Fleiri fréttir Tveggja ára laumufarþegi Tveggja ára stúlku tókst að komast frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi og um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrarnir voru að ganga um borð í flugvél á leið til Túnis þegar þau urðu þess vör að stúlkan var horfin. Þau tilkynntu öryggisvörðum flugvallarins í Nürnberg umsvifalaust um hvarf hennar. 14.2.2007 13:15 Evrópuþingið fordæmir fangaflug Evrópuþingið í Strasbourg fordæmdi í dag fangaflug Bandaríkjanna með meinta hryðjuverkamenn og sagði það vera ólöglegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Jafnframt voru ríkisstjórnir og leyniþjónustur Evrópuríkja fordæmdar fyrir að hafa samþykkt þetta athæfi og haldið því leyndu. 14.2.2007 13:15 Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna. 14.2.2007 13:00 Engum eldflaugum beint gegn Rússum Forseti Tékklands sagði í dag að ef Tékkar tækju þátt í eldflaugavörnum Bandaríkjanna, væri þeim flaugum ekki beint gegn Rússlandi. Rússar hafa brugðist ókvæða við beiðni Bandaríkjanna um að fá að setja upp ratsjárstöðvar og eldflaugar í Tékklandi og Póllandi. Bandaríkjamenn segja að tilgangurinn sé að verjast eldflaugaárásum frá Íran og Norður-Kóreu. 14.2.2007 11:31 Evrópuþingmenn rífast um fangaflug Evrópskir þingmenn tókust á um það, í dag, hvort þeir hefðu nægar sannanir til þess að saka ríkisstjórnir landa sinna um að hafa átt samstarf við bandarísku leyniþjónustuna CIA um fangaflug til aðildarríkja Evrópusambandsins. Leyniþjónustan er sökuð um að hafa geymt meinta hryðjuverkamenn í leynifangelsum í Evrópu, og flogið með þá til landa þar sem þeir voru pyntaðir. 14.2.2007 10:53 Bresk börn hafa það verst Lífsgæði barna í iðnvæddum ríkjum eru minnst í Bretlandi. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF sem kom út í dag. Skýrslan tekur til 40 þátta er varða lífsgæði barna í 21 iðnvæddu ríki og er fyrsta rannsókn sinnar tegundar. 14.2.2007 10:24 Skýldu sér á bak við börn Uppreisnarmenn Talibana skýldu sér á bak við börn í bardögum gegn hersveitum NATO við stíflu í suðurhluta Afganistan nú í vikunni. Talibanar hafa áður skýlt sér á bak við óbreytta borgara en ekki eru þekkt dæmi þess að þeir hafi notað börn í þeim tilgangi áður. Þetta segja Afganar sem urðu vitni að átökunum við Reuters-fréttastofuna. 14.2.2007 10:00 Tveggja ára stúlka ætlaði ein til Egyptalands Tveggja ára stúlka sem hljóp frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi tókst að koma sér um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrar stúlkunnar létu vita um leið og þeir tóku eftir því að hún væri horfin en þau voru þá að fara um borð í flugvél á leið til Túnis. 13.2.2007 23:38 Dauðvona maður vann milljón dollara Wayne Schenk, 51 árs, finnst hann ekki vera mjög heppinn maður þrátt fyrir að hafa unnið milljón dollara, eða um 68 milljónir íslenskra króna, í skafmiðahappadrætti New York ríkis. Hann greindist nefnilega með banvænt krabbamein aðeins fimm vikum áður. 13.2.2007 23:13 Olíufyrirtæki borgar 13,5 milljarða í skaðabætur Hollenska olíufyrirtækið Trafigura náði í dag samkomulagi um að borga stjórnvöldum í Fílabeinsströndinni 198 milljónir dollara, eða um 13,5 milljarða íslenskra króna, vegna mengunar sem fyrirtækið varð valdur að. Þúsundir veiktust vegna mengunarinnar. Fyrirtækið sendi skip þangað til þess að losa úrgang og reyndist hann vera eitraður. 13.2.2007 22:44 Demókratar á móti fjölgun hermanna í Írak Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hófu í dag umræður um fjölgun hermanna í Írak. Þeir segja að almenningur í Bandaríkjunum hafi misst trúna á stríðið á meðan repúblikanar vara við því að grafa undan stríðinu gegn hryðjuverkum. Umræðurnar verða í þrjá daga og snúast þær um tillögu sem gagnrýnir harðlega fjölgun hermanna í Írak. 13.2.2007 22:31 Stjórnvöld í Suður-Afríku skila landi Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að herða róðurinn til þess að bæta efnahag svarta hluta þjóðarinnar. Hluti af þeim áætlunum snýst um að skila landi í eigu hvítra til svartra. 13.2.2007 21:49 Lifði af 3.600 metra fall Fallhlífastökkvari sem féll 3.600 metra til jarðar og lifði það af setti nýverið myndband af atvikinu á internetið. Á myndbandinu sést hvernig hann hrapar nær stjórnlaust til jarðar, og að því er virðist, dauða. 13.2.2007 21:38 Correa fær að halda stjórnarskrárþing Forseti Ekvador, Rafael Correa, vann í dag mikinn sigur á andstæðingum sínum í þinginu. Þingið samþykkti loks beiðni hans um að fá leyfi til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Þingið hafði ávallt verið á móti þeim hugmyndum Correa en hann hefur ekki eiginlegan þingflokk á bak við sig. Hann biðlaði þess í stað til almennings sem mótmæli afstöðu þingmanna og í dag samþykkti þingið loks tillögu Correa. 13.2.2007 21:08 Írakar nýta sér tæknina til að komast af Almenningur í Írak er farinn að nota forritið Google Earth til þess að komast hjá ofbeldi í Bagdad. Sumir hafa meira að segja sett upp vefsíður þar sem bent er á hættuleg svæði. 13.2.2007 20:49 Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. 13.2.2007 19:45 Hvíldarbelgir vinsælir í Bandaríkjunum Það er ekki amalegt að geta tekið sér miðdegislúr í vinnunni til að hlaða batteríin fyrir átök síðdegisins. Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur hannað sérstaka hvíldarbelgi sem nú eru kynntir hjá hverju stórfyrirtækinu á eftir öðru þar í landi. 13.2.2007 19:30 Ætlar að deyja með reisn Þrítug bresk kona berst nú fyrir því að læknar í Bretlandi veiti henni meðferð sem mun draga hana til dauða. Hún þjáist af tveimur alvarlegum sjúkdómum og læknar segja hana ekki lifa út árið. Sjálf segist hún vilja ráða brottfarartíma sínum og deyja með reisn. 13.2.2007 19:15 Hvalaverndarsinnar mættu ekki Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi. 13.2.2007 19:00 Romney tilkynnir um framboð til forseta Bandaríkjanna Mitt Romney hefur lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann er fyrsti frambjóðandi repúblikana til þess að staðfesta framboð sitt. 13.2.2007 18:24 al-Kaída að verki í Alsír Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída hefur lýst ábyrgð á sprengingum í Alsír í dag á hendur sér. Alls sprungu sjö sprengjur í námunda við fjórar lögreglustöðvar. Talið er að sex manns hafi látist og 13 slasast í sprengingunum. Sprengjurnar sprungu samtímis. Sjónvarpsstöðin al-JAzeera skýrði frá þessu í dag. 13.2.2007 16:26 Ólöglegir innflytjendur geta fengið kreditkort Bank of America er byrjaður að bjóða kreditkort til viðskiptavina sinna sem hafa ekki kennitölu. Undanfarin ár hafa bankar boðið reikninga og jafnvel lán til fólks sem ekki hefur kennitölu . En kreditkort hefur það ekki getað fengið fyrr en nú. 13.2.2007 16:12 Írak lokar landamærum sínum Írakar ætla að loka landamærum sínum við Sýrland og Íran til þess að reyna að koma í veg fyrir þá öldu ofbeldis sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Einnig á að lengja útivistarbann sem hefur ríkt í höfuðborginni á kvöldin. Báðar aðgerðirnar eru hluti af nýju skipulagi Íraka og Bandaríkjamanna sem á að binda endi á ofbeldið í landinu. 13.2.2007 15:46 Ekki hægt að stöðva Írana Íranar eiga eftir að geta auðgað nóg af úrani til þess að nota í kjarnorkusprengju og það er lítið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í innanhússkýrslu Evrópusambandsins. Financial Times sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag. 13.2.2007 15:17 Farþegaþota brotlenti í Moskvu 13.2.2007 14:37 Þjóðverjar sammála Putin Tveir af hverjum þremur Þjóðverjum eru sammála Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að Bandaríkjamenn stefni að því að verða allsráðandi í heiminum. Putin lét þessi orð falla á ráðstefnu um öryggismál, í Munchen, um helgina. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir þýska sjónvarpsstöð. 13.2.2007 14:33 „Íranir eru á móti þróun kjarnavopna“ Íranir eru á móti allri þróun kjarnavopna og eru alltaf tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína sem er friðsamleg. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun. 13.2.2007 12:28 Fjórir fórust í tilræðum í Alsír Minnst fjórir fórust í sprengjutilræðum við lögreglustöðvar í Alsír í morgun. Ráðist var á þrjár lögreglustöðvar. Á þessu svæði eru átök milli múslimskra skæruliða og öryggissveita algeng og síðast í desember fórust tveir í sjálfsmorðsárás. Talið er líklegt að skæruliðar hafi staðið að árásunum í morgun. 13.2.2007 11:29 Pólitísk skilaboð send með blóði sakleysingja Nú er ljóst að minnst þrír fórust og tuttugu til viðbótar særðust í sprengjuárásum á tvær smárútur nærri bænum Bikfaya í Líbanon í morgun. Samkvæmt fregnum fyrr í dag var mannfallið meira en nú vilja líbönsk stjórnvöld ekki staðfesta að fleiri en þrír hafi látist en segja vel mögulegt að talan hækki. 13.2.2007 10:42 "Hoppa svo" Nær einn af hverjum þrem Bretum heldur að konur geti forðast þungun eftir kynmök með því að hoppa upp og niður, strax að þeim loknum. Þetta kom fram í nýrri könnun bresku fjölskylduráðgjafarinnar, sem telur að nauðsynlegt sé að auka kynfræðslu í skólum. 13.2.2007 10:00 Tölva sem byggir á skammtafræði afhjúpuð á morgun Kanadíska fyrirtækið D-Wave hefur greint frá því að á morgun muni það sýna fyrstu tölvuna sem byggir á skammtafræði. Tölvur í dag byggjast upp á því að í örgjörvum þeirra eru send merki sem annað hvort tákna 1 eða 0. Tölvur sem byggja á lögmálum skammtafræði senda hins vegar merki sem geta verið 1 og 0 á sama tíma. Það gerir tölvunni kleift að sjá um allt að 64 þúsund útreikninga í einu sem er margfalt meira en tölvur gera í dag. 12.2.2007 23:44 FBI týndi 160 fartölvum 160 fartölvur, þar af tíu sem innihéldu leynileg gögn, týndust í meðförum starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) frá febrúar 2002 til september 2005. Ein af tölvunum innihélt upplýsingar sem gæti hjálpað fólki að bera kennsl á leyniþjónustumenn. Á sama tíma týndust 160 vopn. FBI gat ennfremur ekki sagt með vissu hvort að 51 af þeim fartölvum sem týndust hefðu innihaldið leynileg gögn. 12.2.2007 22:58 Ban Ki-moon reynir að stilla til friðar Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hringdi í dag í leiðtoga Ísraela, Palestínu og Sádi-Arabíu til þess að hvetja alla aðila að sættast á þjóðstjórn Palestínu og viðurkenna Ísrael. Ban lýsti líka áhyggjum sínum yfir þeim atburðum sem nú eiga sér stað við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem en ísraelsk yfirvöld eru nú að vinna að endurbótum á svæðinu. 12.2.2007 22:13 Grunur um að al-Kaída hafi verið að verki Tvær sprengingar urðu í dag við herstöð Bandaríkjamanna rétt fyrir utan Tókíó í Japan. Enginn meiddist í þeim en þeir sem rannsaka málið líta svo á að um hugsanlega hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. 12.2.2007 21:51 Haniyeh biður alþjóðasamfélagið um stuðning Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði í dag að Bandaríkin og önnur lönd sem eru að reyna að miðla málum í Mið-Austurlöndum ættu að hefja aðstoð við Palestínu að nýju. Hann sagði að alþjóðasamfélagið ætti að styðja við bakið á hinni nýmynduðu þjóðstjórn og virða þannig vilja palestínsku þjóðarinnar. 12.2.2007 21:00 Herlögum lýst yfir í Gíneu Forseti Gíneu, Lansana Conte, lýsti yfir herlögum í landinu í dag til þess að reyna að binda endi á þá ofbeldisöldu sem hefur heltekið landið undanfarna daga. Stéttarfélög hafa staðið fyrir mótmælum gegn Conte í tæpan mánuð. 12.2.2007 20:30 Sexveldin ná bráðabirgðasamningum Sexveldin svokölluðu komust að bráðabirgðasamkomulagi nú í kvöld. Þeim tókst að leysa helstu ágreiningsefni samningsins og lítur nú út fyrir að Norður-Kórea fari brátt að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Norður-Kórea og Bandaríkin höfðu deilt um hversu mikla orkuaðstoð Norður-Kórea fengi í stað þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína. 12.2.2007 20:15 Svartbjörn fastur upp í tré Það er ekki oft sem nærri 200 kílóa birnir festast upp í trjám, en það gerðist í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Lögreglu brá heldur en ekki í brún þegar tilkynning barst um að svartbjörn sæti fastur í rúmlega 15 metra hæð. Fjölmargir íbúar söfnuðust saman undir trénu til að fylgjast með. 12.2.2007 19:30 Írak: Mikið mannfall í sprengjuárásum Minnst 80 týndu lífi og 150 særðust í þremur sprengjuárásum í miðborg Bagdad í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar um leið og Írakar minntust þess að í dag er ár frá árásum á guðshús sjía-múslima í hinni helgu borg Samarra. Árásin þá varð kveikjan að blóðugum átökum trúarbrota í landinu sem engan enda virðast ætla að taka og hafa kostað þúsundir mannslífa í hverjum mánuði. 12.2.2007 19:15 Þýskur hryðjuverkamaður fær reynslulausn Þýskur dómstóll hefur ákveðið að láta Birgitte Mohnhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, lausa úr fangelsi þar sem hún hefur mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Ákvörðunin hefur þegar vakið deilur enda var Monhaupt á sínum tíma lýst sem hættulegustu konu Þýskalands. 12.2.2007 19:00 Samið við áhöfn Castor Star Samningar hafa tekist á milli áhafnar og eigenda flutningaskipsins Castor Star, sem hefur legið við bryggju á Grundartanga síðan á miðvikudaginn. Skipverjar fá laun sem þeir eiga inni og nýja samninga sem tvöfalda kjör þeirra. 12.2.2007 18:45 Páfinn gagnrýnir nútímavæðingu samfélagsins Páfinn hefur gagnrýndi í dag lög sem hann sagði ógna fjölskyldunni og samfélaginu. Þar átti hann við lög um fóstureyðingar og líknarmorð. „Engin mannleg lög geta komið í stað þeirra sem skaparinn skrifaði án þess að samfélagið verði valt á fótum sínum.“ sagði Benedikt páfi á ráðstefnu um náttúrulög, eða lög guðs. Kaþólska kirkjan telur þau vera bindandi. 12.2.2007 18:15 Intel með nýjan ofurörgjörva Örgjörvaframleiðandinn Intel tilkynnti í dag að þeir hefðu náð að smíða örgjörva með 80 kjörnum. Örgjörvinn getur framkvæmt svokallað Teraflop, en það er að reikna trilljón skipanir á sekúndu. Þetta er langhraðasti örgjörvi sem hefur verið smíðaður. 12.2.2007 18:00 Kosningar í Túrkmenistan fóru vel fram Kosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og virðist sem þær hafi farið vel fram. Þó vantaði mikið upp á, samkvæmt vestrænum stöðlum, til þess að þær gætu talist frjálsar. Búist er við því að Kurbanguly Berdymukhamedov beri sigur úr býtum. Hann hefur verið forseti til bráðabirgða frá láti Saparmurat Niyazov, fyrrum einræðisherra landsins. 12.2.2007 18:00 Flóðin ekki haft áhrif á starfsemi ÞSSÍ Um eitt hundrað manns hafa farist í flóðum í Mósambík á síðustu dögum en hermenn og hjálparstarfsmenn á þyrlum og bátum hafa flutt á brott um sextíu þúsund íbúa. Flóðin hafa enn sem komið er ekki haft nein áhrif á verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, að sögn Jóhanns Pálssonar umdæmisstjóra ÞSSÍ í Mapútó. 12.2.2007 17:45 Sjá næstu 50 fréttir
Tveggja ára laumufarþegi Tveggja ára stúlku tókst að komast frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi og um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrarnir voru að ganga um borð í flugvél á leið til Túnis þegar þau urðu þess vör að stúlkan var horfin. Þau tilkynntu öryggisvörðum flugvallarins í Nürnberg umsvifalaust um hvarf hennar. 14.2.2007 13:15
Evrópuþingið fordæmir fangaflug Evrópuþingið í Strasbourg fordæmdi í dag fangaflug Bandaríkjanna með meinta hryðjuverkamenn og sagði það vera ólöglegt tæki í baráttunni gegn hryðjuverkum. Jafnframt voru ríkisstjórnir og leyniþjónustur Evrópuríkja fordæmdar fyrir að hafa samþykkt þetta athæfi og haldið því leyndu. 14.2.2007 13:15
Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna. 14.2.2007 13:00
Engum eldflaugum beint gegn Rússum Forseti Tékklands sagði í dag að ef Tékkar tækju þátt í eldflaugavörnum Bandaríkjanna, væri þeim flaugum ekki beint gegn Rússlandi. Rússar hafa brugðist ókvæða við beiðni Bandaríkjanna um að fá að setja upp ratsjárstöðvar og eldflaugar í Tékklandi og Póllandi. Bandaríkjamenn segja að tilgangurinn sé að verjast eldflaugaárásum frá Íran og Norður-Kóreu. 14.2.2007 11:31
Evrópuþingmenn rífast um fangaflug Evrópskir þingmenn tókust á um það, í dag, hvort þeir hefðu nægar sannanir til þess að saka ríkisstjórnir landa sinna um að hafa átt samstarf við bandarísku leyniþjónustuna CIA um fangaflug til aðildarríkja Evrópusambandsins. Leyniþjónustan er sökuð um að hafa geymt meinta hryðjuverkamenn í leynifangelsum í Evrópu, og flogið með þá til landa þar sem þeir voru pyntaðir. 14.2.2007 10:53
Bresk börn hafa það verst Lífsgæði barna í iðnvæddum ríkjum eru minnst í Bretlandi. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF sem kom út í dag. Skýrslan tekur til 40 þátta er varða lífsgæði barna í 21 iðnvæddu ríki og er fyrsta rannsókn sinnar tegundar. 14.2.2007 10:24
Skýldu sér á bak við börn Uppreisnarmenn Talibana skýldu sér á bak við börn í bardögum gegn hersveitum NATO við stíflu í suðurhluta Afganistan nú í vikunni. Talibanar hafa áður skýlt sér á bak við óbreytta borgara en ekki eru þekkt dæmi þess að þeir hafi notað börn í þeim tilgangi áður. Þetta segja Afganar sem urðu vitni að átökunum við Reuters-fréttastofuna. 14.2.2007 10:00
Tveggja ára stúlka ætlaði ein til Egyptalands Tveggja ára stúlka sem hljóp frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi tókst að koma sér um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrar stúlkunnar létu vita um leið og þeir tóku eftir því að hún væri horfin en þau voru þá að fara um borð í flugvél á leið til Túnis. 13.2.2007 23:38
Dauðvona maður vann milljón dollara Wayne Schenk, 51 árs, finnst hann ekki vera mjög heppinn maður þrátt fyrir að hafa unnið milljón dollara, eða um 68 milljónir íslenskra króna, í skafmiðahappadrætti New York ríkis. Hann greindist nefnilega með banvænt krabbamein aðeins fimm vikum áður. 13.2.2007 23:13
Olíufyrirtæki borgar 13,5 milljarða í skaðabætur Hollenska olíufyrirtækið Trafigura náði í dag samkomulagi um að borga stjórnvöldum í Fílabeinsströndinni 198 milljónir dollara, eða um 13,5 milljarða íslenskra króna, vegna mengunar sem fyrirtækið varð valdur að. Þúsundir veiktust vegna mengunarinnar. Fyrirtækið sendi skip þangað til þess að losa úrgang og reyndist hann vera eitraður. 13.2.2007 22:44
Demókratar á móti fjölgun hermanna í Írak Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hófu í dag umræður um fjölgun hermanna í Írak. Þeir segja að almenningur í Bandaríkjunum hafi misst trúna á stríðið á meðan repúblikanar vara við því að grafa undan stríðinu gegn hryðjuverkum. Umræðurnar verða í þrjá daga og snúast þær um tillögu sem gagnrýnir harðlega fjölgun hermanna í Írak. 13.2.2007 22:31
Stjórnvöld í Suður-Afríku skila landi Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að herða róðurinn til þess að bæta efnahag svarta hluta þjóðarinnar. Hluti af þeim áætlunum snýst um að skila landi í eigu hvítra til svartra. 13.2.2007 21:49
Lifði af 3.600 metra fall Fallhlífastökkvari sem féll 3.600 metra til jarðar og lifði það af setti nýverið myndband af atvikinu á internetið. Á myndbandinu sést hvernig hann hrapar nær stjórnlaust til jarðar, og að því er virðist, dauða. 13.2.2007 21:38
Correa fær að halda stjórnarskrárþing Forseti Ekvador, Rafael Correa, vann í dag mikinn sigur á andstæðingum sínum í þinginu. Þingið samþykkti loks beiðni hans um að fá leyfi til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Þingið hafði ávallt verið á móti þeim hugmyndum Correa en hann hefur ekki eiginlegan þingflokk á bak við sig. Hann biðlaði þess í stað til almennings sem mótmæli afstöðu þingmanna og í dag samþykkti þingið loks tillögu Correa. 13.2.2007 21:08
Írakar nýta sér tæknina til að komast af Almenningur í Írak er farinn að nota forritið Google Earth til þess að komast hjá ofbeldi í Bagdad. Sumir hafa meira að segja sett upp vefsíður þar sem bent er á hættuleg svæði. 13.2.2007 20:49
Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. 13.2.2007 19:45
Hvíldarbelgir vinsælir í Bandaríkjunum Það er ekki amalegt að geta tekið sér miðdegislúr í vinnunni til að hlaða batteríin fyrir átök síðdegisins. Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur hannað sérstaka hvíldarbelgi sem nú eru kynntir hjá hverju stórfyrirtækinu á eftir öðru þar í landi. 13.2.2007 19:30
Ætlar að deyja með reisn Þrítug bresk kona berst nú fyrir því að læknar í Bretlandi veiti henni meðferð sem mun draga hana til dauða. Hún þjáist af tveimur alvarlegum sjúkdómum og læknar segja hana ekki lifa út árið. Sjálf segist hún vilja ráða brottfarartíma sínum og deyja með reisn. 13.2.2007 19:15
Hvalaverndarsinnar mættu ekki Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi. 13.2.2007 19:00
Romney tilkynnir um framboð til forseta Bandaríkjanna Mitt Romney hefur lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann er fyrsti frambjóðandi repúblikana til þess að staðfesta framboð sitt. 13.2.2007 18:24
al-Kaída að verki í Alsír Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída hefur lýst ábyrgð á sprengingum í Alsír í dag á hendur sér. Alls sprungu sjö sprengjur í námunda við fjórar lögreglustöðvar. Talið er að sex manns hafi látist og 13 slasast í sprengingunum. Sprengjurnar sprungu samtímis. Sjónvarpsstöðin al-JAzeera skýrði frá þessu í dag. 13.2.2007 16:26
Ólöglegir innflytjendur geta fengið kreditkort Bank of America er byrjaður að bjóða kreditkort til viðskiptavina sinna sem hafa ekki kennitölu. Undanfarin ár hafa bankar boðið reikninga og jafnvel lán til fólks sem ekki hefur kennitölu . En kreditkort hefur það ekki getað fengið fyrr en nú. 13.2.2007 16:12
Írak lokar landamærum sínum Írakar ætla að loka landamærum sínum við Sýrland og Íran til þess að reyna að koma í veg fyrir þá öldu ofbeldis sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Einnig á að lengja útivistarbann sem hefur ríkt í höfuðborginni á kvöldin. Báðar aðgerðirnar eru hluti af nýju skipulagi Íraka og Bandaríkjamanna sem á að binda endi á ofbeldið í landinu. 13.2.2007 15:46
Ekki hægt að stöðva Írana Íranar eiga eftir að geta auðgað nóg af úrani til þess að nota í kjarnorkusprengju og það er lítið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í innanhússkýrslu Evrópusambandsins. Financial Times sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag. 13.2.2007 15:17
Þjóðverjar sammála Putin Tveir af hverjum þremur Þjóðverjum eru sammála Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að Bandaríkjamenn stefni að því að verða allsráðandi í heiminum. Putin lét þessi orð falla á ráðstefnu um öryggismál, í Munchen, um helgina. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir þýska sjónvarpsstöð. 13.2.2007 14:33
„Íranir eru á móti þróun kjarnavopna“ Íranir eru á móti allri þróun kjarnavopna og eru alltaf tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína sem er friðsamleg. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun. 13.2.2007 12:28
Fjórir fórust í tilræðum í Alsír Minnst fjórir fórust í sprengjutilræðum við lögreglustöðvar í Alsír í morgun. Ráðist var á þrjár lögreglustöðvar. Á þessu svæði eru átök milli múslimskra skæruliða og öryggissveita algeng og síðast í desember fórust tveir í sjálfsmorðsárás. Talið er líklegt að skæruliðar hafi staðið að árásunum í morgun. 13.2.2007 11:29
Pólitísk skilaboð send með blóði sakleysingja Nú er ljóst að minnst þrír fórust og tuttugu til viðbótar særðust í sprengjuárásum á tvær smárútur nærri bænum Bikfaya í Líbanon í morgun. Samkvæmt fregnum fyrr í dag var mannfallið meira en nú vilja líbönsk stjórnvöld ekki staðfesta að fleiri en þrír hafi látist en segja vel mögulegt að talan hækki. 13.2.2007 10:42
"Hoppa svo" Nær einn af hverjum þrem Bretum heldur að konur geti forðast þungun eftir kynmök með því að hoppa upp og niður, strax að þeim loknum. Þetta kom fram í nýrri könnun bresku fjölskylduráðgjafarinnar, sem telur að nauðsynlegt sé að auka kynfræðslu í skólum. 13.2.2007 10:00
Tölva sem byggir á skammtafræði afhjúpuð á morgun Kanadíska fyrirtækið D-Wave hefur greint frá því að á morgun muni það sýna fyrstu tölvuna sem byggir á skammtafræði. Tölvur í dag byggjast upp á því að í örgjörvum þeirra eru send merki sem annað hvort tákna 1 eða 0. Tölvur sem byggja á lögmálum skammtafræði senda hins vegar merki sem geta verið 1 og 0 á sama tíma. Það gerir tölvunni kleift að sjá um allt að 64 þúsund útreikninga í einu sem er margfalt meira en tölvur gera í dag. 12.2.2007 23:44
FBI týndi 160 fartölvum 160 fartölvur, þar af tíu sem innihéldu leynileg gögn, týndust í meðförum starfsmanna Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) frá febrúar 2002 til september 2005. Ein af tölvunum innihélt upplýsingar sem gæti hjálpað fólki að bera kennsl á leyniþjónustumenn. Á sama tíma týndust 160 vopn. FBI gat ennfremur ekki sagt með vissu hvort að 51 af þeim fartölvum sem týndust hefðu innihaldið leynileg gögn. 12.2.2007 22:58
Ban Ki-moon reynir að stilla til friðar Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hringdi í dag í leiðtoga Ísraela, Palestínu og Sádi-Arabíu til þess að hvetja alla aðila að sættast á þjóðstjórn Palestínu og viðurkenna Ísrael. Ban lýsti líka áhyggjum sínum yfir þeim atburðum sem nú eiga sér stað við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem en ísraelsk yfirvöld eru nú að vinna að endurbótum á svæðinu. 12.2.2007 22:13
Grunur um að al-Kaída hafi verið að verki Tvær sprengingar urðu í dag við herstöð Bandaríkjamanna rétt fyrir utan Tókíó í Japan. Enginn meiddist í þeim en þeir sem rannsaka málið líta svo á að um hugsanlega hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. 12.2.2007 21:51
Haniyeh biður alþjóðasamfélagið um stuðning Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði í dag að Bandaríkin og önnur lönd sem eru að reyna að miðla málum í Mið-Austurlöndum ættu að hefja aðstoð við Palestínu að nýju. Hann sagði að alþjóðasamfélagið ætti að styðja við bakið á hinni nýmynduðu þjóðstjórn og virða þannig vilja palestínsku þjóðarinnar. 12.2.2007 21:00
Herlögum lýst yfir í Gíneu Forseti Gíneu, Lansana Conte, lýsti yfir herlögum í landinu í dag til þess að reyna að binda endi á þá ofbeldisöldu sem hefur heltekið landið undanfarna daga. Stéttarfélög hafa staðið fyrir mótmælum gegn Conte í tæpan mánuð. 12.2.2007 20:30
Sexveldin ná bráðabirgðasamningum Sexveldin svokölluðu komust að bráðabirgðasamkomulagi nú í kvöld. Þeim tókst að leysa helstu ágreiningsefni samningsins og lítur nú út fyrir að Norður-Kórea fari brátt að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Norður-Kórea og Bandaríkin höfðu deilt um hversu mikla orkuaðstoð Norður-Kórea fengi í stað þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína. 12.2.2007 20:15
Svartbjörn fastur upp í tré Það er ekki oft sem nærri 200 kílóa birnir festast upp í trjám, en það gerðist í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Lögreglu brá heldur en ekki í brún þegar tilkynning barst um að svartbjörn sæti fastur í rúmlega 15 metra hæð. Fjölmargir íbúar söfnuðust saman undir trénu til að fylgjast með. 12.2.2007 19:30
Írak: Mikið mannfall í sprengjuárásum Minnst 80 týndu lífi og 150 særðust í þremur sprengjuárásum í miðborg Bagdad í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar um leið og Írakar minntust þess að í dag er ár frá árásum á guðshús sjía-múslima í hinni helgu borg Samarra. Árásin þá varð kveikjan að blóðugum átökum trúarbrota í landinu sem engan enda virðast ætla að taka og hafa kostað þúsundir mannslífa í hverjum mánuði. 12.2.2007 19:15
Þýskur hryðjuverkamaður fær reynslulausn Þýskur dómstóll hefur ákveðið að láta Birgitte Mohnhaupt, einn forsprakka Rauðu herdeilda Baader-Meinhof, lausa úr fangelsi þar sem hún hefur mátt dúsa í nær aldarfjórðung. Ákvörðunin hefur þegar vakið deilur enda var Monhaupt á sínum tíma lýst sem hættulegustu konu Þýskalands. 12.2.2007 19:00
Samið við áhöfn Castor Star Samningar hafa tekist á milli áhafnar og eigenda flutningaskipsins Castor Star, sem hefur legið við bryggju á Grundartanga síðan á miðvikudaginn. Skipverjar fá laun sem þeir eiga inni og nýja samninga sem tvöfalda kjör þeirra. 12.2.2007 18:45
Páfinn gagnrýnir nútímavæðingu samfélagsins Páfinn hefur gagnrýndi í dag lög sem hann sagði ógna fjölskyldunni og samfélaginu. Þar átti hann við lög um fóstureyðingar og líknarmorð. „Engin mannleg lög geta komið í stað þeirra sem skaparinn skrifaði án þess að samfélagið verði valt á fótum sínum.“ sagði Benedikt páfi á ráðstefnu um náttúrulög, eða lög guðs. Kaþólska kirkjan telur þau vera bindandi. 12.2.2007 18:15
Intel með nýjan ofurörgjörva Örgjörvaframleiðandinn Intel tilkynnti í dag að þeir hefðu náð að smíða örgjörva með 80 kjörnum. Örgjörvinn getur framkvæmt svokallað Teraflop, en það er að reikna trilljón skipanir á sekúndu. Þetta er langhraðasti örgjörvi sem hefur verið smíðaður. 12.2.2007 18:00
Kosningar í Túrkmenistan fóru vel fram Kosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og virðist sem þær hafi farið vel fram. Þó vantaði mikið upp á, samkvæmt vestrænum stöðlum, til þess að þær gætu talist frjálsar. Búist er við því að Kurbanguly Berdymukhamedov beri sigur úr býtum. Hann hefur verið forseti til bráðabirgða frá láti Saparmurat Niyazov, fyrrum einræðisherra landsins. 12.2.2007 18:00
Flóðin ekki haft áhrif á starfsemi ÞSSÍ Um eitt hundrað manns hafa farist í flóðum í Mósambík á síðustu dögum en hermenn og hjálparstarfsmenn á þyrlum og bátum hafa flutt á brott um sextíu þúsund íbúa. Flóðin hafa enn sem komið er ekki haft nein áhrif á verkefni Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, að sögn Jóhanns Pálssonar umdæmisstjóra ÞSSÍ í Mapútó. 12.2.2007 17:45