Fleiri fréttir

Bæta við löggæslumyndavélum sem greina númeraplötur

Fulltrúar Lögreglu og Reykjavíkurborgar funduðu í morgun og tekin var ákvörðun, í ljósi liðinna atburða, að fjölga löggæslumyndavélum úr sautján í þrjátíu og fjölga um leið vélum sem greina númeraplötur á bílum.

Fjallað um Birnu víða um heim

Síðustu daga hafa erlendir fréttamiðlar um heiminn allan fjallað um andlát Birnu Brjánsdóttur og þá umfangsmiklu leit sem fram fór um helgina.

Dánarorsök Birnu ekki gefin upp

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi.

Vísbendingar komnar um dánarorsök

Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er.

Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu

Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu.

Fundað um Kvennaathvarf

Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra ætlar á komandi vikum að eiga fundi með borgarstjóra og Kvennaathvarfinu og meðal þess sem verður rætt um eru húsnæðisúrræði fyrir skjólstæðinga athvarfsins.

Krefjast enn 600 milljóna vegna verndunar tveggja hafnargarða

Verktaki sem byggir íbúðar- og verslunarhús þar sem hafnargarður var skyndilega friðlýstur gerir enn kröfu um að ríkið greiði 600 milljóna króna kostnað þótt forstöðumaður Minjastofnunar hafi sagt kröfuna úr sögunni fyrr í vetur.

Garðabær vill kaupa Vífilsstaðalandið

Garðabær hefur falast eftir því að kaupa Vífilsstaðalandið af ríkinu og hafa fimm samningafundir verið haldnir milli aðila á síðustu mánuðum. Hugmyndir um nýtt sjúkrahús og aukna íbúðabyggð hafa skotið upp kollinum á síðustu ár

Jarðskjálfti í Kötluöskjunni

Jarðskjálfti af stærð 3,3 mældist í norðanveðri Kötluöskju í Mýrdalsjökli á sjöunda tímanum í kvöld.

Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.

Íslendingar „ekkert svo skyldir“ Donald Trump

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna eru skyldir í 25. ættlið ef marka má ættfræðirannsóknir Odds F. Helgason sem rakið hefur ættir þjóðhöfðingjanna tveggja.

Tíkin Tinna er öll

Hundurinn Tinna sem leitað hefur verið að síðan 29. desember fannst dauð við smábátahöfnina í Keflavík og segir eigandi hennar, Ágúst Ævar Guðbjörnsson að svo virðist vera sem dauða hennar hafi borið að hendi af mannavöldum.

Þrisvar sinnum fleiri svipta sig lífi en deyja í bílslysum

Fjörutíu til fimmtíu manns svipta sig lífi hér á landi á ári hverju og er meirihlutinn karlmenn. Það eru þrisvar sinnum fleiri en deyja í bílslysum að jafnaði. Landlæknisembættið hefur ekki ráðist í árvekniátak til að berjast gegn sjálfsvígum líkt og á fyrstu árum þessarar aldar en embættið er stöðugt að vinna í að auka fræðslu og skilning á þunglyndi.

Sjá næstu 50 fréttir