Fleiri fréttir Sjö drepnir og tveir afhöfðaðir vegna bókabrennu í Flórída Mikil ólga er í norðurhluta Afganistan eftir að fregnir bárust að kristinn klerkur brenndi Kóraninn í Flórída í fyrr í vikunni. 2.4.2011 11:26 Blóðbað á Fílabeinsströndinni MInnsta kosti átta hundruð manns hafa verið drepnir í átökum í bænum Duekoeu á Fílabeinsströndinni í þessari viku. 2.4.2011 09:51 Geislavirkt vatn lekur í Kyrrahafið Geislavirkt vatn lekur nú í Kyrrahafið úr tuttugu sentimetra sprungu í tanki við kjarnakljúf tvö í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan. 2.4.2011 10:08 Gaddafi hafnar vopnahléi Að minnsta kosti 10 uppreisnarmenn létu lífið í loftárás bandamanna í Líbíu í gær. Loftárásin var gerð fyrir mistök en uppreisnarmennirnir höfðu skömmu áður skotið af loftvarnarbyssu loftið. 2.4.2011 09:48 Ríkin reyndu ekki að semja Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur vísað frá máli Georgíu gegn Rússlandi vegna þjóðernishreinsana í tveimur héruðum Georgíu, Abkasíu og Suður-Ossetíu. 2.4.2011 09:45 Sex bandarískir hermenn féllu í sömu aðgerðinni Sex bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan í einni og sömu aðgerðinni sem hófst á miðvikudag og stendur enn. Þetta staðfesta talsmenn hersins en þyrlusveit hefur flogið langt inn á afkskekkt svæði í Kunar héraði þar sem Talíbanar hafa sterk ítök. Engum sögum fer af mannfalli úr röðum þeirra en sjaldgæft er að svo margir hermenn fjölþjóðaliðsins í landinu falli á svo skömmum tíma. 1.4.2011 11:54 Mikill skortur á ljósmæðrum í heiminum Ein af hverjum þremur konum sem fæða barn í heiminn í dag gera það án hjálpar frá ljósmóður. Í nýrri alþjóðlegri rannsókn á vegum Save the Children, eða Barnaheilla, er áætlað að ef 350 þúsund ljósmæður væru að störfum í heiminum til viðbótar við þær sem nú eru væri hægt að bjarga einni milljón barna sem látast í fæðingu á hverju ári. 1.4.2011 11:47 Kóbraslangan í Bronx komin í leitirnar Baneitruð egypsk kóbraslanga sem slapp úr búri sínu í dýragarðinum í Bronx á dögunum er fundin. Skriðdýrahúsi garðsins hafði verið lokað á meðan á leitinni stóð og slangan fannst einmitt í húsinu og hafði því ekki komist langt. Hún er við góða heilsu að sögn starfsmanna dýragarðsins. 1.4.2011 08:02 Hátt settur Líbíumaður ræddi við Breta Hátt settur aðstoðarmaður sonar Gaddafís einræðisherra í Líbíu heimsótti London á dögunum til þess að ræða við þarlend yfirvöld, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. 1.4.2011 08:00 Lokasókn sögð hafin á Fílabeinsströndinni Harðir bardagar geisuðu í nótt í stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan á milli manna Alassane Outtara, sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem réttkjörinn forseta, og manna Laurents Gbagbo, sitjandi forseta sem neitar að láta af völdum. 1.4.2011 07:58 Nei kostar tugi milljarða á ári Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 1.4.2011 03:15 Neituðu að tjá sig um ákærur Fyrstu tveir af „rokkurunum“ sextán, meðlimum í Vítisenglum eða AK81 sem ákærðir eru fyrir morðtilraunir og margvíslega aðra glæpi, voru kallaðir til vitnis í réttarsal í gær en neituðu að tjá sig. 1.4.2011 01:15 Líkin finnast enn út um allt "Við erum að finna lík út um allt – í bifreiðum, í ám, undir rústum og úti á götum,“ segir lögreglumaður í Fukushima, sem varð afar illa úti í hamförunum 11. mars. 1.4.2011 01:00 Þyngdaraflið sterkast á Íslandi Þyngdaraflið er sterkast á tveimur svæðum jarðar: Annars vegar á nokkuð stóru svæði í Atlantshafinu, sem nær rétt norður fyrir Ísland og alla leið suður að Azoreyjum, hins vegar á svæði norður af Ástralíu allt frá Filippseyjum og austur að Fídjíeyjum í Suður-Kyrrahafi. 1.4.2011 00:30 Líbískir ráðamenn flýja Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. 1.4.2011 00:30 Átökin nálgast höfuðborgina Harðir bardagar geisuðu í gær í næsta nágrenni Abidjans, sem er stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar og í reynd höfuðborg landsins. 1.4.2011 00:00 Musa Kusa fær ekki friðhelgi Stjórnvöld í Bretlandi segjast ekki hafa í hyggju að bjóða Musa Kusa, hinum brottflúna utanríkisráðherra Líbíu, friðhelgi en líkur eru taldar á því að hann verði kærður fyrir stríðsglæpi sem einn æðsti ráðamamaður Líbíu síðustu ár og stjórnandi líbísku leyniþjónustunnar um tíma. 31.3.2011 13:36 Adolf var afrískur Gyðingur Adolf Hitler var Afríkumaður af gyðingaættum ef marka má umfangsmikla rannsókn sem belgiskur blaðamaður og belgiskur sagnfræðingur gerðu á fortíð hans. 31.3.2011 11:33 Lugu til um geimferð Gagarins Sovétríkin lugu til um nokkra þætti í geimferð Yuris Gagarins fyrir fimmtíu árum, að sögn rússnesks blaðamanns sem hefur skrifað bók um þetta afrek. 31.3.2011 11:29 Stúlkan sem var skotin er enn í lífshættu Ástand hinnar fimm ára gömlu stúlku sem varð fyrir skotárás í London í gær er ennþá metið alvarlegt. Stúlkan er talin vera yngsta fórnarlamb byssuskots í London í langan tíma en hún fannst lífshættulega særð í verslun einni í hverfinu Lambeth, ásamt 35 ára gömlum manni sem hafði verið skotinn í höfuðið. Lögreglan leitar nú þriggja ungmenna sem eru taldir hafa skotið mörgum skotum inni í versluninni en þangað höfðu þeir elt tvo aðra unglinga. Þeir sluppu hinsvegar báðir að því er virðist og biðlar lögreglan nú til þeirra að koma fram og veita upplýsingar. 31.3.2011 10:54 Hart barist á Fílabeinsströndinni Hermenn hliðhollir forsetaframbjóðandanum Alassane Outtara á Fílabeinsströndinni hafa lagt undir sig eina stærstu borg landsins. Miklir bardagar hafa geisað í landinu eftir að sitjandi forseti Laurent Gbagbo neitaði að láta af völdum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningum og hefur enn töglin og hagldirnar í stærstu borginni Abidjan. 31.3.2011 09:04 Rýmingarsvæðið verði stækkað um helming Kjarnorkueftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt til við japönsk stjórnvöld að þau íhugi alvarlega að stækka öryggissvæðið í kringum kjarnorkuverið í Fukushima og flytja íbúa á brott. 31.3.2011 08:04 Musa Kusa snýr baki við Gaddafí Utanríkisráðherra Líbíu, Musa Kusa, hefur flúið land og er nú í Bretlandi. Hann segist ekki vilja starfa lengur fyrir einræðisherrann Muammar Gaddafí. Kusa flaug til Túnis þar sem hann var yfirheyrður af breskum hermönnum áður en hann fékk að fara áfram til Bretlands. 31.3.2011 07:03 Uppreisnarmenn á undanhaldi Liðsmenn Múammars Gaddafí náðu olíuborginni Ras Lanúf aftur á sitt vald í gær úr höndum uppreisnarmanna. Einnig var hart sótt að uppreisnarmönnum í olíuborginni Brega. 31.3.2011 01:00 Fjórir ofnar teknir úr notkun Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. 31.3.2011 00:00 Vítt og breitt með Vísi Í meðfylgjandi myndaalbúmi má skoða myndir víðsvegar að úr heiminum af atburðum undanfarinna daga. Ástandið í Japan, stríðið í Líbíu og óeirðir í London er á meðal viðfangsefna ljósmyndara AP. Smelltu hér til þess að skoða myndirnar. 30.3.2011 21:15 Heimilar leynilegan hernaðarstuðning við líbíska uppreisnarmenn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði sérstakan samning fyrir tveimur eða þremur vikum, um leynilegan stuðning við uppreisnarmenn í Líbíu umfram samþykkt Öryggisráðsins sem gengur út á flugbann og að tryggja að saklausir borgarar verði ekki fyrir árásum af hálfu herliðs Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu. 30.3.2011 22:44 Andsetningar í Róm - netið kemur ungmennum í samband við djöfulinn Veraldarvefurinn hefur gert fólki auðveldara um vik að komast í tengsl við djöfladýrkendur, en það er mikið áhyggjuefni ráðstefnugesta í háskóla í Róm, sem fjalla um særingar og andsetningar. 30.3.2011 21:23 Russell Brand varð fyrir vonbrigðum með Björgólf Breski grínleikarinn Russell Brand heldur mikið upp á knattspyrnuliðið West Ham United og í viðtali í breska blaðinu The Sun segist hann vonsvikinn með að Björgólfi Guðmundssyni skyldi ekki takast að rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í síðustu ár eftir að hann keypti það. „Þegar við fengum milljarðamæring hrundi allt íslenska bankakerfið stuttu síðar, við erum ekki mjög heppnir með milljarðamæringana okkar,“ segir hann í viðtalinu en í dag er liðið í eigu manna sem efnuðust á sölu kláms. 30.3.2011 09:03 Mótorhjólagengin fylla dönsk fangelsi Meðlimir mótorhjólagengja í Danmörku fylla nú fangelsin svo horfir til vandræða. Danska lögreglan hefur síðustu misserin hert aðgerðir sínar gegn mótorhjólagengjum á borð við Vítisengla, Bandidos og Outlaws og nú er svo komið að 320 meðlimir gengjanna sitja á bak við lás og slá. 30.3.2011 08:45 Fimm ára stúlka særð eftir skotárás í London Fimm ára gömul stúlka slasaðist í gærkvöldi þegar skotið var á hana í Suðurhluta Lundúna. Lögreglan var kölluð að verslun í hverfinu Lambeth og þar fundu þeir stúlkuna ásamt 35 ára gömlum manni sem einnig var særður. 30.3.2011 08:40 Sendi gervisprengju frá Bretlandi til Tyrklands Bresk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á því hvernig stóð á því að mönnum tókst að senda gervisprengju með flugfrakt frá Bretlandi til Tyrklands án þess að tollverðir tækju eftir því. 26 ára gamall maður hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn en hann er talinn hafa gert það í gríni og enginn grunur leikur á tengslum við hryðjuverk. 30.3.2011 08:29 Obama útilokar ekki að uppreisnarmenn fái vopn Barack Obama segist ekki útiloka það að Bandaríkjamenn muni leggja uppreisnarmönnum í Líbíu til vopn en slær því þó ekki föstu. Hann segir að sífellt styttist í endalok Gaddafís. 30.3.2011 08:28 Kjarnakljúfarnir í Fukushima ekki teknir í notkun að nýju Japönsk stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að fjórir kjarnakljúfar af sex í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, sem varð illa úti í jarðskjálftanum á dögunum, verði teknir úr umferð. 30.3.2011 08:24 Samstaða um að koma Gaddafí frá „Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. 30.3.2011 01:00 Lið Gbagbos á undanhaldi Uppreisnarmenn, sem berjast fyrir réttkjörinn forseta Fílabeinsstrandarinnar, hafa náð fleiri borgum á sitt vald í átökum, sem kostað hafa hundruð manna lífið. 30.3.2011 00:30 Gætu skýrt upphaf kristninnar Merkur handritafundur, sem gæti varpað nýju ljósi á sögu frumkristninnar, er nú deiluefni Ísraela og Jórdana. 30.3.2011 00:00 Obama ver ákvörðun sína um loftárásir á Líbíu Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, keppist nú við að verja þá ákvörðun sína að heimila hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Líbíu en loftárásirnar eru fyrsta dæmið um slíkt í stjórnartíð forsetans. Obama sagði í ræðu í nótt að aðgerðirnar í Líbíu hefðu bjargað óteljandi mannslífum en bætti við að afskipti Bandaríkjamanna af málinu yrðu takmörkuð. Bandaríkjamenn hafa hingað til farið með stjórnina á aðgerðunum en þær verða hér eftir á hendi Atlantshafsbandalagsins. Hægt hefur á sókn uppreisnarmanna í vesturátt og virðist nú víglínan vera dregin fyrir utan bæinn Sirte, sem er fæðingarstaður Gaddafís. NATO hefur verið gagnrýnt fyrir túlkun sína á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mælir fyrir um leyfi til að koma í veg fyrir mannfall á meðal óbreyttra borgara. Rússar vilja meina að með aðgerðum síðustu daga hafi NATO tekið sér stöðu með öðru liðinu í borgarastríði sem nú geisi í Líbíu og slíkt sé óheimilt samkvæmt ályktun ráðsins. Löndin sem hafa komið að aðgerðunum funda í London í dag um framtíð þeirra. Þar á meðal annars að ræða um tillögu frá Ítölum, sem gengur út á að bjóða Gaddafí að fara í útlegð. 29.3.2011 15:25 Til í að sleppa dönsku gíslunum gegn því að fá að eiga dótturina Sjóræningjaforinginn sem hefur haldið danskri fjölskyldu í gíslingu í rúman mánuð í Sómalíu hefur boðist til að sleppa allri fjölskyldunni og falla frá fimm milljón dollara lausnargjaldskröfu sinni gegn því að hann fái að giftast stúlkunni í fjölskyldunni, sem er aðeins þrettán ára gömul.Blaðamaður Ekstra blaðsins í Danmörku fór á slóðir sjóræningjanna og hafði upp á foringja þeirra. Hann fékk ekki að hitta dönsku hjónin eða börn þeirra þrjú en hann fékk þessa óhugnanlegu kröfu upp úr foringjanum. 29.3.2011 10:50 Gríðarleg óvissa í Japan - plútóníum í jarðvegi Forsætisráðherra Japans Naoto Kan segir að ríkisstjórnin sé á hæsta viðbúnaðarstigi vegna ástandsins í Fukushima kjarnorkuverinu. Plútóníum hefur fundist í jarðvegi við verið og mjög geislavirkt vatn lekur einnig frá verinu. Yfirvöld segja að enn sé aðaláherslan lögð á að kæla kjarnakljúfa versins sem skemmdust í jarðskjálftanum á dögunum. Þá er ítrekað að þótt plútóníum, sem er lífshættulegt fólki í smáum skömmtum, hafi fundist í jarðvegi sé það í örlitlum mæli. 29.3.2011 08:03 Plúton hefur fundist í jarðvegi utan ofna Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. 29.3.2011 01:00 NATO segist aðeins vernda fólk „Markmið okkar er að vernda og aðstoða almenna borgara og byggðakjarna sem eiga árásir á hættu,“ sagði kanadíski herforinginn Charles Bouchard, sem þessa dagana er að taka við yfirstjórn hernaðaraðgerða NATO í Líbíu af Bandaríkjamönnum. 29.3.2011 00:30 Sextán danskir Vítisenglar fyrir dómi Sextán danskir meðlimir í vélhjólaklíkum, eða „rokkarar“ eins og þeir eru kallaðir, voru leiddir fyrir dóm í Glostrup á Sjálandi í gær, ákærðir fyrir sex tilraunir til manndráps, alvarlega líkamsárás með kylfum og fleiri glæpi. Þetta eru viðamestu réttarhöld af sinni tegund sem fram hafa farið í Danmörku. 29.3.2011 00:00 Geislamengun mælist fyrir utan kjarnorkuverið Mjög geislamengað vatn hefur nú fundist í fyrsta sinn utan Fukushima kjarnorkuversins í Japan þar sem menn hafa reynt að kæla kjarnakljúfana sem urðu illa úti í jarðskjálftanum ellefta mars og flóðbylgunni sem kom á eftir. 28.3.2011 13:53 Maður á íslenskum hesti fann týndan dreng Mikil leit var gerð í alla nótt að þriggja ára gömlum dreng í Danmörku en hann hljópst á brott frá foreldrum sínum á sunnudagsmorgun á Norður-Jótlandi og kom ekki í leitirnar fyrr en í morgun. 28.3.2011 11:35 Sjá næstu 50 fréttir
Sjö drepnir og tveir afhöfðaðir vegna bókabrennu í Flórída Mikil ólga er í norðurhluta Afganistan eftir að fregnir bárust að kristinn klerkur brenndi Kóraninn í Flórída í fyrr í vikunni. 2.4.2011 11:26
Blóðbað á Fílabeinsströndinni MInnsta kosti átta hundruð manns hafa verið drepnir í átökum í bænum Duekoeu á Fílabeinsströndinni í þessari viku. 2.4.2011 09:51
Geislavirkt vatn lekur í Kyrrahafið Geislavirkt vatn lekur nú í Kyrrahafið úr tuttugu sentimetra sprungu í tanki við kjarnakljúf tvö í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan. 2.4.2011 10:08
Gaddafi hafnar vopnahléi Að minnsta kosti 10 uppreisnarmenn létu lífið í loftárás bandamanna í Líbíu í gær. Loftárásin var gerð fyrir mistök en uppreisnarmennirnir höfðu skömmu áður skotið af loftvarnarbyssu loftið. 2.4.2011 09:48
Ríkin reyndu ekki að semja Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur vísað frá máli Georgíu gegn Rússlandi vegna þjóðernishreinsana í tveimur héruðum Georgíu, Abkasíu og Suður-Ossetíu. 2.4.2011 09:45
Sex bandarískir hermenn féllu í sömu aðgerðinni Sex bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan í einni og sömu aðgerðinni sem hófst á miðvikudag og stendur enn. Þetta staðfesta talsmenn hersins en þyrlusveit hefur flogið langt inn á afkskekkt svæði í Kunar héraði þar sem Talíbanar hafa sterk ítök. Engum sögum fer af mannfalli úr röðum þeirra en sjaldgæft er að svo margir hermenn fjölþjóðaliðsins í landinu falli á svo skömmum tíma. 1.4.2011 11:54
Mikill skortur á ljósmæðrum í heiminum Ein af hverjum þremur konum sem fæða barn í heiminn í dag gera það án hjálpar frá ljósmóður. Í nýrri alþjóðlegri rannsókn á vegum Save the Children, eða Barnaheilla, er áætlað að ef 350 þúsund ljósmæður væru að störfum í heiminum til viðbótar við þær sem nú eru væri hægt að bjarga einni milljón barna sem látast í fæðingu á hverju ári. 1.4.2011 11:47
Kóbraslangan í Bronx komin í leitirnar Baneitruð egypsk kóbraslanga sem slapp úr búri sínu í dýragarðinum í Bronx á dögunum er fundin. Skriðdýrahúsi garðsins hafði verið lokað á meðan á leitinni stóð og slangan fannst einmitt í húsinu og hafði því ekki komist langt. Hún er við góða heilsu að sögn starfsmanna dýragarðsins. 1.4.2011 08:02
Hátt settur Líbíumaður ræddi við Breta Hátt settur aðstoðarmaður sonar Gaddafís einræðisherra í Líbíu heimsótti London á dögunum til þess að ræða við þarlend yfirvöld, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian. 1.4.2011 08:00
Lokasókn sögð hafin á Fílabeinsströndinni Harðir bardagar geisuðu í nótt í stærstu borg Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan á milli manna Alassane Outtara, sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem réttkjörinn forseta, og manna Laurents Gbagbo, sitjandi forseta sem neitar að láta af völdum. 1.4.2011 07:58
Nei kostar tugi milljarða á ári Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 1.4.2011 03:15
Neituðu að tjá sig um ákærur Fyrstu tveir af „rokkurunum“ sextán, meðlimum í Vítisenglum eða AK81 sem ákærðir eru fyrir morðtilraunir og margvíslega aðra glæpi, voru kallaðir til vitnis í réttarsal í gær en neituðu að tjá sig. 1.4.2011 01:15
Líkin finnast enn út um allt "Við erum að finna lík út um allt – í bifreiðum, í ám, undir rústum og úti á götum,“ segir lögreglumaður í Fukushima, sem varð afar illa úti í hamförunum 11. mars. 1.4.2011 01:00
Þyngdaraflið sterkast á Íslandi Þyngdaraflið er sterkast á tveimur svæðum jarðar: Annars vegar á nokkuð stóru svæði í Atlantshafinu, sem nær rétt norður fyrir Ísland og alla leið suður að Azoreyjum, hins vegar á svæði norður af Ástralíu allt frá Filippseyjum og austur að Fídjíeyjum í Suður-Kyrrahafi. 1.4.2011 00:30
Líbískir ráðamenn flýja Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast. 1.4.2011 00:30
Átökin nálgast höfuðborgina Harðir bardagar geisuðu í gær í næsta nágrenni Abidjans, sem er stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar og í reynd höfuðborg landsins. 1.4.2011 00:00
Musa Kusa fær ekki friðhelgi Stjórnvöld í Bretlandi segjast ekki hafa í hyggju að bjóða Musa Kusa, hinum brottflúna utanríkisráðherra Líbíu, friðhelgi en líkur eru taldar á því að hann verði kærður fyrir stríðsglæpi sem einn æðsti ráðamamaður Líbíu síðustu ár og stjórnandi líbísku leyniþjónustunnar um tíma. 31.3.2011 13:36
Adolf var afrískur Gyðingur Adolf Hitler var Afríkumaður af gyðingaættum ef marka má umfangsmikla rannsókn sem belgiskur blaðamaður og belgiskur sagnfræðingur gerðu á fortíð hans. 31.3.2011 11:33
Lugu til um geimferð Gagarins Sovétríkin lugu til um nokkra þætti í geimferð Yuris Gagarins fyrir fimmtíu árum, að sögn rússnesks blaðamanns sem hefur skrifað bók um þetta afrek. 31.3.2011 11:29
Stúlkan sem var skotin er enn í lífshættu Ástand hinnar fimm ára gömlu stúlku sem varð fyrir skotárás í London í gær er ennþá metið alvarlegt. Stúlkan er talin vera yngsta fórnarlamb byssuskots í London í langan tíma en hún fannst lífshættulega særð í verslun einni í hverfinu Lambeth, ásamt 35 ára gömlum manni sem hafði verið skotinn í höfuðið. Lögreglan leitar nú þriggja ungmenna sem eru taldir hafa skotið mörgum skotum inni í versluninni en þangað höfðu þeir elt tvo aðra unglinga. Þeir sluppu hinsvegar báðir að því er virðist og biðlar lögreglan nú til þeirra að koma fram og veita upplýsingar. 31.3.2011 10:54
Hart barist á Fílabeinsströndinni Hermenn hliðhollir forsetaframbjóðandanum Alassane Outtara á Fílabeinsströndinni hafa lagt undir sig eina stærstu borg landsins. Miklir bardagar hafa geisað í landinu eftir að sitjandi forseti Laurent Gbagbo neitaði að láta af völdum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningum og hefur enn töglin og hagldirnar í stærstu borginni Abidjan. 31.3.2011 09:04
Rýmingarsvæðið verði stækkað um helming Kjarnorkueftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt til við japönsk stjórnvöld að þau íhugi alvarlega að stækka öryggissvæðið í kringum kjarnorkuverið í Fukushima og flytja íbúa á brott. 31.3.2011 08:04
Musa Kusa snýr baki við Gaddafí Utanríkisráðherra Líbíu, Musa Kusa, hefur flúið land og er nú í Bretlandi. Hann segist ekki vilja starfa lengur fyrir einræðisherrann Muammar Gaddafí. Kusa flaug til Túnis þar sem hann var yfirheyrður af breskum hermönnum áður en hann fékk að fara áfram til Bretlands. 31.3.2011 07:03
Uppreisnarmenn á undanhaldi Liðsmenn Múammars Gaddafí náðu olíuborginni Ras Lanúf aftur á sitt vald í gær úr höndum uppreisnarmanna. Einnig var hart sótt að uppreisnarmönnum í olíuborginni Brega. 31.3.2011 01:00
Fjórir ofnar teknir úr notkun Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. 31.3.2011 00:00
Vítt og breitt með Vísi Í meðfylgjandi myndaalbúmi má skoða myndir víðsvegar að úr heiminum af atburðum undanfarinna daga. Ástandið í Japan, stríðið í Líbíu og óeirðir í London er á meðal viðfangsefna ljósmyndara AP. Smelltu hér til þess að skoða myndirnar. 30.3.2011 21:15
Heimilar leynilegan hernaðarstuðning við líbíska uppreisnarmenn Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði sérstakan samning fyrir tveimur eða þremur vikum, um leynilegan stuðning við uppreisnarmenn í Líbíu umfram samþykkt Öryggisráðsins sem gengur út á flugbann og að tryggja að saklausir borgarar verði ekki fyrir árásum af hálfu herliðs Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu. 30.3.2011 22:44
Andsetningar í Róm - netið kemur ungmennum í samband við djöfulinn Veraldarvefurinn hefur gert fólki auðveldara um vik að komast í tengsl við djöfladýrkendur, en það er mikið áhyggjuefni ráðstefnugesta í háskóla í Róm, sem fjalla um særingar og andsetningar. 30.3.2011 21:23
Russell Brand varð fyrir vonbrigðum með Björgólf Breski grínleikarinn Russell Brand heldur mikið upp á knattspyrnuliðið West Ham United og í viðtali í breska blaðinu The Sun segist hann vonsvikinn með að Björgólfi Guðmundssyni skyldi ekki takast að rífa liðið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í síðustu ár eftir að hann keypti það. „Þegar við fengum milljarðamæring hrundi allt íslenska bankakerfið stuttu síðar, við erum ekki mjög heppnir með milljarðamæringana okkar,“ segir hann í viðtalinu en í dag er liðið í eigu manna sem efnuðust á sölu kláms. 30.3.2011 09:03
Mótorhjólagengin fylla dönsk fangelsi Meðlimir mótorhjólagengja í Danmörku fylla nú fangelsin svo horfir til vandræða. Danska lögreglan hefur síðustu misserin hert aðgerðir sínar gegn mótorhjólagengjum á borð við Vítisengla, Bandidos og Outlaws og nú er svo komið að 320 meðlimir gengjanna sitja á bak við lás og slá. 30.3.2011 08:45
Fimm ára stúlka særð eftir skotárás í London Fimm ára gömul stúlka slasaðist í gærkvöldi þegar skotið var á hana í Suðurhluta Lundúna. Lögreglan var kölluð að verslun í hverfinu Lambeth og þar fundu þeir stúlkuna ásamt 35 ára gömlum manni sem einnig var særður. 30.3.2011 08:40
Sendi gervisprengju frá Bretlandi til Tyrklands Bresk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á því hvernig stóð á því að mönnum tókst að senda gervisprengju með flugfrakt frá Bretlandi til Tyrklands án þess að tollverðir tækju eftir því. 26 ára gamall maður hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn en hann er talinn hafa gert það í gríni og enginn grunur leikur á tengslum við hryðjuverk. 30.3.2011 08:29
Obama útilokar ekki að uppreisnarmenn fái vopn Barack Obama segist ekki útiloka það að Bandaríkjamenn muni leggja uppreisnarmönnum í Líbíu til vopn en slær því þó ekki föstu. Hann segir að sífellt styttist í endalok Gaddafís. 30.3.2011 08:28
Kjarnakljúfarnir í Fukushima ekki teknir í notkun að nýju Japönsk stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að fjórir kjarnakljúfar af sex í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, sem varð illa úti í jarðskjálftanum á dögunum, verði teknir úr umferð. 30.3.2011 08:24
Samstaða um að koma Gaddafí frá „Það er engin framtíð lengur fyrir Líbíu með Gaddafí við stjórnvölinn,“ sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að lokinni alþjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum um hernaðaraðgerðirnar í Líbíu. 30.3.2011 01:00
Lið Gbagbos á undanhaldi Uppreisnarmenn, sem berjast fyrir réttkjörinn forseta Fílabeinsstrandarinnar, hafa náð fleiri borgum á sitt vald í átökum, sem kostað hafa hundruð manna lífið. 30.3.2011 00:30
Gætu skýrt upphaf kristninnar Merkur handritafundur, sem gæti varpað nýju ljósi á sögu frumkristninnar, er nú deiluefni Ísraela og Jórdana. 30.3.2011 00:00
Obama ver ákvörðun sína um loftárásir á Líbíu Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, keppist nú við að verja þá ákvörðun sína að heimila hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Líbíu en loftárásirnar eru fyrsta dæmið um slíkt í stjórnartíð forsetans. Obama sagði í ræðu í nótt að aðgerðirnar í Líbíu hefðu bjargað óteljandi mannslífum en bætti við að afskipti Bandaríkjamanna af málinu yrðu takmörkuð. Bandaríkjamenn hafa hingað til farið með stjórnina á aðgerðunum en þær verða hér eftir á hendi Atlantshafsbandalagsins. Hægt hefur á sókn uppreisnarmanna í vesturátt og virðist nú víglínan vera dregin fyrir utan bæinn Sirte, sem er fæðingarstaður Gaddafís. NATO hefur verið gagnrýnt fyrir túlkun sína á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mælir fyrir um leyfi til að koma í veg fyrir mannfall á meðal óbreyttra borgara. Rússar vilja meina að með aðgerðum síðustu daga hafi NATO tekið sér stöðu með öðru liðinu í borgarastríði sem nú geisi í Líbíu og slíkt sé óheimilt samkvæmt ályktun ráðsins. Löndin sem hafa komið að aðgerðunum funda í London í dag um framtíð þeirra. Þar á meðal annars að ræða um tillögu frá Ítölum, sem gengur út á að bjóða Gaddafí að fara í útlegð. 29.3.2011 15:25
Til í að sleppa dönsku gíslunum gegn því að fá að eiga dótturina Sjóræningjaforinginn sem hefur haldið danskri fjölskyldu í gíslingu í rúman mánuð í Sómalíu hefur boðist til að sleppa allri fjölskyldunni og falla frá fimm milljón dollara lausnargjaldskröfu sinni gegn því að hann fái að giftast stúlkunni í fjölskyldunni, sem er aðeins þrettán ára gömul.Blaðamaður Ekstra blaðsins í Danmörku fór á slóðir sjóræningjanna og hafði upp á foringja þeirra. Hann fékk ekki að hitta dönsku hjónin eða börn þeirra þrjú en hann fékk þessa óhugnanlegu kröfu upp úr foringjanum. 29.3.2011 10:50
Gríðarleg óvissa í Japan - plútóníum í jarðvegi Forsætisráðherra Japans Naoto Kan segir að ríkisstjórnin sé á hæsta viðbúnaðarstigi vegna ástandsins í Fukushima kjarnorkuverinu. Plútóníum hefur fundist í jarðvegi við verið og mjög geislavirkt vatn lekur einnig frá verinu. Yfirvöld segja að enn sé aðaláherslan lögð á að kæla kjarnakljúfa versins sem skemmdust í jarðskjálftanum á dögunum. Þá er ítrekað að þótt plútóníum, sem er lífshættulegt fólki í smáum skömmtum, hafi fundist í jarðvegi sé það í örlitlum mæli. 29.3.2011 08:03
Plúton hefur fundist í jarðvegi utan ofna Ástandið í kjarnorkuverinu í Fukushima verður æ hættulegra. Í gær fundust í fyrsta sinn merki um plúton í jarðvegi utan kjarnaofnanna, sem bendir til þess að alvarleg bráðnun hafi orðið í kjarna eins eða fleiri þeirra. 29.3.2011 01:00
NATO segist aðeins vernda fólk „Markmið okkar er að vernda og aðstoða almenna borgara og byggðakjarna sem eiga árásir á hættu,“ sagði kanadíski herforinginn Charles Bouchard, sem þessa dagana er að taka við yfirstjórn hernaðaraðgerða NATO í Líbíu af Bandaríkjamönnum. 29.3.2011 00:30
Sextán danskir Vítisenglar fyrir dómi Sextán danskir meðlimir í vélhjólaklíkum, eða „rokkarar“ eins og þeir eru kallaðir, voru leiddir fyrir dóm í Glostrup á Sjálandi í gær, ákærðir fyrir sex tilraunir til manndráps, alvarlega líkamsárás með kylfum og fleiri glæpi. Þetta eru viðamestu réttarhöld af sinni tegund sem fram hafa farið í Danmörku. 29.3.2011 00:00
Geislamengun mælist fyrir utan kjarnorkuverið Mjög geislamengað vatn hefur nú fundist í fyrsta sinn utan Fukushima kjarnorkuversins í Japan þar sem menn hafa reynt að kæla kjarnakljúfana sem urðu illa úti í jarðskjálftanum ellefta mars og flóðbylgunni sem kom á eftir. 28.3.2011 13:53
Maður á íslenskum hesti fann týndan dreng Mikil leit var gerð í alla nótt að þriggja ára gömlum dreng í Danmörku en hann hljópst á brott frá foreldrum sínum á sunnudagsmorgun á Norður-Jótlandi og kom ekki í leitirnar fyrr en í morgun. 28.3.2011 11:35