Fleiri fréttir

Bless, bless... AGS!

Atvinnuleysi er enn hátt en minnkar hraðar en búist var við og hefur ekki verið lægra frá hruni, segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tilefni af því að samstarfi íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er formlega lokið. Ríkisstjórnin segir að hið sama megi segja um kaupmátt launa sem sé nú að aukast á ný og hafi ekki verið meiri frá hruni.

Polli er kominn heim til sín

Páfagaukurinn Polli, sem lýst var eftir hér á Vísi í vikunni, er kominn heim til sín. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Auður Helgadóttir sendi Vísi. Eftir að Vísir auglýsti eftir gauknum hafði fólk samband við Auði og sagðist hafa séð gaukinn. Eigendunum tókst ekki að handsama hann og voru þeir búnir að telja hann af þegar þeir fengu símtal frá verkfræðingum á Höfða sem höfðu handsamað gaukinn og könnuðust við hann af Vísi. Gaukurinn er því kominn heim til sín í gott yfirlæti.

Tíuþúsund gloss hafa selst

Tíuþúsund gloss hafa selst í söfnunarátaki „Á allra vörum þetta árið“. Aðstandendur söfnunarátaksins fagna árangrinum, sem von er. „Viðtökurnar hafa verið með hreinum ólíkindum og andinn og krafturinn í kringum þetta átak hefur sjaldan verið betri", segir Guðný Ó. Pálsdóttir ein forsvarskona Á allra vörum í fréttatilkynningu.

Metflugumferð yfir Ísland

Aldrei hafa fleiri flugvélar í millilandaflugi flogið um íslenska flugstjórnarsvæðið á einum mánuði eins og í síðasta mánuði. Alls flugu 12.439 vélar um svæðið en fyrra metið 12.114 var sett í júlí 2008. Flugumferðinni er stjórnað úr flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.

Forsetar kynntu sér starfsemina í Skógarhlíð

Dalia Grybauskait, forseti Litháens, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsóttu björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í morgun, en sá fyrrnefndi er hér í opinberri heimsókn. Á móti þeim tóku Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Margrét Laxdal, varaformaður Slysavarnafélagsin Landsbjargar.

Segir gagnrýni á efnahagsbrotadeild snúa að yfirstjórn RLS

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar, segist hafa fengið þau svör hjá Valtý Sigurðssyni, fyrrverandi ríkissaksóknara, að gagnrýni hans beindist að yfirstjórn RLS, og þar með Haraldi Johannessen.

Útlendingastofnun fær aukapening fyrir hælisleitendur

Ríkisstjórnin ákvað í morgun, að tillögu innanríkisráðherra, að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt.

Þríburar meðal 29 arnarunga sem komust á legg

Arnarvarp gekk vonum framar þetta sumarið og komust alls 29 ungar á legg, þrátt fyrir afleitt tíðarfar í vor. Aðeins sjö sinnum áður hafa komist upp fleiri arnarungar á síðustu fimmtíu árum.

Ungir sjálfstæðismenn sammála Bjarna

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir stuðningi við ummæli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að draga beri aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Bjarni lét ummælin falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni á dögunum og í yfirlýsingu frá stjórn SUS segir að þau séu í takt við yfirlýsingar sambandsins í gegnum tíðina.

Með byssu á bensínstöð

Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem væri með haglabyssu á bensínstöð í Breiðholti. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en almennir lögreglumenn sem mættu fyrstir á vettvang höfðu leyst málið áður en sveitin mætti.

Umfjöllun fjölmiðla leiðir til rannsókna

Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008.

Talin hafa gengið í veg fyrir bíl

Kona á níræðisaldri hlaut talsverða áverka, þar á meðal beinbrot, þegar ekið var á hana á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar á þriðja tímanum í gær. Ekki var vitað um tildrög slyssins síðdegis í gær en talið er að konan hafi gengið út á götuna og í veg fyrir bílinn.

Stofninn mun minni en síðustu ár

Rjúpnastofninn er mun minni í upphafi vetrar en hann hefur verið síðustu ár, samkvæmt talningu sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). „Talningarnar í vor sýndu okkur að það var mikil fækkun um allt land,“ segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur á NÍ. Hann segir slæmt tíðarfar og kulda í vor að auki hafa haft mikil áhrif á viðkomu rjúpunnar, með þeim afleiðingum að stofninn sé nú minni en hann hafi verið árum saman.

Hvetja fisksala til að sniðganga HB Granda

Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun.

Sjómenn hafna frumvarpi

Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni.

Lög leyfi nafnlausar ábendingar á netinu

„Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu.

Minnast sjálfstæðis Litháens

Forseti Litháens, dr. Dalia Grybauskaité, er í opinberri heimsókn hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt móttöku fyrir forsetann í gær auk þess sem hátíðarkvöldverður var haldinn á Bessastöðum í gærkvöldi.

Horfur á hækkandi verðbólgu

Ársverðbólgan stendur í stað milli mánaða og stendur í fimm prósentum eins og í júlí samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands.

Harma staðsetningu fangelsis

Bæjarstjórar sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma ákvörðun innanríkisráðherra um staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði.

Fjölbreyttir orkugjafar mögulegir

Framtíðarsýn stjórnvalda gerir ráð fyrir fjölorkustöðvum um allt land sem bjóða upp á fjölbreytta orkugjafa til hliðar við bensín og olíu. Ljóst er að til þess að það verði að veruleika þarf að gjörbylta orkudreifingu um allt land. Stjórnvöld munu ekki einblína á einn endurnýjanlegan orkugjafa, heldur styðja ýmiss konar framleiðslu.

Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi

Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið.

Afar ósáttir við lausa samninga

Félagar í Félagi skipstjórnarmanna (FS) standa nú í kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn sem starfa hjá Landhelgisgæslunni og Hafró hafa verið samningslausir frá 1. apríl 2009.

Hugsanlega lokað á geðsjúka

Til stendur að loka Vin á Hverfisgötunni. Þetta er fullyrt á nýstofnaðri síðu á facebook. Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Á facebook-síðu hópsins, sem stofnaður var til að koma í veg fyrir þessi áform, kemur fram að Rauði Krossinn þurfi styrk frá borginni til að halda áfram rekstri athvarfsins. Sá styrkur fáist ekki og stefnt sé að lokun nú stuttu eftir mánaðarmót.

Paul Young til Íslands

Tónlistarmaðurinn og sálarsöngvarinn Paul Young spilar ásamt hljómsveit sinni í Eldborgarsal Hörpunnar í byrjun október.

Árbæingar sorgmæddir vegna skemmdarverka

Hópur kraftmikilla Árbæinga úr Rótarýklúbbi hverfisins, sem hefur ánægju af að fegra umhverfi sitt, er dapur eftir að skemmdarvargar grýttu forláta drykkjarfont sem hópurinn hefur eytt frítíma sínum í að koma upp spottakorn frá bökkum Elliðaáa.

Börn fylgdust hugfangin með húsaflutningi

Krakkarnir á leikskólanum Dvergasteini í vesturbænum fylgdust hugfangin með þegar nýtt hús fyrir leikskólann var híft af vörubíl og látið síga niður á lóðina þar sem það verður látið standa. Húsið var flutt frá grunnskólanum í Norðlingaholti og að Ánanaustum í nótt í fylgd lögreglu. Vonast er til að það verði tekið í notkun í næsta mánuði en þar verður starfrækt leikskóladeild fyrir börn fædd árið 2009.

FIT hostel hugsanlega lokað vegna fjárskorts

Útlit er fyrir að hætta þurfi vistun hælisleitenda í Reykjanesbæ á vegum útlendingastofnunar vegna fjárskorts. Forstjóri stofnunarinnar bindur vonir sínar við að stjórnvöld geri breytingar á fjárlögum næsta árs og afgreiði aukafjárveitingu til stofnunarinnar.

Landsbankinn setur ofan í við Lilju Rafney

Forsvarsmenn Landsbankans lýsa yfir vonbrigðum með viðbrögð formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, Lilju Rafneyjar Magnúsardóttur, við umsögn bankans um fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér.

Nokkrir bílar skemmdir

Nokkrir bílar voru skemmdir við Þorláksgeisla og þeir mikið rispaðir. Lýst er eftir vitnum að atburðunum.

Eldur á Bergstaðastrætinu

Slökkviliðs- og sjúkrabíll eru á Bergstaðastrætinu vegna eldsvoða en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki talið að um meiriháttar tilvik sé að ræða.

Stærsta ráðstefna Íslands

Tekst konum að koma okkur út úr kreppuni?, liggja allir vegir til moskvu? og hvert er hlutverk skrifræðis í heimsfriði?, er meðal þess sem reynt verður að svara í þeim tvö þúsund og fimm hundruð fyrirlestrum sem fluttir verða á ráðstefnu evrópskra stjórnmálafræðinga í Háskóla Íslands. Ráðstefnan er sú stærsta sem haldin hefur verið á Íslandi.

Bændasamtökin ekki kvartað undan Þórólfi

Bændasamtök Íslands segja í tilkynningu að þau hafi ekki fundað með háskólarektor um gagnrýni Þórólfs Matthíassonar, deildarforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands, um greinaskrif hans í Fréttablaðinu þar sem hann gagnrýnir framleiðslu og verðlagningu sauðfjárafurða harðlega.

Disney-fundur á Íslandi

Föstudaginn 2. september heldur félag íslensks markaðsfólks (ÍMARK) morgunverðarfund á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Á fundinum verða tveir fulltrúar frá Disney með erindi. Þeir munu m.a. skýra frá hinum einstöku leyndardómum að baki velgengni Disney á heimsvísu og skýra þjónustustefnu fyrirtækisins.

Framleiðsla skelfisks í samræmi við EES löggjöf

Framleiðsla og sala lifandi skelfisks sem framleiddur er á Íslandi var almennt í samræmi við skilyrði í löggjöf EES. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA sem gefin var út í dag.

Tvö slys á Bústaðavegi með stuttu millibili

Kona var flutt á slysadeild eftir að keyrt var á hana á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar um klukkan korter yfir tvö í dag. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins og ekki liggur fyrir hversu alvarlega hún er slösuð.

Hefur krafist frávísunar í máli Geirs

Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist í dag frávísunar í svokölluðu landsdómsmáli. Þetta staðfesti skrifstofustjóri Hæstaréttar við fréttastofu. Frestur til að krefjast frávísunar rennur út í dag. Geir er sakaður um brot á lögum um ráðherraábyrgð. Málið var þingfest í vor og verður afstaða til frávísunarkröfunnar tekin þegar málið kemur aftur á dagskrá í september.

Berjablá Súðavík

Berjaspretta á Vestfjörðum er í góðu meðallagi í ár og helgina 26.-28. ágúst efna Súðvíkingar í fyrsta sinn til fjölskyldu- og uppskeruhátíðarinnar Bláberjadaga þar sem fólk er hvatt til að skemmta sér saman, tína ber og njóta þess besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Í tilkynningu segir að stefnt sé að því að gera Bláberjadagana að árlegum viðburði í Súðavík.

ASÍ leggst gegn kvótafrumvarpinu

Alþýðusamband Íslands leggst gegn því að frumvarp um stjórn fiskveiða verði samþykkt í núverandi mynd. ASÍ tekur undir hækkun veiðileyfagjaldsins og tímabundinn nýtingarétt af auðlindinni en telur aðra þætti frumvarpsins of gallaða til að hægt sé að mæla með samþykkt þess. ASÍ er sammála því að breyta þurfi fiskveiðistjórnunarkerfinu en telur nauðsynlegt að vinna málið betur og í víðtæku samráði.

Staðgengill borgarstjóra hættir

Regína Ásvaldsdóttir, fyrrum staðgengill borgarstjóra, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þekkingarseturs um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Staðan var auglýst 25. júlí síðastliðinn og voru fimmtíu og fimm sem sóttu um starfið.

Leikskólinn Mýri verður rekinn af borginni

Borgarráð Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að borgin taki yfir rekstur leikskólans Mýrar sem hefur verið sjálfstætt starfandi frá árinu 1989. Í tilkynningu frá borginni segir að stjórn foreldrafélags leikskólans hafi óskað eftir því snemma á þessu ári að borgin tæki yfir reksturinn og hefur nú náðst sátt um að svo verði frá og með 1. ágúst 2011.

Sjá næstu 50 fréttir