frakklandsforseta. Viðræðurnar munu helst snúast um ástandið í Líbíu og framlag alþjóða samfélagsins til umskiptanna þar í landi. 24.8.2011 09:27
Írena nálgast Bandaríkin Fellibylurinn Írena fór yfir Bahama-eyjar og aðrar minni eyjar á Karabískahafinu í nótt en ekki er vitað um tjón eða mannfall. 24.8.2011 08:36
Átta börn fórust í eldsvoða Ellefu fórust, þar á meðal átta börn, þegar eldur kom upp í tveggja hæða húsi bænum Logan í Ástralíu á miðnætti. Fjölmiðlar á svæðinu segja að tvær fjölskyldur hafi búið í húsinu en þrír náðu að flýja út úr húsinu. Börnin er sem brunnu inni eru á aldrinum ellefu til sautján ára en ríkisstjóri Queensland-héraðsins hefur sent sérstaka ráðgjafa í skóla barnanna til að huga að bekkjarsystkinum og vinum þeirra. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 24.8.2011 08:33
Eru ekki að skilja Bandaríski leikarinn Will Smith og eiginkona hans Jada Pinkett-Smith neita sögusögnum um skilnað. Í sameiginlegri yfirlýsingu segjast þau vera hamingjusöm og hjónabandið sé óskaddað. 24.8.2011 08:09
Gaddafí segist vera í Trípólí Tvær loftárásir voru gerðar í Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt en talið er að Atlantshafsbandalagið beri ábyrgð á árásinni. Engar fréttir hafa borist á manntjóni. 24.8.2011 07:17
Saksóknari trúir ekki þernunni Dominque Strauss-Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er laus allra mála í New York og gekk frjáls maður út úr dómhúsi í gær. 24.8.2011 00:45
Höfuðstöðvarnar á valdi uppreisnarliðs Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. 24.8.2011 00:00
Kjarnarofnar teknir úr sambandi vegna jarðskjálftans í Bandaríkjunum Gamalt kjarnorkuver er nærri upptökum jarðskjálftans í Richmond í Virginíu sem reið yfir austurströnd Bandaríkjanna um klukkan sex í dag. Jarðskjálftinn reyndist vera 5.8 á richter og upptök hans voru á grunnu dýpi. 23.8.2011 18:50
Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Bandaríkjanna Jarðskjálfti upp á 5.8 á richter reið yfir á Austurströnd Bandaríkjanna og fannst hann meðal annars í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Talið er að hann hafi átt upptök sín í Virginíu. 23.8.2011 18:03
Strauss-Kahn segist hafa upplifað martröð Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að síðustu mánuðir hafi verið martröð fyrir sig og fjölskyldu sína og að hann hlakki mikið til að snúa heim til sín. 23.8.2011 16:57
Hluti af heila fjarlægður Breskur maður krefst skaðabóta vegna þess að hluti af heila hans var fjarlægður fyrir mistök í skurðaðgerð. Maðurinn, John Tunney að nafni, hefur og farið fram á að gerð verði rannsókn vegna mistakanna. 23.8.2011 17:01
Hlaut grunsamlegar greiðslur Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, fékk áfram greitt frá News Corp eftir hann var ráðinn sem talsmaður David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Kosninganefnd mun nú yfirfara hvort þær hafi verið lögleg eður ei. 23.8.2011 16:39
Amy dó ekki úr ofneyslu eiturlyfja Ofneysla eiturlyfja var ekki það sem olli andláti Amy Winehouse. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskylda Winehouse sendi fjölmiðlum í dag. 23.8.2011 15:43
Inn fyrir varnarmúrinn Uppreisnarmenn í Líbíu hafa brotið niður varnarmúrinn kringum vígvarðar höfuðstöðvar Gaddafi í miðborg Tripoli. 23.8.2011 15:13
Irene nálgast Bahamaeyjar Fellibylurinn Irene nálgast nú óðum eyjar í karabíska hafinu. Búist er við því að hann muni ná Bahamas í nótt, eftir því sem fram kemur á BBC. Vindstyrkur fellibylsins nær upp í allt að 160 kílómetrum á klukkustund. Irene hefur þegar farið yfir Púrtó Rikó og Dóminíska lýðveldið með miklum vindhviðum og úrhellisrigningu. Veðurfræðingar búast við því að fellibylurinn muni magnast enn meira og ná suðausturhluta Bandaríkjanna um helgina. 23.8.2011 14:36
Breskir hermenn aðstoða uppreisnarmenn Uppreisnarmenn í Líbíu njóta leiðsagnar sérþjálfaðra breskra hermanna. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Nærveru þeirra er opinberlega vísað á bug af yfirvöldum. 23.8.2011 14:33
Kína vill engin afskipti af Sýrlandi Kínverjar eru óánægðir með hinn alþjóðlega þrýsting sem hlaðist hefur á forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Síðustu daga hafa þjóðhöfðingjar hinna ýmsu landa krafist þess að Assad láti af völdum í Sýrlandi. 23.8.2011 14:09
Hersveitir Gaddafís skutu frá sér Hið minnsta tveir fórust og fjölmargir særðust eftir að hersveitir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sendu skotflaugar frá aðsetri hans í Trípolí höfuðborg Líbíu. Þar hefur verið hart barist í allan dag, einkum eftir að í ljós kom að sonur Gaddafís er alls ekki í haldi uppreisnarmanna eins og áður var talið. Atlantshafsbandalagið hefur brugðist við með því að senda herþotur yfir Trípoli, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Fréttir hafa borist af því að þotur Atlantshafsbandalagsins hafi skotið á húsnæði Gaddafis, en það hefur ekki fengist staðfest. 23.8.2011 13:53
Árásir í Sýrlandi halda áfram Sjö manns létu lífið þegar öryggissveitir í Sýrlandi skutu á mótmælendur í gær. Fréttir berast af því að árásir hafi haldið áfram í dag, öryggissveitir hafi ráðist inn í þorp og handtekið marga. 23.8.2011 13:50
Stytta af Martin Luther King Hátt á 10 metra granít-stytta af Martin Luther King hefur verið afhjúpuð suður af Hvíta Húsinu í Washington borg. Barack Obama mun vígja styttuna 28. ágúst næstkomandi, og markar sú athöfn afmæli ræðunnar ódauðlegu „I have a dream," þar sem Martin krafðist jafnréttis kynþátta. 23.8.2011 13:22
Þjóðverjar týndir í Afghanistan Utanríkisráðherra Þýskalands segir tvo Þjóðverja týnda í Afghanistan. Einhverjar líkur eru til þess að um mannrán sé að ræða. Ráðherrann segir að yfir standi „ofsafengin leit" að mönnunum. Hann neitaði að veita frekari upplýsingar. 23.8.2011 11:55
Fresta fundi með lánveitendum Yfirvöld í Kambódíu hafa frestað mikilvægum fundi með erlendum lánveitendum um óákveðinn tíma. Þetta var tilkynnt miðvikudaginn síðasta í kjölfar þess að Alþjóðabankinn stöðvaði lán til ríkisstjórnarinnar. 23.8.2011 11:43
Segja son Gaddafís hafa flúið úr varðhaldi Sonur Múammars Gaddafís Líbíuleiðtoga er ekki í haldi uppreisnarmanna eins og fullyrt var í gær. Harðir bardagar geisa nú við aðsetur Gaddafís í Trípólí. Í gær leit út fyrir að uppreisnarmenn væru við það að bera sigurorð af Gaddafí og binda þar með enda á rúmlega fjögurra áratuga einræðisstjórn hans. 23.8.2011 10:47
Frakkar þjálfuðu uppreisnarmenn Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, viðurkenndi í dag að Frakkland hefði sent "fáeina leiðbeinendur" til Líbíu til að þjálfa uppreisnarmenn. Þetta sagði hann í viðtali við útvarpsstöðina Europe-1 en það er ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar, að Frakkar hafi aðeins sent gæslumenn til verndar frönskum erindreka. 23.8.2011 10:27
Flugdólgur hótaði að stinga flugstjórana Ölvaður bandarískur kaupsýslumaður var handtekinn eftir hótanir um líkamsmeiðingar um borð í flugvél frá flugfélaginu British Airways á dögunum. 23.8.2011 10:24
Höfundur Hound dog og Jailhouse Rock látinn Textahöfundurinn Jerry Leiber lést í gær, 78 ára að aldri. Leiber er þekktastur fyrir að hafa samið lögin Hound Dog og Jailhouse Rock sem rokk-kóngurinn Elvis Presley gerði ódauðleg á sínum tíma. 23.8.2011 09:57
Fundur Medvedev og Kim Jong-il Fundur Dimitry Medvedev, forseta Rússlands, og Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, mun fara fram á morgun, miðvikudag. Umræðuefnin verða líklega hernaðarleg samvinna, eyðing kjarnavopna og samningur um gasleiðslu milli landanna. 23.8.2011 09:54