Fleiri fréttir

Setja 575 milljónir í fimm og hálfan kílómetra af hjólreiðastígum

Reykjavíkurborg mun leggja um fimm og hálfan kílómetra af sérstökum hjólreiðastígum víða um borgina í sumar. Er áætlaður kostnaður við lagningu stíganna 575 milljónir króna með hönnun og skiltum en þar af er kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar 450 milljónir.

Einar nýr þingflokksformaður Pírata

Einar Brynjólfsson var kjörinn nýr formaður þingflokks Pírata á þingflokksfundi sem lauk fyrr í dag. Hann tekur við af Ástu Guðrúnu Helgadóttur sem steig til hliðar vegna ágreinings um innra starf þingflokksins.

Íslendingar nota 35 milljónir plastpoka á ári

Átakinu „Tökum upp fjölnota“ var hleypt af stað í dag en það er á vegum Pokasjóðs, sem í tvo áratugi hefur haft tekjur af sölu plastpoka, en stefnir nú að því að leggja sjálfan sig niður.

Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu?

Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt.

Varað við stormi á Suðausturlandi

Veðurstofan varar við stormi á Suðausturlandi í kvöld og allra syðst á landinu þar sem meðalvindur gæti náð meira en 20 metrum á sekúndu.

Gagnrýna fyrirhuguð bílastæðagjöld

Samtök ferðaþjónustunnar leggjast alfarið gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um bílastæðagjöld.

Regla Verndar standi föngum fyrir þrifum og sé gagnslaus

Afstaða vill breyta reglum um afplánun á áfangaheimilinu Vernd, sem eru liður í eftirliti með föngum. Umboðsmaður barna spyr hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglurnar voru settar.

Menntun barna rædd á faglegum forsendum

Reglulega skýtur upp kollinum umræða um að færa menntun fimm ára barna í grunnskólann. Ástæðurnar eru yfirleitt af praktískum toga. Menntun fimm ára barna verður rædd á faglegum forsendum á Grand Hóteli í dag á ráðstefnu í tilefni afmælis Rannung.

Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið

Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust.

Einkareknir fjölmiðlar í mun verri stöðu en áður

Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mjög undanfarin ár. Stutt er síðan útgáfa Fréttatímans var stöðvuð og Pressan og DV standa höllum fæti. Stjórnmálamenn telja rétt að skoða stöðuna.

Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“

Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið.

Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast

Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar.

Einn af hverjum sex sem þráir að eignast barn glímir við ófrjósemi

Einn af hverjum sex sem þráir að eignast barn hér á landi glímir við ófrjósemi. Formaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi, segir að skilningur á vandanum sé takmarkaður og að margir sem standi í þessum sporum treysti sér ekki til að segja frá og beri harm sinn í hljóði.

Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur

Aðeins sjötíu ferðasúrefnissíur til handa 500 sjúklingum. Síurnar skipta sköpum fyrir sjúklinga, til dæmis á ferðalögum, á atvinnumarkaði og almennt til að sporna gegn félagslegri einangrun.

Guðni sendir Macron heillaóskir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, heillaóskir í tilefni af embættistöku hans í dag.

Ekki til peningur fyrir nýjum kennurum

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla íslands segir brýnt að auka fjárframlög til háskólans á næstu árum til að skólinn geti sinnt hlutverki sínu. H

Sjá næstu 50 fréttir