Fleiri fréttir

Annar maður verið yfirheyrður

Anders Behring Breivik neitar að gefa upplýsingar sem gætu skorið úr um það hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. Þetta segir saksóknarinn Christian Hatlo.

Brutust inn í tölvur 72 stofnana

Tölvuöryggisfyrirtækið McAfee fullyrðir að það hafi komist á snoðir um umfangsmestu tölvuárás sögunnar. Árásin hafi staðið yfir í fimm ár og beinst að 72 stofnunum og fyrirtækjum, meðal annars Alþjóðaólympíunefndinni, indverska ríkinu, Sameinuðu þjóðunum og öryggisfyrirtækjum.

Flugfreyjunum haldið fjarri

Franska blaðið Le Parisien kveðst hafa undir höndum nafnlaust bréf þar sem segir að flugfélagið Air France hafi fyrirskipað að aðeins flugþjónar en ekki flugfreyjur mættu vinna á fyrsta farrými þegar Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, væri um borð. Air France vísar þessu á bug.

Varar við útbreiðslu kreppu

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, hefur varað við því að skuldavandi sé að breiðast út fyrir evrusvæðið. Forsetinn sendi ríkisstjórnum Evrópusambandsríkjanna bréf í gær þar sem hann kallaði eftir fullum stuðningi þeirra við evrusvæðið.

Tilnefningu forsetans hafnað

Öldungadeild þingsins á Haítí hafnaði nýverið ráðningu Bernards Gousse í embætti forsætisráðherra landsins. Gousse var hafnað vegna þátttöku hans í ofsóknum á hendur stuðningsmönnum Jean Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta.

Hvítabjörn drap einn og særði fjóra

Einn maður lét lífið og fjórir særðust alvarlega í árás ísbjarnar á Svalbarða í dag. Mennirnir voru Bretar en ekki er vitað hvað þeir voru að gera á þessum slóðum. Einum úr hópnum tókst að skjóta dýrið til bana.

Var fullur þegar hann skrifaði undir samningana

Martin Resendiz, bæjarstjóri Sunland Park í Nýju Mexíkó hefur viðurkennt að hafa verið drukkinn þegar hann skrifaði undir níu samninga við kalifornískt fyrirtæki, Synthesis. Nú hefur Synthesis lögsótt bæinn og krefur hann um eina milljón bandarískra dollara, eða um 116 milljónir íslenskra króna.

Mikil spenna við tökur á Tveir og hálfur maður

Mikil spenna ríkti á tökustað á mánudag þegar tekinn var upp fyrsti þátturinn af Tveir og hálfur maður, þar sem Asthton Kutcher kom í staðinn fyrir Charlie Sheen. Dagskrárstjóri CBS sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hefði mátt heyra saumnál detta.

Obama er fimmtugur í dag

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er fimmtugur í dag. Obama hefur átt viðburðarríkan stjórnmálaferil undanfarin ár. Hann var kjörinn forseti fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Áður en hann tók við því embætti var hann öldungadeildarþingmaður.

Síðasti hommi Hitlers látinn

Síðasti eftirlifandi homminn sem nazistar sendu í útrýmingarbúðir er látinn í Þýskalandi. Rudolf Brazda var 98 ára. Hann var sendur í Buchenwald fangabúðirnar í ágúst árið 1942 og var þar í haldi allt til þess að bandarískir hermenn frelsuðu fangana árið 1945. Samtök samkynhneigðra í Þýskalandi tilkynntu um lát Brazdas.

Leikari úr Lögregluskólanum látinn

Bubba Smith, fyrrverandi stjarna úr ameríska fótboltanum og leikari er látinn. Bubba var án efa frægastur fyrir að leika lögreglumanninn Moses Hightower í Police Academy myndunum. Eftir því sem fram kemur í Los Angeles Times lést Bubba Smith á heimili sínu, en dánarorsök er ókunn. Hann var 66 ára gamall. Bubba Smith lék í sex Police Academy myndum af sjö.

Farah Fawcett í líki Barbídúkku

Barbídúkkur í líki leikkonunnar Farah Fawcett eru komnar á markað erlendis. Dúkkurnar eru seldar til styrktar rannsóknum á krabbameinni en Fawcett lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. Farah Fawcett var farsæl leikkona sem sló í gegn árið 1976 þegar hún lék í þáttunum Charlie´s Angels. Fawcett var greind með krabbamein árið 2006 og stofnaði nokkru síðar minningarsjóð sem ætlað var að fjármagna krabbameinsrannsóknir, en samkvæmt Fox news rennur söluágóði af dúkkunum í þann sjóð. Þegar Barbídúkkurnar voru hannaðar var höfð til hliðsjónar ein þekktasta ljósmyndin af Fawcettt þar sem hún er íklædd rauðum sundbol.

Jörðin hafði tvö fylgitungl

Tveir vísindamenn við háskólann í Santa Cruz í Kaliforníu halda því fram að fyrir milljörðum ára hafi jörðin haft tvö tungl, eitt stórt og eitt lítið. Grein um þetta eftir þá Martin Jutzi og Erik Asphaug er birt í hinu virta vísindariti Nature.

Fjórða bók Stig Larsson er ekki til

Eva Gabrielsson, fyrrum sambýliskona rithöfundarins Stig Larsson, segir það fjarri raunveruleikanum að Larsson hafi náð að skrifa fjórðu bók sína áður en hann lést.

Sérstök deild rannsakar hryðjuverkin

Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana.

Tölvuárásir mesta ógnin á eftir kjarnorkuvopnum

Bandaríska leyniþjónustan CIA telur nú að næst á eftir kjarnorkuvopnum séu tölvuárásir mesta ógnin gegn öryggi Bandaríkjanna. Áður hafði eiturefnahernaður og sprengjuárásir skipað þann sess.

Reyndi að kljúfa atóm í eldhúsinu

Rúmlega þrítugur Svíi, Richard Handl, getur átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að reyna að kljúfa atóm í eldhúsinu sínu.

Múbarak lýsir yfir sakleysi sínu

Hosní Múbarak, fyrrum forseti Egyptalands, kom fyrir rétt í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum um spillingu og fyrir að hafa fyrirskipað dráp á mótmælendum í uppreisninni í landinu í febrúar. Um 850 borgarar létu lífið í árásum öryggissveita til að kæfa niður friðsamleg mótmæli.

Stærsti kókaínfundur í sögu Bretlands

Breska lögreglan og tollayfirvöld hafa lagt hald á 1,2 tonn af kókaíni sem smygla átti til Southampton í Bretlandi. Verðmæti fíkniefnanna nam 57 milljörðum króna. Magnið er um þriðjungur af því sem talið er að breskir kókaínneytendur noti á hverju ári. Þetta er mesta magn af kókaíni sem hefur nokkrum sinni fundist á Bretlandi.

Sala á ferðatryggingum stórjókst eftir eldgos í Eyjafjallajökli

Sala á ferðatryggingum í Bandaríkjunum hefur aukist um 10% eftir gosið í Eyjafjallajökli í fyrravor. Þetta er fullyrt á fréttavef ABC fréttastöðvarinnar. Eins og flestir muna lömuðust flugsamgöngur til Evrópu og um Evrópu vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli og var í mörgum tilfellum óljóst hver sæti uppi með skaðann.

Katrín Middleton fær þjálfun hjá sérsveitamönnum

Katrín Middleton, hertogaynja af Cambridge, hefur verið í þjálfun hjá sérsveitamönnum að undanförnu. Tilgangur þjálfunarinnar er að verjast mannræningjum. Í þjálfuninni lærir Katrín sjálfsvörn, hvernig eigi að hegða sér í samskiptum við mannræningja ef henni yrði rænt. Hún lærir líka hvernig hún á að aka undir álagi og hvernig hún á að senda dulkóðuð skilaboð, eftir því sem slúðurblaðið Sun greinir frá.

Mubarak svarar til saka

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var í morgun fluttur fyrir dómara þar sem ákærur gegn honum um spillingu og samsæri voru þingfestar.

Auðmannsdóttir með sprengju um hálsinn

Lögreglan í Sidney í Ástralíu reynir nú að losa sprengju sem er áföst við háls 18 ára gamallar stúlku í einu af auðmannshverfum borgarinnar.

Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans.

Stór hákarl við Frönsku Rivieruna

Stór hákarl hefur sést á sveimi undan ströndum Frönsku Rivierunnar. Kafari í höfninni í Saint Tropez segir að hann hafi séð hákarlinn í tvígang og segir hann um 2ja metra langann.

Átökin við Hama halda áfram

Öryggis- og hersveitir sýrlenskra stjórnvalda halda áfram umsátri sínu um borgina Hama. Fréttamaður BBC á staðnum segir að margir íbúa í borginni og nærliggjandi þorpum séu að yfirgefa svæðið þar sem búist er við allsherjarárás stjórnarhersins á hverri stundu.

Mikill eldsvoði á Suður-Jótlandi í nótt

Slökkviliðið á Suður-Jótlandi í Danmörku hefur barist í fleiri tíma í nótt við mikinn eldsvoða í tveimur byggingum endurmenntunarskóla í bænum Haderslev.

Mubarak fyrir dómara í dag

Réttarhöld yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefjast í Kaíró í dag. Mubarak er ákærður um spillingu og að hafa fyrirskipað árásir á mótmælendur en dauðarefsing liggur við þessum glæpum.

Ástandið versnar enn í Sómalíu

Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir segja að enn sé þörf á frekari aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Tólf milljónir manna eru í lífshættu vegna fæðuskorts og ríkir hungursneyð í tveimur héruðum Sómalíu, sem hefur orðið verst úti í þurrkunum.

Segjast hafa fundið gröf Filippus postula

Ítalskir fornleifafræðingar eru fullvissir um að þeir hafi fundið gröf eins af postulunum 12 í rústum fornrar kirkju í borginni Hierapolis í Tyrklandi.

Lyfjuð pokadýr, ekki geimverur

Akurhringir á ópíumræktarsvæðum á eyjunni Tasmaníu eru ekki af völdum gesta frá öðrum hnetti, eins og sumir gætu haldið, heldur dýra í óreglu.

Fjarlægja ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna

Norski verslunarrisinn Coop hefur tímabundið fjarlægt ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna í Útey en hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik spilaði slíka leiki. Verslunarmaður í BT segir ekki standa til að hætta sölu á ofbeldisleikjum og hvetur foreldra til að virða aldurstakmörk.

Umdeilt frumvarp samþykkt á síðustu stundu

Umdeilt frumvarp um að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins var samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings í dag, aðeins örfáum klukkustundum áður en frestur til þess rann út.

Froðukastari dæmdur í sex vikna fangelsi

Jonathan May-Bowles, sem varð heimsþekktur þegar hann kastaði raksápuböku á fjölmiðlamógúlinn Rupert Murdoch þann 20 júlí síðastliðinn, hefur verið dæmdur í sex vikna fangelsi. Hann var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás og áreiti. Hinn 26 ára gamli May-Bowles játaði sök í málinu, en hann veittist að Murdoch og fleygði á hann rakfroðubökunni þar sem fjölmiðlakóngurinn sat fyrir svörum hjá breskri þingnefnd vegna hlerunarmálsins sem varð vikublaðinu News of the World að falli.

Safna saman eigum fólksins í Útey

Norska lögreglan byrjar í dag á því þungbæra verkefni að taka saman eigur fólks sem var statt í Útey þegar hryðjuverkamaðurinn Breivik hóf skotárás þar. Ragnar Karlsen, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að verkefninu gæti verið lokið á föstudaginn. Tugir manna taki þátt í verkefninu.

Sjá næstu 50 fréttir