Fleiri fréttir

Samstaða ætlar ekki að bjóða fram

Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar, samþykkti á landsfundi sínum í gær að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum heldur einbeita sér að því að hafa mótandi áhrif á stjórnmálaumræðuna segir í tilkynningu frá flokknum.

Tannbrot á Ráðhústorginu

Ráðist var á mann fyrir utan skemmtistað við Ráðhústorgið á Akureyri um klukkan þrjú í nótt með spörkum og hnefahöggum. Hann var fluttur á slysadeild þar sem grunur lék á að tönn í honum hefði brotnað. Árásarmaðurinn er óþekktur og er málið nú í rannsókn hjá lögreglu.

Sátu föst í átta klukkutíma

Tveir fullorðnir og fjögur börn sátu föst í tveimur jeppum við Skjaldbreið í nótt. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um að þau hefðu fest sig um hálf tíu í gærkvöldi og voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út.

Björgvin Ingimarsson látinn

Björgvin Ingimarsson, eiginmaður Vilborgar Davíðsdóttur rithöfundar, lést snemma í morgun. Vilborg segir frá þessu á bloggsíðu sinni í dag. Vilborg og Björgvin hafa vakið mikla athygli að undanförnu vegna þess hve hispurslaust Vilborg hefur rætt um veikindi hans og síðustu daga. Vilborg hefur meðal annars bloggað um hinstu dagana og lagt áherslu á það að fólk ræði um dauðann. Hún var í einlægu og ítarlegu viðtali við Ísland í dag, sem birtist á þriðjudaginn.

Faðirinn og rokkarinn nánir vinir

Eyþór Ingi Gunnlaugsson söng sig inn í hjörtu landsmanna þegar hann flutti lagið Ég á líf í Söngvakeppninni og sigraði með yfirburðum.

Tveir fá 2 milljónir

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og verður potturinn því fjórfaldur næst.

Vilja leggja áherslu á skuldamál heimilanna

Forystusveit Framsóknarflokksins var kjörinn með miklum meirihluta á flokksþingi flokksins í dag. Formaðurinn segist vilja vinna með þeim flokkum sem skilja þeirra sjónarmið í mikilvægum málum.

Eins og á Norðurpólnum

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og mörg hundruð þúsund eru án rafmagns á norðausturströnd Bandaríkjanna og í Kanada þar sem mikið hríðarveður hefur geisað. Íslendingar vestanhafs sem fréttastofa náði tali af í dag hafa haldið sig innandyra síðasta sólarhringinn.

Reynt að blekkja viðskiptavini Símans

Svo virðist sem óprúttnir aðilar úti í heimi séu að reyna blekkja viðskiptavini Símans með tölvupósti sem borist hefur á viðskiptavini síðustu daga. Þar er pósturinn sendur út í nafni fyrirtækisins og stílaður á Bäste kund.

Fjórir liðsmenn Vítisengla handteknir

Lögreglan fór í húsleit í Síðumúla í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar í morgun en sá fyrir henni varð var fluttur á slysadeild með alvarlega áverka á höfði.

Í Kvosinni kvartöld síðar

Á sýningunni Kvosin – 1986 & 2011 má sjá myndir sem ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson tók í miðbæ Reykjavíkur á 200 ára afmæli borgarinnar og af sömu stöðum 25 árum síðar.

Síðasta myndin af þúfunum þar sem eldsprungan opnaðist

Ljósmyndir sem taldar eru þær síðustu sem teknar voru fyrir gos á svæðinu austast á Heimaey þar gossprungan opnaðist aðfararnótt 23. janúar 1973 verða sýndar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, sunnudag, að loknum fréttum klukkan 18.55. Guðmundur E. Jóelsson átti myndavélina en í viðtali í þættinum greinir hann frá því að myndirnar voru teknar í gönguferð 5-6 frændsystkina af Kirkjubæjartorfunni sunnudaginn 21. janúar, aðeins rúmum sólarhring áður en jörðin rifnaði þar upp.

Ólafur Ragnar: Hefði ekki getað neitað Icesave án internetsins

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði á íslensku vefverðlaununum í Hörpunni í gær að hann hefði ekki getað neitað Icesave-lögunum staðfestingar ef ekki hefði verið fyrir internetið. Í febrúar árið 2011 fékk forsetinn um 38 þúsund undirskriftir þess efnis að synja lögunum - sem hann gerði.

Hnífaárás í miðbænum

Um klukkan hálf fjögur í nótt náðu dyraverðir að yfirbuga mann á skemmtistað við Hafnarstræti eftir að hann hafði veitt öðrum manni áverka, á hendi og víðar, með hníf. Hnífamaðurinn nefbrotnaði í átökunum en upplýsingar um líðan mannsins sem varð fyrir árásinni liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Ósætti á milli mótórhjólasamtaka - hnífur kom við sögu

Tveir voru handteknir í miðborginni í nótt eftir að hafa beitt hnífum í átökum. Rétt eftir eitt brutust út slagsmál á skemmtistað við Tryggvagötu og var hnífur þar dreginn upp. Sá sem það gerði var sleginn í höfuðið en aðra sakaði ekki. Lögregla telur að rekja megi atvikið til ósættis manna í bifhjólasamtökum.

Þykir varla styrkja stöðu formannsins

Könnun sýnir mikinn stuðning við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsembætti Sjálfstæðisflokkins. Hún stefnir þó á varaformannsembættið. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Bjarna Benediktssonar varla hafa styrkst við þessa könnun.

Samkeppni um lækna hefur aukist

Læknaskortur er fyrirséður í landinu. Forstjóri Landspítalans segir reynt að bregðast við eftir megni. Hingað til lands hafa verið ráðnir læknar frá Asíu til að fylla stöður sem innlendir læknar fást ekki í. Vinir og fjölskylda toga lækna aftur heim.

Pallbíllinn er of stór fyrir bílastæði í 101

Íbúi í Þingholtunum fær ekki íbúakort frá Bílastæðasjóði þar sem pallbíll hans er of stór fyrir bílastæðin samkvæmt reglugerð um bílastæði og hámarkslengd bíla. Verið að passa upp á lífsgæði íbúa, segir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.

Mikilvægi norðurslóða eykst sífellt

Áhugi alþjóðasamfélagsins á norðurslóðum eykst ár frá ári. Norðurskautsráðið er í miðri hringiðunni en nýstofnaðri fastaskrifstofu ráðsins verður stýrt næstu árin af Magnúsi Jóhannessyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann kannast ekki við kapphlaup þjóða

Mannshvörf - Mál Valgeirs Víðissonar

Hvarf Valgeirs Víðisson var eitt umtalaðasta mál seinni hluta síðari aldar. Valgeir yfirgaf heimili sitt aðfaranótt 19 júní árið 1994 og snéri aldrei aftur heim til sín. Málið var rannsakað sem sakamál og var talið að honum hefði verið ráðinn bani.

Best í heimi

Hann kom, sá og sigraði, íslenski hópurinn sem keppti í listhlaupi á skautum á Special Olympics í suður Kóreu. Sigurvegararnir í Íslandi í dag

„Vímuefnanotkun er vágestur sem við verðum að takast á við“

„Vímuefnanotkun er vágestur sem við verðum að takast á við," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sagði nýverið upp ellefu sjómönnum eftir að þeir féllu á vímuefnaprófi. Ísfélagið hefur í hyggju að framkvæma svipuð próf.

Framsóknarflokkurinn með tæp 20 prósent - Björt framtíð skammt á eftir

Framsóknarflokkurinn er annað stærsta stjórnmálaafl landsins samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd á tímabilinu 31. janúar til 6. febrúar. Það er nokkuð ljóst að flokkurinn bætir töluvert við sig vegna niðurstöðu í Icesave málinu, en flokkurinn var andvígur samningaleiðinni frá upphafi.

Lýsa yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum

Hjúkrunarfræðingar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. "Við hvetjum til þess að strax verði unnið að því að ganga frá stofnanasamningi við þá og í kjölfarið gengið frá lausum stofnanasamningum á öðrum heilbrigðisstofnunum,“ segir í yfirlýsingu frá heilsugæsluhjúkrunarfræðingunum.

Lögreglan lýisr eftir Emblu Nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Emblu Nótt Anderson er fór að heiman frá sér 1 febrúar s.l. Embla Nótt er 15 ára, var klædd í "army" úlpu, svartar íþróttabuxur og svarta strigaskó. Embla Nótt er um 160 sm á hæð, með grænleit augu og axlasítt svart hár. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir Emblu Nótt frá því 1 febrúar s.l. eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.

Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stóra fíkniefnamálsins

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. febrúar og einn til 14. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fjórmenningarnir, sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í síðasta mánuði eftir lagt var hald á verulagt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni, en efnin voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. Um tíma sat karl á þrítugsaldri einnig í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, en honum var sleppt úr haldi lögreglu í byrjun mánaðarins.

Íslendingar mega aldrei sætta sig við yfirgang

Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. "Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja,“ sagði Sigmundur Davíð.

Bæjarstjórinn óttast ekki útkomu bæjarstarfsmanna

Ranglega var sagt í inngangi fréttar um fíkniefnapróf í Fréttablaðinu og Vísi í morgun að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum óttaðist útkomu bæjarstarfsmanna úr fíkniefnaprófum. Hið rétta er, eins og kom fram síðar í fréttinni, að Elliði Vignisson bæjarstjóri kvaðst þvert á móti enga trú hafa á því að starfsmenn bæjarins hefðu eitthvað að óttast í slíkum prófum. Beðist er velvirðingar á þessasari missögn. Umrædd frétt hefur nú verið leiðrétt á Vísi.

Hagkaup tók umdeilda peysu úr umferð

"Ef viðskiptavinur bendir okkur á svona lagað þá förum við bara eftir því, enda er ekki okkar tilgangur að særa blygðunarkennd viðskiptavina okkar,“ segir Gunna Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en fyrirtækið tók umdeilda peysu úr sölu eftir að fyrirtækinu bárust ábendingar frá viðskiptavinum.

Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp

Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að "leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka.“

Sjá næstu 50 fréttir