Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Björgunarsveitarmenn þurftu að forða sér þegar hraunstraumur tók óvænt að renna hratt niður í Nátthaga. Svæðið var rýmt og Landhelgisgæslan þurfti að koma göngufólki til bjargar.

„Ég þekki þessa hluti, þetta eru ekki mann­eskjur“

Góðvinur og samstarfsmaður Armando Beqirai var harðorður í garð sakborninga í Rauðagerðismálinu svokallaða þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði sakborningana fjóra ekki manneskjur heldur hluti.

Sóttu tvo göngumenn sem gengu yfir nýja hraunið

Tveir göngumenn voru sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Gónhól í Geldingadölum eftir hádegið í dag. Lögregla minnir á að blátt bann er við því að ganga yfir nýtt hraun á svæðinu.

Umboðsmaður leggur til gjafsókn fyrir foreldra Heklu Lindar

Umboðsmaður Alþingi hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum Heklu Lindar Jónsdóttur verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni.

„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“

Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld.

Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt

Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 

Grunn­skólanum lokað vegna gruns um smit

Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits.

Fangelsi verði ekki heljarvist

Mikilvægt er að gera umbætur á Litla-Hrauni og bæta menntun fanga. Þetta er á meðal þess sem stýrihópur um málefni fanga leggur til í nýrri skýrslu.

Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu

Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar.

Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu

Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýjustu vendingar á gosstöðvunum í Geldingadölum en almannavarnir rýma nú svæðið í ljósi þess að hraun tók skyndilega að renna á miklum hraða í Nátthaga.

Ekkert mál um horfið vín úr kjallara Bessa­staða til skoðunar

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sett fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar.

Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi

Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum.

Tilkynnt um líkamsárás í kjölfar dyraats

Frá 19 í gærkvöldi til 5 í morgun voru 45 mál skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá gista fimm einstaklingar fangageymslur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Sprengjuþoturnar flognar frá Íslandi

Bandarísku sprengjuþoturnar þrjár, hinar torséðu B-2 Spirit, eru farnar frá Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Keflavíkurflugvöllur var nýttur sem bækistöð fyrir B-2 sprengjuþotur en áður hafði aðeins ein flugvél slíkrar gerðar komið til landsins til stuttrar eldsneytismillilendingar.

Faðmaði öspina áður en hún var felld

Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld.

Reykjavíkurmódelið gæti myndað ríkisstjórn

Flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu myndað fjögurra floka ríkisstjórn að loknum kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Núverandi stjórnarmeirihluti er kolfallinn samkvæmt könnuninni.

Of hátt veggjald vinni gegn tilgangi nýrrar Ölfusárbrúar

Áhyggjur eru af því að hátt veggjald yfir nýja Ölfusárbrú muni komi í veg fyrir að hún dragi úr umferð þeirra inn á Selfoss sem eiga ekki erindi þangað. Forseti bæjarstjórnar bindur vonir við að veggjaldið verði ekki hærra en 200 krónur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll.

Finnbogi Jónsson er látinn

Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést þann níunda september síðastliðinn í Vancouver í Kanada. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana. Greint er frá andláti Finnboga á vefsíðu Samherja.

Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu

Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík.

Íslendingur á leið á norska Stórþingið

Rauði flokkurinn sem er lengst til vinstri í norskum stjórnmálum vann stórsigur í þingkosningunum í Noregi í gær. Flokkurinn fékk átta menn kjörna en fékk einn í síðustu kosningum. Meðal þeirra sem var kosinn í gær er hálfíslenskur karlmaður búsettur í Stafangri.

Hefði viljað ganga lengra í dag

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað ganga lengra í tilslökunum á sóttvarnatakmörkunum innanlands. Hún hefði meðal annars vilja afnema grímuskyldu.

Bein útsending: Heilbrigðismál sem kosningamál

„Heilbrigðismál eru kosningamál,“ bergmálar í fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda Alþingiskosninga. Heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum mikla þolraun á síðustu misserum. En jafnvel þótt heimsfaraldrinum linni er krísa heilbrigðisþjónustunnar langt í frá í baksýnisspeglinum.

Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Hanna Katrín tókust á í Pallborðinu

Fulltúar Vinstri grænna, Viðreisnar og Flokks fólksins mættu í beina útsendingu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi í dag. Þetta er fjórða og síðasta pallborðsumræðan með fulltrúum flokka sem bjóða fram til Alþingis í næstu viku.

Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando

Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu.

Sjá næstu 50 fréttir