Fleiri fréttir

Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana

ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldi Oxycontin-notenda á Íslandi hefur margfaldast á síðustu tíu árum, þrátt fyrir aukna meðvitund um skaðsemi lyfjanna og hertar reglur. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og í Kompás að loknum fréttum.

Hjarðó­næmi fyrir páska

Sótt­varna­læknir og Kári Stefáns­son telja báðir lík­legt að við verðum laus við far­aldurinn fyrir páska. Til­lögur að af­léttingar­á­ætlun verða kynntar lok vikunnar en Kári segir ekki eftir neinu að bíða og vill af­nema bæði sótt­kví og ein­angrun.

Kaflar að Fjaðrárglúfri og Hvítserk fá bundið slitlag

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu tveggja kílómetra vegarkafla og lagningu bundins slitlags milli Hunkubakka og Fjaðrárgljúfurs í Skaftárhreppi. Áður var búið að klæða eins kílómetra kafla frá þjóðvegi eitt að Hunkubökkum. Þegar verkinu lýkur munu vegafarendur á hringveginum því geta komist á malbiki alla leið að þessum vinsæla ferðamannastað, sem er um tíu kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs.

Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu

Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið.

Deilum innan Hunda­ræktar­fé­lagsins vísað frá héraðs­dómi

Máli tveggja ræktenda gegn Hundaræktarfélagi Íslands og fulltrúum siðanefndar félagsins var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að mati héraðsdóms voru margar dómkrafna bæði óskýrar og vanreifaðar og ræktendunum því gert að greiða félaginu málskostnað.

Vill á­fram leiða lista Pírata í Kópa­vogi

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, sækist eftir að áfram leiða lista Pírata í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí.

Ragn­hildur Steinunn breytir til hjá RÚV

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur sagt upp sem aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV. Hún segist ætla að snúa sér aftur að dagskrárgerðinni.

Óttast skipsbrot rétt undan landi

Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn.

„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og hann inntur álits á því hvenær og hvernig skuli draga úr takmörkunum í samfélaginu.

Willum boðar afléttingaráætlun

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og á von á því að hún verði kynnt fyrir lok vikunnar. Núgildandi samkomutakmarkanir gilda til 2. febrúar.

Skerðing hjá Strætó vegna sóttkvíar og einangrunar

Áætlun leiðar númer 3 hjá Strætó verður skert í dag, mánudag. Í stað þess að aka á 15 mínútna fresti yfir háannatímann verður ekið á hálftíma fresti allan daginn. Ástæðan er fjöldi vagnstjóra í sóttkví eða einangrun.

Allt niður í tíu stiga frost

Búast má við suðvestanátt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, í dag. Skýjað með köflum, stöku él suðvestantil en annars þurrt að kalla. Frost á bilinu núll til tíu stig, kaldast í innsveitum.

Grunaður um ofsaakstur undir áhrifum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann bifreiðar eftir hraðamælingu á Reykjanesbraut í Kópavogi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Bifreiðin mældist á 46 kílómetra hraða yfir hámarkshraða, sem er 80 kílómetrar á klukkustund, og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Mót­mæltu að­gerðum stjórn­valda í friðar­göngu

Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla.

Rúmur ára­tugur í Súða­víkur­göng sam­kvæmt á­ætlunum

Innviðaráðherra segir verið að skoða að stofna opinbert félag um jarðgangagerð að færeyskri fyrirmynd. Þannig yrði hægt í samvinnu við aðra að grafa göng á fleiri stöðum í einu með innheimtu veggjalds. Forgangsverkefnin í vegakerfinu séu mörg og brýn.

Willum stefnir á eigið frum­varp um neyslu­skammta

Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni.

Náðu toppi Acon­cagua

Arnar Hauksson fjallamaður og Sebastian Garcia leiðsögumaður hans náðu toppi Aconcagua nú rétt upp úr klukkan sex. Fjallið er hæsta fjall heims utan Asíu.

Fer fram á bætur vegna brott­reksturs úr Allir geta dansað

Javier Fernández Valiño, hefur stefnt RVK Studios til greiðslu eftirstöðva samnings sem gerður var við hann þegar hann var einn atvinnudansara í þáttunum Allir geta dansað. Javi, eins og hann er kallaður, var á sínum tíma látinn fara frá þáttunum „vegna óviðráðanlegra aðstæðna.“

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem við ræddum við fólk sem tók þátt í svokallaðri alheimsfriðargöngu gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.

Enginn hefur þurft á gjör­gæslu eftir örvunar­skammt

Enginn sem þegið hefur örvunarskammt bóluefnis við Covid-19 hefur þurft að leggjast inn á gjörgæslu vegna sjúkdómsins. Þá eru líkur á innlögn 85 ára einstaklings, sem hefur þegið örvunarskammt, þær sömu og 57 ára óbólusetts einstaklings. Þetta segir í niðurstöðum Covid-19 rannsóknarhóps Landspítala.

Íbúum fjölgar og fjölgar í Bláskógabyggð

Íbúum fjölgar ört í Bláskógabyggð eins og á Laugarvatni og í Reykholti. Þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill uppgangur í garðyrkjunni eins og nú í sveitarfélaginu.

Helga sækist eftir 2. sæti

Helga Jóhannesdóttir, varabæjarfulltrúi og nefndarmaður í skipulagsnefnd sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fer fram laugardaginn 5. febrúar.

Skólasund verður valfag

Skólasund verður frá og með næsta skólaári að valfagi á unglingastigi grunnskóla í Reykjavík, gegn því að nemendur standist hæfnispróf fyrir tíunda bekk. Þá geta þeir valið að fara í aðrar greinar í stað sunds.

Nældi sér í Covid-19 á EM

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi.

Fann þjáningu for­eldra í gegnum skila­boðin

Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir