Fleiri fréttir

Mætir til vinnu aftur á morgun

Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge eyða fyrstu helgi sinni sem hjón á leynilegum stað. Hjónin hyggjast ekki fara í brúðkaupsferð sína strax og mun Vilhjálmur prins mæta aftur til vinnu sinnar á morgun.

SÞ flytur starfsfólk frá Trípólí

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) ákváðu í gær að flytja allt alþjóðlegt starfslið sitt á brott frá Trípólí, höfuðborg Líbíu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að hópur fólks réðist á skrifstofur SÞ og erlend sendiráð í borginni. Ástæðan mun hafa verið þær fréttir að sonur Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga hefði verið drepinn í loftárás NATO.

Ómeðvitaðir um hætturnar

Reykingabann hefur tekið gildi í Kína. Markmið bannsins er að draga úr dauðsföllum sem rekja má til reykinga. Ekki er leyfilegt að reykja á veitingastöðum, hótelum, lestarstöðvum og í leikhúsum en þó verður áfram leyfilegt að reykja á vinnustöðum

Sonur og barnabörn Gaddafis drepin í loftárásum

Sonur Muammar Gaddafi Saif Al-Arab Gaddafi, og þrjú barnabörn leiðtogans, féllu í loftárásum Nató á borgina Tripólí í Líbíu í nótt. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá líbíska ríkinu snemma í morgun.

Brúðkaup aldarinnar: Hvar voru blökkumennirnir?

Bandaríski spjallþátturinn The View, fjallaði af krafti um brúðkaup aldarinnar í Bretlandi, en leikkonan Sherri Shepherd spurði hinsvegar eldfimrar spurningar: Hvar er eiginlega svarta fólkið?

Seldi skólabróður sínum skammbyssu

Átta ára gamall gutti í New York í Bandaríkjunum var handtekinn á fimmtudaginn eftir að hafa selt skólabróðir sínum raunverulega skammbyssu. Byssan reyndist vera hlaðin að auki.

Stela kjólahönnun fyrir sauðsvartan almúgann

Á sama tíma og hin nýgifta Katrín Middelton sýndi brúðarkjólinn sinn í fyrsta skiptið sátu bandarískir hönnuðir sveittir við sjónvörpin og teiknuðu kjólinn með það að markmiði að fjöldaframleiða hönnunina fyrir sauðsvartan almúgann.

Rithöfundurinn Sabato er látinn

Argentíska skáldið Ernesto Sabato er látinn. Hann var 99 ára gamall þegar hann lést úr bronkítis. Sabato skrifaði meðal annars bókina Göngin sem var þýdd af Guðbergi Bergssyni árið 1985.

Jarðskjálfti í Panama

Öflugur jarðskjálfti skók jörðu í Panama í morgun. Jarðskjálftinn mældist 6.1 á richter samkvæmt mælingum bandarískra jarðfræðinga. Skjálftinn átti upptök sín tæplega 400 kílómetra suðvestur af Panama-borg. Skjálftinn átti upptök sín á tæplega þriggja kílómetra dýpi í Kyrrahafinu.

Brúðhjón dönsuðu fram á nótt

Vilhjálmur prins og Katrín Middleton fögnuðu brúðkaupsdegi sínum ásamt um þrjúhundruð vinum og vandamönnum í veglegri veislu Buckingham höll í gærkvöldi.

Bráðabirgðastjórn á herteknu svæðunum

Leiðtogar tveggja helstu fylkinga Palestínumanna, Fatah og Hamas, stefna á að hittast í Kaíró á þriðjudaginn í næstu viku til að undirrita og staðfesta sögulegan samning þeirra, sem kynntur var á miðvikudaginn.

Óhugnanlegt níð gegn níu börnum

Réttarhöld yfir dönskum hjónum sem misþyrmdu og vanræktu níu börn sín standa nú yfir. Hjónin bjuggu síðast með börn sín í niðurníddu húsi í bænum Brønderslev á Norður-Jótlandi. Þau eru sökuð um að hafa misþyrmt börnum sínum kynferðislega, þá helst elstu dótturinni sem er 21 árs gömul, og látið börnin búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Elsta dóttirin tilkynnti málið til yfirvalda á síðasta ári. Hjónin neita bæði sök.

Níðingahjónin játuðu sekt sína

Phillip Garrido og Nancy kona hans hafa játað að hafa rænt Jaycee Dugard þegar hún var 11 ára og haldið henni fanginni í 18 ár. Dugard slapp úr prísundinni árið 2009, en þá hafði Garrido getið henni tvær dætur sem nú eru 13 og 16 ára. Garrido-hjónin bíða nú dóms en verða að öllum líkindum í fangelsi til æviloka. Þau játuðu, að eigin sögn, til að hlífa Dugard og dætrum hennar fyrir því að þurfa að bera vitni fyrir dómi.

Barack Obama heitir stuðningi

Bandaríkjaforseti sagði eftir heimsókn á hamfarasvæðin í Suðausturríkjunum að hann hafi aldrei séð aðra eins eyðileggingu. Barack Obama hélt ræðu í Tuscaloosa í Alabama, sem hefur orðið afar illa úti, þar sem hann hét stuðningi við uppbygginguna sem fram undan er. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö ríkjum þar sem fjöldi skýstróka skylja eftir sig slóð eyðileggingar. Á fjórða hundrað manns hafi látið lífið þar af yfir 200 í Alabama

Bernskuheimili Katrínar til sölu á hundrað milljónir

Ef þú átt hundrað milljónir liggjandi á lausu gætir þú náð þér alvöru minjagrip um brúðkaup Vilhjálms prins og Katrínar hertogaynju. Bernskuheimili Katrínar er nefnilega til sölu á þessum spottprís. Húsið heitir West View og er nálægt borginni Reading. Katrín bjó í húsinu til þrettán ára aldurs. Foreldrar hennar seldu það árið 1995 fyrir um 27 milljónir en verðmiðinn sem núverandi eigandi hefur sett á húsið hefur væntanlega eitthvað með breytta stöðu Middleton-dótturinnar að gera.

Prinsessan á Jelly-bauninni

Tuttugu og fimm ára gamall Breti datt í lukkupottinn á dögunum þegar hann keypti poka af Jelly-baunum fyrir kærustuna sína. Fyrsta baunin sem kom upp úr pokanum er nefnilega sláandi lík Katrínu hertogaynju sem gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins í dag.

Brúðhjónin eins og Bond

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans fóru í óvænta ökuferð á Aston Martin blæjubíl frá Buckinghamhöll til heimilis síns í Clarence House.

Óku til hallarinnar í opnum hestvagni

Um tveir milljarðar manna um allan heim fylgdust með þegar Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa voru gefin saman í Westminster Abbey í dag. Fyrir utan að vera orðin prinsessa sæmdi drottningin Katrínu titlinum Hertogaynjan af Cambridge. Og fyrir þá sem tóku þátt í að veðja um litinn á hatti Elísabetar drottningar má geta þess að hann var gulur, eins og raunar flestir höfðu veðjað á. Sömuleiðis var hún í gulri dragt. Eins og nærri má geta var athöfnin afskaplega formleg og virðuleg en brúðhjónin skiptust þó á mörgum brosum. Að henni lokinni óku brúðhjónin í opnum hestvagni frá Westminster Abbey til Buckingham hallar. Á leiðinni voru þau hyllt af að minnstakosti einni milljón Breta og ferðamanna sem vörðuðu veginn. Og nú verður hátt í höllinni því þar verða veislur og móttökur langt fram á kvöld. Þegar veisluhöldum lýkur munu drottningin og Filipus hertogi yfirgefa Buckinghamhöll á eftirláta hana brúðhjónunum á brúðkaupsnóttina. Brúðarkjóll Katrínar prinsessu og blómvöndur hennar var nánast eins ólíkur skrúða Díönu prinsessu og hugsast getur. Kjóllinn var fílabeinshvítur, skreyttur blúndum og virtist léttur. Slóðinn var stuttur. Brúðarvöndurinn var hvítur og grænn og mjög nettur. Hún var ekki með hálsfesti en hinsvegar demantseyrnalokka. Katrín bar litla kórónu sem drottningin lánaði henni, en kórónan er frá árinu 1936 og hefur verið kölluð "geislabaugurinn" frá Cartier. Vilhjálmur prins var í einkennisbúningi.

Katrín í hvítum kjól frá hönnuði Alexander McQueen

Brúðarkjóll Katrínar Middleton er fílabeinshvítur og blúndum skreyttur. Brúðurin var sérlega glæsileg þegar hún gekk inn kirkjugólfið í kjól sem hönnuður Alexander McQueen hannaði, Sarah Burton. Sögusagnir höfðu verið uppi fyrir brúðkaupið um að Burton hannaði kjólinn en hún vísaði öllu slíku á bug enda mátti ekkert láta uppi um kjólinn fyrr en í athöfninni sjálfri.

Auðveld skotmörk í opnum hestvagni

Það verður líklega um korter yfir ellefu að íslenskum tíma sem taugar öryggissveita í Lundúnum þenjast til hins ítrasta. Þá lýkur kirkjuathöfninni í brúðkaupi þeirra Vilhjálms og Kate og við tekur ferð í opnum hestvagni frá Westminster Abbey til Buckingham hallar.

Prinsinn orðinn hertogi, barón og jarl

Vilhjálmur Bretaprins hefur verið gerður að hertoganum af Cambridge en amma hans drottningin sæmdi hann titlinum í morgun. Vilhjálmur fær einnig titlana jarlinn af Strathearn og Baróninn af Carrickfergus.

Obama heimsækir hamfarasvæðið í Alabama

Að minnsta kosti 297 hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir suðaustur-ríki Bandaríkjanna síðustu daga. Skýstrókar hafa tætt byggingar og önnur mannvirki í sig og er slóð eyðileggingarinnar sumstaðar gríðarleg.

Giffords fylgist með síðasta geimskoti Endeavor

Bandaríska geimskutlan Endeavor heldur af stað í sína síðustu geimferð í dag frá Flórída. Ferðinni er heitið í alþjóðlegu geimstöðina sem er á sporbaug um jörðu og tekur leiðangurinn fjórtán daga. Þegar skutlan snýr aftur verður henni komið fyrir á safni í Los Angeles.

Hvatt til mótmæla í Sýrlandi

Múslimska bræðralagið hvetur Sýrlendinga til að mótmæla stjórnvöldum að loknum föstudagsbænum í dag.

Manning brátt laus úr einangrun

Bradley Manning, bandaríski hermaðurinn sem situr í fangelsi fyrir að hafa lekið skjölum til WikiLeaks síðunnar losnar innan tíðar úr einangrun. Hann hefur síðustu mánuði verið í einangrunaklefa í herfangelsi í Virginíu en hefur nú verið fluttur í Fort Leavenworth í Kansas og þar mun hann umgangast aðra fanga.

Segir Kate já? - brúðkaupið í beinni á Vísi

Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton fer fram í Westminster Abbey í London í dag. Gríðarlegur mannfjöldi er samankominn í borginni til þess að berja kóngafólkið augum enda ekki á hverjum degi sem verðandi krónprins Breta gengur í hnapphelduna. Útsendingin hefst klukkan sjö en sjálf athöfnin klukkan tíu. Hægt er að fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 í opinni dagskrá.

Ísraelsstjórn hafnar samstarfi við Hamas

Stjórnvöld í Ísrael munu ekki ræða við palestínsk stjórnvöld á meðan Hamas-samtökin eiga aðild að stjórn Palestínu, sagði Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, í gær. Forsvarsmenn stríðandi fylkinga Palestínumanna náðu á miðvikudag sögulegu samkomulagi um að sameina á ný svæði í Palestínu og hætta innbyrðis átökum Hamas og Fatah, sem kostað hafa hundruð manna lífið á síðustu árum.

Fjöldi fólks bíður fyrir utan Westminster Abbey

"Við erum búin að hitta fólk frá Kanada og frá Simbabwe. Hér er fólk alls staðar að úr heiminum sem er búið að tjalda við Westminster Abbey og ætlar að bíða hér þangað til á morgun, til að sjá brúðina ganga inn,“ segir Helga Arnardóttir, fréttamaður, sem er stödd í London. Þegar hafa allt að hundrað manns komið sér fyrir utan við kirkjuna og skín eftirvæntingin úr hverju andliti. Um 20 stiga hiti og sól er í borginni og eru vonir bundnar við að veðrið haldi sér til morguns. Þó er búið að gera ráðstafanir ef veður breytist til hins verra og eru því til reiðu tveir hestvagnar fyrir brúðhjónin til að komst á milli staða á morgun, annar opinn og hinn lokaður. Enn hefur ekki verið opinberað hver hannaði kjól Kate Middleton en sögur herma að hún hafi jafnvel látið hanna fyrir sig allt að þrjá kjóla, bara til öryggis ef eitthvað myndi koma upp á. Þá er talið að hönnuðir Alexander McQueen hafi hannað minnst einn kjól fyrir brúðina verðandi. Áhangendur brúðkaupsins bíða spenntir eftir að sjá kjól Kate á morgun. Vilhjálmur prins, heitmaður hennar, verður þó síðastur manna til að sjá kjólinn enda koma sjónvarpsáhorfendur heima í stofu til með að sjá hann á undan Vilhjálmi sem ber ekki dýrðina augum fyrr en Kate er komin inn í kirkjuna á morgun. "Hún hefur haft á orði að hann þekki öll fötin hennar og að hún vilji koma honum virkilega á óvart,“ segir Helga. Þá hafa jafnvel verið uppi veðmál um hvort Kate verður með blóm í hárinu á morgun eða kórónu. "Það er ótrúlegt að vera hér í borginni. Fólk skiptist algjörlega í tvo hópa. Það eru konungssinnarnir sem ganga helst til langt til að sjá brúðhjónin með eigin augum, þó ekki sé nema í fimm sekúntur. Síðan eru það Bretarnir sem stendur nett á sama en eru samt þakklátir fyrir auka frídag,“ segir Helga. Fylgst verður með undirbúningi brúðkaupsins og athöfninni sjálfri í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi á morgun. Athöfnin hefst klukkan tíu að íslenskum tíma í fyrramálið. Hún er rúmur klukkutími. Eftir það fara þau í hestvagni frá Westminister Abbey til Buckingham-hallar. Bein útsending hefst klukkan sjö í fyrramálið.

Ekki fljúga með þessum flugfélögum

Yfir 250 flugfélög eru á svörtum lista Evrópusambandsins sem nú hefur verið uppfærður í sautjánda skipti. Svarti listinn þýðir að þessi flugfélög fá ekki að fljúga til Evrópusambandsríkjanna.

Grunaðir um að hafa ætlað að spilla fyrir hátíðahöldunum í London

Um 20 manns hafa verið handteknir í Bretlandi í dag, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að spilla fyrir hátíðahöldunum í London á morgun þegar Vilhjálmur Bretaprins gengur að eiga Kötu Middleton. Breska lögreglan réðist inn í fimm íbúðir sem hústökumenn hafa tekið yfir og í einu þeirra voru 14 handteknir.

Ók fram af brún Miklagljúfurs og lifði það af

Ungur maður þykir með þeim heppnustu á jarðarkringlunni eftir að hann ók bíl sínum fram af brún Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og lifði það af. Bíllinn steyptist 200 fet niður í gljúfrið, eða um 60 metra, en lenti þá á tré í hlíðinni og festist þar. Manninum tókst að klifra upp á bjargbrúnina og fá aðstoð en lögreglumenn á svæðinu íhuga nú með hvaða hætti hægt verður að ná í bílinn.

Sjá næstu 50 fréttir