Fleiri fréttir

Vinnumálastofnun auglýsir sumarstörf fyrir 365 námsmenn

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu Vinnumálastofnunar, að verja um 150 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni til að skapa störf fyrir námsmenn í sumar hjá opinberum stofnunum og sveitarfélögum, með líkum hætti og hefur verið gert sl. fimm sumur.

Eggjum grýtt í hús skólastjóra

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði, greinir frá því að í annað skiptið á rúmu hálfu ári hafi eggjum verið kastað í hús hans.

Fangar vinni sér inn bótarétt

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt fleiri þingmönnum lagt fram frumvarp til breytinga á atvinnuleysistryggingum

Brotist inn í bílaleigu í Árbænum

Brotist var inn í bílaleigu í Árbæjarhverfi í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt og var lögreglu tilkynnt um að tveir menn væru á leið af vettvangi á tveimur vespum, sem þeir höfðu stolið.

Bæjarstjóri ósáttur með framgöngu FME

Sparisjóður Vestmannaeyja fékk aðeins fjögurra daga frest til þess að skila endurskoðuðum ársreikningi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, furðar sig á flýtinum og segir að meðalhófs hafi ekki verið gætt hjá Fjármálaeftirlitinu.

Sækja þarf vinnuafl að utan

Íslenskt vinnuafl hrekkur ekki til að manna öll þau störf sem skapast með fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna. Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 58,7% milli 2008 og 2014. Fjölga þarf sérmenntuðu fólki í greininni.

Yngra foreldrið ekki fullgilt hjá Auðkenni

Móðir fékk ekki að sækja um rafræn skilríki hjá fyrirtækinu Auðkenni fyrir ólögráða dóttur sína þar sem eldri forráðamann þurfti til. Fyndið og vandræðalegt segir dóttirin. Auðkenni harmar atvikið og hyggst leiðrétta villu í kerfi sem veldur.

Telja Samherja hafa samkeppnisforskot

Forsvarsmenn Matorku telja fyrirtæki í bleikjueldi á Íslandi búa við samkeppnisforskot. Rekstraraðilar hafi keypt stöðvar á „hrakvirði“ út úr þrotabúum. Framkvæmdastjóri Íslandsbleikju segir fullyrðingarnar ekki eiga við rök að styðjast.

Lögheimilisskráning klýfur Rangárþing

Sveitarstjóri Rangárþings ytra er með lögheimili í sveitarfélaginu þrátt fyrir að vera með búsetu annars staðar. Rangárþing ytra greiðir þar af leiðandi skólagöngu barns hans. "Ekkert athugavert við þetta,“ segir oddviti sveitarstjórnar.

Hafnfirðingar tapa milljörðum á samningi um Áslandsskóla

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar freistar þess nú að endursemja við fyrirtækið sem á og rekur Áslandsskóla á kostnað bæjarins. Skattgreiðendur í Hafnarfirði munu þegar upp verður staðið hafa tapað milljörðum króna á samningi um einkaframkvæmd vegna skólans. Að samningstíma loknum verður sveitarfélagið búið að greiða upp skólann án þess að eiga krónu í honum.

Fjölmenni í Bláfjöllum í dag

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór upp í fjöll og tók nokkrar myndir af skíðafólkinu.

Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun

Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor.

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hækkað um nærri helming

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nærri helming á síðustu fjórum árum eða um 41 prósent. Hátt leiguverð kemur hvað harðast niður á ungu fólki sem leitar nú í sívaxandi mæli til umboðsmanns skuldara. Formaður velferðarnefndar Alþingis sakar ríkisstjórnina um aðgerðarleysi í málinu.

Sumartími tekur gildi í Evrópu

Eftir breytingu er tveggja tíma munur á Íslandi og Skandinavíu og klukkutíma munur á Íslandi og Bretlandseyjum.

Veiðigjaldið verður stakt og staðgreitt

Veiðigjald í sjávarútvegi verður eitt í stað tveggja, það mun hækka og verður staðgreitt eftir löndun afla í stað þess að greitt sé eftir á, samkvæmt nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Útvegsmenn eru ekkert himinlifandi yfir frumvarpinu.

Látinn í íbúð sinni í Reykjavík í tvo mánuði

Rúmlega fertugur karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær. Talið er að maðurinn hafi verið látinn í allt að tvo mánuði áður en hann fannst. Lögreglan segir sjaldgæft að mál eins og þetta komi upp.

Sjá næstu 50 fréttir