Fleiri fréttir Leiðtogi glæpasamtaka játar aðild að 1500 morðum Leiðtogi glæpasamtaka í Mexíkó hefur viðurkennt að hafa átt aðild að 1500 morðum. Stjórnvöld í Mexíkó höfðu heitið 140 milljónum til höfuðs honum. 1.8.2011 16:32 Tuttugu þúsund fangar fái frelsi Fangelsi í Venesúela eru flest öll yfirfull og hafa fangelsisstjórar og fangaverðir lengi varað við ástandinu. Fyrir skömmu létust 25 í uppþotum í einu fangelsanna sem stóðu í rúmar þrjár vikur. 1.8.2011 16:13 Stoltenberg aldrei verið vinsælli Forsætisráðherra Noregs hefur öðrum fremur verið í sviðsljósinu í kjölfar hryðjuverkanna. Hann hefur aldrei verið vinsælli og hefur hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína. Viðbrögð hans allt frá byrjun hafa vakið athygli. 1.8.2011 15:00 Svíakonungur minntist fórnarlambanna í Noregi Karl Gústaf Svíakonungur heimsótti heimsmót skáta í Svíþjóð. Þar minntist hann fórnarlambanna í Noregi og sagði ódæðisverkin áminningu til skáta að leggja enn harðar að sér í baráttunni við fordóma og illsku í heiminum. Það væri hlutverk fullorðna í skátastarfi að leiðbeina sér yngri skátum og vera þeim fyrirmynd og aðstoða þá við að vera boðbera friðar hvar sem er og hvenær sem er. Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri. 1.8.2011 13:53 Ellefu fórnarlambanna í framboði fyrir Verkamannaflokkinn Ellefu af þeim ungmennum sem féllu fyrir hendi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í Útey höfðu boðið sig fram til komandi sveitarstjórnarkosninga í Noregi. 1.8.2011 12:54 Vitorðsmönnum verður refsað Allir þeir sem hafa veitt Anders Behring Breivik aðstoð við að skipuleggja fjöldamorðin í Útey og Osló gætu átt yfir höfði sér refsidóma. Í vefútgáfu norska dagblaðsins Verdens gang er haft eftir lögreglu að þunginn í rannsókninni á fjöldamorðunum sé nú kanna hvort Breivik hafi átt einhverja vitorðsmenn. Breivik tók sér mörg ár til að skipuleggja sprengjuárásina í Osló og morðin í Útey og hver sá sem hefur hvatt hann til hryðjuverkanna á þeim tíma gæti borið refsiábyrgð. 1.8.2011 10:09 Netanyahu lofar breytingum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lofar breytingum og segist ætla að koma til móts við óánægjuraddir Ísraela. Breytinga sé þörf hvað nálgun og áherslur í efnahagsmálum varðar sem bein áhrif hafi á helstu stoðir samfélagsins. 1.8.2011 08:00 Dagblað sektað vegna ritdóms Breska blaðið The Daily Telegraph hefur verið sektað vegna ritdóms Lynns Barber frá árinu 2008 um bókina Seven Days in the Art World sem Sarah Thornton skrifaði. 1.8.2011 06:00 Segir Breivik leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. 31.7.2011 18:58 Mótmælendur handteknir í Ísrael Tugir mótmælenda voru handteknir víðsvegar um Ísrael þegar fram fóru einhver víðtækustu mótmæli í landinu í áratugi. Talið er að yfir 150 þúsund manns hafi komið saman í 12 borgum í gær til að mótmæla auknum álögum og um leið undirstrika nauðsyn þess að víðtækar breytingar verði gerðar á ísraelsu samfélagið. Fólkið vill auk þess hærri meðallaun og að ódýrara verði að ala upp börn í Ísrael. Fjölmenn mótmæli voru í Tel Aviv, Jerusalem og Haifa sem eru stærstu borgir Ísraels. Þá komu að því er talið um fimm þúsund mótmælendur saman fyrir utan og í grennd við heimili Binyamin Netanyahu, forsætisráðherra, í Jerúsalem. 31.7.2011 17:00 Enn eykst stuðningur við norska Verkamannaflokkinn Fylgi norska Verkamannaflokksins, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, hefur aukist mikið eftir hryðjuverkaárásirnar í Ósló og á Útey. Fylgi annarra flokka hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Dagbladet sem fór fram í gær og fyrradag. Stuðningur við Verkamannaflokkinn mælist nú 41,7% sem er um 11% aukning frá því í júní. Stoltenberg þykir hafa staðið sig afar vel undanfarna daga. 31.7.2011 15:52 Eyðileggingin mikil í Osló og Útey Talið er að um þúsund verslanir og önnur þjónustufyrirtæki hafi skemmst í sprengingunni í Ósló fyrir rúmri viku. Mörg fyrirtækjanna eru á svæði sem lögreglan lokaði af eftir árásirnar og hafa því verið lokuð. Nokkrar verslanir hafa reynt að bregðast við með því að selja skemmdar vörur á lægra verði. 31.7.2011 15:29 Hundrað myrtir í SýrlandI Tæplega 100 óbreyttir borgarar hafa fallið í meiriháttar skriðdrekaárás á borgina Hama í Sýrlandi, en mótmæli hafa magnast í borginni undanfarnar vikur. Umsátursástand hefur ríkt í borginni undanfarinn mánuð, en þar hefur verið gerð uppreisn gegn stjórnvöldum í landinu. 31.7.2011 13:15 Fórnarlamb sýruárásar féll frá kröfu um refsingu á síðustu stundu Írönsk kona sem er fórnarlamb sýruárásar krafðist þess á síðustu stundu að árasarmaður sinn yrði náðaður en hann hafði á grundvelli umdeildra laga verið dæmdur til að verða blindaður á sjúkrahúsi að kröfu konunnar. 31.7.2011 12:00 Umferðaröngþveiti bjargaði líklega lífi Gro Harlem Brundtland Umferðaröngþveiti virðist hafa bjargað lífi Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en hún var sem kunnugt er farin úr Útey þegar norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik kom þangað grár fyrir járnum og myrti tugi ungmenna, að því er norska dagblaðið Verdens Gang greinir frá. 31.7.2011 10:13 Á fimmta tug fallnir eftir skriðdrekaárás 45 óbreyttir borgarar hafa fallið í meiriháttar skriðdrekaárás á borgina Hama í Sýrlandi. Að sögn mótmælenda er markmið árásanna að knésetja þá sem krefjast lýðræðisumbóta í landinu. Tugir fólks til viðbótar eru særðir eftir árásirnar, en að sögn læknis á einum af spítölum borgarinnar er ástandið grafalvarlegt. Hann segir að hermenn skjóti af hríðskotabyssum í allar áttir, en fréttastofa Sky hefur eftir einum íbúa borgarinnar að leyniskyttur hafi einnig komið sér fyrir á lykilstöðum. 31.7.2011 10:00 Stóraukið fylgi flokks Stoltenbergs Fylgi Verkamannaflokksins í Noregi, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, hefur aukist um tíu prósentustig eftir hryðjuverkaárásirnar í Ósló og á Útey. Fylgi annarra flokka hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Sunnmørsposten. 30.7.2011 23:45 Bólusetja börn sem eiga mest á hættu að sýkjast Flóttamenn streyma nú til Kenýu frá þurrkasvæðum í Sómalíu, en hjálparstarfsmenn eiga fullt í fangi með að bólusetja flóttamennina til að koma í veg fyrir faraldur. 30.7.2011 18:37 Breivik sýndi engin viðbrögð Verjandi norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik segir hann ekki virðast skilja hvaða afleiðingar ódæðisverk hans hafi haft á norskt samfélag. Þá segir hann Breivik engin svipbrigði hafa sýnt þegar hann var upplýstur um fjölda þeirra sem hann myrti. 30.7.2011 18:45 Konunglega brúðkaupið látlaust Zara Phillips, barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar, og Mike Tindall, þekktur rugby-leikmaður, gengu í hjónaband í dag. Zara Phillips er elsta dóttir Önnu. Athöfnin var látlaus á mælikvarða konungsfjölskyldunnar. Gestirnir voru ekki margir heldur einungis nánustu ættingjar og vinir. Þar á meðal drottningarmóðirin og Filippus eiginmaður hennar, Karl prins, Camilla Parker Bowles, Harry prins sem og Vilhjálmur og Kate Middleton sem gengu í það heilaga fyrr á árinu. Brúðkaup þeirra var langt því frá látlaust. 30.7.2011 17:20 Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. 30.7.2011 16:42 Brotlenti með 163 manns innanborðs Farþegaflugvél með 163 manns innanborðs brotlenti og brotnaði í tvennt á alþjóðaflugvellinum í höfuðborg Gvæjana í morgun. Allir sem voru um borð í vélinni komust lífs af en nokkrir eru slasaðir. Gvæjana er í Suður-Ameríku og á meðal annars landamæra að Venúsúela og Brasilíu. 30.7.2011 15:59 Simpansi gefur tígrisdýrum pela Simpansi í taílenskum dýragarði hefur slegið í gegn eftir að hann hóf að gefa nokkra vikna gömlum tígrisdýrum að drekka úr pela. Þetta hefur simpansinn Dodo gert á degi hverjum í rúmt ár en þá voru tígrisdýrin á bilinu þriggja vikna til fimm mánaða gömul. 30.7.2011 15:56 Konunglegt brúðkaup í dag Zara Phillips, barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar, og Mike Tindall, þekktur rugby-leikmaður, ganga í hjónaband í dag. Zara Phillips er elsta dóttir Önnu sem er eina dóttir Elísabetar drottningar. Brúðkaupið fer fram í Edinborg. 30.7.2011 14:04 Hætta á greiðslufalli Ef ekki verða samþykkt fjárlög í Bandaríkjunum fyrir 2. ágúst næstkomandi er hætta á greiðslufalli bandaríska ríkisins en öldungadeild Bandaríkjaþings felldi í gær frumvarp til fjárlaga. 30.7.2011 12:59 Öryggisgæsla hert við konungshöllina Ströng öryggisgæsla er að öllu jafna í og við konungshöllina í Osló en hún aukin strax eftir að sprengja sprakk í miðborg Osló fyrir rúmri viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í dag. Norskir fjölmiðlar segja að konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins hafi verið meðal næstu skotmarka Anders Behring Breiviks. Verjandi hans sagði í gær að frekari árásir hafi staðið til en ekkert hafi orðið af þeim. 30.7.2011 11:39 Skorti hæfni til að stýra flugvél Air France Flugmenn flugvélar á vegum Air France sem fórst árið 2009 með þeim afleiðingum að allir 228 farþegarnir létust, skorti hæfni og þjálfun til að stýra vélinni. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Frakklandi sem birt var í gærkvöldi. 30.7.2011 11:30 Konungshöllin meðal skotamarka Breiviks Norska konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins voru á meðal annarra skotmarka hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Verdens Gang í dag. Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við. 30.7.2011 10:33 Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. 30.7.2011 07:00 Frekari hjálpar er þörf í Sómalíu Bardagar héldu áfram á götum Mogadisjú í Sómalíu í gær þar sem friðargæslusveitir Afríkusambandsins unnu svæði af hópum skæruliða. Markmiðið er að tryggja að hjálpargögn nái til nauðstaddra sem hafa hópast til borgarinnar síðustu vikur og mánuði vegna hungursneyðar sem geisar í suðurhluta landsins. 30.7.2011 06:30 Sakfelldur fyrir raksápuárásina Breskur maður, sem réðst á fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch með raksápu að vopni er Muroch var yfirheyrður af breskri þingnefnd, hefur verið sakfelldur fyrir árásina. Hinn 26 ára gamli Jonathan May-Bowles, sem hefur reynt fyrir sér sem grínisti, játaði greiðlega að hafa smurt raksápu á disk og klínt henni á Murdoch. 30.7.2011 05:00 Fjölmenn mótmæli í Kaíró Hópur Salafista, öfgasinnaðra Múslima, réðst inn á Tahir torg í Kaíró í gær þar sem tugir þúsunda mótmæltu. Sunnan höfuðborgarinnar var skotið á bíl sem í voru kristnir menn og létust tveir. Ekki er vitað hvað byssumanninum gekk til en talið er að ódæðisverkið hafi tengst mótmælunum á Tahir torgi. 30.7.2011 02:00 Boðað til kosninga á Spáni Forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, hefur boðað til þingkosninga í nóvember, fjórum mánuðum fyrr en búist var við. Zapatero sagði snemmbúnar kosningar gera nýrri ríkisstjórn kleift að takast á við efnahagsvandamál landsins frá og með janúar. 30.7.2011 00:00 Lengsta fríið í Danmörku og Þýskalandi Danir og Þjóðverjar eru þær þjóðir innan Evrópusambandsins, ESB, sem fá flesta frídaga. Þeir fá að meðaltali 40 frídaga á ári að helgidögum meðtöldum, samkvæmt könnun á vegum sambandsins. Svíar fá að meðaltali 34 frídaga á ári en Grikkir og Portúgalar að meðaltali 33 frídaga á ári. Rúmenar, sem eru neðstir á listanum, fá 27 daga árlega. 29.7.2011 23:30 Danskir gíslar eygja frelsi Fimm mánaða vist danskrar fjölskyldu í haldi sómalskra sjóræningja gæti lokið innan skamms samkvæmt fregnum í þarlendum fjölmiðlum. Fjölskyldan var tekin í gíslingu í febrúar síðastliðnum þegar þau sigldu skútu sinni um Indlandshaf í átt að Rauðahafi. 29.7.2011 22:00 Var í þvottavélinni í klukkutíma Það þykir með ólíkindum að átta vikna kettlingur hafi lifað það af að vera klukkutíma inni í þvottavél á meðan að vélin var í gangi. Kettlingurinn er nú hinn hressasti en þurfti þó að vera nokkra daga á spítala eftir uppákomuna. 29.7.2011 21:00 Breti telur sig hafa fundið Madeleine McCann Bresk kona á ferðalagi um Norður-Indland telur sig hafa fundið Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir fjórum árum. Hún er átta ára gömul, sé hún á lífi. Lögreglan á Indlandi hefur tekið DNA-sýni úr stúlkunni sem leiða eiga sannleikann í ljós. 29.7.2011 20:15 Breivik næst yfirheyrður eftir helgi Fjöldamorðinginn Anders Breivik var færður úr einangrunarvist í öryggisfangelsinu Ila í morgun til yfirheyrslu í höfuðstöðvum lögreglunnar. Þar er ætlunin að fara yfir síðasta vitnisburð mannsins síðan á laugardag og þær upplýsingar um ódæðisverkin sem fram hafa komið síðan þá. 29.7.2011 20:00 Hertaka svæði stjórnarhersins Hundruð uppreisnarmanna hröktu hermenn Múammars Gaddafí, leiðtoga Líbíu, frá þremur bæjum sem þeir hafa haldið í Vestur-Líbíu. 29.7.2011 20:00 Fyrsta af allt of mörgum jarðarförum "Þetta er fyrsta af allt of mörgum jarðarförum eftir hinar hræðilegu hörmungar á föstudaginn var,“ sagði Jonas Gahr Stoere, utanríkisráðherra Noregs, eftir að ung stúlka sem fórst í hryðjuverkaárásunum í Noregi fyrir viku var borin til grafar í dag, sú fyrsta af fórnarlömbum Anders Breiviks. 29.7.2011 19:25 Börnin fá óvenjulegt kraftaverkameðal Vannærð börn fylla flóttamannabúðir nærri Sómalíu, en stríðsátök og hungursneyð þjaka landið. Öll fjárframlög til Rauða kross Íslands fara nú í að kaupa óvenjulegt kraftaverkameðal fyrir börnin, vítamínbætt hnetusmjör, sem reynst getur þeim lífgjöf. 29.7.2011 18:40 Barist til að tryggja aðstoð Friðargæsluliðar Afríkusambandsins börðust í gær við skæruliðahópa í Mogadisjú, höfuðborg Sómalíu, til að tryggja að hjálpargögn skili sér. 29.7.2011 17:30 Stoltenberg sagði fórnarlömbin hetjur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði að fórnarlömb fjöldamorðingjans Anders Breivik væru hetjur, þegar hann ávarpaði minningarsamkomu sem haldin var í Osló í dag á vegum ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hreyfingin var skotmark árásarinnar á Útey. 29.7.2011 15:36 Fyrstu jarðarfarirnar fóru fram í dag Hundruðir fylgdu í dag til grafar hinni norsku Bano Rashid sem var aðeins átján ára þegar fjöldamorðinginn Anders Breivik myrti hana í Útey á dögunum. Þetta var fyrsta fórnarlamb hans sem er jarðsett. 29.7.2011 15:17 Fyrsta útförin eftir hryðjuverkin í Osló Fyrsta útför fórnarlambs hryðjuverkaárásanna í Noregi fyrir viku fer fram í dag þegar hin 18 ára gamla Bano Abodakar Rashid verður jarðsungin. Þá verður einnig minningarathöfn í Osló á vegum ungliðahreyfingar norska verkamannaflokksins, en hreyfingin var skotmark árásarinnar á Útey. Meðal viðstaddra verður Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, auk formanns ungra jafnaðarmanna á Íslandi. 29.7.2011 13:35 Sjá næstu 50 fréttir
Leiðtogi glæpasamtaka játar aðild að 1500 morðum Leiðtogi glæpasamtaka í Mexíkó hefur viðurkennt að hafa átt aðild að 1500 morðum. Stjórnvöld í Mexíkó höfðu heitið 140 milljónum til höfuðs honum. 1.8.2011 16:32
Tuttugu þúsund fangar fái frelsi Fangelsi í Venesúela eru flest öll yfirfull og hafa fangelsisstjórar og fangaverðir lengi varað við ástandinu. Fyrir skömmu létust 25 í uppþotum í einu fangelsanna sem stóðu í rúmar þrjár vikur. 1.8.2011 16:13
Stoltenberg aldrei verið vinsælli Forsætisráðherra Noregs hefur öðrum fremur verið í sviðsljósinu í kjölfar hryðjuverkanna. Hann hefur aldrei verið vinsælli og hefur hlotið mikið lof fyrir framgöngu sína. Viðbrögð hans allt frá byrjun hafa vakið athygli. 1.8.2011 15:00
Svíakonungur minntist fórnarlambanna í Noregi Karl Gústaf Svíakonungur heimsótti heimsmót skáta í Svíþjóð. Þar minntist hann fórnarlambanna í Noregi og sagði ódæðisverkin áminningu til skáta að leggja enn harðar að sér í baráttunni við fordóma og illsku í heiminum. Það væri hlutverk fullorðna í skátastarfi að leiðbeina sér yngri skátum og vera þeim fyrirmynd og aðstoða þá við að vera boðbera friðar hvar sem er og hvenær sem er. Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri. 1.8.2011 13:53
Ellefu fórnarlambanna í framboði fyrir Verkamannaflokkinn Ellefu af þeim ungmennum sem féllu fyrir hendi fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik í Útey höfðu boðið sig fram til komandi sveitarstjórnarkosninga í Noregi. 1.8.2011 12:54
Vitorðsmönnum verður refsað Allir þeir sem hafa veitt Anders Behring Breivik aðstoð við að skipuleggja fjöldamorðin í Útey og Osló gætu átt yfir höfði sér refsidóma. Í vefútgáfu norska dagblaðsins Verdens gang er haft eftir lögreglu að þunginn í rannsókninni á fjöldamorðunum sé nú kanna hvort Breivik hafi átt einhverja vitorðsmenn. Breivik tók sér mörg ár til að skipuleggja sprengjuárásina í Osló og morðin í Útey og hver sá sem hefur hvatt hann til hryðjuverkanna á þeim tíma gæti borið refsiábyrgð. 1.8.2011 10:09
Netanyahu lofar breytingum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lofar breytingum og segist ætla að koma til móts við óánægjuraddir Ísraela. Breytinga sé þörf hvað nálgun og áherslur í efnahagsmálum varðar sem bein áhrif hafi á helstu stoðir samfélagsins. 1.8.2011 08:00
Dagblað sektað vegna ritdóms Breska blaðið The Daily Telegraph hefur verið sektað vegna ritdóms Lynns Barber frá árinu 2008 um bókina Seven Days in the Art World sem Sarah Thornton skrifaði. 1.8.2011 06:00
Segir Breivik leika á fjölmiðla og almenningsálitið eins og píanó Fyrrum skólafélagar og vinir norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik kannast ekki við að hann sé veikur á geði. 31.7.2011 18:58
Mótmælendur handteknir í Ísrael Tugir mótmælenda voru handteknir víðsvegar um Ísrael þegar fram fóru einhver víðtækustu mótmæli í landinu í áratugi. Talið er að yfir 150 þúsund manns hafi komið saman í 12 borgum í gær til að mótmæla auknum álögum og um leið undirstrika nauðsyn þess að víðtækar breytingar verði gerðar á ísraelsu samfélagið. Fólkið vill auk þess hærri meðallaun og að ódýrara verði að ala upp börn í Ísrael. Fjölmenn mótmæli voru í Tel Aviv, Jerusalem og Haifa sem eru stærstu borgir Ísraels. Þá komu að því er talið um fimm þúsund mótmælendur saman fyrir utan og í grennd við heimili Binyamin Netanyahu, forsætisráðherra, í Jerúsalem. 31.7.2011 17:00
Enn eykst stuðningur við norska Verkamannaflokkinn Fylgi norska Verkamannaflokksins, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, hefur aukist mikið eftir hryðjuverkaárásirnar í Ósló og á Útey. Fylgi annarra flokka hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Dagbladet sem fór fram í gær og fyrradag. Stuðningur við Verkamannaflokkinn mælist nú 41,7% sem er um 11% aukning frá því í júní. Stoltenberg þykir hafa staðið sig afar vel undanfarna daga. 31.7.2011 15:52
Eyðileggingin mikil í Osló og Útey Talið er að um þúsund verslanir og önnur þjónustufyrirtæki hafi skemmst í sprengingunni í Ósló fyrir rúmri viku. Mörg fyrirtækjanna eru á svæði sem lögreglan lokaði af eftir árásirnar og hafa því verið lokuð. Nokkrar verslanir hafa reynt að bregðast við með því að selja skemmdar vörur á lægra verði. 31.7.2011 15:29
Hundrað myrtir í SýrlandI Tæplega 100 óbreyttir borgarar hafa fallið í meiriháttar skriðdrekaárás á borgina Hama í Sýrlandi, en mótmæli hafa magnast í borginni undanfarnar vikur. Umsátursástand hefur ríkt í borginni undanfarinn mánuð, en þar hefur verið gerð uppreisn gegn stjórnvöldum í landinu. 31.7.2011 13:15
Fórnarlamb sýruárásar féll frá kröfu um refsingu á síðustu stundu Írönsk kona sem er fórnarlamb sýruárásar krafðist þess á síðustu stundu að árasarmaður sinn yrði náðaður en hann hafði á grundvelli umdeildra laga verið dæmdur til að verða blindaður á sjúkrahúsi að kröfu konunnar. 31.7.2011 12:00
Umferðaröngþveiti bjargaði líklega lífi Gro Harlem Brundtland Umferðaröngþveiti virðist hafa bjargað lífi Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, en hún var sem kunnugt er farin úr Útey þegar norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik kom þangað grár fyrir járnum og myrti tugi ungmenna, að því er norska dagblaðið Verdens Gang greinir frá. 31.7.2011 10:13
Á fimmta tug fallnir eftir skriðdrekaárás 45 óbreyttir borgarar hafa fallið í meiriháttar skriðdrekaárás á borgina Hama í Sýrlandi. Að sögn mótmælenda er markmið árásanna að knésetja þá sem krefjast lýðræðisumbóta í landinu. Tugir fólks til viðbótar eru særðir eftir árásirnar, en að sögn læknis á einum af spítölum borgarinnar er ástandið grafalvarlegt. Hann segir að hermenn skjóti af hríðskotabyssum í allar áttir, en fréttastofa Sky hefur eftir einum íbúa borgarinnar að leyniskyttur hafi einnig komið sér fyrir á lykilstöðum. 31.7.2011 10:00
Stóraukið fylgi flokks Stoltenbergs Fylgi Verkamannaflokksins í Noregi, flokks Jens Stoltenbergs forsætisráðherra, hefur aukist um tíu prósentustig eftir hryðjuverkaárásirnar í Ósló og á Útey. Fylgi annarra flokka hefur minnkað samkvæmt skoðanakönnun Sunnmørsposten. 30.7.2011 23:45
Bólusetja börn sem eiga mest á hættu að sýkjast Flóttamenn streyma nú til Kenýu frá þurrkasvæðum í Sómalíu, en hjálparstarfsmenn eiga fullt í fangi með að bólusetja flóttamennina til að koma í veg fyrir faraldur. 30.7.2011 18:37
Breivik sýndi engin viðbrögð Verjandi norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik segir hann ekki virðast skilja hvaða afleiðingar ódæðisverk hans hafi haft á norskt samfélag. Þá segir hann Breivik engin svipbrigði hafa sýnt þegar hann var upplýstur um fjölda þeirra sem hann myrti. 30.7.2011 18:45
Konunglega brúðkaupið látlaust Zara Phillips, barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar, og Mike Tindall, þekktur rugby-leikmaður, gengu í hjónaband í dag. Zara Phillips er elsta dóttir Önnu. Athöfnin var látlaus á mælikvarða konungsfjölskyldunnar. Gestirnir voru ekki margir heldur einungis nánustu ættingjar og vinir. Þar á meðal drottningarmóðirin og Filippus eiginmaður hennar, Karl prins, Camilla Parker Bowles, Harry prins sem og Vilhjálmur og Kate Middleton sem gengu í það heilaga fyrr á árinu. Brúðkaup þeirra var langt því frá látlaust. 30.7.2011 17:20
Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. 30.7.2011 16:42
Brotlenti með 163 manns innanborðs Farþegaflugvél með 163 manns innanborðs brotlenti og brotnaði í tvennt á alþjóðaflugvellinum í höfuðborg Gvæjana í morgun. Allir sem voru um borð í vélinni komust lífs af en nokkrir eru slasaðir. Gvæjana er í Suður-Ameríku og á meðal annars landamæra að Venúsúela og Brasilíu. 30.7.2011 15:59
Simpansi gefur tígrisdýrum pela Simpansi í taílenskum dýragarði hefur slegið í gegn eftir að hann hóf að gefa nokkra vikna gömlum tígrisdýrum að drekka úr pela. Þetta hefur simpansinn Dodo gert á degi hverjum í rúmt ár en þá voru tígrisdýrin á bilinu þriggja vikna til fimm mánaða gömul. 30.7.2011 15:56
Konunglegt brúðkaup í dag Zara Phillips, barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar, og Mike Tindall, þekktur rugby-leikmaður, ganga í hjónaband í dag. Zara Phillips er elsta dóttir Önnu sem er eina dóttir Elísabetar drottningar. Brúðkaupið fer fram í Edinborg. 30.7.2011 14:04
Hætta á greiðslufalli Ef ekki verða samþykkt fjárlög í Bandaríkjunum fyrir 2. ágúst næstkomandi er hætta á greiðslufalli bandaríska ríkisins en öldungadeild Bandaríkjaþings felldi í gær frumvarp til fjárlaga. 30.7.2011 12:59
Öryggisgæsla hert við konungshöllina Ströng öryggisgæsla er að öllu jafna í og við konungshöllina í Osló en hún aukin strax eftir að sprengja sprakk í miðborg Osló fyrir rúmri viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í dag. Norskir fjölmiðlar segja að konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins hafi verið meðal næstu skotmarka Anders Behring Breiviks. Verjandi hans sagði í gær að frekari árásir hafi staðið til en ekkert hafi orðið af þeim. 30.7.2011 11:39
Skorti hæfni til að stýra flugvél Air France Flugmenn flugvélar á vegum Air France sem fórst árið 2009 með þeim afleiðingum að allir 228 farþegarnir létust, skorti hæfni og þjálfun til að stýra vélinni. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Frakklandi sem birt var í gærkvöldi. 30.7.2011 11:30
Konungshöllin meðal skotamarka Breiviks Norska konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins voru á meðal annarra skotmarka hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Verdens Gang í dag. Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við. 30.7.2011 10:33
Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. 30.7.2011 07:00
Frekari hjálpar er þörf í Sómalíu Bardagar héldu áfram á götum Mogadisjú í Sómalíu í gær þar sem friðargæslusveitir Afríkusambandsins unnu svæði af hópum skæruliða. Markmiðið er að tryggja að hjálpargögn nái til nauðstaddra sem hafa hópast til borgarinnar síðustu vikur og mánuði vegna hungursneyðar sem geisar í suðurhluta landsins. 30.7.2011 06:30
Sakfelldur fyrir raksápuárásina Breskur maður, sem réðst á fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch með raksápu að vopni er Muroch var yfirheyrður af breskri þingnefnd, hefur verið sakfelldur fyrir árásina. Hinn 26 ára gamli Jonathan May-Bowles, sem hefur reynt fyrir sér sem grínisti, játaði greiðlega að hafa smurt raksápu á disk og klínt henni á Murdoch. 30.7.2011 05:00
Fjölmenn mótmæli í Kaíró Hópur Salafista, öfgasinnaðra Múslima, réðst inn á Tahir torg í Kaíró í gær þar sem tugir þúsunda mótmæltu. Sunnan höfuðborgarinnar var skotið á bíl sem í voru kristnir menn og létust tveir. Ekki er vitað hvað byssumanninum gekk til en talið er að ódæðisverkið hafi tengst mótmælunum á Tahir torgi. 30.7.2011 02:00
Boðað til kosninga á Spáni Forsætisráðherra Spánar, José Luis Rodríguez Zapatero, hefur boðað til þingkosninga í nóvember, fjórum mánuðum fyrr en búist var við. Zapatero sagði snemmbúnar kosningar gera nýrri ríkisstjórn kleift að takast á við efnahagsvandamál landsins frá og með janúar. 30.7.2011 00:00
Lengsta fríið í Danmörku og Þýskalandi Danir og Þjóðverjar eru þær þjóðir innan Evrópusambandsins, ESB, sem fá flesta frídaga. Þeir fá að meðaltali 40 frídaga á ári að helgidögum meðtöldum, samkvæmt könnun á vegum sambandsins. Svíar fá að meðaltali 34 frídaga á ári en Grikkir og Portúgalar að meðaltali 33 frídaga á ári. Rúmenar, sem eru neðstir á listanum, fá 27 daga árlega. 29.7.2011 23:30
Danskir gíslar eygja frelsi Fimm mánaða vist danskrar fjölskyldu í haldi sómalskra sjóræningja gæti lokið innan skamms samkvæmt fregnum í þarlendum fjölmiðlum. Fjölskyldan var tekin í gíslingu í febrúar síðastliðnum þegar þau sigldu skútu sinni um Indlandshaf í átt að Rauðahafi. 29.7.2011 22:00
Var í þvottavélinni í klukkutíma Það þykir með ólíkindum að átta vikna kettlingur hafi lifað það af að vera klukkutíma inni í þvottavél á meðan að vélin var í gangi. Kettlingurinn er nú hinn hressasti en þurfti þó að vera nokkra daga á spítala eftir uppákomuna. 29.7.2011 21:00
Breti telur sig hafa fundið Madeleine McCann Bresk kona á ferðalagi um Norður-Indland telur sig hafa fundið Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir fjórum árum. Hún er átta ára gömul, sé hún á lífi. Lögreglan á Indlandi hefur tekið DNA-sýni úr stúlkunni sem leiða eiga sannleikann í ljós. 29.7.2011 20:15
Breivik næst yfirheyrður eftir helgi Fjöldamorðinginn Anders Breivik var færður úr einangrunarvist í öryggisfangelsinu Ila í morgun til yfirheyrslu í höfuðstöðvum lögreglunnar. Þar er ætlunin að fara yfir síðasta vitnisburð mannsins síðan á laugardag og þær upplýsingar um ódæðisverkin sem fram hafa komið síðan þá. 29.7.2011 20:00
Hertaka svæði stjórnarhersins Hundruð uppreisnarmanna hröktu hermenn Múammars Gaddafí, leiðtoga Líbíu, frá þremur bæjum sem þeir hafa haldið í Vestur-Líbíu. 29.7.2011 20:00
Fyrsta af allt of mörgum jarðarförum "Þetta er fyrsta af allt of mörgum jarðarförum eftir hinar hræðilegu hörmungar á föstudaginn var,“ sagði Jonas Gahr Stoere, utanríkisráðherra Noregs, eftir að ung stúlka sem fórst í hryðjuverkaárásunum í Noregi fyrir viku var borin til grafar í dag, sú fyrsta af fórnarlömbum Anders Breiviks. 29.7.2011 19:25
Börnin fá óvenjulegt kraftaverkameðal Vannærð börn fylla flóttamannabúðir nærri Sómalíu, en stríðsátök og hungursneyð þjaka landið. Öll fjárframlög til Rauða kross Íslands fara nú í að kaupa óvenjulegt kraftaverkameðal fyrir börnin, vítamínbætt hnetusmjör, sem reynst getur þeim lífgjöf. 29.7.2011 18:40
Barist til að tryggja aðstoð Friðargæsluliðar Afríkusambandsins börðust í gær við skæruliðahópa í Mogadisjú, höfuðborg Sómalíu, til að tryggja að hjálpargögn skili sér. 29.7.2011 17:30
Stoltenberg sagði fórnarlömbin hetjur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði að fórnarlömb fjöldamorðingjans Anders Breivik væru hetjur, þegar hann ávarpaði minningarsamkomu sem haldin var í Osló í dag á vegum ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hreyfingin var skotmark árásarinnar á Útey. 29.7.2011 15:36
Fyrstu jarðarfarirnar fóru fram í dag Hundruðir fylgdu í dag til grafar hinni norsku Bano Rashid sem var aðeins átján ára þegar fjöldamorðinginn Anders Breivik myrti hana í Útey á dögunum. Þetta var fyrsta fórnarlamb hans sem er jarðsett. 29.7.2011 15:17
Fyrsta útförin eftir hryðjuverkin í Osló Fyrsta útför fórnarlambs hryðjuverkaárásanna í Noregi fyrir viku fer fram í dag þegar hin 18 ára gamla Bano Abodakar Rashid verður jarðsungin. Þá verður einnig minningarathöfn í Osló á vegum ungliðahreyfingar norska verkamannaflokksins, en hreyfingin var skotmark árásarinnar á Útey. Meðal viðstaddra verður Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, auk formanns ungra jafnaðarmanna á Íslandi. 29.7.2011 13:35