Fleiri fréttir

Skora á stuðningsmenn KR í Mýrarbolta

"Ég trúi ekki öðru en þeir taki þessu annars eru þeir gungur," segir Eyþór Jóvinsson, forsvarsmaður stuðningsmannafélags BÍ/Bolungarvíkur, sem ber nafnið Blár og Marinn.

Vilja frekar snúa frá fjallinu

"Við höfum fengið nokkrar afbókanir en það er bara fólk sem er hætt við að koma til Íslands eftir að hafa séð fréttir að Hekla sé tilbúin að gjósa," segir Óli Már Aronsson, hjá Heklusetrinu á Leirubakka.

Barnslát: Móðirin laus úr gæsluvarðhaldi

Litháíska konan, sem ól barn við Hótel Frón um helgina en skildi við það í ruslagámi stuttu seinna, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir verjandi konunnar í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði konuna í gæsluvarðhald á sunnudaginn, eftir að barnið fannst látið í ruslagámnum. Hæstiréttur felldi úrskurðinn hins vegar úr gildi.

Fólskuleg árás á unga konu í Búðardal

Ráðist var á unga konu sem starfaði í Samkaup í Búðardal í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að hún fór úr kjálkalið og fékk áverka í andliti. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.

BUGL var óheimilt að senda upplýsingar um barn í pósti

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans braut gegn reglum um öryggi við meðferð persónuupplýsinga með því að senda með almennum og óvörðum pósti viðkvæmar persónuupplýsingar í skýrslu um barn og greiningu á barninu.

Áætlun um færslu flugvallarins heldur sér

Formaður skipulagsráðs segir að áfram verði stefnt að því að færa Reykjavíkurflugvöll í áföngum í drögum að nýju aðalskipulagi. Hann segir umræðu um svæðið undanfarna daga byggða á misskilningi.

Umgengni við Ylströnd slæm

Nokkuð hefur borið á því að umgengni við svæði Ylstrandarinnar í Nauthólsvík að kvöld- og næturlagi sé slæm.

Búist við þúsund bátum á sjó

Um það bil 700 skip og bátar voru komin á sjó við landið klukkan sex í morgun, þar með talinn nær allur strandveiðiflotinn. Á vaktstöð siglinga og stjórnstöð Gæslunnar muna menn ekki eftir þvílíkum fjölda á þessum tíma sólarhrings, en fjöldinn fór yfir 900 þegar mest var um miðjan dag í gær og í fyrradag.

Skjálfti vestur af Grímsey

Jarðskjálfti upp á þrjá komma einn á Richter með upptök 47 kílómetra vestur af Grímsey, varð um klukkan ellefu í gærkvöldi. Engir snarpir eftirskjálftar hafa orðið og snarpir skjálftar á þessum slóðum koma jarðvísindamönnum ekki á óvart. Skjálftinn er því ekki talinn fyrirboði frekari tíðinda.

Snarræði vegfarenda kom í veg fyrir bruna

Snarræði vegfarenda varð til þess að ekki varð mikið bál, þegar eldur kviknaði í stórum haug af trjágreinum við Höfðabakka, sem grisjaðar höfðu verið úr trjám í Elliðaárdal.

Skilur vel kröfur Vestfirðinga

„Ég skil mjög vel þá kröfu sem Vestfirðingar setja fram um Dýrafjarðargöng og vegabætur á Dynjandisheiði, að ógleymdum vegabótum á Suðurströndunum,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og ráðherra vegamála. Hann var einmitt á ferðinni yfir Dynjandisheiði þegar Fréttablaðið sló á þráðinn.

Ríki og borg hætt við að reisa samgöngumiðstöð

Ekkert verður af áformum um byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri, samkvæmt drögum að samkomulagi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Jóns Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík.

Fjölmiðlar láti af gagnrýninni

Fjölmiðlar og aðrir eru beðnir um að láta af óvæginni gagnrýni á ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn í yfirlýsingu sem Eimskip sendi frá sér í gær.

Ferðafólki ráðið frá því að ganga á Heklu

„Við ráðleggjum fólki að ganga ekki upp á Heklu eins og stendur,“ segir Valgerður Brynjólfsdóttir, sem rekur Heklusetrið á Leirubakka. „En það eru þó ekki nema tveir, þrír dagar síðan fólk var uppi á henni,“ bætir hún við.

Lögreglumenn í áfallahjálp eftir útkallið

Lögreglan á Selfossi vinnur nú að rannsókn á öllum þáttum máls er upp kom um helgina þegar forstöðumaður Veiðisafnsins á Stokkseyri skaut úr skambyssum við heimili sitt, sem jafnframt hýsir safnið. Þeir lögreglumenn sem fóru á vettvang og handtóku manninn hafa fengið áfallahjálp í kjölfarið. Rannsókn málsins beinist meðal annars að hótunum þeim og ógnunum sem maðurinn hafði í frammi við handtökuna, auk almannahættu.

Bændasamtökin gefa út bók

Bændasamtök Íslands hafa gefið út bók um landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins. Bókin er skrifuð af Stefáni Má Stefánssyni, prófessor í lögum við Háskóla Íslands.

„Ég og skepnurnar átum þetta eitur“

Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal í Skutulsfirði, tekur niðurstöðum jarðvegsmælinga Umhverfisstofnunar með fyrirvara. Hann sér ekkert jákvætt við málið. Það eigi ekki síst við um þá niðurstöðu að díoxín finnist ekki í eins miklu magni í jarðvegi á hans landi eins og var óttast. Ástæðan er einföld, og Steingrímur vitnar í greinargerðina, eða að lítið díoxín í jarðvegi megi rekja til þess að skepnurnar hans átu það í beit eða með fóðri sem þeim var gefið, áður en það náði að setjast í svörðinn. Steingrímur missti allan sinn búpening vegna díoxínmengunar sem í skepnunum mældist. Voru það 20 nautgripir og 80 fjár.

Bíræfinn þjófur handtekinn í Kringlunni

Karlmaður var handtekinn í Kringlunni um klukkan fimm í dag. Hann er grunaður um þjófnaði á viðskiptavinum og í verslunum Kringlunnar. Maðurinn er í haldi lögreglunnar og bíður þess að vera yfirheyrður. Lögregluþjónn sem Vísir talaði við segist ekki gera ráð fyrir að gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum. Það fari þó eftir því hversu stórtækur hann hafi reynst við iðju sína.

Vinnan á Búðarhálsi komin á fulla ferð

Smíði Búðarhálsvirkjunar er komin á fulla ferð og eru nú um tvöhundruð manns komin til starfa á virkjunarsvæðinu. Vinna er hafin við helstu verkþætti, þar á meðal stöðvarhús, stíflu og aðrennslisgöng.

Össur lýsir yfir fullum stuðningi við Palestínu

Utanríkisráðherra krafðist þess á Gaza í dag að herkví Ísraela á svæðinu yrði aflétt. Hann segir Palestínumenn eiga fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar í deilu sinni við Ísraela. Utanríkisráðherra er staddur á Gaza-svæðinu, fyrstur íslenskra ráðherra.

"Ígildi starfslokasamnings við íslenska bændur“

Formaður Bændasamtakanna segir að hugmyndir um útreikning á tjóni bænda vegna afnáms tollverndar íslenskra matvæla með aðild að ESB, vera ígildi starfslokasamnings við íslenska bændur. Prófessor í lögfræði segir engar varanlegar undanþágur í boði frá löggjöf ESB.

Djörf túlkun Ögmundar að flugvöllurinn verði um kyrrt

Innanríkisráðherra vonast til að samkomulag verði undirritað við Reykjavíkurborg sem tryggi að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Borgarfulltrúi Vinstri Grænna segir þetta djarfa túlkun ráðherra á samkomulaginu.

Torfajökul og Kerlingafjöll efst á verndunarlista

Samkvæmt verkefnisstjórn um rammaáætlun er talið að virkjunarsvæði við Torfajökul og Kerlingafjöll eigi helst að vernda á meðan virkjanir við neðri Þjórsá eru taldar hafa lítil óæskileg áhrif á náttúruna og hátt nýtingargildi.

Á 127 kílómetra hraða á Miklubraut

Karlmaður á fertugsaldri var stöðvaður í umferðinni í gærkvöld þegar bíll hans mældist á 127 kílómetra hraða á Miklubraut, við Lönguhlíð. Viðkomandi, sem hefur áður verið staðinn að hraðakstri, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Barnslát: Móðirin flutt á Litla Hraun

Móðir kornabarnsins, sem fannst látið við hótel í Reykjavík um helgina, hefur verið flutt í einangrun á Litla Hraun. Konan, sem er rétt rúmlega tvítug, var lögð inn á sjúkrahús fyrst um sinn en var færð til yfirheyrslu hjá lögreglu síðdegis og í framhaldinu flutt á Litla-Hraun, eins og áður sagði. Rannsókn lögreglu á málinu heldur áfram.

Almannavarnir vara fólk við Heklu

Þrýstingur í kviku undir Heklu hefur vaxið síðan í síðasta gosi og nú síðustu ár hefur hann verið svipaður eða hærri en á undan síðustu gosum, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Því verði að telja að eldstöðin sé tilbúin í gos.

Alvarlegur skortur á heimilislæknum í Hafnarfirði

Skortur á heimilislæknum er viðvarandi vandamál í Hafnarfirði á sumrin, en íbúar bæjarins sem þurfa að sækja til heimilislæknis þurfa oft að bíða lengi þar sem allt niður í þriðjungur lækna á heilsugæslustöð eru við störf.

Nauðganir verða ekki liðnar á Bestu hátíðinni

Ofbeldi, og sér í lagi kynferðislegt ofbeldi, verður ekki liðið á Bestu hátíðinni sem fram fer um næstu helgi. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá aðstandendum Bestu hátíðarinnar og hljómsveitarinnar Quarashi, sem spilar á hátíðinni. Quarashi hætlar að gefa Stígamótum 500 þúsund krónur af þeim tekjum sem hún hefur af því að koma fram á hátíðinni. Hátíðin fer fram um næstu helgi.

Ekki hægt að detta í það á barnum

Barsala í Bláa lóninu mælist vel fyrir, segir Dagný Hrönn Pétursdóttir framkvæmdastjóri. Lítill bar var settur upp í miðju lóninu í fyrravor, en þar eru seldir áfengir og óáfengir drykkir auk húðvara.

Hefur áhyggjur af úrsögnum úr Þjóðkirkjunni

Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af úrsögnum og fækkun í söfnuðum þjóðkirkjunnar. Það er samt ekki séríslenskt fyrirbæri, segir Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Hann segir að lls staðar á Norðurlöndunum megi sjá hliðstæða þróun, þar séu þjóðkirkjurnar líka að hopa og það af ýmsum ástæðum, lýðfræðilegum og menningarlegum. Karl segir í pistli á vefnum tru.is að eins og hér á landi megi einnig sjá í þeim úrsögnum viðbrögð við deilum og hneykslismálum innan kirknanna.

Byssumaður biðst afsökunar - ætlar í meðferð

"Að gefnu tilefni játa ég að mér urðu á persónuleg mistök síðastliðið sunnudagskvöld sem ég ber einn ábyrgð á,“ segir Páll Reynisson, sem var handtekinn um helgina eftir að hann hafði skotið af skammbyssum og haft í hótunum við lögreglumenn. Hann var ölvaður þegar atvikið átti sér stað.

Aðeins fimm af 266 ferðum felldar niður

Á tímabilinu frá 4. maí til 5 júlí hafa fallið niður 5 ferðir af 266 eða innan við 2% af ferðum Herjólfs samkvæmt tilkynningu sem Eimskip sendi frá sér í hádeginu vegna umræðu um ferjuna.

Nefndirnar verða ekki kallaðar saman í sumar

Hvorki iðnaðar- né utanríkismálanefnd Alþingis verða kallaðar saman í sumarhléi þingsins þrátt fyrir kröfu stjórnarandstöðuþingmanna. Formenn nefndana segja nefndirnar eingöngu funda í sumarhléi ef brýna nauðsyn beri til.

Útskrifuð af sjúkrahúsi og á leið í skýrslutöku

Litháísk kona á tuttugasta og öðru aldursári sem grunuð er um að hafa deytt barn sitt eftir fæðingu á hótel Fróni verður útskrifuð af sjúkrahúsi nú í hádeginu og verður í skýrslutökum hjá lögreglu í dag.

Togarajaxlar fagna á Akureyri

Hátíð togarajaxla og maka þeirra verður haldin á Akureyri fimmtánda og sextánda júlí næstkomandi. Þar munu aldnar sem ungar hetjur hafsins hittast yfir mat og drykk í Sjallanum föstudaginn 15. júlí og hefst borðhaldið kl. 19.00.

Hekla virðist vera að bæra á sér

Ríkislögreglustjóri hefur gert Almannavarnanefndum á Suðurlandi viðvart um óvenjulegar hreyfingar í Heklu, sem gætu bent til kvikusöfnunar í fjallinu. Ekki er þó beinlínis varað við eldgosi, en mælingar sýna að fjallið hefur verið að bólgna síðan þar gaus síðast, fyrir ellefu árum.

Sjá næstu 50 fréttir