Fleiri fréttir

Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úr­hellis

Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum.

Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði

Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins.

Yfir 20 stiga hiti í dag

Víða verður bjartviðri og mjög hlýtt í dag en þó dálítil rigning eða skúrir og svalt á Norðaustur- og Austurlandi.

Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina

Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist.

„Þessi harmleikur er ekkert slys“

Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi.

Smitrakningarteymið í sama gír og í upphafi faraldursins

Ævar Pálmi Pálmason, yfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningarteymis Almannavarna, segir að smitrakningarteymið hafi síðustu daga unnið hörðum höndum að smitrakningu eftir að kórónuveirusmit komu upp í leikmönnum efstu deilda karla og kvenna í knattspyrnu hér á landi.

Vegir opnaðir aftur eftir slysið

Búið er að opna Hvalfjarðargöng fyrir umferð á nýjan leik. Þeim var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss þar sem tvö mótorhjól og húsbíll lentu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi.

„Þetta var svona Davíð og Golíat móment“

Guðmundur Franklín Jónsson segir að sér hafi fundist gullið tækifæri að bjóða sig fram til forseta til að vekja athygli á sínum málstað. Framboðið hafi kostað um tvær milljónir sem hann greiði að miklum hluta sjálfur.

Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu

Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag.

Lögðu blóm að Bræðra­borgar­stíg 1

Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum. 

Ekkert nýtt innan­lands­smit

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans.

Helstu við­bragðs­aðilar fara undir eitt þak

Framkvæmdasýsla ríkisins birti í dag auglýsingu á vef sínum þar sem leitast eftir 30 þúsund fermetra lóð á höfuðborgarsvæðinu, húsnæði eða tækifærum til uppbyggingar á sameiginlegu húsnæði fyrir viðbragðsaðila.

Vildi vekja fólk til umhugsunar

„Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi.

Ökufantar töfðu talningu í Suðurkjördæmi

Ofsaakstur ökumanna í Suðurkjördæmi varð þess valdandi að lögreglumenn, sem farið höfðu að sækja kjörgögn á Höfn í Hornafirði og ætluðu að koma þeim til talningar á Selfossi, töfðust við önnur embættisstörf.

„Tíu prósent er bara stór­sigur fyrir mig“

Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi segist lítast mjög vel á tölurnar sem hafi verið birtar það sem af er kvöldi. „Tíu prósent er bara stórsigur fyrir mig.“

Fyrstu tölur benda til stórsigurs Guðna

Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi benda til þess að Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, muni fara með nokkuð öruggan sigur af hólmi í forsetakosningunum sem nú standa yfir.

Hátt í hundrað far­þegar ná­lægt því að sleppa skimun

Mistök við opnun landgönguhliða á Keflavíkurflugvelli urðu til þess að farþegar flugvélar Wizz Air frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur gengu fram hjá skimunarsvæði flugstöðvarinnar. Lögreglan áttaði sig á mistökunum og sá til þess að farþegarnir gengjust undir skimun.

Sjá næstu 50 fréttir