Fleiri fréttir Endir bundinn á ógnaröldina Stríðandi fylkingar í Súdan undirrituðu í morgun heit um að binda enda á ógnaröldina í landinu fyrir árslok. Sameinuðu þjóðirnar heita í staðinn Súdönum friðargæslu og neyðaraðstoð. Hjálparsamtök segja hjálpina koma of seint. 19.11.2004 00:01 Do They Know It´s ...? endurtekið Tuttugu ára jólalag, „Do They Know It´s Christmas“, hefur verið endurvakið með söngstjörnum nútímans. Upprunalega útgáfan er með mest seldu plötum allra tíma. Tilgangurinn er að hvetja til meiri aðstoðar við fátæk Afríkuríki. U2-stjarnan Bono er sá eini sem syngur í báðum útgáfum. 19.11.2004 00:01 Tugir manna særðust eða létust Tugir manna, þar á meðal börn, særðust eða biðu bana í átökum í Írak í gær. Skotbardagar brutust út á milli hers bandarískra og írakskra hermanna og uppreisnamanna í borginni Fallujah í Írak í morgun Talsmenn Bandaríkjahers segja að aðeins sé um að ræða fáa uppreisnarmenn sem eftir eru í borginni. 18.11.2004 00:01 Hundar fá nýja eigendur Fjöldi hunda sem bjargað var úr sláturhúsi á Filipseyjum hefur nú fengið nýja eigendur. Lögregla og meðlimir dýraverndunarsamtaka réðust inn í sláturhúsið í fyrradag og björguðu 45 hundum. Hundarnir voru illa farnir en þeim hafði verið troðið inn í lítil stálbúr og múlaðir með reipi. Hundakjöt þykir mikið lostdæti og selst dýru verði á Fillipseyjum. 18.11.2004 00:01 Öryggi fer versnandi Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. Glæpagengi fara þar um og ræna bílalestir hjálparsamtaka, sem hafa í kjölfarið neyðst til að flytja gögn einungis með þyrlum til fimm bæja. 18.11.2004 00:01 Skotið á egypska lögreglumenn Ísraelskar hersveitir skutu á egypska lögreglumenn á landamærum Egyptalands og Gasa-strandarinnar í morgun og drápu þá. Talsmenn hersins segja hermennina hafa talið að lögreglumennirnir væru palestínskir hryðjuverkamenn að koma fyrir sprengjum. 18.11.2004 00:01 Langt komnir með þróun kjarnavopna Íranar eru langt komnir með þróun flugskeyta sem geta borið kjarnaodda. Þessu heldur Colin Powell fram. Sérfræðingar segja líkur á að athygli Bandaríkjastjórnar beinist í vaxandi mæli að Íran. 18.11.2004 00:01 Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir, að mati meirihluta þeirra sem tóku þátt í alþjóðlegri könnun sem birt var í morgun. 63 prósent aðspurðra í könnun World Economic Forum telja að stjórnmálamenn séu óheiðarlegir. Fimmtíu þúsund manns voru spurð um allan heim. 43 prósent telja að kaupsýslumenn séu almennt óheiðarlegir. 18.11.2004 00:01 Hundruð þúsunda í hættu Líf nokkur hundruð þúsunda íbúa Darfur-héraðs í Súdan er í hættu, að mati hjálparstofnana. Þeir segja ástandið í héraðinu hafa versnað undanfarna tvo mánuði, þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda í Khartoum. Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. 18.11.2004 00:01 Ný stjórn væntanlega samþykkt Kosið verður um nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins innan skamms. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn, einkum vegna Ítalans Rocco Buttiglione, 18.11.2004 00:01 Öðruvísi heili Heili þeirra sem neyta kókaíns er öðruvísi en heilinn í öðru fólki. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar lækna í Boston í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, þar sem borin var saman gerð og starfsemi heila í þeirra sem neyta kókaíns og samanburðarhóps, kom í ljós að svokölluð heilamandla, var mun minni í kókaínneytendunum. 18.11.2004 00:01 Mest aukning í Bretlandi Notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga hefur aukist meira í Bretlandi en nokkru öðru landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árunum 2000 til 2002 jókst notkun þunglyndislyfja og annara lyfja sem hafa áhrif á boðefnabúskap heilans um heil 68% á Bretlandseyjum. 18.11.2004 00:01 Beinni tennur með brjóstamjólk Börn sem fá brjóstamjólk hafa beinni tennur en börn sem fá mjólk úr pela snemma á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lækna við háskólann í Mílanó á Ítalíu. Þannig er að börnin sem fá mjólkina úr brjósti móður, eru ólíklegri til þess að sjúga á sér þumalputtan og vera langi með snuð, sem hvoru tveggja getur orðið til þess að skekkja tennur barnsins. 18.11.2004 00:01 Framkvæmdastjórnin samþykkt Evrópuþingið hefur lagt blessun sína yfir nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn 18.11.2004 00:01 Google fyrir fræðimenn Fyrirtækið Google hefur komið á fót leitarvél fyrir háskólasamfélagið. Leitarvélin, sem nefnist Google Scholar, mun gera fræðimönnum og öðrum fróðleiksfúsum einstaklingum kleyft að leita í ritgerðum, útdráttum og tæknilegum skýrslum, með einfölsum hætti. Þjónustan verður ókeypis fyrst um sinn. 18.11.2004 00:01 Fini nýr utanríkisráðherra Ítala Gianfranco Fini var í dag skipaður utanríkisráðherra Ítalíu, er ljóst var að Franco Fattini myndi hverfa til Brussel og taka þar sæti í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem samþykkt var í dag. Fini hefur í gegnum tíðina verið afar umdeildur, enda er flokkur hans arfleið nýnasistaflokks Ítalíu og hefur Fini meðal annars sagt Mussolini besta stjórnmálamann 20. aldarinnar. 18.11.2004 00:01 Chirac og Blair stilltir Jacques Chirac og Tony Blair sýndu á sér sínar prúðustu hliðar á sameiginlegum blaðamannafundi sem þeir héldu í Bretlandi í dag. Undanfarna daga hefur Chirac látið móðann mása um daprar afleiðingar innrásarinnar í Írak, en á fundinum í dag lögðu leiðtogarnir báðir áherslu á að Írak væri eini stóri ágreiningsvettvangur þjóðanna 18.11.2004 00:01 Léttklæddum dvergum stolið Léttklæddum garðdvergum hefur verið stolið úr skemmtigarði í Þýskalandi. Dverganna er sárt saknað en þeir eru helsta aðdráttarafl Dwarf Park Trusetal þar sem gægjuhneigð gesta er fullnægt. Í gegnum skráargöt sést í hold garðdverganna sem þekktir eru fyrir djarfar stellingar. 18.11.2004 00:01 Nýr árgangur af rauðvínum Frakkar sjá rautt þessi dægrin því fyrstu flöskurnar af nýjum rauðvínsárgangi eru komnar á markað. Það er ævinlega kátt á hjalla þegar Beaujolais Nouveau flöskurnar streyma inn á bari í Frakklandi, þriðja fimmtudag í nóvember, og það sama var uppi á teningunum í morgun. 18.11.2004 00:01 Kyoto-sáttmálinn tekur brátt gildi Eftir langa bið og endalaust japl, jamm og fuður stendur nú ekkert í vegi fyrir því að Kyoto-sáttmálinn um hlýnun jarðar taki gildi 16. febrúar næstkomandi. Rússar skrifuðu í morgun undir sáttmálann og því verða þær þjóðir, sem áður höfðu undirritað sáttmálann, skuldbundnar til að hlýta skilmálum hans og að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 18.11.2004 00:01 Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir og haga sér ósiðlega. Þeir hafa of mikil völd og ábyrgð og láta aðra valdamikla menn hafa of mikil áhrif á sig. Þetta eru meginniðurstöður alþjóðlegrar könnunar, sem kynnt var í dag. 18.11.2004 00:01 Karl prins vekur reiði Breta Karl prins vakti mikla óánægju í Bretlandi þegar efni minnismiða varð opinbert, þar sem hann fer hörðum orðum um leti, hæfileikaleysi og óeðlilegan metnað landa sinna. 18.11.2004 00:01 Framkvæmdastjórnin loks samþykkt Þingmenn á þingi Evrópusambandsins samþykktu í gær nýja framkvæmdastjórn sambandsins, þremur vikum eftir að andstaða þeirra við upphaflega tillögu að skipan framkvæmdastjórnarinnar varð til þess að hún var dregin til baka. 18.11.2004 00:01 Skutu þrjá egypska hermenn Ísraelskir hermenn skutu þrjá egypska lögreglumenn til bana á landamærum Gaza og Egyptalands í gærmorgun. Ísraelarnir urðu varir við mannaferðir nærri landamærunum og töldu að þar væru á ferð Palestínumenn að smygla vopnum. Þeir skutu því á þá úr skriðdreka. 18.11.2004 00:01 Fá sjúkraskýrslu Arafats Palestínska heimastjórnin fær sjúkraskýrslu Jassers heitins Arafats í sínar hendur þrátt fyrir að frönsk lög heimili einungis að nánir ættingjar hans hafi aðgang að þeim. Ástæðan er sú að frændi Arafats, Nasser al-Qidwa, sem er fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, á rétt á að fá gögnin og ætlar að afhenda Palestínustjórn þau. 18.11.2004 00:01 Afganistan að verða fíkniefnaríki Afganistan er komið langt á leið með að verða fíkniefnaríki og til marks um það er að ópíumframleiðsla hefur aukist um nær tvo þriðju á einu ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þar er hvatt til þess að hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan ráðist gegn fíkniefnaframleiðslu. 18.11.2004 00:01 Óvíða meiri lífsgæði en hérlendis Ísland er sjöunda besta land í heimi til að búa í samkvæmt úttekt breska tímaritsins The Economist á lífsgæðum í 111 ríkjum. Best er að búa á Írlandi en verst eru lífsgæðin í Simbabve samkvæmt könnuninni sem unnin er fyrir "World in 2005", árlegt rit sem The Economist gefur út. 18.11.2004 00:01 Á annan tug létust Í það minnsta sautján Írakar létust í gær vegna ofbeldisöldunnar sem riðið hefur yfir landið frá því að bandarískar og íraskar hersveitir réðust til atlögu í Falluja fyrir tæpum tveimur vikum. Sjö létust í sprengjuárásum á þjóðvegum nærri Samarra og Baiji. 18.11.2004 00:01 Óveður hamlar samgöngum í Danmörku Loka þurfti brúnni yfir Stóra belti næturlangt vegna óveðurs sem gekk yfir Danmörku í fyrrinótt. Vindurinn reif upp tré og feykti þökum af húsum auk þess sem sjávarborð hækkaði um allt að fjóra metra í mörgum höfnum á vesturströnd Danmerkur. 18.11.2004 00:01 Íranar þróa kjarnorkueldflaugar Bandarísk stjórnvöld hafa undir höndum gögn sem gefa til kynna að Íranar vinni að þróun eldflauga sem geta flutt kjarnorkusprengjur til skotmarka sinna, sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann sagðist í engum vafa um að Íranar hefðu áhuga á að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu flutt þau. 18.11.2004 00:01 Skildi við mömmu sína Sautján ára stúlka hefur fengið lögskilnað frá móður sinni. Lögskilnaðinn fékk hún á grundvelli nýrra laga sem gefa börnum að segja skilið við foreldra sína ef þeim er ómögulegt að búa saman. 18.11.2004 00:01 Ágreiningur um Íraksstríðið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að vissulega sé ágreiningur milli Breta og Frakka um réttmæti Íraksstríðsins en það sé bara ágreiningur. 18.11.2004 00:01 Neðanjarðarborg í Belgrad Neðanjarðarbyrgi tengd saman með leynigöngum hafa fundist í Belgrad, höfuðborg Serbíu-Svartfjallalands. Talið er að eftirlýstir stríðsglæpamenn hafi falið sig í byrgjunum, sem fjölmiðlar í Serbíu-Svartfjallalandi, hafa lýst sem "neðjanjarðarborg". 18.11.2004 00:01 Atlantis fundin fyrir strönd Kýpur Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundð hina týndu borg Atlantis úti fyrir strönd Kýpur. Samkvæmt sonar-mælingum þeirra virðast stór mannvirki vera á hafsbotninum milli Kýpur og Sýrlands. Vísindamennirnir segja að umfang mannvirkjanna og stærð þeirra passi við frásagnir Plató af borginni og konungdæminu. 17.11.2004 00:01 Reynir allt til að tryggja frið Mahmoud Abbas, sitjandi leiðtogi Palestínumanna, reynir nú allt til að semja við andstæðinga sína um að tryggja frið á svæðinu. Leiðtogar Hamas samtakanna funduðu í gær með Abbas og ræddu þá hvaða hlutverk íslamskir hópar muni hafa í framtíðarstjórn landsins. 17.11.2004 00:01 Bysumenn á þinginu í Ekvador Það hitnaði heldur betur í kolunum á þingi miðbaugsríkisins Ekvadors, þegar stuðningsmenn forsetans og andstæðingar tókust þar á og eldheitur stuðningsmaður forsetans dró upp byssu. Öryggisverðir urðu að skerast í leikinn og yfirbuga óeirðaseggina. 17.11.2004 00:01 Heimurinn hættulegri Heimurinn er hættulegri eftir Íraksstríðið, að mati Jacques Chiracs, forseta Frakklands. Chirac er væntanlegur í opinbera heimsókn til Bretlands á morgun, og sagði í viðtali við BBC meðal annars, að hann teldi engar líkur á að Bretar gætu miðlað málum á milli Frakka og Bandaríkjamanna. <font size="4"></font> 17.11.2004 00:01 Hassan líklega skotin til bana Allar líkur eru á því að konan, sem írakskir hryðjuverkamenn sjást skjóta til bana á myndbandsupptöku sem send var arabískri sjónvarpsstöð í gær, sé Margaret Hassan, yfirmaður CARE-mannúðarsamtakanna í Írak. Henni var rænt í síðasta mánuði og hún meðal annars neydd til að biðja sér griða á myndbandsupptöku. 17.11.2004 00:01 Banameinið skorpulifur Banamein Jassirs Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var skorpulifur. Franska dagblaðið Le Monde greinir frá þessu í dag. Alla jafna er skorpulifur rakin til ofneyslu áfengis, en Arafat er sagður hafa verið vatnsdrykkjumaður mikill. 17.11.2004 00:01 Reiði og sorg í Írak Reiði og hneykslan ríkir í Írak í kjölfar þess að sýndar voru myndir af því þegar bandarískur hermaður skaut óvopnaðan, illa slasaðan Íraka til bana í Fallujah í gær. Fimm fórust og fimmtán slösuðust í bílsprengingu í morgun. 17.11.2004 00:01 Heimurinn hættulegri en áður Heimurinn er hættulegri en áður eftir Íraksstríðið, að mati Jacques Chiracs, forseta Frakklands. Hann segir stuðning Breta við stríðið engu hafa skilað. 17.11.2004 00:01 Dollarinn lækkar enn Dollarinn er á hraðri niðurleið gagnvart bæði krónunni og Evru. Dollarinn er kominn niður fyrir 67 krónur íslenskar og hefur hann ekki verið lægri í fjölmörg ár. Þá hefur dollarinn aldrei verið lægri í samanburði við Evruna, síðan hún komst á laggirnar. 17.11.2004 00:01 Haldið upp á flauelsbyltingu Tékkar halda í dag upp á 15 ára afmæli flauelsbyltingarinnar svokölluðu, sem leiddi til þess að kommúnistar hrökkluðust frá völdum í gömlu Tékkóslóvakíu. Þann 17. nóvember árið 1989 braut lögregla á bak aftur mótmælaaðgerðir þúsunda stúdenta á götum úti í Prag, sem leiddi til frekari mótmæla og á endanum til falls kommúnista í Tékklandi. 17.11.2004 00:01 6 þúsund með Persaflóaheilkennið Um 6 þúsund hermenn búa við afar bága heilsu vegna þáttöku í Persaflóastríðinu, samkvæmt nýrri skýrslu frá Bandaríkjunum. Ekki er nein ein afgerandi ástæða fyrir persaflóaheilkenninu svokallaða, eins og heilsubresturinn er kallaður, en í skýrslunni segir að hermenn sem fóru til Persaflóa séu helmingi líklegri til að þjást af alls kyns kvillum 17.11.2004 00:01 2 látnir eftir sprengingu í bíói Tveir létust og 29 slösuðust í sprengjuárás á kvikmyndahús í Pakistan í gær. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í plastpoka við fremstu sætaröðina í kvikmyndahúsinu og sprakk hún rétt áður en myndinni lauk. 200 manns voru í salnum þegar sprengjan sprakk, en enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér. 17.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Endir bundinn á ógnaröldina Stríðandi fylkingar í Súdan undirrituðu í morgun heit um að binda enda á ógnaröldina í landinu fyrir árslok. Sameinuðu þjóðirnar heita í staðinn Súdönum friðargæslu og neyðaraðstoð. Hjálparsamtök segja hjálpina koma of seint. 19.11.2004 00:01
Do They Know It´s ...? endurtekið Tuttugu ára jólalag, „Do They Know It´s Christmas“, hefur verið endurvakið með söngstjörnum nútímans. Upprunalega útgáfan er með mest seldu plötum allra tíma. Tilgangurinn er að hvetja til meiri aðstoðar við fátæk Afríkuríki. U2-stjarnan Bono er sá eini sem syngur í báðum útgáfum. 19.11.2004 00:01
Tugir manna særðust eða létust Tugir manna, þar á meðal börn, særðust eða biðu bana í átökum í Írak í gær. Skotbardagar brutust út á milli hers bandarískra og írakskra hermanna og uppreisnamanna í borginni Fallujah í Írak í morgun Talsmenn Bandaríkjahers segja að aðeins sé um að ræða fáa uppreisnarmenn sem eftir eru í borginni. 18.11.2004 00:01
Hundar fá nýja eigendur Fjöldi hunda sem bjargað var úr sláturhúsi á Filipseyjum hefur nú fengið nýja eigendur. Lögregla og meðlimir dýraverndunarsamtaka réðust inn í sláturhúsið í fyrradag og björguðu 45 hundum. Hundarnir voru illa farnir en þeim hafði verið troðið inn í lítil stálbúr og múlaðir með reipi. Hundakjöt þykir mikið lostdæti og selst dýru verði á Fillipseyjum. 18.11.2004 00:01
Öryggi fer versnandi Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. Glæpagengi fara þar um og ræna bílalestir hjálparsamtaka, sem hafa í kjölfarið neyðst til að flytja gögn einungis með þyrlum til fimm bæja. 18.11.2004 00:01
Skotið á egypska lögreglumenn Ísraelskar hersveitir skutu á egypska lögreglumenn á landamærum Egyptalands og Gasa-strandarinnar í morgun og drápu þá. Talsmenn hersins segja hermennina hafa talið að lögreglumennirnir væru palestínskir hryðjuverkamenn að koma fyrir sprengjum. 18.11.2004 00:01
Langt komnir með þróun kjarnavopna Íranar eru langt komnir með þróun flugskeyta sem geta borið kjarnaodda. Þessu heldur Colin Powell fram. Sérfræðingar segja líkur á að athygli Bandaríkjastjórnar beinist í vaxandi mæli að Íran. 18.11.2004 00:01
Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir, að mati meirihluta þeirra sem tóku þátt í alþjóðlegri könnun sem birt var í morgun. 63 prósent aðspurðra í könnun World Economic Forum telja að stjórnmálamenn séu óheiðarlegir. Fimmtíu þúsund manns voru spurð um allan heim. 43 prósent telja að kaupsýslumenn séu almennt óheiðarlegir. 18.11.2004 00:01
Hundruð þúsunda í hættu Líf nokkur hundruð þúsunda íbúa Darfur-héraðs í Súdan er í hættu, að mati hjálparstofnana. Þeir segja ástandið í héraðinu hafa versnað undanfarna tvo mánuði, þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda í Khartoum. Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. 18.11.2004 00:01
Ný stjórn væntanlega samþykkt Kosið verður um nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins innan skamms. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn, einkum vegna Ítalans Rocco Buttiglione, 18.11.2004 00:01
Öðruvísi heili Heili þeirra sem neyta kókaíns er öðruvísi en heilinn í öðru fólki. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar lækna í Boston í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, þar sem borin var saman gerð og starfsemi heila í þeirra sem neyta kókaíns og samanburðarhóps, kom í ljós að svokölluð heilamandla, var mun minni í kókaínneytendunum. 18.11.2004 00:01
Mest aukning í Bretlandi Notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga hefur aukist meira í Bretlandi en nokkru öðru landi, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árunum 2000 til 2002 jókst notkun þunglyndislyfja og annara lyfja sem hafa áhrif á boðefnabúskap heilans um heil 68% á Bretlandseyjum. 18.11.2004 00:01
Beinni tennur með brjóstamjólk Börn sem fá brjóstamjólk hafa beinni tennur en börn sem fá mjólk úr pela snemma á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar lækna við háskólann í Mílanó á Ítalíu. Þannig er að börnin sem fá mjólkina úr brjósti móður, eru ólíklegri til þess að sjúga á sér þumalputtan og vera langi með snuð, sem hvoru tveggja getur orðið til þess að skekkja tennur barnsins. 18.11.2004 00:01
Framkvæmdastjórnin samþykkt Evrópuþingið hefur lagt blessun sína yfir nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Jose Manuel Barosso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neyddist sem kunnugt er til þess að gera breytingar á tillögu sinni að framkvæmdastjórn 18.11.2004 00:01
Google fyrir fræðimenn Fyrirtækið Google hefur komið á fót leitarvél fyrir háskólasamfélagið. Leitarvélin, sem nefnist Google Scholar, mun gera fræðimönnum og öðrum fróðleiksfúsum einstaklingum kleyft að leita í ritgerðum, útdráttum og tæknilegum skýrslum, með einfölsum hætti. Þjónustan verður ókeypis fyrst um sinn. 18.11.2004 00:01
Fini nýr utanríkisráðherra Ítala Gianfranco Fini var í dag skipaður utanríkisráðherra Ítalíu, er ljóst var að Franco Fattini myndi hverfa til Brussel og taka þar sæti í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem samþykkt var í dag. Fini hefur í gegnum tíðina verið afar umdeildur, enda er flokkur hans arfleið nýnasistaflokks Ítalíu og hefur Fini meðal annars sagt Mussolini besta stjórnmálamann 20. aldarinnar. 18.11.2004 00:01
Chirac og Blair stilltir Jacques Chirac og Tony Blair sýndu á sér sínar prúðustu hliðar á sameiginlegum blaðamannafundi sem þeir héldu í Bretlandi í dag. Undanfarna daga hefur Chirac látið móðann mása um daprar afleiðingar innrásarinnar í Írak, en á fundinum í dag lögðu leiðtogarnir báðir áherslu á að Írak væri eini stóri ágreiningsvettvangur þjóðanna 18.11.2004 00:01
Léttklæddum dvergum stolið Léttklæddum garðdvergum hefur verið stolið úr skemmtigarði í Þýskalandi. Dverganna er sárt saknað en þeir eru helsta aðdráttarafl Dwarf Park Trusetal þar sem gægjuhneigð gesta er fullnægt. Í gegnum skráargöt sést í hold garðdverganna sem þekktir eru fyrir djarfar stellingar. 18.11.2004 00:01
Nýr árgangur af rauðvínum Frakkar sjá rautt þessi dægrin því fyrstu flöskurnar af nýjum rauðvínsárgangi eru komnar á markað. Það er ævinlega kátt á hjalla þegar Beaujolais Nouveau flöskurnar streyma inn á bari í Frakklandi, þriðja fimmtudag í nóvember, og það sama var uppi á teningunum í morgun. 18.11.2004 00:01
Kyoto-sáttmálinn tekur brátt gildi Eftir langa bið og endalaust japl, jamm og fuður stendur nú ekkert í vegi fyrir því að Kyoto-sáttmálinn um hlýnun jarðar taki gildi 16. febrúar næstkomandi. Rússar skrifuðu í morgun undir sáttmálann og því verða þær þjóðir, sem áður höfðu undirritað sáttmálann, skuldbundnar til að hlýta skilmálum hans og að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. 18.11.2004 00:01
Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir Stjórnmálamenn eru óheiðarlegir og haga sér ósiðlega. Þeir hafa of mikil völd og ábyrgð og láta aðra valdamikla menn hafa of mikil áhrif á sig. Þetta eru meginniðurstöður alþjóðlegrar könnunar, sem kynnt var í dag. 18.11.2004 00:01
Karl prins vekur reiði Breta Karl prins vakti mikla óánægju í Bretlandi þegar efni minnismiða varð opinbert, þar sem hann fer hörðum orðum um leti, hæfileikaleysi og óeðlilegan metnað landa sinna. 18.11.2004 00:01
Framkvæmdastjórnin loks samþykkt Þingmenn á þingi Evrópusambandsins samþykktu í gær nýja framkvæmdastjórn sambandsins, þremur vikum eftir að andstaða þeirra við upphaflega tillögu að skipan framkvæmdastjórnarinnar varð til þess að hún var dregin til baka. 18.11.2004 00:01
Skutu þrjá egypska hermenn Ísraelskir hermenn skutu þrjá egypska lögreglumenn til bana á landamærum Gaza og Egyptalands í gærmorgun. Ísraelarnir urðu varir við mannaferðir nærri landamærunum og töldu að þar væru á ferð Palestínumenn að smygla vopnum. Þeir skutu því á þá úr skriðdreka. 18.11.2004 00:01
Fá sjúkraskýrslu Arafats Palestínska heimastjórnin fær sjúkraskýrslu Jassers heitins Arafats í sínar hendur þrátt fyrir að frönsk lög heimili einungis að nánir ættingjar hans hafi aðgang að þeim. Ástæðan er sú að frændi Arafats, Nasser al-Qidwa, sem er fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, á rétt á að fá gögnin og ætlar að afhenda Palestínustjórn þau. 18.11.2004 00:01
Afganistan að verða fíkniefnaríki Afganistan er komið langt á leið með að verða fíkniefnaríki og til marks um það er að ópíumframleiðsla hefur aukist um nær tvo þriðju á einu ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þar er hvatt til þess að hersveitir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan ráðist gegn fíkniefnaframleiðslu. 18.11.2004 00:01
Óvíða meiri lífsgæði en hérlendis Ísland er sjöunda besta land í heimi til að búa í samkvæmt úttekt breska tímaritsins The Economist á lífsgæðum í 111 ríkjum. Best er að búa á Írlandi en verst eru lífsgæðin í Simbabve samkvæmt könnuninni sem unnin er fyrir "World in 2005", árlegt rit sem The Economist gefur út. 18.11.2004 00:01
Á annan tug létust Í það minnsta sautján Írakar létust í gær vegna ofbeldisöldunnar sem riðið hefur yfir landið frá því að bandarískar og íraskar hersveitir réðust til atlögu í Falluja fyrir tæpum tveimur vikum. Sjö létust í sprengjuárásum á þjóðvegum nærri Samarra og Baiji. 18.11.2004 00:01
Óveður hamlar samgöngum í Danmörku Loka þurfti brúnni yfir Stóra belti næturlangt vegna óveðurs sem gekk yfir Danmörku í fyrrinótt. Vindurinn reif upp tré og feykti þökum af húsum auk þess sem sjávarborð hækkaði um allt að fjóra metra í mörgum höfnum á vesturströnd Danmerkur. 18.11.2004 00:01
Íranar þróa kjarnorkueldflaugar Bandarísk stjórnvöld hafa undir höndum gögn sem gefa til kynna að Íranar vinni að þróun eldflauga sem geta flutt kjarnorkusprengjur til skotmarka sinna, sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann sagðist í engum vafa um að Íranar hefðu áhuga á að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu flutt þau. 18.11.2004 00:01
Skildi við mömmu sína Sautján ára stúlka hefur fengið lögskilnað frá móður sinni. Lögskilnaðinn fékk hún á grundvelli nýrra laga sem gefa börnum að segja skilið við foreldra sína ef þeim er ómögulegt að búa saman. 18.11.2004 00:01
Ágreiningur um Íraksstríðið Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir að vissulega sé ágreiningur milli Breta og Frakka um réttmæti Íraksstríðsins en það sé bara ágreiningur. 18.11.2004 00:01
Neðanjarðarborg í Belgrad Neðanjarðarbyrgi tengd saman með leynigöngum hafa fundist í Belgrad, höfuðborg Serbíu-Svartfjallalands. Talið er að eftirlýstir stríðsglæpamenn hafi falið sig í byrgjunum, sem fjölmiðlar í Serbíu-Svartfjallalandi, hafa lýst sem "neðjanjarðarborg". 18.11.2004 00:01
Atlantis fundin fyrir strönd Kýpur Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundð hina týndu borg Atlantis úti fyrir strönd Kýpur. Samkvæmt sonar-mælingum þeirra virðast stór mannvirki vera á hafsbotninum milli Kýpur og Sýrlands. Vísindamennirnir segja að umfang mannvirkjanna og stærð þeirra passi við frásagnir Plató af borginni og konungdæminu. 17.11.2004 00:01
Reynir allt til að tryggja frið Mahmoud Abbas, sitjandi leiðtogi Palestínumanna, reynir nú allt til að semja við andstæðinga sína um að tryggja frið á svæðinu. Leiðtogar Hamas samtakanna funduðu í gær með Abbas og ræddu þá hvaða hlutverk íslamskir hópar muni hafa í framtíðarstjórn landsins. 17.11.2004 00:01
Bysumenn á þinginu í Ekvador Það hitnaði heldur betur í kolunum á þingi miðbaugsríkisins Ekvadors, þegar stuðningsmenn forsetans og andstæðingar tókust þar á og eldheitur stuðningsmaður forsetans dró upp byssu. Öryggisverðir urðu að skerast í leikinn og yfirbuga óeirðaseggina. 17.11.2004 00:01
Heimurinn hættulegri Heimurinn er hættulegri eftir Íraksstríðið, að mati Jacques Chiracs, forseta Frakklands. Chirac er væntanlegur í opinbera heimsókn til Bretlands á morgun, og sagði í viðtali við BBC meðal annars, að hann teldi engar líkur á að Bretar gætu miðlað málum á milli Frakka og Bandaríkjamanna. <font size="4"></font> 17.11.2004 00:01
Hassan líklega skotin til bana Allar líkur eru á því að konan, sem írakskir hryðjuverkamenn sjást skjóta til bana á myndbandsupptöku sem send var arabískri sjónvarpsstöð í gær, sé Margaret Hassan, yfirmaður CARE-mannúðarsamtakanna í Írak. Henni var rænt í síðasta mánuði og hún meðal annars neydd til að biðja sér griða á myndbandsupptöku. 17.11.2004 00:01
Banameinið skorpulifur Banamein Jassirs Arafats, leiðtoga Palestínumanna, var skorpulifur. Franska dagblaðið Le Monde greinir frá þessu í dag. Alla jafna er skorpulifur rakin til ofneyslu áfengis, en Arafat er sagður hafa verið vatnsdrykkjumaður mikill. 17.11.2004 00:01
Reiði og sorg í Írak Reiði og hneykslan ríkir í Írak í kjölfar þess að sýndar voru myndir af því þegar bandarískur hermaður skaut óvopnaðan, illa slasaðan Íraka til bana í Fallujah í gær. Fimm fórust og fimmtán slösuðust í bílsprengingu í morgun. 17.11.2004 00:01
Heimurinn hættulegri en áður Heimurinn er hættulegri en áður eftir Íraksstríðið, að mati Jacques Chiracs, forseta Frakklands. Hann segir stuðning Breta við stríðið engu hafa skilað. 17.11.2004 00:01
Dollarinn lækkar enn Dollarinn er á hraðri niðurleið gagnvart bæði krónunni og Evru. Dollarinn er kominn niður fyrir 67 krónur íslenskar og hefur hann ekki verið lægri í fjölmörg ár. Þá hefur dollarinn aldrei verið lægri í samanburði við Evruna, síðan hún komst á laggirnar. 17.11.2004 00:01
Haldið upp á flauelsbyltingu Tékkar halda í dag upp á 15 ára afmæli flauelsbyltingarinnar svokölluðu, sem leiddi til þess að kommúnistar hrökkluðust frá völdum í gömlu Tékkóslóvakíu. Þann 17. nóvember árið 1989 braut lögregla á bak aftur mótmælaaðgerðir þúsunda stúdenta á götum úti í Prag, sem leiddi til frekari mótmæla og á endanum til falls kommúnista í Tékklandi. 17.11.2004 00:01
6 þúsund með Persaflóaheilkennið Um 6 þúsund hermenn búa við afar bága heilsu vegna þáttöku í Persaflóastríðinu, samkvæmt nýrri skýrslu frá Bandaríkjunum. Ekki er nein ein afgerandi ástæða fyrir persaflóaheilkenninu svokallaða, eins og heilsubresturinn er kallaður, en í skýrslunni segir að hermenn sem fóru til Persaflóa séu helmingi líklegri til að þjást af alls kyns kvillum 17.11.2004 00:01
2 látnir eftir sprengingu í bíói Tveir létust og 29 slösuðust í sprengjuárás á kvikmyndahús í Pakistan í gær. Sprengjunni hafði verið komið fyrir í plastpoka við fremstu sætaröðina í kvikmyndahúsinu og sprakk hún rétt áður en myndinni lauk. 200 manns voru í salnum þegar sprengjan sprakk, en enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér. 17.11.2004 00:01