Fleiri fréttir Alvöru da Vinci leyndarmál í augum Monu Lisu Formaður menningararfs-nefndar Ítalíu hefur skýrt frá því að Leonardo da Vinci hafi skrifað bæði tölustafi og bókstafi með agnarsmáu letri í augun á málverki sínu af Monu Lisu. 13.12.2010 13:34 Hljóðupptaka fyrir sprengjuárás í Stokkhólmi Hryðjuverkamaðurinn sem sprengdi sjálfan sig í Stokkhólmi um helgina skildi eftir sig hljóðupptöku þar sem hann lýsir í nokkuð löngu máli ástæðunum fyrir árásinni. 13.12.2010 11:17 Vill ekki fá Kóran klerkinn í heimsókn Innanríkisráðherra Bretlands íhugar að banna bandaríska prestinum Terry Jones að koma til landsins til að flytja fyrirlestur. Terry Jones sem á sér fimmtíu manna söfnuð í heimalandinu komst í heimsfréttirnar þegar hann hótaði að brenna Kóraninn, helga bók múslima, til þess að minnast árásanna á Bandaríkin í september síðastliðnum. 13.12.2010 10:20 Sendi tölvupóst og hengdi sig Mark Madoff sonur svikahrappsins Bernards Madoff sendi tölvupóst rétt áður en hann hengdi sig á heimili sínu um helgina. Þar sagði hann meðal annars; „Enginn vill heyra sannleikann." 13.12.2010 10:14 Tvö stór flutningaskip í árekstri undan strönd Danmerkur Tvö stór flutningaskip rákust saman í morgun um 20 sjómílur vestur af bænum Hritshals við norðurodda Danmerkur. Um gámaflutningaskip er að ræða. 13.12.2010 08:00 Barack Obama og Bill Clinton læstir úti í Hvíta húsinu Þeir Barack Obama bandaríkjaforseti og Bill Clinton fyrrum forseti lentu í því á föstudag að vera læstir úti frá blaðamannaherbergi Hvíta hússins. 13.12.2010 07:56 Pólitísk örlög Silvio Berlusconi ráðast á morgun Pólitísk örlög Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu ráðast á morgun en þá verða greidd atkvæði um vantrausttilögu gegn stjórn hans á ítalska þinginu. 13.12.2010 07:51 Baðstrendur við Rauða hafið opnaðar að nýju Stjórnvöld í Egyptalandi ætli að opna aftur baðstrendur við Rauða hafið sem hafa verið lokaðar frá 5. desember eftir að hákarlaárásir kostuðu einn þýskan ferðamann lífið og særðu fjóra aðra ferðamenn alvarlega. 13.12.2010 07:50 Breska lögreglan rannsakar hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi Rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi um helgina teygir sig nú anga sína til Bretlands. Samkvæmt frétt um málið á BBC fór lögreglan í húsleit í húsi í Bedforsshire í tengslum við rannsóknina. 13.12.2010 07:47 Miklar vetrarhörkur herja á Bandaríkjamenn Miklar vetrarhörkur herja nú á íbúa í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Blindbylur geysaði í Illinois, Iowa, Michigan, Minnesota og Wisconsin um helgina. 13.12.2010 07:20 Prófessor í Álaborg gripinn með buxurnar á hælunum Prófessor við háskólann í Álaborg í Danmörku var nýlega tekinn með buxurnar á hælunum í bókstaflegri merkingu þeirra orða. 13.12.2010 07:02 Næst hægt að reyna að sex árum liðnum Japanskar geimrannsóknir urðu fyrir áfalli þegar mistókst að koma rannsóknargeimfari á sporbaug um Venus í síðustu viku. Geimfarið átti að vera á ferð í tvö ár og safna gögnum. 13.12.2010 02:00 Átta manns týndu lífi Átta manns létu lífið er smárúta sprakk nærri herbúðum NATO í suður Afganistan í gær; sex menn úr sveitum NATO létust auk tveggja afganskara hermanna. 13.12.2010 01:00 Hryðjuverkamaðurinn hugsanlega einn að verki Talið er að hryðjuverkamaðurinn í Svíþjóð, sem lést þegar hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í gærdag, hafi verið einn að verki. Tveir Svíar slösuðust í tveimur bílasprengjum í miðborg Stokkhólms í gærdag. 12.12.2010 16:15 Hryðjuverk framin vegna sænskra hermanna og skopteiknara Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdir veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir. 12.12.2010 10:38 Tilræðismaður lést í Stokkhólmsárásinni Einn er látinn og tveir eru særðir eftir tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms í gær, sem virðast hafa verið misheppnaðar hryðjuverkaárásir. 12.12.2010 09:46 Samkynhneigð dauðadómur í Úganda - staðan slæm í Afríku Það hefur aldrei verið jafn erfitt að vera samkynhenigður í Afríku samkvæmt úttekt Washington Post um stöðu samkynhneigðra í álfunni. Þannig hafa stjónvöld í Úganda fest dauðarefsingar í lög fyrir þá sem stunda kynlíf með aðila af sama kyni. 12.12.2010 06:00 Sonur Madoffs svipti sig lífi Sonur fjársvikarans Bernie Madoffs, hinn 46 ára gamli Mark, svipti sig lífi á heimili sínu í dag. Þetta kemur fram á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins (BBC). 11.12.2010 15:08 Verður hugsanlega ákærður fyrir njósnir Julian Assange stofnandi Wikileaks mun á næstunni vera ákærður fyrir njósnastarfsemi í Bandaríkjunum, ef marka má lögmann hans. 11.12.2010 09:23 Einn frambjóðendanna kærir AP Forsetaframbjóðandinn Michel Martelly, jafnan nefndur Sweet Mickey, ætlar að kæra úrslit úr fyrri umferð forsetakosninganna á Haítí. Martelly er vinsæll söngvari á Haítí og hlaut 21,8 prósent atkvæða, aðeins tæpum sjö þúsund atkvæðum minna en Jude Celestin, lítt þekktur stjórnmálamaður sem fékk 22,5 prósent atkvæða. 11.12.2010 06:00 Grunaður um enn eitt ódæðið Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undanfarið ár, er nú grunaður um að hafa skotið sextán ára pilt fyrir fjórum árum. Þessi árás bætist við langan lista af ódæðisverkum sem Mangs er grunaður um að hafa framið, þar á meðal tvö morð árið 2003. 11.12.2010 06:00 Skjalið var lagt á auðan stól Um það bil þúsund manns fylgdust með hátíðlegri athöfn í ráðhúsinu í Ósló í gær, þar sem Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, lagði verðlaunaskjal ársins á auðan stól kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. 11.12.2010 05:00 Dansandi salsa-hundur slær í gegn á Netinu Þessi salsa-dansandi hundur hefur brætt hjörtu netverja um allan heim síðustu daga. Myndskeiðið fór í loftið fyrr í vikunni og síðan þá hafa rúmlega 300 þúsund manns horft á æfingarnar. Eigandinn segir að allar dyr opnist fyrir hundinn þegar hann byrjar að stíga sporin. Sjón er sögu ríkari. 10.12.2010 16:31 Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu handtekinn Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, Ivo Sanader, var handtekinn í Austurríki í dag. Hann var eftirlýstur vegna gruns um að hafa brotið af sér í opinberu starfi. Sanader flúði frá Króatíu í gær, rétt eftir að króatíska þingið hafði numið úr gildi friðhelgi hans gagnvart lögsóknum og handtökuskipun var gefin út á 10.12.2010 19:48 Formaður Nóbelsnefndar krefst þess að Xiaobo verði sleppt Formaður Nóbelsnefndarinnar krafðist þess í dag að Liu Xiaobo verði þegar í stað sleppt úr fangelsi í Kína. Friðarverðlaun Nóbels voru formlega veitt í dag og féllu þau í skaut Xiabo sem setið hefur í fangelsi síðustu ár fyrir að viðra pólitískar skoðanir sínar. Auður stóll var á sviðinu því eðli málsins samkvæmt komst Xiaobo ekki til þess að taka við verðlaununum. 10.12.2010 16:08 Það er eitthvað ekki í lagi.... Sekúndum munaði að tvær farþegaþotur frá SAS skyllu saman í flugtaki frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í stórhríð. Það var í lok síðasta mánaðar sem tvær SAS þotur voru að búa sig undir flugtak frá Kastrup. 10.12.2010 08:20 Morðingi við dauðans dyr Eini Libyumaðurinn sem hefur hlotið dóm fyrir Lockerbie sprengjutilræðið er sagður við dauðans dyr. Eftir áratuga þvarg var Adelbaset Megrahi framseldur frá Libyu til Alþjóðadómstólsins í Hollandi. 10.12.2010 08:06 Ráðist á bíl Karls bretaprins Það voru stúdentar að mótmæla hækkuðum skólagjöldum sem réðust á bíl hjónanna. Þeir höfðu áður reynt að brjóta sér leið inn í breska fjármálaráðuneytið og kom þar til harðra átaka. 10.12.2010 07:14 Porsche hlýtur Gullstýrið í ár Evrópsku bílaverðlaunin „Gullstýrið 2010“ komu nýverið í hlut sportjeppans Porsche Cayenne í flokki jepplinga. 10.12.2010 06:00 Ráðherrar hafna tillögu um 20 vikna orlof Ráðherrar Evrópusambandsríkja hafa hafnað tillögu Evrópuþingsins frá því í október um að lengja lágmarksfæðingarorlof í ESB-löndunum 27 í 20 vikur. Lágmarksorlof í ESB er nú 14 vikur, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. 10.12.2010 05:00 Stríð út af Wikileaks í netheimum Greiðslumiðlunarsíðan Paypal lét í gær undan árásum frá netþrjótum og losaði um fé sem komið var inn á reikning Wikileaks. Ekki verður þó hægt að greiða meira inn á reikninginn. 10.12.2010 04:00 Verðlaunahafinn mætti ekki Kínversk stjórnvöld afhentu í gær sín eigin friðarverðlaun til höfuðs friðarverðlaunum Nóbels, sem afhent verða í Ósló í dag. 10.12.2010 03:30 Jim Morrison náðaður í Flórída Ríkisstjórinn í Flórída hefur ákveðið að náða Jim Morrison söngvara The Doors þrátt fyrir að söngvarinn hafi látist í baðkeri í París árið 1997. Morrison var sakfelldur fyrir að bera á sér kynfærin á tónleikum í ríkinu árið 1969. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir athæfið og var málið í áfrýjunarferli þegar hann lést. 9.12.2010 21:00 Sex klukkustunda gömlu barni rænt Umfangsmikil leit að litlu barni var sett af stað í Þýskalandi í dag. Barninu var rænt af spítala í Frankfurt í dag. 9.12.2010 20:47 Konur pirraðar á stærðamun í fataverslunum Kona sem kaupir stærð 12 í Topshop getur þurft að kaupa stærð 14 í Next til að fá sambærilegt mittismál á flík þar. Mittismál flíkur í stærð 12 úr Next er 3,2 cm minna en mittismál stærðar 12 í Topshop. Þetta kemur fram í könnun breska neytendablaðsins Which? sem kannaði fatastærðir í átta tískuverslanakeðjum í Bretlandi. Sagt er frá könnuninn í nýjasta hefti Neytendablaðsins sem Neytendasamtökin gefa út. 9.12.2010 21:00 Þegar Amir Ali reyndi að kveikja í krá Amir Ali og félagi hans báru sig ekki sérlega faglega að þegar þeir ákváðu að brenna hverfiskrána í bænum Crawley í Sussex í Bretlandi. Planið var að Amir Ali myndi fleygja tveim múrsteinum í gegnum rúðu á kránni. 9.12.2010 12:04 Gefðu mér tíu! Það eru dálítið sérstök viðurlög við því hjá bílafyrirtækinu Citroen í Svíþjóð að mæta of seint í vinnuna, eða tala í farsíma á óheppilegum tíma. 9.12.2010 09:50 Gáttaðir á hegðan hákarla Sérfræðingar sem hafa verið til kallaðir hafa enga hugmynd um ástæðuna fyrir fimm hákarlaárásum á ferðamenn undan ströndum Sinai skaga í Egyptalandi undanfarna daga. 9.12.2010 08:49 Farþegaskip í sjávarháska Argentínskt farþegaskip með 160 farþega um borð fékk á þriðjudag á sig gríðarlegan brotsjó þar sem það var á Drake sundu á heimleið frá Suðurskautinu. 9.12.2010 08:42 Hættið þið þessu væli Sepp Blatter forseti FIFA segir að Englendingar séu einfaldlega tapsárir og skilur ekkert í þessu væli þeirra yfir því að England skyldi ekki fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018. 9.12.2010 08:38 Bandaríkjamenn: Við viljum Assange Bandaríkjamenn eru svo æfir út í Assange að málsmetandi stjórnmálamenn hafa jafnvel krafist þess að hann verði ráðinn af dögum. WikiLeaks stofnandinn situr nú í gæsluvarðhaldi í Lundúnum vegna sænskrar handtökuskipunar. 9.12.2010 06:58 Yeoh fundar með Suu Kyi Kvikmyndaleikkonan Michelle Yeoh hefur síðustu daga átt fundi með baráttukonunni og friðarverðlaunahafanum Aung San Suu Kyi í Búrma. Fundirnir eru vegna undirbúnings bandarískrar kvikmyndar þar sem Yeoh mun fara með hlutverk baráttukonunnar. 9.12.2010 06:00 Nítján lönd hunsa athöfnina Nítján lönd, að Kína meðtöldu, ætla ekki að senda fulltrúa við afhendingu friðarverðlauna Nóbels til kínverska mótmælandans Liu Xiaobo, að því er fram kemur í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar. Afhendingin fer fram á morgun, föstudag. 9.12.2010 05:30 Fangelsi í Chile í ljósum logum Talið er að eldsvoða í San Miguel-fangelsinu í Chile í gær megi rekja til slagsmála milli fanga. Eldurinn varð óviðráðanlegur á fáum mínútum og kostaði yfir áttatíu fanga lífið. 9.12.2010 04:30 Rudd segir sektina vera Bandaríkjanna Kevin Rudd, utanríkisráðherra Ástralíu og fyrrverandi forsætisráðherra, segir Bandaríkjastjórn sjálfa bera ábyrgð á því að samskiptakerfi Bandaríkjahers, sem átti að vera öruggt, reyndist ekki vera nægilega öruggt. 9.12.2010 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Alvöru da Vinci leyndarmál í augum Monu Lisu Formaður menningararfs-nefndar Ítalíu hefur skýrt frá því að Leonardo da Vinci hafi skrifað bæði tölustafi og bókstafi með agnarsmáu letri í augun á málverki sínu af Monu Lisu. 13.12.2010 13:34
Hljóðupptaka fyrir sprengjuárás í Stokkhólmi Hryðjuverkamaðurinn sem sprengdi sjálfan sig í Stokkhólmi um helgina skildi eftir sig hljóðupptöku þar sem hann lýsir í nokkuð löngu máli ástæðunum fyrir árásinni. 13.12.2010 11:17
Vill ekki fá Kóran klerkinn í heimsókn Innanríkisráðherra Bretlands íhugar að banna bandaríska prestinum Terry Jones að koma til landsins til að flytja fyrirlestur. Terry Jones sem á sér fimmtíu manna söfnuð í heimalandinu komst í heimsfréttirnar þegar hann hótaði að brenna Kóraninn, helga bók múslima, til þess að minnast árásanna á Bandaríkin í september síðastliðnum. 13.12.2010 10:20
Sendi tölvupóst og hengdi sig Mark Madoff sonur svikahrappsins Bernards Madoff sendi tölvupóst rétt áður en hann hengdi sig á heimili sínu um helgina. Þar sagði hann meðal annars; „Enginn vill heyra sannleikann." 13.12.2010 10:14
Tvö stór flutningaskip í árekstri undan strönd Danmerkur Tvö stór flutningaskip rákust saman í morgun um 20 sjómílur vestur af bænum Hritshals við norðurodda Danmerkur. Um gámaflutningaskip er að ræða. 13.12.2010 08:00
Barack Obama og Bill Clinton læstir úti í Hvíta húsinu Þeir Barack Obama bandaríkjaforseti og Bill Clinton fyrrum forseti lentu í því á föstudag að vera læstir úti frá blaðamannaherbergi Hvíta hússins. 13.12.2010 07:56
Pólitísk örlög Silvio Berlusconi ráðast á morgun Pólitísk örlög Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu ráðast á morgun en þá verða greidd atkvæði um vantrausttilögu gegn stjórn hans á ítalska þinginu. 13.12.2010 07:51
Baðstrendur við Rauða hafið opnaðar að nýju Stjórnvöld í Egyptalandi ætli að opna aftur baðstrendur við Rauða hafið sem hafa verið lokaðar frá 5. desember eftir að hákarlaárásir kostuðu einn þýskan ferðamann lífið og særðu fjóra aðra ferðamenn alvarlega. 13.12.2010 07:50
Breska lögreglan rannsakar hryðjuverkaárásina í Stokkhólmi Rannsókn á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi um helgina teygir sig nú anga sína til Bretlands. Samkvæmt frétt um málið á BBC fór lögreglan í húsleit í húsi í Bedforsshire í tengslum við rannsóknina. 13.12.2010 07:47
Miklar vetrarhörkur herja á Bandaríkjamenn Miklar vetrarhörkur herja nú á íbúa í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Blindbylur geysaði í Illinois, Iowa, Michigan, Minnesota og Wisconsin um helgina. 13.12.2010 07:20
Prófessor í Álaborg gripinn með buxurnar á hælunum Prófessor við háskólann í Álaborg í Danmörku var nýlega tekinn með buxurnar á hælunum í bókstaflegri merkingu þeirra orða. 13.12.2010 07:02
Næst hægt að reyna að sex árum liðnum Japanskar geimrannsóknir urðu fyrir áfalli þegar mistókst að koma rannsóknargeimfari á sporbaug um Venus í síðustu viku. Geimfarið átti að vera á ferð í tvö ár og safna gögnum. 13.12.2010 02:00
Átta manns týndu lífi Átta manns létu lífið er smárúta sprakk nærri herbúðum NATO í suður Afganistan í gær; sex menn úr sveitum NATO létust auk tveggja afganskara hermanna. 13.12.2010 01:00
Hryðjuverkamaðurinn hugsanlega einn að verki Talið er að hryðjuverkamaðurinn í Svíþjóð, sem lést þegar hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í gærdag, hafi verið einn að verki. Tveir Svíar slösuðust í tveimur bílasprengjum í miðborg Stokkhólms í gærdag. 12.12.2010 16:15
Hryðjuverk framin vegna sænskra hermanna og skopteiknara Sænskum yfirvöldum barst tölvupóstur rétt fyrir hryðjuverkin í Stokkhólmi síðdegis í gær þar sem höfundur póstsins fordæmdir veru sænskra hermanna í Afganistan. Eins og áður hefur verið greint frá sprungu tvær bílasprengjur í miðborg Stokkhólms um klukkan fjögur í gærdag. Fjöldi Svía voru í miðborginni að kaupa jólagjafir. 12.12.2010 10:38
Tilræðismaður lést í Stokkhólmsárásinni Einn er látinn og tveir eru særðir eftir tvær sprengingar í miðborg Stokkhólms í gær, sem virðast hafa verið misheppnaðar hryðjuverkaárásir. 12.12.2010 09:46
Samkynhneigð dauðadómur í Úganda - staðan slæm í Afríku Það hefur aldrei verið jafn erfitt að vera samkynhenigður í Afríku samkvæmt úttekt Washington Post um stöðu samkynhneigðra í álfunni. Þannig hafa stjónvöld í Úganda fest dauðarefsingar í lög fyrir þá sem stunda kynlíf með aðila af sama kyni. 12.12.2010 06:00
Sonur Madoffs svipti sig lífi Sonur fjársvikarans Bernie Madoffs, hinn 46 ára gamli Mark, svipti sig lífi á heimili sínu í dag. Þetta kemur fram á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins (BBC). 11.12.2010 15:08
Verður hugsanlega ákærður fyrir njósnir Julian Assange stofnandi Wikileaks mun á næstunni vera ákærður fyrir njósnastarfsemi í Bandaríkjunum, ef marka má lögmann hans. 11.12.2010 09:23
Einn frambjóðendanna kærir AP Forsetaframbjóðandinn Michel Martelly, jafnan nefndur Sweet Mickey, ætlar að kæra úrslit úr fyrri umferð forsetakosninganna á Haítí. Martelly er vinsæll söngvari á Haítí og hlaut 21,8 prósent atkvæða, aðeins tæpum sjö þúsund atkvæðum minna en Jude Celestin, lítt þekktur stjórnmálamaður sem fékk 22,5 prósent atkvæða. 11.12.2010 06:00
Grunaður um enn eitt ódæðið Peter Mangs, 38 ára Svíi sem er grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undanfarið ár, er nú grunaður um að hafa skotið sextán ára pilt fyrir fjórum árum. Þessi árás bætist við langan lista af ódæðisverkum sem Mangs er grunaður um að hafa framið, þar á meðal tvö morð árið 2003. 11.12.2010 06:00
Skjalið var lagt á auðan stól Um það bil þúsund manns fylgdust með hátíðlegri athöfn í ráðhúsinu í Ósló í gær, þar sem Thorbjörn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, lagði verðlaunaskjal ársins á auðan stól kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo. 11.12.2010 05:00
Dansandi salsa-hundur slær í gegn á Netinu Þessi salsa-dansandi hundur hefur brætt hjörtu netverja um allan heim síðustu daga. Myndskeiðið fór í loftið fyrr í vikunni og síðan þá hafa rúmlega 300 þúsund manns horft á æfingarnar. Eigandinn segir að allar dyr opnist fyrir hundinn þegar hann byrjar að stíga sporin. Sjón er sögu ríkari. 10.12.2010 16:31
Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu handtekinn Fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, Ivo Sanader, var handtekinn í Austurríki í dag. Hann var eftirlýstur vegna gruns um að hafa brotið af sér í opinberu starfi. Sanader flúði frá Króatíu í gær, rétt eftir að króatíska þingið hafði numið úr gildi friðhelgi hans gagnvart lögsóknum og handtökuskipun var gefin út á 10.12.2010 19:48
Formaður Nóbelsnefndar krefst þess að Xiaobo verði sleppt Formaður Nóbelsnefndarinnar krafðist þess í dag að Liu Xiaobo verði þegar í stað sleppt úr fangelsi í Kína. Friðarverðlaun Nóbels voru formlega veitt í dag og féllu þau í skaut Xiabo sem setið hefur í fangelsi síðustu ár fyrir að viðra pólitískar skoðanir sínar. Auður stóll var á sviðinu því eðli málsins samkvæmt komst Xiaobo ekki til þess að taka við verðlaununum. 10.12.2010 16:08
Það er eitthvað ekki í lagi.... Sekúndum munaði að tvær farþegaþotur frá SAS skyllu saman í flugtaki frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í stórhríð. Það var í lok síðasta mánaðar sem tvær SAS þotur voru að búa sig undir flugtak frá Kastrup. 10.12.2010 08:20
Morðingi við dauðans dyr Eini Libyumaðurinn sem hefur hlotið dóm fyrir Lockerbie sprengjutilræðið er sagður við dauðans dyr. Eftir áratuga þvarg var Adelbaset Megrahi framseldur frá Libyu til Alþjóðadómstólsins í Hollandi. 10.12.2010 08:06
Ráðist á bíl Karls bretaprins Það voru stúdentar að mótmæla hækkuðum skólagjöldum sem réðust á bíl hjónanna. Þeir höfðu áður reynt að brjóta sér leið inn í breska fjármálaráðuneytið og kom þar til harðra átaka. 10.12.2010 07:14
Porsche hlýtur Gullstýrið í ár Evrópsku bílaverðlaunin „Gullstýrið 2010“ komu nýverið í hlut sportjeppans Porsche Cayenne í flokki jepplinga. 10.12.2010 06:00
Ráðherrar hafna tillögu um 20 vikna orlof Ráðherrar Evrópusambandsríkja hafa hafnað tillögu Evrópuþingsins frá því í október um að lengja lágmarksfæðingarorlof í ESB-löndunum 27 í 20 vikur. Lágmarksorlof í ESB er nú 14 vikur, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. 10.12.2010 05:00
Stríð út af Wikileaks í netheimum Greiðslumiðlunarsíðan Paypal lét í gær undan árásum frá netþrjótum og losaði um fé sem komið var inn á reikning Wikileaks. Ekki verður þó hægt að greiða meira inn á reikninginn. 10.12.2010 04:00
Verðlaunahafinn mætti ekki Kínversk stjórnvöld afhentu í gær sín eigin friðarverðlaun til höfuðs friðarverðlaunum Nóbels, sem afhent verða í Ósló í dag. 10.12.2010 03:30
Jim Morrison náðaður í Flórída Ríkisstjórinn í Flórída hefur ákveðið að náða Jim Morrison söngvara The Doors þrátt fyrir að söngvarinn hafi látist í baðkeri í París árið 1997. Morrison var sakfelldur fyrir að bera á sér kynfærin á tónleikum í ríkinu árið 1969. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir athæfið og var málið í áfrýjunarferli þegar hann lést. 9.12.2010 21:00
Sex klukkustunda gömlu barni rænt Umfangsmikil leit að litlu barni var sett af stað í Þýskalandi í dag. Barninu var rænt af spítala í Frankfurt í dag. 9.12.2010 20:47
Konur pirraðar á stærðamun í fataverslunum Kona sem kaupir stærð 12 í Topshop getur þurft að kaupa stærð 14 í Next til að fá sambærilegt mittismál á flík þar. Mittismál flíkur í stærð 12 úr Next er 3,2 cm minna en mittismál stærðar 12 í Topshop. Þetta kemur fram í könnun breska neytendablaðsins Which? sem kannaði fatastærðir í átta tískuverslanakeðjum í Bretlandi. Sagt er frá könnuninn í nýjasta hefti Neytendablaðsins sem Neytendasamtökin gefa út. 9.12.2010 21:00
Þegar Amir Ali reyndi að kveikja í krá Amir Ali og félagi hans báru sig ekki sérlega faglega að þegar þeir ákváðu að brenna hverfiskrána í bænum Crawley í Sussex í Bretlandi. Planið var að Amir Ali myndi fleygja tveim múrsteinum í gegnum rúðu á kránni. 9.12.2010 12:04
Gefðu mér tíu! Það eru dálítið sérstök viðurlög við því hjá bílafyrirtækinu Citroen í Svíþjóð að mæta of seint í vinnuna, eða tala í farsíma á óheppilegum tíma. 9.12.2010 09:50
Gáttaðir á hegðan hákarla Sérfræðingar sem hafa verið til kallaðir hafa enga hugmynd um ástæðuna fyrir fimm hákarlaárásum á ferðamenn undan ströndum Sinai skaga í Egyptalandi undanfarna daga. 9.12.2010 08:49
Farþegaskip í sjávarháska Argentínskt farþegaskip með 160 farþega um borð fékk á þriðjudag á sig gríðarlegan brotsjó þar sem það var á Drake sundu á heimleið frá Suðurskautinu. 9.12.2010 08:42
Hættið þið þessu væli Sepp Blatter forseti FIFA segir að Englendingar séu einfaldlega tapsárir og skilur ekkert í þessu væli þeirra yfir því að England skyldi ekki fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2018. 9.12.2010 08:38
Bandaríkjamenn: Við viljum Assange Bandaríkjamenn eru svo æfir út í Assange að málsmetandi stjórnmálamenn hafa jafnvel krafist þess að hann verði ráðinn af dögum. WikiLeaks stofnandinn situr nú í gæsluvarðhaldi í Lundúnum vegna sænskrar handtökuskipunar. 9.12.2010 06:58
Yeoh fundar með Suu Kyi Kvikmyndaleikkonan Michelle Yeoh hefur síðustu daga átt fundi með baráttukonunni og friðarverðlaunahafanum Aung San Suu Kyi í Búrma. Fundirnir eru vegna undirbúnings bandarískrar kvikmyndar þar sem Yeoh mun fara með hlutverk baráttukonunnar. 9.12.2010 06:00
Nítján lönd hunsa athöfnina Nítján lönd, að Kína meðtöldu, ætla ekki að senda fulltrúa við afhendingu friðarverðlauna Nóbels til kínverska mótmælandans Liu Xiaobo, að því er fram kemur í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar. Afhendingin fer fram á morgun, föstudag. 9.12.2010 05:30
Fangelsi í Chile í ljósum logum Talið er að eldsvoða í San Miguel-fangelsinu í Chile í gær megi rekja til slagsmála milli fanga. Eldurinn varð óviðráðanlegur á fáum mínútum og kostaði yfir áttatíu fanga lífið. 9.12.2010 04:30
Rudd segir sektina vera Bandaríkjanna Kevin Rudd, utanríkisráðherra Ástralíu og fyrrverandi forsætisráðherra, segir Bandaríkjastjórn sjálfa bera ábyrgð á því að samskiptakerfi Bandaríkjahers, sem átti að vera öruggt, reyndist ekki vera nægilega öruggt. 9.12.2010 04:00