Fleiri fréttir

Hálendisvegir loksins að opnast

Hálendisleiðirnar eru nú að opnast ein af annarri, hátt í mánuði síðar en verið hefur undanfarin ár. Þó eru báðar Fjallabaksleiðirnar enn lokaðar og sömuleiðis vegurinn yfir Sprengisand. Vegagerðin er víða að ditta að þeim vegum, sem búið er að opna og hún ráðleggur vegfarendum að vera aðeins á fjórhjóladrifnum bílum á hálendisvegunum.

Sandfangari byggir nýtt land

Bygging sandfangara, sem er 276 metra langur brimvarnargarður, við Vík í Mýrdal gengur að óskum. Garðurinn gengur hornrétt út frá fjörunni neðan við kauptúnið og hlutverk hans er að fanga sand og hamla þannig landbroti í Víkurfjöru. Þegar hefur verið lokið við 170 metra af garðinum.

Lögreglan tók níutíu byssur af skotglöðum byssusafnara

Lögreglan á Selfossi lagði hald á um níutíu byssur og gríðarlegt magn skotfæra á heimili Páls Reynissonar, forstöðumanns og eiganda Veiðisafnsins á Stokkseyri, eftir að tilkynnt var um skothvelli frá húsinu aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hélt á tveimur skammbyssum og stóð fyrir skothríð þegar lögreglu bar að garði.

Borguðu klippingu næsta manns á eftir

Posinn á hársnyrtistofu Torfa Geirmundssonar, rakara við Hlemm, hefur ítrekað tekið rangar upphæðir af kortum viðskiptavina stofunnar á síðustu dögum. Fyrri viðskiptavinur borgar fyrir þann sem á eftir kemur.

Sjálfboðaliðar fegra borgina

Fulltrúar frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS, eða SEE beyonD borderS, vinna þessa dagana að því að fegra ásýnd miðborgarinnar. Borgin hvetur húseigendur til að taka þátt í átakinu

Undir stöðugu eftirliti lögreglu

Móðir kornabarns sem fannst látið í gámi í Reykjavík á laugardag er undir stöðugu eftirliti lögreglu þar sem hún liggur á Landspítalanum. Hún hefur enda verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn.

Hertar reglur um netaveiði í sjó

Settar hafa verið nýjar reglur um veiðar á göngusilungi í sjó, samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu. Er þeim ætlað að vernda sjóbleikju- og laxastofna á nokkrum svæðum við landið.

Sílastofninn virðist ekki ná sér á strik

Fyrstu vísbendingar úr rannsóknarleiðangri á Breiðafirði benda ekki til þess að sílastofninn sé að ná sér á strik. Þetta segir Valur Bogason líffræðingur og einn leiðangursmanna. Hríðminnkandi sílastofn kemur illa niður á varpi sjófugla við sunnan- og vestanvert landið, til dæmis er fuglalíf í Flatey með daufasta móti að sögn íbúa þar.

Mótmæla læknisleysi harðlega

Hreppsnefnd Vopnafjarðar hefur mótmælt því við við velferðarráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands að Vopnafjörður verði án grunnlæknisþjónustu eins og var um þriggja daga skeið í síðasta mánuði.

Afsala sér veiðirétti í Elliðaánum

Borgaryfirvöld hafa ákveðið að þeir veiðidagar í Elliðaánum sem borgin hefur til ráðstöfunar verði nýttir af borgarbúum en ekki borgarfulltrúum og starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur eins og löngum hefur verið.

Ögmundur segir sjálfsagt að ræða EFTA-dómstólinn

„Auðvitað er það þannig að íslenskir dómstólar og EFTA-dómstóllinn fara með ólík hlutverk,“ segir Skúli Magnússon, dómritari EFTA-dómstólsins. „Íslenskir dómstólar dæma um íslensk lög en EFTA-dómstóllinn fer ásamt Evrópudómstólnum með endanlegt úrskurðarvald um túlkun EES-samningsins. Svo lengi sem Íslendingar vilja vera aðilar að EES-samningnum verða þeir að sætta sig við að íslenskir dómstólar fara ekki með endanlegt úrskurðarvald um efni þessara reglna. Það liggur einfaldlega í eðli alþjóðlegra samninga.“

Svona mál eiga ekki að fyrnast

Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, greindi frá kynferðisbrotum gegn konu sem lést nýverið. Baldur sagði frá brotunum í líkræðu konunnar.

Framkvæmdir í Laxárstöðvum

Landsvirkjun vinnur nú í sumar að fjölmörgum viðhaldsverkefnum í Laxárstöðvum. Þess vegna verður ekki mögulegt að taka á móti gestum í Laxárstöðvar í sumar eins og fyrri ár.

Hafa leitað til innlendra og erlendra aðila

„Við erum í þeirri stöðu að vera með bakið upp við vegg. Það eru ofboðslega þung skref fyrir Vestmannaeyjar að taka aftur upp siglingar í Þorlákshöfn eingöngu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Yfirvöld í bænum hafa nú leitað til einkaaðila, innanlands og utan, til að kanna áhuga á því að sigla í Landeyjahöfn.

Góð áhrif íslenskra jurta

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nálastungu- og grasalæknir, hefur yfirfært kínverskar lækningar á íslenskar jurtir. Í endurútgefinni bók hennar, Íslenskar lækningajurtir, er að finna þann fróðleik.

Breyta JL húsinu í listaverk

Málarar vinna nú hörðum höndum að því að breyta JL húsinu í listaverk. Heiðurinn að hinu nýja útliti þessa sögufræga húss á kennari við Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Pólitísk réttarhöld

Í grein eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing, sem birtist í Fréttablaðinu í dag fjallar hann um réttarhöldin yfir Geir H. Haarde og þá tilhneygingu manna að vilja að endurskrifa söguna.

Hefur ekki áhyggjur af niðurskurði vegna jafnréttismála

Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur ekki áhyggjur af því að skorið verði á fjárveitingar til íþróttafélaga sem sinna ekki jafnréttismálum. Hann hvetur til þess að jafnréttismál verði skoðuð í fleiri tómstundagreinum sem eru á framfæri borgarinnar.

Börn segja frá kynferðisbrotum

Þónokkrum málum hefur verið vísað til barnaverndarnefnda eftir að sex ára börn komu fram og sögðu frá kynferðislegri misnotkun í kjölfar fræðslu skólahjúkrunarfræðinga. Þrjú mál komu upp hjá einum skólahjúkrunarfræðingi sem hitti fimmtíu börn.

Afhjúpar varnarnet stjórnmála- og bankamanna

Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, beitti nýstárlegri aðferð til að afhjúpa varnarnet stjórnmála- og bankamanna vegna gagnrýni á bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Hann segir að sama tækni geti nýst til að afhjúpa einhliða umræðu nú.

6500 hafa sagt sig úr Þjóðkirkjunni frá desember 2009

Um 6500 manns sögðu sig úr þjóðkirkjunni frá 1. desember árið 2009 til síðustu mánaðarmóta. Mikil óánægja hefur verið með Þjóðkirkjuna vegna viðbragða hennar við kynferðisbrotum Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups.

Álverð hækkaði áttfalt meira en nýja orkuverðstengingin

Álverð hefur hækkað um þrjátíu prósent á því eina ári sem liðið er frá því Landsvirkjun samdi við álverið í Straumsvík um að afnema tengingu raforkuverðs við verðþróun á áli. Það er áttfalt meiri hækkun en á bandarísku neysluvísitölunni, sem tekin var upp í staðinn sem verðtenging, en hún hefur hækkað um 3,6 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Páll Hreinsson dómari við EFTA dómstólinn

Páll Hreinsson hæstaréttardómari hefur verið skipaður dómari við EFTA dómstólinn frá 15. september næstkomandi. Þorgeir Örlygsson lætur þá af því starfi og tekur sæti í Hæstarétti.

Skilorðsbundinn dómur fyrir fjölmörg brot

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag tvítugan Reykvíking í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölmörg brot. Meðal annars fyrir að hafa stolið bílnúmerum af bíl í Faxafeni í Reykjavík og setja þau á óskráðan bíl sinn. Hann var einnig sakaður um innbrot inn á verkstæði Skógræktar ríkisins, Mörk, Hallormsstað, á milli jóla og nýárs fyrir síðustu áramót auk innbrota í sumarbústaði í Fjarðarbyggð, innbrot í hafnsögubát og fleiri brota. Maðurinn játaði brot sín.

Kannabisræktandi sviptur ökuréttindum

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að hafa ræktað 46 kannabisplöntur á heimili sínu með það að markmiði að selja kannabisefnið.

Lamdi mann og beit dyravörð

Tæplega þrítugur karlmaður frá Reykjanesbæ var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa sparkað í búk manns og slegið hann ítrekað í andlitið fyrir utan skemmtistaðinn Manhattan í október á síðasta ári.

Snjallir strákar slá garða í sumar

Þorgils Baldursson, Aron Sævarsson og Ýmir Gíslason eru 14 ára bekkjarfélagar úr Hlíðaskóla. Þá langaði hreint ekki til að vera aðgerðarlausir í sumar og tóku til sinna ráða. "Mér datt bara í hug að fara að slá garða og þeir voru til í að vera með mér í því,“ segir Þorgils. Þeir félagarnir fengu lánaða sláttuvél og klippur og voru þá tilbúnir í slaginn.

Fjöldi metanbíla tvöfaldast

Fjöldi bíla sem ganga fyrir metangasi er kominn upp í 555, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Að sögn Sverris Viðars Haukssonar, formanns verkefnisstjórnar Grænu orkunnar, hefur þessi fjöldi tvöfaldast á síðustu átján mánuðum.

Ók inn í Hróa hött

Forláta Lexus jepplingi var ekið inn á Hróa hött við Langarima í Grafarvogi í hádeginu í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis slasaðist enginn í óhappinu. Lögregla hafði ekki fengið tilkynningu um óhappið þegar spurt var út í það í dag.

Meintur byssumaður gengur laus

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu lögreglustjórans á Selfossi um gæsluvarðhald á manni sem handtekinn var í fyrrakvöld eftir að hafa hleypt skotum af byssu á Stokkseyri. Jafnframt var hafnað kröfu um að maðurinn sætti geðrannsókn. Málið er í rannsókn og fer að henni lokinni til meðferðar hjá saksóknara.

Ráðherra í leiðangri um vestfirska vegi

Ráðherra vegamála, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lagði í morgun upp í þriggja daga leiðangur um Vestfirði til að kynna sér ástand vegamála. Með í för eru Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og nokkrir sérfræðingar Vegagerðarinnar. Helsti tilgangur leiðangursins er að leita leiða til að höggva á hnút í vegagerð um Austur-Barðastrandarsýslu; deilur um nýtt vegstæði um Teigsskóg, sem Vegagerðin telur bestu lausnina til að leysa af fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls.

Hrunið erfitt fyrir orkuskólann Reyst

Orkuskólinn REYST stendur ágætlega fjárhagslega og getur vel rekið sig, þrátt fyrir að Háskóli Íslands hafi dregið sig úr verkefninu og Orkuveita Reykjavíkur hætt fjárstuðningi, að sögn framkvæmdastjóra skólans. Tíu til tuttugu nemendur hefja nám við skólann í haust.

Barnslát: Búið að yfirheyra alla nema móðurina

Yfirheyrslum lögreglu yfir samstarfsfólki og aðstandendum konunnar, sem grunuð er um að hafa komið nýfæddu barni sínu fyrir í ruslagámi þar sem það fannst látið, er að mestu lokið.

Slökkviliðsmenn sömdu við ISAVIA

Landsamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og Isavia, sem rekur flugvellina á Íslandi, undirrituðu í dag kjarasamning til þriggja ára. Um er að ræða sambærilegan samning og Isavia hefur gert við aðra starfsmenn fyrirtækisins. Auk eingreiðslna verður launahækkun fyrsta júní sem nemur 4,25 % eða 12 þúsund krónum að lágmarki. Kjarasamningurinn fer í kynningu og atkvæðagreiðslu í næstu viku.

Landeyjahöfn hugsanlega lokuð í vetur

Rætt hefur verið um að loka alfarið fyrir siglingar Herjólfs um Landeyjahöfn í nokkra mánuði næsta vetur vegna óvissu um aðstæður. Í maí síðastliðnum var settur á laggirnar samstarfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins, Siglingastofnunar, Vegagerðarinnar, Eimskips og Vestmannaeyjabæjar til að meta aðstæður í höfninni og setja saman aðgerðaáætlun ef til þess kæmi að loka fyrir siglingar um hana næsta vetur.

Göngustígshrotti laus úr haldi

Rúmlega tvítugur maður hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi, meðan hann bíður dóms í Hæstarétti fyrir líkamsárás. Maðurinn var í héraðsdómi dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann 11. október í fyrra. Hann réðst að henni á göngustíg og stórslasaði hana.

Lögreglan stöðvaði dópaða ökumenn

Lögreglan á Akureyri tók tvo ökumenn úr umferð í gærkvöldi og í nótt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þá tók lögreglan í Borgarnesi konu úr umferð í gærkvöldi fyrir sömu sakir, þar sem hún var á leið í Hvalfjarðargöngin. Kannabisefni og kókaín fundust i fórum hennar.

Sóttu fasta ferðamenn

Björgunarsveitarmenn Landsbjargar á Flúðum sóttu í nótt tvo erlenda ferðamenn, sem fest höfðu bíl sinn á vegslóða á Hrunamannaafrétti, og komu þeim til byggða. Vegslóðinn er aðeins notaður við smalamennsku síðsumars og var hann vart fær vegna aurbleytu. Leiðangurinn gekk vel og sakaði engan.

Sjá næstu 50 fréttir